Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 52
● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók mynd á heimili Manfreðs Vilhjálmssonar Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygs- dóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. HEIMILISHALD HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR ● heimili&hönnun Helga Sigrún er nýr þingmað- ur Framsóknar í Suðurkjördæmi. Hún hefur nóg að sýsla því hún hóf lögfræðinám í haust þar sem hún átti ekki á langri þingsetu von. Í einu hádeginu milli prófs og þingfundar gaf hún sér þó, um- beðin, tíma til að sýna okkur stól sem hún heldur upp á. Hann er frá afa hennar, Karli Guðjónssyni, sem lést 1986 og var kallaður Kalli á radíóinu því hann vann á skipa- radíóinu í Keflavík meðan hann var og hét. „Í minningunni var þetta voða voldugur leðurstóll með mörgum gírum. En í raunveruleikanum er vínyláklæði á honum en ekki leður og „gírarnir“ bara ein sveif sem læsir bakinu,“ segir Helga Sigrún brosandi og bætir við að afi henn- ar hafi oft setið í þessum stól og reykt pípuna sína. Síðan fylgir dá- lítið krassandi saga sem bendir til að afi hennar hafi enn einhver ítök í stólnum. „Einu sinni var vinur minn hér í heimsókn um jólaleytið og stóll- inn stóð við hliðina á jólatrénu. Við vorum að tala um reykingar og ég gaf út einhverja yfirlýsingu um þær. Um leið og ég sleppti setn- ingunni vissi ég ekki fyrr en stór jólakúla datt af miðju trénu niður á gólf og í klessu. Ég tek það fram að það var enginn heima nema ég og vinurinn svo ég er helst á því að afi sé enn í stólnum.“ Ábreiðan sem Helga Sigrún hefur í þessu hægindi er með aust- urlensku fílamynstri, ofin úr silki- þræði af unglingsstúlku í Víetnam. „Stúlkan sat í bárujárnskofa og óf teppi daginn út og inn og seldi gestum og gangandi, þar á meðal mér og manninum mínum þegar við vorum þarna í brúðkaupsferð fyrir tveimur og hálfu ári,“ segir hún og lýsir í lokin aðdáun lítill- ar dótturdóttur sinnar á silkitepp- inu. „Sú stutta hlammar sér niður fyrir framan sjónvarpið og kallar „amma, Memó“ og vill sjá teikni- myndina um Nemó. Svo kallar hún aftur „amma, teppið“ og harðneit- ar að horfa á sjónvarpið nema hún fái silkiteppið fína!“ - gun Hægindi þessa heims og annars ● Þegar tíminn leyfir sest Helga Sigrún Harðardóttir þingmaður í stól sem tengist afa hennar lifandi og látnum og leggur yfir sig ábreiðu sem ofin var af víetnamskri stúlku. „Afi sat oft í þessum stól og reykti pípuna sína,“ segir Helga Sigrún Harðardóttir, alþingismaður og nemi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA J ólin eru á næsta leiti og verða gjafir víða lágstemmdari en verið hefur, er það að mínu mati af hinu góða. Er ekki fremur firrt að gefa milljón króna armbandsúr eða snjósleða? Að vísu var kannski brot af samfélaginu þátttakandi í þeirri veislu en áhrifin breiddust út og voru margir farnir að þenja sig, langt umfram getu, við að vera sem flottastir og bestir. Hafði það í för með sér að kjölfestan losnaði og margir misstu sjónar á því sem raunverulega skipti máli. Ýkt dæmi úr bandarískum raunveruleika er atburður sem átti sér stað nú á dögunum. Þá tróðst starfsmaður Wal Mart undir þegar ofsa- fengnir viðskiptavinir hlupu eins og sturlaðir nautgripir inn í verslun- ina til að gera kostakaup á útsölu. Þegar sjúkra- flutningamenn bar að garði til að huga að fórn- arlambinu voru menn enn að hlaupa. Sturlun? Í raun er kaldhæðnislegt að eyðsla og efnishyggja skuli oft hafa yfirtekið jólin þar sem þessi hugtök eru eins fjarri boðskap þeirra og hugsast getur. Nú er hins vegar runninn upp tími nýsköpun- ar og aukinna tækifæra fyrir íslenska hönnun og hugvit. Er það jú ljós í myrkrinu og vonast ég til að íslensk menning og handverk muni blómstra í kjölfarið. Heimilin munu líka blómstra þótt fjárstreymið minnki kannski. Það kallar á nýja hugsun og nýtni sem forfeður okkar og formæður kunnu mörg manna best. Allt sem íslenskt er og heimagert hefur verið mikið í deiglunni undanfarið og í ljósi ástandsins skal engan undra. Í því árferði sem nú er leitar fólk aftur til rótanna og jarðtengist á ný. Enda tími til kominn í allri vitleysunni sem tröllriðið hefur íslensku samfélagi síðustu ár. Prjónaskapur hefur sjaldan verið vinsælli og íslenska ullin er vin- sælli en flatskjáirnir. Gróska er í íslenskri bókaútgáfu og eru nú allar bækur prentaðar hér heima. Reyndar er frekar skondið til þess að hugsa að nútímafjölskyldan sitji nú heima við prjón, föndur, bakstur, sultun og bókalestur á síðkvöldum og er það að vísu ýkt og fegruð mynd er dregur dám af rómantík fyrri tíma. Þróunin er þó sú að heimilin eru að verða virkari og margir hafa jafnvel hugsað sér að útbúa stóran hluta af jólagjöfunum sjálfir. Þó svo ég telji nú ekki nauðsynlegt að við smíðum okkur öll baðstofu og kyrjum kvæði þá er gott til þess að hugsa að fólk sé að verða eðlilegt á ný. Ekki þykir lengur flott að tapa sér í eyðslu og skarta öllu því dýr- asta og best merkta. Ef þú hefur efni á því þá er þér svo sem í sjálfs- vald sett hvort þú kaupir þér Louis Vuitton-tösku en nú eru flestir sam- mála um að það er hreint og beint hallærislegt og vitfirrt að kaupa hana á krít. Húrra fyrir heilbrigðri skynsemi og velkomnir til vitundar, kæru Íslendingar. Hafið það gott um jólin í baðstofunni. Heilbrigð þjóð um jól Nú er hins vegar runninn upp tími nýsköpunar og aukinna tækifæra fyrir íslenska hönnun og hugvit. 6. DESEMBER 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.