Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 12
12 8. desember 2008 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Rafbílar Raðframleiðsla er nú hafin í Noregi á TH!NK City-raf- bílnum. Auðunn Arnórsson reynsluók heiðbláu eintaki af þessum bjartsýna lífs- stílsbíl 21. aldar. Framleiðsla á TH!NK City hófst formlega í nóvember í fyrra, en markmið rafbíla-frumkvöðlafyrir- tækisins Think Global AS um að framleiða allt að 7.000 bíla á ári hefur ekki náðst; dagsframleiðslan þyrfti þá að vera um 28 bílar, en hún hefur enn sem komið er varla náð tíu bílum á dag. En það er ekki vegna skorts á eftirspurn, það eru þúsund- ir kaupenda á biðlista. Margvíslegar ástæður, svo sem tafir á að rétt gerð- ir íhlutir skiluðu sér til verksmiðj- unnar og fleiri tæknileg vandkvæði, hafa orðið til þess að erfitt hefur reynzt að standa við áætlanir. Áætlanir ekki staðizt Það er reyndar ekkert nýtt að Think reynist erfitt að standa við áætlan- ir. Think rekur rætur sínar til fram- taks norska verkfræðingsins Lars Ringdal, sem rak rafgeymaverk- smiðju í Aurskog, smábæ 60 km norður af Ósló, og smíðaði nokkra rafbíla í olíukreppunni árið 1973. Næstu áratugina varð ekkert af raðframleiðslu þótt metnaður stæði til þess. Þau áform gengu í endur- nýjun lífdaga upp úr 1990 og lítill floti Think-rafbíla var settur á hjól- in fyrir tilstyrk ýmissa fjárfesta til notkunar í kringum vetrarólympíu- leikana í Lillehammer árið 1994. Unnið var næstu árin að því að þróa raðframleiðsluhæfan rafbíl, en árið 1998 sögðu lánardrottnarnir stopp. Fjörutíu starfsmenn fyrirtækisins, undir forystu Jans Ottos Ringdal, sonar frumherjans Lars, keyptu þrotabúið. Bílarisinn Ford fékk síðan áhuga á þessu norska rafbílafrumherja- fyrirtæki og keypti það árið 1999, þar sem Ford þurfti að geta boðið upp á útblástursfría bíla í Kaliforn- íu. Þegar þessar Kaliforníureglur voru numdar úr gildi missti Ford áhugann og 2003 var fyrirtækið selt til dularfulls fjárfestis sem skráður var í Sviss. Það varð síðan gjald- þrota árið 2006. Þá komu nýir norsk- ir fjárfestar að félaginu og nokkrir alþjóðlegir hafa bætzt við síðan, þar á meðal bandaríski risinn General Electric. Síðan þá hefur verið unnið að nýjustu kynslóð TH!NK City- borgarbílsins, sem raðframleiðsla er nú hafin á í nýtízkulegri verk- smiðju sem meðal annars hefur notið ráðgjafar Porsche við skipu- lagningu framleiðsluferlisins. Ferl- ið byggir á því að allir íhlutir séu fengnir frá öðrum framleiðendum; aðeins samsetning fer fram í verk- smiðjunni sjálfri. Uppfyllir öryggisstaðla Blaðamanni gafst færi á að aka nærbuxnabláu eintaki af þessum umhverfisvæna lífsstíls-borgarbíl frá höfninni í Ósló í verksmiðjuna í Aurskog og til baka til Óslóar, alls um 120 km leið. Hönnun bílsins er frískleg og nútímaleg. En fyrir utan það að vera knúinn rafmagni er það óhefðbundnasta við hann að yfir- byggingin er úr gegnlituðu plasti. Það er vísvitandi haft yrjótt á yfir- borðinu svo að það sjáist ekki á því þótt það verði fyrir einhverjum höggum eða nuddi eins og óhjá- kvæmilega gerist í þrengslum borgarumferðar. Það sem sker TH!NK City einnig frá rafmagns- smábílum á borð við hinn indverska Reva er að hann uppfyllir alla árekstrar- og öryggisstaðla bíla í sínum stærðarflokki á kröfuhörð- ustu mörkuðunum í Evrópu og Norður-Ameríku. Burðarrammi TH!NK City er úr áli, en þetta val á smíðaefnum, ál og plast, er til að gera bílinn sem létt- astan en jafnframt tryggja að hann uppfylli öryggisstaðla. Það er enn- fremur hluti af grundvallarhug- mynd aðstandenda bílsins að hann sé sem umhverfisvænstur, og þá ekki bara að hann sé loftmengunar- laus heldur sé bíllinn sjálfur að sem allra mestu leyti endurvinnanlegur. Að sögn Liv Nordby, fulltrúa í sölu- deild Think Global, er yfir 90 pró- sent af TH!NK City endurvinnan- legt. Hvimleiður hátíðnihvinur Í ökuferðunum milli Óslóar og Aur- skog, sem lágu að stórum hluta um fjögurra akreina þjóðveg, reyndust aksturseiginleikar TH!NK City hinir þægilegustu, að öðru leyti en því að á þjóðveginum glumdi hátíðnihljóð frá rafdrifinu inni í bílnum sem verkaði þreytandi til lengdar. Sölufulltrúinn Liv sagði þetta helgast af því að þetta væri forframleiðslueintak; hljóðeinangr- un drifbúnaðarins væri betri í bíl- unum eins og þeir væru seldir. Þar sem stiglaus sjálfskipting skilar afli rafmótorsins til hjólanna er það eina sem ökumaður gerir að ýta á aflgjöfina og stýra. Það fáa sem hægt er að stilla er val um sparnaðarstillingu, sem takmarkar það afl sem fer út af rafgeyminum þegar gefið er í, en með því er hægt að lengja í hámarksdrægi bílsins á hverri hleðslu. Hún er mest 180 kíló- metrar, en fer eftir vali á gerð raf- geymis. Um þrjár gerðir er að velja, en sama hver valin er þá kaupir kaupandi bílsins rafhlöðuna ekki heldur leigir hana og getur því skipt henni út fyrir nýja ef sú eldri skyldi klikka eða til að njóta góðs af þeim hröðu framförum sem nú eiga sér stað í þróun rafgeyma fyrir rafbíla. TH!NK City er tveggja sæta, en hægt er að panta tvö barnasæti aftur í sem aukabúnað. Metnaður til framtíðar Í samanburði við Mitsubishi i-MiEV er TH!NK City óneitanlega stæl- legri bíll, en jafnframt sérvizku- legri. Norski frumkvöðlabíllinn skilur líka þá tilfinningu eftir hjá manni að hann sé ekki eins fullþró- aður og japanski keppinauturinn væntanlegi, en það þarf ekki að undra þegar haft er í huga að Think er afurðin af vinnu nokkurra tuga eldhuga í afskekktri fyrrverandi rafgeymaverksmiðju í norskri sveit, en Mitsubishiinn afurð jap- ansks iðnrisa, byggður á bíl sem hefur verið í fjöldaframleiðslu árum saman. Think Global hefur hins vegar metnað til meiri umsvifa. Fyrirtæk- ið hefur nú þegar kynnt tilraunaút- gáfu af stærri rafbíl, TH!NK Ox, sem veitti fimm manns og farangri sæti, kæmist í 135 km hraða og hefði 200 km drægi. Dýr en ódýr í rekstri TH!NK City kostar í Noregi 200.000 krónur norskar, sem samkvæmt gildandi gengi væri á bilinu þrjár til fjórar milljónir íslenskra. Sem er augljóslega of hátt verð til að vera samkeppnishæft við hefð- bundna bíla í sama stærðarflokki. En íslenzk stjórnvöld hafa þegar markað þá stefnu að reglum um skattheimtu af bílum og eldsneyti skuli breytt þannig að hún ráðist af koltvísýringslosun. Slíkar reglur myndu bæta samkeppnisstöðu útblásturslausra bíla á borð við TH!NK City. Rekstrarkostnaður rafbíla er líka aðeins brot af rekstr- arkostnaði bensín- eða dísilbíls, sem verður að taka tillit til þegar verð hefðbundins bíls og rafbíls er borið saman. NÚTÍMALEGUR TH!NK City er fyrsti bíllinn sem er hannaður frá grunni sem rafbíll og uppfyllir ströngustu öryggisstaðla. Hann kostar 200.000 kr. norskar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Fyrsti fjöldaframleiddi hreinrækt- aði rafbíllinn sem kemur á götuna á Íslandi er borgar-smábíllinn i-MiEV frá Mitsubishi. Forfram leiðslu - eintök af honum voru til sýnis í Reykjavík í haust í tengslum við ráðstefnu um vistvænar samgöngur og gafst blaðamanni þá færi á að taka í gripinn í hversdagsumferð höfuðborgarinnar. Á ráðstefnunni var undirritaður samningur um samstarf íslenskra stjórnvalda og Mitsubishi um próf- anir á bílnum og uppbyggingu þjón- ustunets fyrir slíka rafbíla. Tví- mælalaust áhugaverðasti þátturinn í því fyrirhugaða neti eru hrað- hleðslustöðvar, en á þeim á að vera hægt að hlaða rafgeymi bíls eins og i-MiEV í 80 prósent hleðslu á hálf- tíma. Venjuleg næturhleðsla úr inn- stungunni heima tekur hins vegar sjö til átta tíma. Net slíkra hraðhleðslustöðva í borginni og við hringveginn gæti bæði margfaldað drægi bílsins og dregið úr þeim fyrirvörum sem not- endur hefðbundinna bíla kunna að hafa gegn rafbílum, þar sem gott er að vita af þeim möguleika að geta sótt sér 80 prósenta hleðslu á hálf- tíma ef maður skyldi til dæmis gleyma að stinga bílnum í samband yfir nótt. Samningurinn við Mitsubishi tryggir að um leið og fjöldafram- leiðsla hefst á i-MiEV-bílnum á næsta ári þá fái Íslendingar heilan tilraunaflota af honum til að prófa við íslenskar raunaðstæður. En hvernig er að keyra hann? Í stuttu máli er þetta gríðarlega praktískur smábíll, sem býður upp á ótrúlega mikið rými miðað við hve smár hann er að utanmáli. Hann líður svo til hljóðlaust áfram, það er eiginlega bara dynurinn frá dekkj- unum og smá vindhljóð sem heyrist þegar bíllinn er á ferð. Og hann er sprækari en tölurnar gefa til kynna (47 kW/64 hö). Þar sem rafmótor er þeim eigin- leika gæddur að skila fullu snún- ingsátaki (togi) strax og straumi er hleypt á hann, þá skilar hann þess- um létta og lipra bíl duglega áfram, að minnsta kosti þannig að í borgar- umferðinni saknar maður ekki meira afls. Og þar sem maður veit að þetta afl sem skilar manni áfram (á allt að 130 km hraða) er fengið úr vatns- og gufuorku Íslands, veldur engri loftmengun og kostar aðeins brot af því innflutta og mengandi eldsneyti sem bensín- og dísiljálk- arnir brenna allt í kringum mann, þá er samviskan líka hrein. Metnaðarfullur Mitsubishi til Íslands Lífsstílsbílar á öld loftslagsbreytinga FRAMLEIÐSLULÍNAN TH!NK City-bílar að fæðast í verksmiðjunni í Aurskog norður af Ósló. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A U Ð U N N FRÉTTAVIÐTAL AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Skíðapakkar 20% afsláttur Skíðadeildin er í Glæsibæ HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.