Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 44
44 6. desember 2008 LAUGARDAGUR B arði Jóhannsson hefur haft meira en nóg að gera í ár. Hann kláraði Bang Gang-plötuna Ghosts from the past, sem kom út á Íslandi og í Evrópu. Hann fylgdi plötunni eftir á um þrjátíu tónleikum í Evrópu, meðal annars tvisvar sem upphit- unaratriði fyrir Air. Hann spilaði með Sin- fóníunni á Listahátíð. Hann færði sig frá EMI og gerði nýjan samning við Universal. Hann gerði tónlist við Reykjavík-Rotter- dam og heimildarmyndina Amal Dablan ásamt Eberg. Hann vann með Dísu og hljóm- sveitinni Our Lives. Hann samdi lög í ófáar auglýsingar. Já, og svo tók hann þátt í Eur- ovision. „Það var einhver að nefna Eurov- ision við mig í síðustu viku og þá fattaði ég að var búinn að gleyma því að ég hefði tekið þátt,“ segir Barði og hlær. „Það sem kom mér mest á óvart við keppnina var hversu margir urðu reiðir og hreinlega sturluðust. Eins og þessi keppni skipti einhverju máli!“ Dugnaðarforkurinn Barði hefur auðvitað fjölmargt á prjónunum. „Ég spila með band- inu mínu á Nasa þann 18. desember. Það er í fyrsta skipti í tvö ár sem Bang Gang spilar á Íslandi. Svo ætla ég að stjórna upptökum á nýrri plötu Our Lives og er að semja tónlist fyrir verk í Þjóðleikhúsinu. Ég er örugglega að gleyma fullt af hlutum.“ Barði fékkst til að opna myndaalbúmið sitt og sýna lesendum Fréttablaðsins nokkr- ar myndir frá árinu. Barði opnar mynda- albúm Bang Gangs Barði og félagar hans voru á túr í Evrópu þegar íslenska efna- hagslífið hrundi. Barði lét sér þó fátt um finnast og fékk sér bara hamborgara og Kinderegg á næsta autogrilli. „Hér er Arnar Guðjónsson með Cafehaus í bak- grunni. Þýskaland er fullt af hausum. Þar er rast- haus, thaihaus, gasthaus, cafehaus og alls konar aðrir hausar. Hreinlega allt yfirfullt af hausum.“ „Þetta er hátísku- varningur í Köln og „það sem koma skal“, svo ég vitni í DJ Ívar í sjónvarpsþætt- inum Konfekt. Köln er mjög sérstök borg, hálf satanísk.“ „Á tónleikum Bang Gang auk mín eru Arnar Guðjónsson, sem syngur og spilar á gítar og Nói Steinn trommari. Leaves eru að klára nýja plötu sem er stókostleg. Þeir eru báðir í Leaves. Hrafn Thoroddsen spilar á hljómborð og gítar. Hann hefur löngum verið kenndur við Ensími, hann hefur þó verið í fjölmörgum sveitum, Jet Black Joe, Dr. Spock og nú síðast Communist Pal. Bassaleikarinn heitir Stephan Bertrand og við köllum hann alltaf Stebba. Einu sinni kallaði ég hann óvart Stephan og þá starði hann á mig þungbúinn að spurði af hverju ég kallaði hann ekki Stebba. Hann var frontmaður í hljómsveitinni Ginger Ale. Það má því segja að tónleikaútgáfan af Bang Gang sé eingöngu skipuð frontmönnum. Enda var undantekning ef við vorum ekki klappaðir upp þrisvar.“ „Staðir sem heita Autogrill og Auto-hitt og þetta eru mikið notað- ir á túrum. Það er nú ekki fjölbreytt mataræðið hjá okkur. Yfirleitt hamborgari og Kinderegg til að hafa eitthvað að gera í bílnum. Inn í þeim eru tæknilegar þrautir sem má eyða svona tveimur mínútum í. Við fengum svo mjög mikilvægan leik sem heitir Tekken og eyddum gríðarlega miklum tíma í að spila hann.“ „Þarna erum við að spila í franska ríkisútvarp- inu, í einhverjum kvöldþætti. Fyrir aftan er hringborð þar sem kannski átta Frakkar sitja og gjamma hver ofan í annan. Ég spilaði líka í mjög sérstökum morgunþætti á ríkisútvarp- inu. Oft voru kannski 200 manns mættir til að horfa á mig eldsnemma um morgun.“ „Hér erum við bak- sviðs í Salle Pleyel í París, klassískri tón- leikahöll þar sem við spiluðum með Air. Við ákváðum að vera fínir í tauinu, en annars spila ég oft í þessum fötum. Þetta er risa- stór bygging og það varð næstum því Spinal Tap-moment þegar við reyndum að komast upp á svið og lentum í alls konar rangölum.“ „Mjög mikilvæg lyfta á hóteli í París. Eins og sést eru bara hálfar hæðir í þessu hóteli. Í Berlín vorum við svo á hóteli þar sem her- bergin voru númer 0.9, 1.7 og svo framvegis. Mjög sérstakt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.