Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 90
70 6. desember 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > GÓÐUR Í BÓLINU Sinitta, fyrrum kærasta Simon Cowell, gefur honum ellefu af tíu stigum mögulegum í rúm- inu og segir það staðreynd að hann sé bæði ríkur og ljúf- ur. Þrátt fyrir að sambandi þeirra hafi lokið fyrir átján árum síðan hafa Simon og Sinitta verið nánir vinir allar götur síðan og hún hefur meðal annars unnið með honum í bresku X-Factor-þáttunum. Félagarnir Johnny Depp og Tim Burton hafa ákveðið að kvik- mynda goth-sápuóperuna Dark Shadows sem var sýnd í banda- rísku sjónvarpi á áttunda áratugn- um. Richard D. Zanuck, sem ætlar að framleiða myndina, segir að þættirnir hafi verið í miklu uppá- haldi hjá Depp þegar hann var yngri. „Hann skrópaði í skólanum til að geta farið heim og horft á þá í sjónvarpinu,“ sagði hann. Þetta verður áttunda samstarfs- verkefni Depps og Burtons en á meðal fyrri mynda þeirra eru Edward Scissorhands, Sweeney Todd, Charlie and the Chocolate Factory og Sleepy Hollow. Um þessar mundir leikur Depp fyrir Burton í myndinni Lísa í Undra- landi, sem er væntanleg á hvíta tjaldið árið 2010. Gera Dark Shadows JOHNNY DEPP Johnny Depp leikur aðal- hlutverkið í goth-sápuóperunni Dark Shadows í leikstjórn Tims Burtons. Tónleikar verða haldnir í Hafn- arfjarðarleikhúsinu á mánu- dagskvöld í minningu frétta- mannsins Jóns Gunnars Grjetarssonar, sem lést 8. desember í fyrra, og tónlistar- mannsins Rafns Jónssonar sem fæddist sama mánaðar- dag árið 1954 og lést árið 2004. Tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson og fjölskylda hans stendur að tónleikunum. „Mér datt þetta í hug í sumar. Ætli það séu ekki þrjár til fjórar vikur síðan undirbúningur hófst fyrir þetta og þá í góðu samstarfi við fjölskyldur þess- ara tveggja manna,“ segir Rúnar, sem var mjög góður vinur þeirra beggja. „Maður vonast til að sjá sem flesta sem þá þekktu,“ segir hann um tón- leikana. Á tónleikunum koma fram börn Rafns, bræðurnir Ragnar Sólberg og Egill, ásamt hljóm- sveitinni Sign sem að þessu sinni verður á lágstemmdu nótunum. Einnig koma fram börn Jóns Gunnars, þær Tinna og Sandra, en Sandra leikur með strengjakvartettinum Regin. Þá munu dætur Rúnars, Lára og Margrét, leika og syngja á tónleikunum. Ragnar Sólberg mun kynna efni af nýútkominni plötu sinni The Circle og Lára flytur efni af væntanlegri plötu sinni. Einnig mun Rúnar kynna nýtt efni sem hann hefur þegar hafið upptökur á og kemur út á næsta ári. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn auk þess sem hægt er nálgast miða hjá aðstandendum en miðaverð er kr. 500. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. -fb Minnist tveggja vina sinna JÓN GUNNAR OG RABBI Jón Gunnar Grjetarsson og Rafn Jónsson á góðri stundu. Minningar- tónleikar um þá verða haldnir á mánudag. Langstærsta bókaútgáfa landsins er Forlagið og þar eru menn nú að koma sér í stellingar fyrir jólabókaflóðið, sem er þegar hafið, með sérlegu bókakaffi og jólaboði. „Þetta hefur lukkast alveg einstaklega vel. Markmiðið er að auka samskipti við höfunda. Skapa vettvang til að hitta höfunda og það hefur verið góð mæting frá upphafi,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Alltaf síðdegis á fimmtudögum hópast landsþekktir rithöfundar í höfundakaffi sem þeir Forlagsmenn boða til. Þessi siður hefur verið við lýði allt frá því síðsumars og er þegar að taka á sig mynd hefðar. Þarna bera menn saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu. Og háfleygar umræður eiga sér stað. Fyrir viku var svo jólaboð Forlagsins, sem þegar er orðinn fastur liður í samkvæmislífi þeirra sem tengjast bókabransan- um með einum eða öðrum hætti. Aðspurður hvort þá sé blaðamönnum og gagnrýnendum sérstaklega boðið með það fyrir augum að múta með rauðvíni og kræsingum – fá betra veður, segir Egill Örn: „Nei, ég kannast ekki við það.“ jakob@frettabladid.is BERA SAMAN BÆKUR SÍNAR HÖFUNDAKAFFI Rithöfundar forlagsins hittast á fimmtudögum og bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu. Þarna má sjá Hallgrím Helgason, Stefán Mána, Ólaf Gunnarsson, Silju Aðalsteinsdóttur og foringjann sjálfan, Jóhann Pál, meðal annarra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BLAÐAMENN FYLGJAST MEÐ Moggafólk- ið Kolbrún Bergþórsdóttir og teiknarinn snjalli Halldór Baldursson létu veisluna ekki fram hjá sér fara. ÞRJÚ Í GÓÐUM GÍR Sigurður G. Tómas- son, útvarpsmaðurinn víðlesni, Bryndís Schram sem sendir frá sér ævisögu og Guðjón Friðriksson sem skrifaði bókina um herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslenska lýðveldisins. ÞRÍR LJÓSMYNDARAR Stöðugt færist í aukana að glæsilegar ljósmyndabækur líti dagsins ljós og þar láta þessir ekki sitt eftir liggja: Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurgeir Sigurjónsson og Thorsten Henn. VIRTIR OG VITA AF ÞVÍ Einar Kárason, Ólafur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn létu sig ekki vanta en Einar hlaut Gull- miðann á dögunum fyrir Ofsa. STÓRGLÆSILEGAR Eftir þær þessar liggur ógrynni eðaltexta. Magnea Matthí- asdóttir þýðandi og Elín Pálmadóttir blaðamaður. Sunnudagur 7. desember Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15 · 101 Reykjavík Sími 545 1400 · www.thjodmenning.is Sýningar - leiðsögn - verslun Sýningarnar Handritin, Surtsey og Ljós- myndir Hall dórs Lax ness eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Veitingastofan er opin á sama tíma á virkum dögum. Þjóðmenningarhúsið verður opið frá kl. 9 til 12 á aðfangadag og gamlársdag. Lokað á jóladag og nýársdag. Bækur, tónlist, kerti og spil og annar fallegur varningur í verslun. Sala á Kærleikskúlunni stendur til 19. desember. AÐVENTUDAGSKRÁ Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Ókeypis aðgangur Kómedíuleikhúsið á Ísafi rði kemur í heimsókn og skemmtir börnum og fullorðnum: Kl. 14: Brúðuleikurinn um Dimmalimm prinsessu og prinsinn hennar í álögum. Kl. 16: Jólasveinar Grýlusynir. Rammíslenskir jólasveinar eins og þeir gerast bestir í uppátækjum sínum og sprelli. Kaffi , heitt súkkulaði og vöffl ur á boðstólum í veitingastofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.