Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.12.2008, Blaðsíða 42
30 8. desember 2008 MÁNUDAGUR Eimskipsbikar karla FH-Haukar 29-28 (16-14) Mörk FH (skot): Guðmundur Pedersen 7 (11/1), Ólafur Guðmundsson 6 (12), Ásbjörn Friðriksson 5 (11), Aron Pálmarsson 5 (12), Sigurður Ágústs- son 4 (5), Jón Helgi Jónsson 1 (1), Hjörtur Hin- riksson 1 (4), Ari Þorgeirsson 0 (2). Varin skot: Magnús Sigmundsson 11 (39, 28%), Daníel Andrésson 5 (15/1, 30%). Hraðaupphlaup: 3 (Guðmundur 2, Ólafur). Fiskuð víti: 1 (Sigurður). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/1 (16/1), Freyr Brynjarsson 4 (5), Kári Kristján Kristjánsson 4 (6), Andri Stefan Guðrúnarson 3 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Elías Már Halldórs- son 2 (5), Pétur Pálsson 1 (2), Gísli Jón Þórisson 1 (2), Gunnar Berg Viktorsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/1 (42/1, 32%), Gísli Rúnar Guðmundsson 1 (8, 13%). Hraðaupphlaup: 2 (Kári Kristján, Freyr). Fiskuð víti: 1 (Kári Kristján). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu ekki góðan dag. Stjarnan2-Grótta 23-42 (9-21) Iceland Express-deild kvk. Valur-Grindavík 69-61 (32-28) Stig Vals: Tinna Björk Sigmundsdóttir 21, Þórunn Bjarnadóttir 12, Lovísa Guðmundsdóttir 11, Signý Hermannsdóttir 9, Kristjana Björk Magnúsdóttir 8, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Stig Grindavíkur: Ingibjörg Jakobsdóttir 19, Íris Sverrisdóttir 12, Petrúnella Skúladóttir 10, Ólöf Helga Pálsdóttir 9, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Jovana Lilja Stefánsdóttir 3, Helga Rut Hallgrímsdóttir 1. ÚRSLIT HNEFALEIKAR Manny „Pacman“ Pacquiao frá Filippseyjum sigraði Oscar de la Hoya í veltivigt hnefa- leika í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Þetta var sjötta tap de la Hoya á löngum og glæsilegum ferli sem gæti mögulega verið á enda runninn. „Hjartað í mér segir að ég eigi að halda áfram en þegar líkaminn fylgir ekki með, hvað getur maður þá gert? Ég þarf að hugsa mín mál og taka erfiða ákvörðun með fram- tíð mína í huga,“ segir de la Hoya auðmjúkur eftir tapið. Pacquiao var almennt talinn besti pund fyrir pund hnefaleika- kappi í heimi fyrir bardagann en menn voru ekki vissir hvernig hann myndi standa sig gegn de la Hoya þar sem hann þurfti að þyngja sig talsvert fyrir bardag- ann. Þó svo að de la Hoya hafi haft stærðina, þyngdina og armlengd- ina fram yfir Paquiao þá átti hann aldrei möguleika. Bardaginn kláraðist eftir átta lotur og sigraði Pacquiao á tækni- legu rothöggi þegar de la Hoya neitaði að koma úr horni sínu. Pacquiao var þá að gjörsigra bar- dagann á stigum hjá öllum þremur dómurunum, tveir þeirra skoruðu bardagann 80-71 og einn 79-72 Pacquiao í vil. „Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart því ég undirbjó mig mjög vel og ætlaði að stjórna bardagan- um frá byrjun og það gekk eftir. Ég vissi að hraði minn myndi koma sér vel gegn stærri and- stæðingi. Ég er bara glaður og stoltur að geta náð þessum sigri fyrir fólk mitt og þjóð,“ segir sig- urvegarinn Pacquiao en hann er ýmist kallaður Pacman, Þjóðar- hnefinn eða Sigurvegari fólksins, í heimalandi sínu. - óþ Gulldrengurinn Oscar de la Hoya tapaði í sjötta sinn á ferlinum í fyrrinótt: Pacman lumbraði á de la Hoya SIGURVEGARI FÓLKSINS Pacquiao tileinkaði Filippseyjum sigur sinn á de la Hoya í fyrrinótt. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers unnu sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í fyrrakvöld en fórnarlambið var hið lánlausa lið Charlotte Bobcats sem hefur farið afleitlega af stað í vetur. Cavs hafa hins vegar aldrei byrjað betur í sögu félagsins en 94-74 sigurinn gegn Bobcats var sá sautj- ándi af fyrstu tuttugu leikjum tímabilsins. Cavs hafa unnið alla átta sigurleikina í röð með í það minnsta tólf stiga mun. „Við leggjum mikið á okkur til að ná góðri forystu í leikjum okkar og stífur varnarleikur er lykillinn að því,“ segir James. James var að vanda stigahæstur hjá Cavs með 25 stig en hann lék aðeins 28 mínútur í leiknum og hann sat á varamannabekknum í fjórða leikhluta, líkt og allt byrjunarlið Cavs. Daniel Gibson átti fína inn- komu af bekknum fyrir Cavs og skoraði 22 stig. - óþ Cleveland Cavaliers vann sinn áttunda leik í röð: Félagsmet hjá Cavs FÉLAGSMET LeBron James og félagar í Cavs hafa aldrei byrjað betur. NORDIC PHOTOS/GETTY Hádegisfundur ÍSÍ 12. des.! E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl. 12.00. Haukur Haraldsson sálfræðingur mun fjalla um íþróttaiðkun barna- og unglinga á krepputímum. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Sjá einnig á www.isi.is KÖRFUBOLTI Valsstúlkur fóru með 69-62 sigur af hólmi gegn Grindavík í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í Iceland Express- deild kvenna í gær. Bæði lið eru í harðri baráttu um miðja deild en Valur komst með sigrinum upp fyrir Grinda- vík í fimmta sætið og er nú jafnt KR að stigum. Grindavík leiddi leikinn 13-16 eftir fyrsta leikhluta en Valur kom til baka í öðrum leikhluta og hafði forystu, 32-28, í hálfleik. Valsstúlkur juku forystu sína í þriðja leikhluta og stóðu vel að vígi, 51-42, fyrir lokaleikhlutann. Valur varð hins vegar fyrir áfalli þegar Signý Hermannsdótt- ir fór út af með sína fimmtu villu þegar um átta mínútur voru eftir. Það kom hins vegar ekki að sök þar sem Tinna Björk Sigmunds- dóttir steig upp og skoraði 13 af síðustu 18 stigum Vals á lokakafl- anum en lokatölur urðu eins og segir 69-61. - óþ Iceland Express-deild kvenna: Valur sigraði Grindavík HANDBOLTI Það var boðið upp á sannkallaðan bikarslag í Kapla- krika í gær þar sem FH vann Hauka, 29-28, í miklum baráttu- leik þar sem upp úr sauð á loka- andartökum leiksins. „Ég veit ekkert hvað gerðist þarna í lokin en ég uppskar þó rautt spjald á einhvern óskiljan- legan hátt. Þetta var annars frá- bær handboltaleikur frá a til ö og sigurinn er sætur. Þetta sýnir bara hver er stóri bróðir í Hafnarfirði,“ segir FH-ingurinn Ólafur Guð- mundsson sigurreifur í leikslok. FH-ingar höfðu betur þegar erkifjendurnir mættust fyrir framan troðfullar stúkur í Krikan- um í N1-deildinni fyrir skömmu, 29-28, í hörkuspennandi leik þannig að Haukarnir höfðu harma að hefna í gær. Það vantaði talsvert upp á mæt- inguna frá því síðast en stemning- in utan vallar sem innan vallar var gríðarleg strax frá fyrstu mínútu, enda bæjarstoltið í Hafnarfirði í húfi. Leikurinn var í járnum framan af fyrri hálfleik og staðan var jöfn 6-6 þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Átökin inni á vellinum voru grimmileg og segja má að bæði lið hafi spilað eins fast og dómararar leiksins leyfðu. Haukarnir reyndu að klippa ungstirnið Aron Pálmarsson út úr leiknum og tóku hann úr umferð stærstan hluta af fyrri hálfleik en FH-ingar leystu það nokkuð vel og sigu fram úr á lokakafla fyrri hálf- leiks. Haukarnir voru einhverra hluta vegna ekki að spila sinn besta varnarleik og markvarslan var eftir því ekki góð. Staðan var 16-14 þegar hálfleiksflautan gall. Leiðir skiljast Í stað þess að koma tvíefldir til leiks í upphafi síðari hálfleiks mættu Haukarnir með hálfum huga inn á völlinn og FH-ingar kunnu að nýta sér það og stungu af. Ólafur Guðmundsson, sem var búinn að vera tiltölulega rólegur í fyrri hálfleik, sló upp skotsýningu og átti stærstan þátt í því að FH náði upp sex marka forskoti á fyrstu tíu mínútum síðari hálf- leiks, 23-17. Haukarnir náðu hins vegar með mikilli baráttu í vörninni og góðri markvörslu frá Birki Ívari Guð- mundssyni að vinna sig aftur inn í leikinn. Í stöðunni 28-24 þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum skoruðu Haukarnir fjögur mörk á móti einu marki FH og staðan því skyndilega orðin 29-28 og enn fjór- ar mínútur eftir á klukkunni. Háspenna lífshætta Lokamínúturnar tóku á taugarnar hjá báðum liðum og allt ætlaði um koll að keyra í Kaplakrika. FH- ingar voru óöruggir í sókninni og Haukarnir fengu þrjú færi á að jafna metin en inn vildi boltinn ekki. Sigurbergur komst gremjulega nálægt því að jafna metin þegar um hálf mínúta var eftir en skot hans fór í stöngina, stöngina og aftur út. FH komust í sókn og tóku leikhlé en boltinn var svo dæmdur af þeim fyrir leiktöf og Haukarnir ruku af stað í sókn. Sigurbergur fékk boltann og bjó sig undir að taka skot en Ásbjörn Friðriksson braut á honum og leiktíminn rann út í framhaldi af því. Sigurbergur brást illur við og hrinti Ásbirni og upp úr því hrúguðust menn í einn hnapp með hrindingum og látum. Dómararnir réðu sínum ráðum og gáfu Sigurbergi svo rautt spjald og einnig Ólafi hjá FH og Haukar fengu aukakastið til þess að reyna að knýja fram framlengingu. Gísli Jón Þórisson tók skotið en það fór hátt yfir markið og 29-28 sigur FH því í höfn í háspennu handbolta- leik. Sigurbergur var allt í öllu í sókn- arleik Hauka og skoraði 10 mörk en reynsluboltinn Guðmundur Pedersen var atkvæðamestur hjá FH með sjö mörk. „Við vorum ákveðnir í að sýna að þetta var ekki neinn heppnis- sigur hjá okkur síðast. Haukar eru með frábært lið og við hljótum því að vera með frábært lið líka,” segir Guðmundur. Birkir Ívar var eðlilega svekkt- ur í leikslok en hrósaði FH fyrir góðan leik. „Þetta féll þeirra megin í þetta skiptið og ég óska þeim bara til hamingju með það. Við lendum dálítið í því að elta í síðari hálfleik en sýndum karakter með því að koma aftur inn í leikinn og vorum óheppnir að ná ekki að jafna í lokin en svona er þetta stundum,“ segir Birki og Aron Kristjánsson, þjálf- ari Hauka, tekur í sama streng. „Við ætluðum okkur stóra hluti í bikarnum en það hafðist ekki og við verðum nú bara að sleikja sárin og koma sterkari til baka,“ segir Aron. omar@frettabladid.is FH-ingar unnu bæjarslaginn FH-ingar komust í undanúrslit Eimskipsbikars karla í handbolta eftir 29-28 sigur gegn erkifjendum sínum í Haukum í miklum háspennuleik. Haukar fengu þrjár sóknir til þess að jafna metin á spennuþrungnum lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Tvö rauð spjöld fóru á loft í hópslagsmálum í blálok leiksins. STEMNING Áhorfendur létu vel í sér heyra í Kaplakrika í gær þótt ekki hafi verið húsfyllir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALLT Í HÁALOFT Dómararnir reyna hér að skakka leikinn eftir að Sigurbergur Sveins- son hjá Haukum stuggaði við Ásbirni Friðrikssyni hjá FH í blálok leiksins í gær. Sigur- bergur fékk svo rautt spjald, líkt og Ólafur Guðmundsson hjá FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GAMAN FH-ingar fagna eftir að hafa lagt Hauka að velli í annað skipti á skömmum tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.