Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 16
16 8. desember 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ekki dettur mér í hug að halda því fram að við séum öll samsek í hruninu en hitt er annað mál að samfélag okkar var sjúkt. Verðmætamatið var brenglað. Sameiginleg auðlind landsmanna sem nýtt hafði verið gegnum aldirnar af þjóðinni var afhent nokkrum fjölskyldum sem síðan tóku að rukka þá sem sjóinn vildu sækja fyrir aðgang. Þá var fjandinn laus. Og fjandinn voru peningarnir. Allt í einu kom fram fólk með fullar hendur fjár sem það hafði ekki beinlínis unnið sér inn – peningarnir „bara komu“ – og það vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Slíkt gerist þegar skorið er á tengsl milli vinnuframlags einstaklings- ins og tekna hans. Vissulega höfum við dæmi slíks áður í Íslandssögunni og alltaf hefur það endað með sama hætti: í ógæfu og ölæði. Manngildi á Íslandi hefur ekki ráðist af auðsæld hér á landi heldur dugnaði – til lands en einkum til sjávar. Hafið var þarna úti fyrir, gjöfult og hættulegt, og sá sem þar kunni að hegða sér, kunni á strauma og fiska, ský og vinda – sá var hafsins hetja og naut virðingar í samfélaginu. Líka sá sem kunni að gera út, deildi kjörum með fólkinu, deildi út réttlátlega arðinum af fiskveið- unum og stóð í öllu stússinu sem útgerðinni fylgdi: sá mátti alveg vera ríkastur í plássinu og jafnvel bruðla dálítið svo lengi sem hann rauf ekki óskráðan sáttmálann um sanngirni. En svo var klippt á þetta samband sjósóknara, útgerðar- manns og fiskvinnslufólks samkvæmt þeirri grunnhugmynd laissez-faire-stefnunnar að réttlætið sé rangt en ranglætið rétt: ekki megi festa peninga hjá því fólki sem þeirra hefur aflað – það sé kommúnismi – þeim skuli hleypa út, þeir viti alltaf hvert þeir eigi að leita. Þá þurfti að finna nýtt mann- gildi. Afl þeirra hluta … Með sjálfu sér vissi kvótafólkið að það átti ekki auðæfi sín skilið og leitaði örvæntingarfullt að manngildi, tilgangi, stað í heiminum. Það reyndi að finna slíkt í jeppum, stórhýsum og jafnvel listaverkum. Ýmsir brugðust við vanlíðan sinni með því að sýna fyrirlitningu sína á auðnum, öðru fólki og einkum sjálfu sér með því til dæmis að kaupa villur, brjóta þær niður og byggja nýjar, eins og í keppni við næsta auðkýfing um að sýna peningum sem mesta óvirðingu. Smám saman urðu peningarnir að niðurrifsafli í samfélaginu, hlaðnir neikvæðri orku – og hvernig mátti annað verða: ríkidæmið fengið ýmist með því að láta raunverulega sjósóknara borga sér fyrir aðgang að óveiddum fiski í sjónum – eða með því að selja Íslendingum mat … Gamla mantran hans Einars Benediktssonar að peningar séu „afl þeirra hluta er skal gera“ var ekki lengur í gildi; peningar urðu afl þeirra hluta er skal EKKI gera, eins og öll ljótu hálfbyggðu stórhýsin vitna t.d. um. Og kannski snerist þetta við: þeir hlutir er skal gera (veiða fisk, rækta grænmeti, skapa verð- mæti, skapa, selja) urðu afl þeirra peninga er skal græða. Peningaöflunin varð markmið í sjálfu sér. Peningarnir öðluðust eigið líf. Fram kom stétt fólks sem hafði þann starfa að kreista peninga út úr verðmætum. Finna hluti sem hægt var að búa til peninga úr – finna til dæmis gömul og gróin fyrirtæki sem störfuðu í raunveruleikanum og komu fólki að gagni með ein- hverjum hætti og fengu í staðinn peninga borgaða; taka slík „gamaldags“ fyrirtæki og búta niður til þess að sjúga úr þeim alla peninga sem hægt væri að hafa. Til hvers? Til þess að búa til peninga. Og til hvers að búa til peninga? Til þess að búa til peninga. Peningar eru svo sem ágætir, en það er bara ekki nóg á þeim að græða. Og verði það að markmiði í sjálfu sér að búa til peninga fylgir þeim bölvun, eins og gömlu kvæðin segja okkur. Og þó að við séum auðvitað ekki öll samsek í hruninu – fjarri fer því – þá hafði þetta sjúka ástand sem alræði peninganna framkall- aði ýmis áhrif á okkur öll. Sjálfur hélt ég að þetta peningabrask væri bara eins og hvert annað fag sem ég hefði ekki vit á – svona eins og sumir eru bifvélavirkjar, sumir kunna spænsku og sumir eru sjómenn – og ég ætti ekkert með að vera að hafa skoðun á því, frekar en járnabindingum. Mér skjátlaðist auðvitað hrapallega. Hið nýja manngildi peninga- furstanna fannst aldrei, það var ekki til. En það skulu hálauna- mennirnir vita að við hin dæmum þá eftir því hversu hratt og mikið þeir lækka launin sín. Þar er milljón á mánuði hæfilegt –- sem lækkun. Nýja manngildið GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Peningar og gróðinn af þeim UMRÆÐAN Ólafur Ólafsson skrifar um heilbrigð- ismál Það var ánægjulegt að lesa viðtal við Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítalans, í Fréttablaðinu 21. nóvem- ber sl., en þar viðraði hún hugmyndir um sjúklingahótel. Fyrir tæpum tuttugu árum kynnti landlæknisembættið þessa hugmynd. Rök voru færð fyrir því að sjúkl- ingahótel í mjög náum tengslum við sjúkrahús, þ. e. inni á lóðinni, hefði í för með sér betri nýtingu á dýrustu tæknisjúkrahúsum. Til að setja þetta í samhengi gæti maður hugsað sér að „gamli Hjúkrunarskólinn“ á lóð Landspítalans gæti hýst svona starfsemi fyrir Landspítalana. Bandaríkjamenn búa við fæsta legudaga á dýrum tæknisjúkrahúsum, enda hafa þeir nýtt sér þjónustu sjúklingahótels í marga áratugi og hafa Evrópuþjóðir tekið upp þetta fyrirkomulag með sjúklingahótel í vaxandi mæli. Mér kom því á óvart að ýmsir sérfræðingar, jafnvel þeir sem höfðu lokið löngu sérfræðinámi í Bandaríkjunum voru heldur mótfallnir þessari hugmynd! Eitt dæmi skal tekið. Þegar sjúklingur fer í opna hjartaaðgerð þarf hann að vistast a.m.k. 7-10 daga eftir aðgerð. Ég kom á spítala í Glasgow þar sem þessir sjúklingar vistuðust í 3-4 daga á tækni- sjúkrahúsi og ef allt gekk vel voru þeir færðir inn á sjúklingahótel, dvöldust þar í 4-5 daga og jöfnuðu sig eftir aðgerðina. Kostnað- urinn þessa daga á sjúklingahótelinu var þriðjung- ur af kostnaði við sama dagafjölda á tæknisjúkra- húsi. Ég vona sannarlega að forstjóra Landspítalans takist að gera þessa hugmynd að veruleika, því ekki má gleyma því að 65-70% af kostnaði heilbrigðisþjónustunnar er vegna sjúkrahúss- kostnaðar. Höfundur er fyrrverandi landlæknir. Um sjúklingahótel ÓLAFUR ÓLAFSSON Með sjálfu sér vissi kvótafólkið að það átti ekki auðævi sín skilið og leitaði örvæntingar- fullt að manngildi, tilgangi, stað í heiminum. Það reyndi að finna slíkt í jeppum, stór- hýsum og jafnvel listaverkum. Víruð ályktun Fjölmiðlum hefur borist ályktun þar sem áhyggjum er lýst af því að kaup- tilboð hafi borist í Kaupþing í Lúxem- borg. Þar þurfi nauðsynlega að velta við öllum steinum áður en bankinn er seldur, enda leynist þar eflaust urmull upplýsinga. Þetta er vitaskuld hárrétt og ekkert við ályktunina að athuga efnislega. Það sem er forvitnilegt er hins vegar hvaðan hún kemur. Hér eru nefnilega ekki á ferð fyrrum eða núverandi fjár- magnseigendur, lífeyrissjóðir eða samtök íslenskra fjandvina Mohammeds Gaddafi Líbýufor- seta, sem heyrst hefur að hafi putta í tilboðinu. Nei, ályktun- in kemur frá Félagi íslenskra rafvirkja. Það er í öllu falli gott að vita að rafvirkjar Íslands berjist ekki svo í bökkum að það knýi á um sérstaka ályktun. Hvalræði á norðurslóð Aðilar úr hinum og þessum þjóð- félagsstéttum takast á um kosti og galla hvalveiða sem aldrei fyrr. Telja sumir að með innflutningsleyfi Japana á hvalkjöti séu helstu rökin gegn veiðunum fyrir bí, meðan aðrir álíta veiðarnar ógna pólitískum hagsmunum þjóðarinnar. Er hlaup- inn töluverður hiti í fólk vegna þessa og fullyrða kunnugir að beggja vegna borðsins finnist einstaklingar sem orðnir eru langreiðir út af þessu öllu saman. Hin eina sanna grísalappa Að skoða athugasemdir sem ritaðar eru við færslur fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar á vinsælli bloggsíðu hans, eyjan.is/silfuregils, er tiltölulega ódýr og góð skemmtun. Á laugardag lét einn ötulasti aðdáandi Egils svo um mælt í athugasemd: „Það er einhver annar farinn að nota nafnið mitt, viltu gjöra svo vel að nota þá eftirnafnið þitt. Ég er hin eina sanna Lísa og er alveg sammála því að það er siðlaust að Tryggvi Jónsson skuli vinna í Landsbankanum. Björg- vin bankaráðherra á núna að reka hann.“ Hvernig ætli hinn eini sanni Egill bregðist við slíkum trakteringum? stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.isV iðvörunarbjöllurnar gullu með vaxandi þunga í aðdraganda bankahrunsins í haust. Þar voru hagfræð- ingar á ferð, bæði innlendir og erlendir, og einnig stjórnmálamenn og ýmsir aðrir sem gerðu sér grein fyrir því að íslenska fjármálaundrið væri ekki undur heldur nær því að vera tálsýn. Skýrslur voru gerðar, greinar skrifaðar og erindi flutt. Ráða- menn í landinu héldu þó fyrir eyrun og aðhöfðust ekkert. Við- brögðin við röddum hinna vantrúuðu voru á þann veg að allt væri hér í besta lagi og fátt benti til annars en að svo yrði áfram. Yfirlýsing formanns bankastjórnar Seðlabankans á fundi við- skiptanefndar Alþingis þess efnis að hann hafi varað við því að bankarnir hryndu á fundi með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í júní er ömurleg. Í fyrsta lagi virðist honum ekki hafa komið til hugar að bregð- ast á einhvern hátt við þessari vitneskju sinni með aðgerðum sem voru á valdi hans eigin stofnunar. Þvert á móti skrifaði hann undir heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið í formi skýrslu frá Seðlabanka í maí sem leið. Í öðru lagi segjast ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ekki hafa heyrt svo afdráttarlausa viðvörun úr munni seðlabankastjórans í sumar. Ljóst er því að hafi einhver þeirra hlýtt á orð banka- stjórans hefur þeim hinum sama hreint ekki dottið í hug að nýta þau í verki. Óskiljanlegt er einnig að ráðherra bankamála og formaður stjórnar Seðlabankans áttu ekki einn einasta fund í heilt ár frá miðju sumri 2007 til miðs sumars 2008. Þar er mikil einangr- unarstefna á ferð þegar öllum hefði mátt ljóst vera að fyllsta ástæða væri fyrir alla þá sem að stjórn efnahagsmála í landinu komu að hafa samvinnu og samráð í markvissum farvegi. Fram hefur komið að bankastjórn Seðlabankans hefur tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess einu sinni að upplýsa hagfræð- inga bankans um þær, hvað þá heldur sækja til þeirra ráð. Skortur á samráði og viljaleysi til að nýta þekkingu fagmanna einkennir allan aðdraganda bankahrunsins. Það sama hefur því miður verið uppi á teningnum eftir hrunið og að því er virðist komið í veg fyrir samhentar og markvissar aðgerðir í kjölfar hruns bankanna. Það er skýlaus krafa að þetta óheillaferli verði rofið og efnt til víðtæks samráðs stjórnmálamanna, fræðimanna, samtaka vinnumarkaðarins og embættismanna um að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin með það að markmiði að draga úr þeim skaða sem íslenskur almenningur verður fyrir af völdum fjár- málakreppunnar. Krafan er einnig að þetta samráð verði haft fyrir opnum tjöld- um þannig að þjóðin geti fylgst með því sem fram fer og verið virk í umræðunni um framtíð sína. Tími einangrunar og aðgerðarleysis bak við luktar dyr er lið- inn og tími gegnsæs samráðs og aðgerða runninn upp. Tímabili einangrunar og aðgerðaleysis verður að ljúka. Samráð í stað einangrunar STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.