Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 10
 8. desember 2008 MÁNUDAGUR Er síminn til þín? Lifðu núna Kláraðu málið á vodafone.is og fáðu símann sendan heim Nokia 5310 Xpress Music 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 3.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 34.900 kr. Nokia 2680 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 19.900 kr. F í t o n / S Í A HEILBRIGÐISMÁL „Við fylgjumst auðvitað vel með öllu í þessum efnum, því ekki má gleyma því að fuglaflensan geysar annars stað- ar í heiminum og er stöðug ógn á vissan hátt. Við verðum að vera á verði.“ Þetta segir Auður Arnþórsdótt- ir, sóttvarnadýralæknir hjá Mat- vælastofnun. Fuglaflensa var í gær staðfest á fuglabúi í Trøgstad í Noregi. Um það bil fimmtíu gæsum, öndum og hænsnum á búinu á að lóga eins fljótt og unnt er, að því er haft var eftir Kirsti Ullsfoss, yfirmanni matvælaeft- irlitsins í viðkomandi héraði. Talið er fullvíst að fuglarnir á búinu hafi smitast af villtum fugl- um. Þetta er í fyrsta skipti sem fuglaflensa greinist í alifuglum í Noregi. Það afbrigði af flensunni sem greindist á búinu mun vera í vægari flokki, sem þýðir að hún er lítið smitandi og veldur oft litl- um sem engum einkennum. Flensan hefur því að líkindum fundist við skimun á norska búinu. „Ástæðan fyrir því að fuglar eru aflífaðir þegar svona kemur upp er sú að það er alltaf hætta á að þetta væga afbrigði breyti sér yfir í alvarlegra afbrigði,“ segir Auður. „Þessar aðgerðir eru því í varúðarskyni.“ Hún bendir á að alvarlegra afbrigði fuglaflensunnar hafi næst komist Íslandi þegar það kom upp í Þýskalandi í sumar. Tíðindin frá Noregi nú hringi ekki sérstökum viðvörunarbjöllum, þar sem farfuglar séu ekki á ferð- inni núna. „Við hefðum verið í örlítið meiri viðbragðsstöðu hefði þetta gerst seinni hluta vetrar eða að vori til,“ bætir Auður við. „En samt sem áður fer ekki mikið af fuglum milli Noregs og Íslands. Farfuglarnir okkar halda sig í Bretlandi á vet- urna. Ef það hefði verið alvarlegt afbrigði af fuglaflensu sem greind- ist í Noregi myndi koma til álita að hækka viðbúnaðarstigið hér eins og gert var á sínum tíma.“ Hún segir reglulega sýnatöku fara fram í villtum fuglum hér. Í haust hafi greinst inflúensuveira af A-stofni í tveimur fuglum hér á landi. Um hafi verið að ræða hettu- máv og rauðhöfðaönd. Sýnin hafi verið send í nánari greiningu og hafi þau reynst neikvæð fyrir H5N1 og H7N1. „Inflúensuveirum er skipt í nokkra flokka,“ útskýrir Auður. „Inflúensuveira A er yfirflokkur, en undirflokkarnir eru meðal ann- ars H5N1 og H7N1, sem greindust sem betur fer ekki í þessum tveim- ur fuglum hér.“ jss@frettabladid.is FUGLAFLENSA Alvarlegra afbrigðið af fuglaflensu hefur næst komist Íslandi þegar það kom upp í Þýskalandi í sumar. NORDICPHOTOS/AFP Á verði vegna fuglaflensu á búi í Noregi Fuglaflensa hefur verið staðfest í alifuglum á búi í Noregi. Sóttvarnadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta vægt afbrigði og viðbúnaðarstig verði því ekki hækkað hér en menn séu alltaf á verði. Við hefðum verið í örlítið meiri viðbragðsstöðu hefði þetta gerst seinni hluta vetr- ar eða að vori til. AUÐUR ARNÞÓRSDÓTTIR SÓTTVARNADÝRALÆKNIR SJÁVARÚTVEGUR Rannsóknir eru hafnar á beitukóngi í Húnaflóa. Markmiðið er að gera frumat- hugun á því hvort beitukóngur finnist í veiðanlegu magni í flóanum að því er segir á vefsetri Skagastrandar. Trossur með gildrum eru lagðar á svæðum þar sem líkur eru á að beitukóngur haldi sig. Veiðarnar eru sagðar hafa gengið ágætlega en rannsókninni er ekki lokið. Hún er gerð af Biopol-sjávarlíf- tæknisetri í samstarfi við Vör- Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð, Sægarp ehf. á Grundarfirði og Vík ehf. á Skagaströnd. - gar Rannsóknir í Húnaflóa: Tilraunaveiðar á beitukóngi SKAGASTRÖND Fyrstu beitukóngstross- urnar voru lagðar sunnan við Skaga- strönd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.