Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 8
8 9. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL X-faktor stjarnan Inga Sæland Ástvaldsdóttir fær ekki dæmdar bætur vegna áverka sem hún fékk á olnboga á bílastæði Kringlunnar á Þorláksmessu fyrir fjórum árum. Í gögnum Héraðsdóms Reykja- víkur kemur fram að Inga var ný- stigin út úr bíl þegar hún hrasaði um keðju sem sett hafði verið upp milli tveggja stólpa og átti að varna umferð þar um. Kvaðst Inga hafa steypst fram fyrir sig og lent harka-lega á malbikinu. Afleiðing- ar slyssins séu varanlegar. Hún hafi tognað á olnboga og blætt í olnbogaliðinn. Í kröfu Ingu kom meðal annars fram að hún væri sjóndöpur. Starfsmönnum Kringlunnar ætti að vera ljóst að verslunarmiðstöð- in er ekki aðeins opin þeim sem hafa fullkomna sjón og ættu að vita að sjóndaprir séu í meiri hættu gagnvart leyndum hættum við jörðina. Kringlan hafnaði fullyrðingum Ingu um að frágangur keðjunnar hafi verið óeðlilegur. Inga sé veru- lega sjónskert og nánast lögblind og einmitt þess vegna hafi hún átt að sýna sérstaka aðgæslu. Héraðs- dómur tók undir þetta. Þess má geta að Inga meiddist illa á fingri þegar hún klemmdist í bílhurð þegar upptökur á X-faktor þáttunum á Stöð 2 stóðu yfir. Tryggingafélag bílsins neitaði að greiða bætur og Inga tapaði mál- inu fyrir dómi. - gar Verulega sjónskertur þátttakandi úr X-faktor sem hrasaði um keðju og slasaðist: Engar bætur frá Kringlunni INGA OG FÉLAGAR ÚR X-FAKTOR Inga missti framan af fingri þegar X-faktor var sýndur á Stöð 2. Fyrir fjórum árum steyptist hún á höfuðið við Kringluna. 1. Hversu miklu fé þarf að eyða í Reykjanesbæ til þess að fá ókeypis gistingu á Hótel Keflavík? 2. Við hvaða konu er nývígð kirkja í Grafarholti kennd? 3. Hvað heitir ný plata Steed Lord? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 SKIPULAGSMÁL Hafnarfjarðarbær ætlar að leggja dagsektir á eigendur húss í Lindarbergi ef þeir fjarlægja ekki gervihnatta- disk af lóð sinni. Forsaga málsins er sú að íbúar í næsta húsi hafa gert ítrekaðar athugasemdir við gervihnattadiskinn sem er á lóðarmörkunum. Í júní gerði skipulags- og byggingarfulltrúi eiganda disksins að sækja um leyfi fyrir diskinum því uppsetning hans væri bygg- ingarleyfisskyld. Ella yrði hann að fjarlægja diskinn. Þrátt fyrir ítrekanir yfirvalda hefur ekki verið sótt um leyfið. Hefja átti dagsektir 1. nóvember síðastliðinn yrði diskurinn ekki fjarlægður. Sá frestur hefur nú verið framlengd- ur til 1. janúar á nýju ári. - gar Nágrannadeila í Hafnarfirði Boða sekt fyrir gervihnattadisk Elduðu sprengiefni á hellu Sprenging varð í potti á eldavélar- hellu í íbúð á Njálsgötu skömmu eftir hádegi í gær. Að sögn slökkviliðs voru unglingar að fikta með heimagert sprengiefni í potti þegar blandan sprakk. Ekki urðu slys á fólki, en slökkvilið reykræsti íbúðina. LÖGREGLUMÁL Samningar við Elkem Kjarasamningur Verkalýðsfélags Akra- ness við Elkem hefur verið samþykkt- ur með 80 prósent greiddra atkvæða. KJARASAMNINGAR VIÐSKIPTI Viðræður um aðkomu nýrra hluthafa að Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, ganga þokkalega, en lítið er hægt að segja á þessu stigi, segir Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs. Hann segir marga hafa lýst áhuga á því að eignast hlut í félaginu, sem hefur átt í talsverð- um greiðsluerfiðleikum, og er mjög skuldsett. Ekki hefur enn tekist að greiða öllum starfsmönnum laun. Einar segir að rúmlega níu tíundu hlutar launanna hafi þegar verið greiddir og vonir standi til þess að fljótlega takist að greiða það sem upp á vanti. - bj Áfram viðræður um Árvakur: Hluti launa er enn ógreiddur ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Húfur og vettlingar 1.990kr.Verð frá í jólapakkann HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Lögregluyfirvöld greina frá atburðinum þannig, í gríska dagblaðinu Ta Nea, að um klukkan níu á laugardagskvöld hafi þrjátíu manna hópur ungmenna gert atlögu að lögreglubíl með því að kasta að honum grjóti og spýtum. Eftir að hafa lagt bílnum skammt frá komu lögreglumennirnir tveir að hópnum og var þá kastað að þeim steinum og öðru. Annar lögreglumaðurinn var við það að kasta táragassprengju en hinn hleypti af tveimur skotum upp í loft en síðan einu á götuna í þeim tilgangi að fæla hópinn burt. Segist hann ekki hafa vitað að síðasta skotið hæfði hinn 15 ára Alex Grigoropoulos fyrr en yfirmenn hans sögðu honum frá því í talstöðinni nokkrum mínútum síðar. Vitni sem sögðu frá atburðinum í dagblaðinu Ta Nea og eins á sjón- varpsstöðinni Mega Channel segja hins vegar að þarna hafi verið um tíu manna hópur sem vissulega hafi látið ófriðlega. Þegar hann stóð andspænis lögreglumönnunum tveimur, og um 10 til 15 metrar voru á milli, þá kom til snarpra orðaskipta með ögrunum á báða bóga. Segja þeir hópinn ekki hafa kastað grjóti að lögreglu. Annar lögreglumaðurinn miðar svo byssu sinni að drengnum og hleypir af tvívegis, drengurinn fellur niður en lögreglumenn skeyta engu um það að sögn vitna. Í fyrirsögn forystugreinar blaðsins segir: Morð af ásettu ráði. Eitt vitnanna segir á Mega Channel um lögreglumann- inn: „Þessi kom til að drepa.“ - jse ATBURÐARÁSIN Á LAUGARDAGSKVÖLD ALEX GRIGOROPOULOS Forsætisráðherra Grikklands hefur beðið foreldra drengs- ins sem var 15 ára afsökunar á framferði lögreglu. GRIKKLAND „Aldrei áður hefur það gerst að slík ólæti og mótmæli eigi sér stað þrjá daga í röð,“ segir Kostas Kyriakopolos blaðamaður á Eleftheritypia en mikil ólga hefur verið í stærstu borgum Grikklands frá því að 15 ára nemandi var skotinn til bana af lögreglu- manni á laugar- dagskvöld. „Um 400 til 500 versl- anir í Aþenu hafa orðið fyrir miklu tjóni og bera sig að sjálfsögðu ekki vel nú þegar kaupmenn eru að búa sig undir jólaannir. Miðbær Aþenu er hulinn reyk og allt er á tjá og tundri“ Fjöldi fólks slasaðist í átökum gærdagsins og 20 voru handteknir. „En það jákvæða er að hér hafa farið fram mótmæli ungs fólks um allt land, jafnvel í minnstu þorp- um, þar sem fólk vill láta óánægju sína í ljós. Unga fólkið hefur ærna ástæðu til að láta í sér heyra og það er alls óskylt ólátunum þar sem öfgamenn fara fram með miklu of-forsi, sá hópur er í raun alltaf að leita að ástæðu til að fara gegn yfirvöldum.“ Samkvæmt nýrri rannsókn sem The London School of Economics gerði í samvinnu greiningafyrir- tækið Kapa Research býr þriðji hver Grikki undir eða nálægt fátæktarmörkum sem miðast við 470 evrur á mánuði. Frá þessu greinir IPS fréttastofan. Í könnun sem gerð var samhliða rannsókn- inni kemur fram að um 60 prósent landsmanna hafa áhyggjur af því að þurfa aðstoð til þess að sjá fyrir sér. Fyrir nokkrum árum fékk almenningur í Grikklandi mun meira aðgengi að lánsfé en hann hafði áður haft en síðustu ár hefur verðlag hækkað mikið meðan laun hafa nánast staðið í stað. Kostas hefur verið blaðamaður í 20 ár. Spurður hvort þetta séu mestu umbrot sem hann hafi skrifað um segir hann: „Nei, ekki ennþá. En það gæti hæglega farið svo að þau yrðu það. Þetta er þriðji dagurinn og það liggur mikið í loftinu, enginn veit hvaða enda þetta tekur. Fólk er reitt, þarna lætur drengur lífið í átök- um sem virðast satt að segja kjánaleg, það var engu líkara en lögreglan væri þarna í tilgangs- lausum götubardaga.“ Lögreglumaðurinn sem skaut drenginn er í gæsluvarðhaldi. jse@frettabladid.is Miðbær Aþenu hulinn reyk á þriðja degi mikilla óeirða Mótmæli og óeirðir voru í Grikklandi þriðja daginn í röð síðan lögreglan skaut 15 ára nemanda. Enginn veit hvernig þetta endar, segir grískur blaðamaður. Engu líkara en lögreglan hafi staðið í götubardaga. Í AÞENU Í GÆR Nemandi lætur óeirðarlögreglumenn hafa rauðar rósir til marks um það að allir ættu að syrgja drenginn sem lét lífið eftir útistöður við lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KOSTAS KYRIAKOPOULOS VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.