Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 48
„Þetta eru hvort tveggja leiksýn- ingar fyrir börn á öllum aldri eða frá svona eins árs upp í hundrað og tveggja,“ segir Elfar Logi Hannesson brosandi en hann semur og flytur leiksýningarnar hjá Kómedíuleikhúsinu sem kemur alla leið frá Ísafirði. Aðgangur að sýningunum er ókeypis en brúðuleikurinn um Dimmalimm hefst klukkan tvö og Jólasveinar Grýlusynir klukkan fjögur. „Dimmalimm er sýnd á undan en það er sýning sem byggð er á einu vinsælasta barnaævintýri allra tíma á Íslandi, Dimmalimm eftir Mugg, öðru nafni Guðmund Þorsteinsson. Þetta ævintýri er mér mjög kært þar sem ég er frá Bíldudal líkt og Muggur og hefur sýningin gengið vel,“ segir Elfar Logi áhugasamur en sýningin hefur verið sýnd um áttatíu sinn- um um allt land og hefur líka farið til útlanda. „Þetta er klassískt ævintýri sem allir hafa gaman af. Við poppum reyndar svolítið upp á það þar sem nornin fær stærri rullu hjá okkur. Hún er afgreidd í einni setningu í sögunni en fær uppreisn æru hjá okkur þar sem hún stelur senunni,“ segir hann og hlær. „Í sýningunum er mikill söngur, sérstaklega í jólastykkinu. Ég og Soffía Vagnsdóttir sömdum í sam- einingu sýninguna Jólasveinar Grýlusynir og Hrólfur Vagnsson samdi tónlistina. Þetta er klass- ískt ævintýri um gömlu íslensku jólasveinana, þessa hrekkjóttu sem voru áður en þeir fóru í kóka kóla-fötin,“ útskýrir Elfar Logi kankvís og bætir við að í þessari sýningu séu þeir bara í lopanum og líði vel í honum. „Í stuttu máli fjallar sýningin um unglingspilt sem er sendur í sveit til ömmu sinnar af því að foreldrarnir eru orðnir leiðir á að hann sé alltaf hangandi í tölvunni og gemsanum. Í sveitinni er belja sem heitir Búkolla en hún strýk- ur, líkt og Búkolla er þekkt fyrir. Strákurinn er sendur af örkinni og leitin ber hann alla leið í jóla- sveinahellinn þar sem hann hittir alla jólasveinana sem voru tæpir á mjólkinni í jólagrautinn og þurftu að fá beljuna lánaða. En allt fer vel að lokum,“ segir Elfar Logi íbygginn. Eiginkona Elfars Loga, Marsi- bil Kristjánsdóttir, hannaði brúð- urnar og er hún myndlistarkona. „Hún er betri helmingurinn af mér og leikhússtjórinn,“ segir Elfar Logi einlægur en hann er hins vegar einn í sýningunni. „Þetta er eins manns leikhús. Ég er tæknimaður og geri í raun allt sem gera þarf en sýningarnar sem ég hef verið með ferðast um landið og var ég nú síðast með Gísla Súrsson sem liggur reyndar í súr núna fram að þorranum.“ Jólasýningin var frumsýnd í fyrra í Tjöruhúsinu en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer út fyrir Vestfjarðakjálkann. „Núna ákváðum við að bregða okkur í kaupstaðinn og sýni ég hana jafn- framt í leik- og grunnskólum í þessari viku og eitthvað fram í næstu viku,“ segir Elfar Logi sem er því á faraldsfæti þessa dagana. hrefna@frettabladid.is Brúðuleikhús í borginni Á morgun heimsækir Kómedíuleikhúsið Þjóðmenningarhúsið og sýnir þar tvo brúðuleiki sem byggðir eru á ævintýrinu um Dimmalimm annars vegar og sögum af íslenskum jólasveinum hins vegar. Ýmsum furðuverum bregður fyrir í leiksýningum Kómedíuleikhússins og hér er Elfar Logi með einni slíkri. MYND/KRUMMI Opið hús er í glerblástursverk- stæðinu Gler í Bergvík á Kjalar- nesi í dag og á morgun milli 10 og 15. Hefð er komin á það hjá listakon- unni Sigrúnu Einarsdóttur í gler- verkstæðinu Gler í Bergvík að hafa opið hús eina helgi á aðventu. Nú er komið að því þetta árið. Gestablásararnir Amy Kruger og Jonatan Wallin frá Danmörku ásamt Laura Puska frá Finnlandi munu sýna glerblástur ásamt Sig- rúnu sjálfri og systur hennar Ólöfu. Þar skapast einstakt tæki- færi til að sjá glös og aðra gler- muni verða til. Verkstæðið er á milli Klébergs- skóla og Grundarhverfis á Kjalarnesi og þangað er greið leið. Heitt kaffi verður á könn- unni, piparkökur á borðum og félagar úr Vinabandinu leika jóla- lög. Einnig er sala á útlitsgölluð- um glermunum og afsláttur á öðrum. - gun Blásið til veislu í Bergvík Jonatan Wallin og Amy Kruger eru gestablásarar í Gler í Bergvík. HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn um helgina og spenn- andi dagskrá í gangi. Meðal þess sem sjá má er Dýrmundur Dal- fjörð úr jóladagatali Sjónvarpsins, skólahljómsveit Kópavogs og rúningsmeistarinn Guðmundur Hallgrímsson. • Jakkar • Úlpur • Ullarkápur • Dúnkápur • Hattar • Húfur • Vattkápur Mörkinni 6 Sími 588 5518 Opið virka daga Frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-17 Opið á Sunnudögum Til jóla frá kl.13-17 Næg bílastæði Gefðu hlýja gjöf. Yfi rhafnir kvenna í frábæru úrvali Viltu styrkja undirstöðurnar? www.tskoli.is Byggingatækniskólinn býður nú upp á nám fyrir þá sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi og tekur það aðeins eina önn. Námið veitir tækifæri til áframhaldandi náms í bygginga- og mannvirkjagreinum. Námið veitir almenna þekkingu í bygginga- og mannvirkjagreinum, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum og veggfóðrun/dúkalögn. Námsgreinar: Íþróttir // lífsleikni // stærðfræði // efnisfræði grunnnáms framkvæmdir og vinnuvernd // grunnteikning // verktækni grunnnáms Innritun og allar nánari upplýsingar hjá Jóni Eiríki Guðmundssyni, skólastjóra Byggingatækniskólans, jeg@tskoli.is og í síma 699 4396.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.