Fréttablaðið - 07.12.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 07.12.2008, Síða 28
Pipar auglýsir 3 störf laus til umsóknar Grafískur hönnuður Einungis reyndir hönnuðir með mikla starfsreynslu koma til greina. Tengill/hugmyndasmiður Einungis frjóir tenglar með mikla starfs- reynslu koma til greina. Blaðamaður Einungis fólk með reynslu, helst af skrifum um viðskiptalífið, kemur til greina. Við hjá Pipar leitum sífellt nýrra leiða og fetum óhrædd ótroðnar slóðir til að auka hróður viðskipta- vina okkar á hagkvæman hátt. Stofan hefur vaxið jafnt og þétt allan líftíma sinn og er enn að vaxa. Pipar auglýsingastofa Tryggvagötu 17 / Hafnarhúsinu / 101 Reykjavík sími 552 9900 / www.pipar.is Umsókn ásamt ferilskrá sendist á umsokn@pipar.is fyrir 15. desember. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Hlutverk og ábyrgðarsvið: Mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar gegnir forystuhlutverki á sviði mannauðsmála hjá Reykjavíkurborg. Mannauðs- stjóri hefur ríka frumkvæðisskyldu gagnvart stjórnendum Reykjavíkurborgar við stjórnun og stefnumótun í mannauðs- málum þar sem þekking, færni og viðhorf starfsmanna auk árangursríkra stjórnarhátta eru höfð að leiðarljósi. Mannauðsstjóri stýrir Mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar. Meðal helstu verkefna skrifstofunnar eru vinnustaða- greiningar, launaafgreiðsla, stjórnendafræðsla, kjara- samningar og túlkun vinnuréttar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi . Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála æskileg. • Víðtæk þekking og reynsla á sviði mannauðsmála, þ.m.t. gerð kjarasamninga og túlkun vinnuréttar. • Stjórnunarreynsla, leiðtogahæfi leikar og skipulagshæfni. • Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund. • Hæfni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu öðru norrænu tungumáli. Mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir stöðu mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar lausa til umsóknar Borgarstjóri er næsti yfi rmaður mannauðsstjóra. Um laun og starfskjör fer samkvæmt reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Umsóknir skal færa inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf fyrir 28. desember nk. Upplýsingar um starfi ð veitir Regína Ásvaldsdóttir skrifstofustjóri borgarstjóra í síma 411 4500, regina.asvaldsdottir@reykjavik.is. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir Skrifstofa borgarstjóra Símaver Reykjavíkurborgar 4 11 11 11 Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNeskaupstaðurMjóifjörður Auglýst er laust til umsóknar starf hafnsögumanns við Fjarðabyggðarhafnir. Um er að ræða fullt starf. Starfið felur í sér leiðsögn skipa að og frá Fjarðabyggðarhöfnum, þar sem farmannsréttindi á 3. stigi eru æskileg, auk annarra hafnarstarfa hjá ört vaxandi höfn. Starfið er lifandi og kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki. Nánari lýsingu á starfinu og hæfniskröfum er að finna á heimasíðu Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélag og viðkomandi stéttarfélags. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá og afriti af réttindaskírteinum skulu berast skrifstofu Fjarðabyggðar eigi síðar en mánudaginn 22. desember 2008 merkt ,,Hafnsögumaður”. Upplýsingar um starfið veitir Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna í síma 470-9000, netfang steinthor.petursson@fjardabyggd.is. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum og eru konur hvattar til að sækja um. Hafnsögumaður óskast Annata óskar eftir að ráða öfluga forritara í Microsoft Dynamics AX. Verkefnin eru af ýmsum toga og fyrir viðskiptavini um allan heim. Annata vinnur eftir bestu forritunar- venjum og mikilvægustu lausnir félagsins eru gæðavottaðar ”Certified for Microsoft Dynamics”. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af forritun í Dynamics AX (X++). Áhugasamir sendi umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu á netfangið johann@annata.is. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Jónsson í sama netfangi. Fullum trúnaði heitið. Annata veitir þjónustu til viðskiptavina hér á landi og í fjölmörgum löndum utan Íslands. Skrifstofur okkar eru á Íslandi, Bretlandseyjum, Svíþjóð og Danmörku og eru starfsmenn ríflega 60 talsins. Við störfum náið með samstarfsaðilum víða um Evrópu, Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Suður-Afríku, Suður-Ameríku og Ástralíu. Starfsumhverfið er óþvingað og afslappað. Umbunin er fyllilega í takt við framlag og mjög samkeppnishæf. Mikil áhersla er lögð á þjálfun starfsmanna og faglegur aðbúnaður er fyrsta flokks. Þótt vinnan sé tekin alvarlega, skemmtum við okkur reglulega og starfsmanna- félagið er mjög virkt. Microsoft Dynamics AX forritari Hugbúnaður | Ráðgjöf www.annata.is Mörkinni 4 108 Reykjavík Sími 412 1000 Fax 568 4201 Ísland | Bretland | Svíþjóð | Danmörk Komdu í lið með okkur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.