Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 2
2 6. desember 2008 LAUGARDAGUR BRETLAND, AP Mannréttindadóm- stóll Evrópu hefur kveðið upp þann úrskurð að breskur gagnagrunnur, með erfðaefnis- upplýsingum úr rannsóknum sakamála, fái ekki staðist. Brotið sé á rétti einstaklinga með því að safna upplýsingum um erfðaeinkenni þeirra sem hafa verið handteknir vegna gruns um glæp en ekki sakfelld- ir. Nú þegar eru í þessum gagnagrunni 4,5 milljónir lífsýna. Engin athugasemd er gerð við að í gagnagrunninum séu upplýsingar um einstaklinga sem hlotið hafa dóm. - gb Mannréttindadómstóll: Gagnagrunnur brýtur réttindi STJÓRNMÁL Þrír gáfu í gær kost á sér í komandi formannskjöri í Framsóknarflokknum í janúar. Þetta eru Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, Höskuldur Þórhallson alþingismaður og Jón Vigfús Guðjónsson, sjómaður á Akureyri. Jón var í 13. sæti Framsóknar- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 2007. Eins og kunnugt er tók Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður við formannsembættinu þegar Guðni Ágústsson sagði af sér í nóvember. Hún hefur lýst því yfir að hún sækist ekki eftir að gegna embættinu áfram - bþs / gar Formennska í Framsókn: Þrír vilja setjast í formannsstól Sigurður, er allur vindur úr þér? „Nei, nú fyrst er farið að hvessa!“ Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfrétta- maður, oft nefndur Siggi stormur, er talsmaður hóps íslenskra húseigenda á Spáni sem eru í hinum mestu kröggum vegna hruns íslensku krónunnar. FRAKKLAND, AP Eitt stærsta skartgriparán sögunnar var framið í París í gær. Þrír eða fjórir ræningjar hirtu demants- hringa, hálsmen og dýr arm- bandsúr úr skartgripaversluninni Harry Winston skammt frá breiðgötunni Champs Elysées. Ræningjarnir réðust inn í verslunina með byssur í hendi og hótuðu starfsfólkinu, börðu suma í höfuðið en héldu síðan út eftir að hafa tæmt nokkra sýningar- kassa. Þýfið er talið um 85 milljón evra virði, en það jafngildir um það bil 13 milljörðum króna, samkvæmt gengi krónunnar síðdegis í gær. - gb Skartgriparán í París: Þýfið er þrettán milljarða virði EITT STÆRSTA RÁN SÖGUNNAR Þrír eða fjórir ræningjar rændu þessa verslun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Í þeirri efnahagslegu uppbyggingu sem fram undan er verður að sjá til þess að bankar snúi sér aftur að upphaflegu hlutverki sínu, að lána fé og gera greiðslumat. Þetta kemur fram í grein Josephs Stiglitz, handhafa Nóbelsverðlauna í hagfræði, í blaðinu í dag. Stiglitz segir að margir af stóru bönkunum í Bandaríkjunum hafi færst úr „lánastarfsemi“ yfir í „flutningsstarfsemi“. „Þeir einbeittu sér að því að kaupa eignir, setja þær í nýjar umbúðir og selja á ný. Og um leið slógu þeir nýtt tossamet við áhættu- og greiðslumat. Hundruðum milljarða dollara hefur nú verið eytt í að halda lífi í þessum óstarfhæfu stofnunum.“ Hreinsa þurfi til í innviðum slíkra stofnana ef hagkerfi Bandaríkjanna, og heimsins, á að eiga viðreisnar von til framtíðar. -bs / sjá síðu 22 Joseph Stiglitz hagfræðingur: Þarf að kúvenda bankastarfsemi LÖGREGLUMÁL „Maðurinn var reik- ull og sagði starfsfólkinu að hann væri í slæmum málum. Það var greinilegt að honum leið mjög illa og var kominn í mikil vandræði,“ segir Árni Sverrisson, forstjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Maður réðst inn á vaktherbergi lyfja- deildar spítalans í hádeginu í gær vopnaður sprautu. Hann sagðist vera smitaður af lifrarbólgu-C og heimtaði að sér yrði fært morfín. Að öðrum kosti myndi hann smita starfsfólkið. Maðurinn fékk lyfin afhent og hvarf á braut. Eftir ábendingar starfsfólks var hann svo handtekinn skammt frá spítal- anum örfáum mínútum síðar. Mað- urinn var með öll lyfin á sér og hafði ekki verið snert á neinum þeirra. Árni segir þá fimm sem urðu á vegi ránsmannsins, hjúkrunar- fræðinga og annað starfsfólk, hafa brugðist hárrétt við aðstæðunum. „Fólkið sem maðurinn stóð and- spænis þekkir þessa hluti og gerir sér grein fyrir hættunni. Það er búið að fara yfir það með hvaða hætti starfsfólk á að bregðast við þegar slíkar aðstæður skapast. Starfsfólkið streittist ekkert á móti heldur var umsvifalaust gengið í að afhenda honum lyfin.“ Að sögn Árna var haft samband við lögreglu áður en maðurinn náði að yfirgefa spítalabygginguna. Auk þess hafi einn starfsmanna hlaupið á eftir manninum fram í anddyrið til að sjá í hvaða átt hann hlypi, því maðurinn fór ekki inn í bíl heldur hljóp frá spítalanum og niður götu í átt að miðbænum í Hafnarfirði. Lögregla handtók manninn spölkorn frá spítalanum nokkrum mínútum síðar. Árni segir starfsfólk spítalans aldrei áður hafa upplifað nokkuð slíkt. „Starfsfólkinu brá og var nokkuð óttaslegið, en ég gat ekki betur séð en allir væru búnir að jafna sig sæmilega seinni partinn í dag (í gær). Eðli málsins sam- kvæmt verður farið yfir öll öryggisatriði og teknar ákvarðanir um endurbætur ef ástæða þykir til. Hins vegar er afar erfitt að koma í veg fyrir slík atvik öðruvísi en að svona stofnanir séu hrein- lega læstar.“ Árni segir ránsmanninn greini- lega hafa verið langt leiddan og örvæntingarfullan fíkil. „Vonandi er þessi ógæfumaður kominn í réttar hendur sem aðstoða hann.“ Samkvæmt lögreglu var maður- inn færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu og yfirheyrður í gær- kvöldi. Hann er talinn vera á aldr- inum 20 til 25 ára. kjartan@frettabladid.is Hótaði starfsfólki lifrarbólgusmiti Maður vopnaður sprautu réðst inn á St. Jósefsspítala í gær og heimtaði morfín. Hann komst á brott með lyf en var handtekinn skömmu síðar. Forstjóri spítal- ans segir starfsfólk hafa brugðist hárrétt við erfiðum aðstæðum. Vonandi er þessi ógæfu- maður kominn í réttar hendur sem aðstoða hann. ÁRNI SVERRISSON FORSTJÓRI VIÐSKIPTI Umtalsverður munur virðist vera á gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðl- um, hjá Seðlabankanum og hjá greiðslukortafyrirtækjunum. Hjá Seðlabankanum kostaði evran 161 krónu og fimmtíu aura í gær. Á sama tíma er auglýst gengi greiðslukortafyrirtækj- anna yfir 187 og 188 krónur fyrir hverja evru. „Þetta skýrist af því að það er eins dags töf, þannig að gengið sem við birtum í dag er miðað við það sem verslað var í gær. Þeir sem versla í dag fá gengi sem verður eitthvað nálægt því sem það verður hjá Seðlabankan- um í lok dagsins,“ segir Haukur Oddsson, framkvæmdastjóri Borgunar. Bergsveinn Samper, fram- kvæmdastjóri kortalausna hjá Valitor, bætir því við að fyrir- tækin leggi að auki sérstakt gengisálag ofan á gengið, yfir- leitt eitt til tvö prósent, sem fari eftir gjaldmiðlum. „Gengið miðast þá við gengi Seðlabankans, en eins og þegar gjaldeyrir er keyptur í bankaúti- búi þá er gengið lítillega hærra en skráða gengið. Þetta er þókn- un fyrir veitta þjónustu við við- skiptavini.“ - ikh Greiðslukortagengið er sagt miðast við þann dag sem verslað er: Mikill munur á genginu MUNUR Á GENGI? Það kemur mörgum á óvart að gengi krónunnar hjá greiðslu- kortafyrirtækjunum er ekki það sama og Seðlabankans. Á því eru þó skýringar. NORDICPHOTOS/AFP ÁRNI SVERRISSON ÓTTASLEGIÐ STARFSFÓLK Forstjóri Skt. Jósefsspítala segir starfsfólk spítalans hafa brugið hárrétt við aðstæðum, enda hafi verið farið yfir hvernig best sé að bregðast við .Hann vonast til að ógæfumaðurinn fái hjálp, enda hafi hann greini- lega verið langt leiddur fíkill. LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem leitað hefur verið á Skáldabúðaheiði er nú talinn af. Hann hét Trausti Gunnarsson og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Trausti gekk til rjúpna á laugar- dagsmorgun fyrir viku og skilaði sér ekki til móts við félaga sinn. Um 200 björgunarsveitarmenn og sjálfboðaliðar leituðu í gær að Trausta við ágætar aðstæður sem versnuðu eftir hádegið. Samkvæmt tilkynningu er engin von talin til þess að Trausti geti verið á lífi. Formlegri leit að honum hefur verið hætt en þó verður leitað áfram eftir því sem tilefni gefst til. Aðstandendur Trausta votta leitarmönnum þakklæti fyrir óeigingjarna vinnu við erfiðar aðstæður. - gar Rjúpnaskyttan sem leitað var: Talinn af og leitinni hætt VINNUMARKAÐUR Hætta er á því að atvinnuleysistryggingasjóður geti tæmst í lok næsta árs ef atvinnu- leysi verður mikið. Um 15,5 millj- arðar króna verði í sjóðnum um næstu áramót. Tekjur nema um fimm milljörðum á ári. Ef atvinnu- leysi verður 6 til 7 prósent á næsta ári verður sjóðurinn nánast tómur í árslok 2009. Sigurður P. Sigmundsson, fjár- málastjóri Vinnumálastofnunar, segir að sjóðurinn standi vel um næstu áramót. Ef atvinnuleysis- spár gangi eftir geti sjóðurinn tæmst í árslok 2009. Sjóðurinn fái 0,67 prósent af atvinnutrygginga- gjaldi. Ef atvinnustarfsemi fari minnkandi dragist tekjur sjóðsins saman. „Hitt er svo annað mál að það er ríkisábyrgð á þessu þannig að þó að sjóðurinn fari í mínus árið 2010 þá heldur hann áfram að borga bætur. Undan- farin ár hefur safnast smám saman í hann og það er auðvitað dálítið neyðar- legt að sú upp- söfnun fari á einu ári eins og stefnir í,“ segir Sigurður. Engin áform eru um að auka fjárstreymi í sjóðinn, að sögn Sig- urðar. „Ekki ætlum við að setja álögur á atvinnulífið. Þetta breyt- ist ekki á næsta ári. En auðvitað þarf sjóðurinn að hafa nægilegan tekjustofn til að standa við útgjöld- in,“ segir hann. Hver atvinnuleysisprósenta kostar rúma þrjá milljarða króna. Sex prósenta atvinnuleysi kostar ríflega 18 milljarða króna. - ghs SIGURÐUR P. SIGMUNDSSON 15,5 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóði: Sjóðurinn gæti tæmst SLYS Ungt barn og einn fullorðinn voru flutt talsvert slösuð með þyrlu landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík eftir harðan árekstur tveggja bíla á Vesturlandsvegi, skammt norðan við Borgarnes, um kvöldmatar- leytið í gær. Þrír aðrir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi voru tildrög slyssins ókunn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Bílarnir eru báðir ónýtir. - kg Fimm slösuðust í árekstri: Þyrla með barn á slysadeild SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.