Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Uppáhaldshluturinn minn er píanóið mitt. Ég spila bara fyrir sjálfa mig og nýt þess að leika á hljóðfærið og láta það leika viðmig. Því þetta er skk gerðinni Petrof. „Petrof er skemmtilegt nafn því ef maður les það aftur á bak þýðir það íforte pi þegar spilað hefur verið á þaðhafa áreiðanle Píanó sem leikur á móti Á svörtu og hvítu nótnaborði gamals píanós Bergljótar Arnalds flæðir litríkur skali tilfinninga í takt við himneskan tónskalann, um leið og stafrófið allt og hið ótrúlegasta lifnar við í kátínu, gleði og söng. Bergljót Arnalds spilar bara fyrir sjálfa sig á gamla Petrof-píanóið sitt, sem fylgt hefur henni hálfa ævina, en við nótnaborðið fær hún uppörvun og gleði þegar kreppir að og semur fagrar tónsmíðar í sérstæðum hljómi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR JÓLAKORT sem eiga að fara til Evrópu í B-pósti eða til landa utan Evrópu í A-pósti verða að fara í póst strax í dag. Síðasti skiladagur jólakorta til Evrópu í A-pósti er 15. desember. Nóatúni 4 · Sími 520 3000www.sminor.is A T A R N A fyrir MatvinnsluvélMCM21B1, 450 W.Jólaverð: 19.900 kr. stgr. TöfrasprotiMSM62PE, 750 W.Jólaverð: 12.900 kr. stgr. Sjáið jólatilboðin áwww.sminor.is fasteignir 8. DESEMBER 2008 Fasteignasalan Remax/Lind hefur til sölu parhús á tveim-ur hæðum ásamt bílskúr við Sölkugötu í Mosfellsbæ. E ignin er samtals 250 fer-metrar. Neðri hæðin skipt-ist í þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol, snyrting þh varpshol, gang, hjónaherbergi með fataherbergi og útgengi á svalir og baðherbergi.Húsið er steypt á hefðbundinn hátt, sökklar, botnplata, útveggir, stigi, innri burðarveggir og gólf-plata efri hæðar eru staðsteyptBurðarvirki þ k mahónílitaðir með þekjandi lit. Í gluggum er tvöfalt K-gler. Úti-hurð er úr oregon-furu eða ma-hóníi. Bílskúrshurð er hvít álhurð. Aðrar hurðir eru úr furu. Lóðin er grófjöfnuð. Bílastæði er meðarf lli Svefnherbergi með svölum Húsið afhendist fullbúið að utan en fokhelt að innan. M Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði - Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is Aðeins ein íbú ð eftir - 100% lán Klukkuvellir 3 - HfAfnemum öll stimpilgjöld Frábær fyrstu kaup• Gott aðgengi með lyftu• Glæsilegar innréttingar frá HTH• Eldhústæki frá AEG að vandaðri gerð• Öll gólfefni fylgja vandað parket og fl ísar frá Parka • Fullkomið gólfhitakerfi • Halegonlýsing• Húsið klætt að utan með álkæðningu • Hagstætt verð- Hagstæð greiðslukjör 3ja herb. 95 fm.Verð 23,5 millj. Til afhendingar strax. Fasteignasala/ Leigumiðlun Fasteignasala :: Lágmúla 7 :: 108 Reykjavík :: sími 535_1000 Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 8. desember 2008 — 336. tölublað — 8. árgangur Mamma segir, mamma segir Í dag er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólakort utan Evrópu www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 8 -2 2 1 8 BERGLJÓT ARNALDS Stafakarlalögin samin á uppáhaldspíanóið • heimili • jólin • koma Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Parhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Í minningu Rúnars Bubbi Morthens orti ljóð til heiðurs Rúnari Júlíussyni. FÓLK 34 Horft yfir farinn veg Loftur Guttormsson hefur ritstýrt sögu um íslenska skyldumenntun sem er hin fyrsta sinnar tegundar. TÍMAMÓT 20 ÉL FYRIR NORÐAN Í dag verða norðvestan 5-13 m/s, en 13-18 m/s austan til. Bjart á Suðausturlandi og yfirleitt úrkomulaust en stöku él á Norðurlandi. Hiti víða í kringum frostmark og niður í 6 stiga frost. VEÐUR 4 -3 -5 -4 -1 1 FH vann bæj- arslaginn FH sigraði Hauka í átta liða úrslitum Eimskipsbikars karla í gær. ÍÞRÓTTIR 30 VEÐRIÐ Í DAG VEÐUR „Maður er nú orðinn ragari við að spá í þessa hluti en áður. En ef maður leyfir sér aðeins að spá, með öllum nauðsynlegum fyrir- vörum, þá stefnir í hvít jól á Norð- urlandi en rauð jól sunnanlands og í borginni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi stormur. Að sögn Sigurðar eru yfir fjöru- tíu prósent líkur á að hiti verði yfir meðallagi á sunnanverðu landinu í desember. Spurður hvort veðurfræð- ingnum sjálfum hugnist betur hvít eða rauð jól segist Sigurður lítið spá í slík mál. „Veistu, mér er bara alveg sama. Ég er ofsalega lítið jólabarn. Ég kann best við mig í sólarlöndum. Ég hef haldið jól og áramót á Spáni og það er ekki síðra, skal ég segja þér, að þurfa ekki að dúða sig allan upp áður en maður fer út.“ Sigurður segir þetta þó nokkurt hitamál hjá mörgum Íslendingum. „Mín reynsla er sú að stór hluti þjóðarinnar gerir miklar kröfur um hvít jól í 24 tíma frá klukkan 18 á aðfangadag til klukkan 18 á jóladag, og svo búið og basta og ekki orð um það meir,“ segir Siggi stormur. - kg Sigurður Þ. Ragnarsson telur nokkrar líkur á rauðum jólum í höfuðborginni: Stefnir í hvít jól á Norðurlandi SVÍÞJÓÐ, AP Upplýsingaflóðið á Internetinu hefði hugsanlega komið í veg fyrir að Adolf Hitler og nasistasveitir hans hefðu nokkurn tímann komist til valda, segir Jean- Marie Gustave le Clezio, Nóbelsverð- launahafi ársins í bókmenntum. „Ef Netið hefði verið til á þeim tíma, þá hefðu glæpsam- leg áform Hitlers hugsanlega ekki náð fram að ganga,“ sagði hann í ræðu í Stokkhólmi í gær. Hann segir að með Netinu hafi heimurinn eignast öflugt tæki til að koma í veg fyrir átök. Nóbelsverðlaunin verða afhent í Stokkhólmi á miðvikudag. - gb Franskur Nóbelshafi: Netið getur stöðvað stríð JEAN-MARIE GUSTAVE LE CLEZIO FÓLK Almenningi gefst kostur á að njóta jólatónleika á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands fyrir jólin. Tónleikarnir verða sendir beint út á vefsíðu skólans. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar útsendingar fara í loftið en það eru nemendur í upptöku- stjórnun sjá um tæknihliðina. Tilgangurinn er tvíþættur; að nemendur í upptökustjórn öðlist reynslu og að tónlist nemenda nái eyrum sem flestra. - ve / sjá allt Listaháskólanemar í jólaskapi: Jólatónlist send út á Netinu VIÐ UPPTÖKUSTJÓRN Jólatónleikar Lista- háskólans verða aðgengilegir á Netinu. VIÐSKIPTI Vonir standa til þess að samningar takist á næstunni við erlenda kröfuhafa íslensku við- skiptabankanna um að þeir komi að eignarhaldi nýju bankanna að ein- hverju eða öllu leyti. Boðað hefur verið til samningafundar með full- trúum erlendra lánardrottna hér á landi á fimmtudag í því skyni, þar sem hugmyndin er að kynna leiðir til að greiða fyrir uppgjöri með þessum hætti. Innan stjórnkerfisins hefur verið rætt um þann möguleika að eftir slíka samninga geti nýja Kaupþing orðið að verulegu eða öllu leyti í eigu erlendra aðila og hinn nýi Glitn- ir að einhverju leyti. Flóknara gæti reynst að fá erlenda kröfuhafa að eignarhaldi hins nýja Landsbanka í ljósi deilna sem hafa staðið um upp- gjör vegna Icesave-innlánsreikn- inganna, en það hefur þó ekki verið útilokað. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnvöld vilji hraða þessari vinnu eins og kostur er í því skyni að efla bankastarfsemi í landinu og koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik. Í aðgerðaáætlun sem for- sætisráðherra og utanríkisráðherra kynntu á dögunum til stuðnings fyr- irtækjum var beinlínis lýst yfir vilja til þess að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum, meðal annars í því skyni að tryggja endurfjármögnun þeirra, fjölbreytt- ara bankaumhverfi og greiða fyrir erlendum lánaviðskiptum innlendra aðila og erlendra banka. Til skoðunar hefur verið í þessu ljósi að steypa saman nýja Kaup- þingi og danska bankanum FIH, sem var áður dótturfélag gamla Kaupþings. Seðlabanki Íslands tók hlutabréf í bankanum sem veð fyrir þrautavaraláni Kaupþings skömmu fyrir fall bankans og eftir það er danski bankinn nú eign íslenska rík- isins. Er hugmyndin sú að samein- aður banki gæti orðið álitlegri rekstrareining í augum erlendra kröfuhafa. - bih Erlendir aðilar gætu eignast Kaupþing Efnt verður til fundar með fulltrúum erlendra kröfuhafa í bankana að nýju á fimmtudag. Vonast eftir samningum um verulegt erlent eignarhald í Glitni og Kaupþingi á næstunni. Til skoðunar að sameina Kaupþing og hinn danska FIH. Í amerísku raunveruleika- sjónvarpi Berglind Ólafsdóttir í hlutverki veiðimanns á Sci-Fi Channel. FÓLK 34 HEIMS UM BÓL Fátæk börn frá bænum Maraisburg í Suður-Afríku fengu far með „jólasveinabíl“ í árlegri jólagleði sem haldin var í gær. Rétt rúmlega tvær vikur eru nú til jóla og víst að börn víða um heim eru farin að hlakka mikið til. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.