Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 09.12.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 9. desember 2008 — 337. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Vilma Bacianskaite er fædd og uppalin í Litháen, en settist að hér á landi ásamt fjölskyldu sinni á ið2000 Ma t k útskýrt fyrir mér,“ segir hún oghlær. þ Jólasveinninn ekki sáttur Vilma Bacianskaite flutti frá Litháen til Íslands árið 2000 og gleymir seint fyrstu jólunum hérlendis. Vilma ætlar að verja jólunum í Litháen í ár og hlakkar til að hitta alla fjölskylduna á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GERVIJÓLATRÉ geta verið til alveg jafn mik-illar prýði og lifandi tré ef þau eru falleg og kost-ur að geta notað sama tréð ár eftir ár. Þeir sem eru sæmilega handlagnir geta jafnvel smíðað sitt eigið jólatré. Minnum á vefverslunina kristy.isKristy sf | Skúlagötu 13 | 310 Borgarnesi | tel/fax. 437 1234 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 50% AFSLÁTTUR 90 x 200 cm 120 x 200 cm 150 x 200 cm 180 x 200 cm Verð frá kr. 44.450,- Verð frá Kr. 55.950,-Verð frá Kr. 67.450,-Verð frá Kr. 80.950,- Verðdæmi með afslætti: af öllum rúmum út nóvember VERÐHRUN Patti lagersala VEÐRIÐ Í DAG 1 0 -4 -5 -1 HLÝNANDI Í dag er minnkandi norðanátt austan til en vaxandi suðaustanátt vestan til, 10-15 m/s í kvöld. Úrkomulítið í fyrstu en slydda og síðar rigning vestan til þegar líður á síðdegið og kvöldið. Hlýnar. VEÐUR 4 VILMA BACIANSKAITE Skilaði skónum bara á sinn stað í forstofunni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS jólagjöfin hansÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2008 Leysa börn úr ánauð Unglingar úr Vídalínskirkju afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar nýlega 400 þúsund króna gjöf. TÍMAMÓT Á aðventu „Ekki fer hjá því að leiftur frá liðn- um tíma fari öðru hvoru um hug- ann á aðventunni og minni mann á hver maður er og hvers vegna“, skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 16 Ætlaði alltaf alla leið Gillzenegger á sinn þátt í velgengni Arons Pálmarssonar. FÓLK 24 Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 Bráðum koma blessuð jólin www.postur.is Sendu jólakortin og jólapakkana tímanlega! JÓLAGJÖFIN HANS Útivist, afþreying og al- mennt dekur um jólin Sérblaðið Jólagjöfin hans FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VIÐSKIPTI „Stjórn Nýja Kaupþings gerir alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð stjórnar Existu og mun leita allra leiða til að fá þessum áformum hnekkt.“ Svo segir í yfirlýsingu sem stjórn Nýja Kaupþings sendi frá sér síðdegis í gær. Málið varðar mikla þynningu hluta í fjárfestingafélaginu Existu, sem hefur að mjög miklu leyti verið í eigu Bakkabræðra, þeirra Ágústs og Lýðs Guðmundssona. Þeir tilkynntu um flókin viðskipti til Kauphallarinnar í gær. Þeir hafi stofnað félagið BBR sem á að kaupa 50 milljónir nýrra hluta í Existu, af Kvakki, sem þeir eiga sjálfir. Exista fær svo einn milljarð króna fyrir. Hver hinna nýju hluta kostar því tuttugu aura. Eftir viðskiptin, gangi þau eftir, eiga þeir bræður 87,9 prósenta hlut í Existu og hlutir annarra hluthafa minnka til muna hlutfallslega. Bræðurnir gera þetta með fyrir- vara um samþykki Fjármálaeftir- litsins. Stjórn Nýja Kaupþings unir þessu ekki, segir í yfirlýsingunni. Hún hafi sjálf undirbúið að taka stjórn Existu yfir til þess að verja hagsmuni bankans. Hagsmunirnir munu, eftir því sem næst verður komist, vera fólgnir í milljarða króna lánum með veði í hlutabréf- um í Existu. Þá herma heimildir blaðsins innan bankans að yfirlýs- ingin jafngildi því að segja Bakka- bræðrum stríð á hendur. Ætla megi að mikið gæti glatast, þynnist hlutirnir verulega. Við seinustu viðskipti var mark- aðsvirði hlutar Bakkabræðra í Existu tæpir 30 milljarðar króna. Exista hefur gengið mjög illa, ekki síst eftir bankahrunið, en það var meðal annars stærsti hluthaf- inn í Kaupþingi, með tæplega fjórð- ungs hlut. Aðrir sögðust ekki þekkja við- skiptafléttu bræðranna en sögðu að tæplega yrði af nema með sam- þykki annarra hluthafa. - ikh Kaupþing í stríð við bræðurna í Bakkavör Nýja Kaupþing leitar allra leiða til að hindra að Bakkabræður þynni út hlutafé í Existu. Þannig á að verja milljarða lán með veði í hlutabréfum. Bræðurnir vilja gefa út 50 milljónir nýrra hluta, fyrir 20 aura hvern, í flóknum viðskiptum. MÓTMÆLANDI LEIDDUR Á BROTT Sjö voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu í Alþingishúsinu í gær. Einn er grunaður um að hafa bitið og sparkað í lögreglumann. Þingvörður meiddist einnig í átökunum. Mótmælendur sögðu aðgerðir lögreglu hafa verið harkalegar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fram pakkað saman Bikarmeistarar Vals unnu ótrúlega auð- veldan sigur á Fram í Safamýrinni í gær. ÍÞRÓTTIR 26 MÓTMÆLI Sjö voru handteknir í Alþingishúsinu eftir að um þrjátíu mótmælendum var meinaður aðgangur að þingpöllum á þing- fundi í gær. Tveir menn komust framhjá þingvörðum út á pallana og stöðvaðist starfsemi þingsins þegar þeir hófu hróp og köll á borð við „drullið ykkur út“ og „þetta hús gegnir ekki hlutverki sínu lengur“. Til ryskinga kom í stiga og anddyri þinghússins þegar vísa átti hópnum á dyr. Einn karlmaður er grunaður um að hafa bitið tvo lögreglumenn og sparkað í þann þriðja. Hinum sem handteknir voru var gefið að sök að hafa ekki hlýtt tilmælum lög- reglu. Einnig meiddist þingvörður þegar honum var skellt utan í ofn í þinghúsinu, að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra. Einn mótmælenda sagði aðgerð- ir lögreglunnar hafa verið harka- legar. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segist líta atvikið mjög alvarlegum augum. - kg Hópi mótmælenda var meinaður aðgangur að þingpöllum á Alþingi í gær: Sjö handteknir eftir ryskingar FÉLAGSMÁL Gestir á borgarafundi í Háskólabíói í gærkvöldi kröfðust þess að ríkisstjórnin fari frá. Salurinn var nánast fullsetinn á um tveggja tíma fundi þar sem fulltrúar verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða sátu fyrir svörum ásamt viðskiptaráðherra. Einn fundarmanna skoraði á forystu- menn verkalýðsfélaganna að efna til allsherjarverkfalls til að knýja ríkisstjórnina frá völdum. Hann fékk afar góðar viðtökur fundar- manna en bæði Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands, sögðu verkfalls- vopnið of dýrmætt til að beita því öðruvísi en í lögmætum tilgangi. - gar Borgarafundur í gærkvöldi: Verkfall gegn ríkistjórninni Í HÁSKÓLABÍÓI Um átta hundruð manns voru á borgarafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANKAR Unnið er nú að því að nýir aðilar komi í stað endurskoðunar- fyrirtækisins KPMG að rannsókn á viðskiptum innan Glitnis í aðdrag- anda þess að bankinn komst í þrot fyrir rúmum tveimur mánuðum. Aðkoma KPMG að verkinu hefur verið gagnrýnd þar sem fyrirtækið hefur annast endurskoðun fyrir suma stærstu hluthafanna í Glitni fyrir fallið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vinna stjórnvöld nú að því að finna leiðir til að fá aðila sem örugglega eru óháðir til rannsóknarinnar á Glitni. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri KPMG, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið treysti sér vel til að annast rannsóknina á réttan hátt. - gar Rannsókn á bönkunum: KPMG skoði ekki Glitni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.