Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 14
14 9. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 102 660 +1,24% Velta: 332 milljónir MESTA HÆKKUN ATLANTIC PETR. 9,65% BAKKAVÖR 8,01% MAREL 4,66% MESTA LÆKKUN ICELANDAIR 2,82% FØROYA BANKI 0,79% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 +0,00% ... Atorka 0,70 +0,00% ... Bakkavör 4,18 +8,01% ... Eimskipafélagið 1,32 +0,76% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,10 -2,82% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 80,90 +4,66% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 100,00 +4,17% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 213,3 -10,6% Eyrir Invest bjó sig undir erfiðleika á fjármálamörk- uðum í hittiðfyrra. Félagið stendur nú næsta óskaddað eftir bankahrunið og hefur fengið Landsbankann í hlut- hafahópinn. Á nýju ári gerir Eyrir upp í evrum. „Við reiknuðum með niðursveiflu á fjármálamörkuðum á síðasta ári og lokuðum veltubókinni upp úr því,“ segir Árni Oddur Þórðar- son, forstjóri Eyris Invest. Félag- ið hóf markvisst að selja stöður sínar í skráðum félögum um mitt ár 2006 og dró úr áhættu á hluta- bréfamarkaði. Þá var gjaldeyris- áhætta takmörkuð. Árni segir niðursveifluna hér hafa orðið að veruleika síðar en félagið spáði. Aðgerðirnar skil- uðu því að Eyrir varð ekki fyrir beinu tjóni vegna falls íslensku bankanna í október. Félagið birti uppgjör sitt fyrir síðustu tíu mánuði í gær vegna óvenjulegra aðstæðna á fjár- magnsmörkuðum. Þar kemur fram að hagnaður Eyris nam 942 milljónum króna á tímabilinu, sem er um 200 millj- ónum meira en á sama tíma í fyrra. Eigið fé nam rúmum 30,2 milljörðum króna. Þar af var laust fé og aðrar bankainnistæð- ur rúmir 8,6 milljarðar. Eigin- fjárhlutfall stóð í 40,3 prósentum í lok október. Þetta verður í síðasta sinn sem uppgjörið færist í krónur en Eyrir hefur heimild til að gera bækur sínar upp í evrum frá næsta uppgjörsári. Árni Oddur segir afkomuna skýrast af methagnaði Marel Food Systems og stoðtækjafram- leiðandans Össurar á árinu. Með Stork eru þessi þrjú félög grunn- fjárfestingar Eyris. Sjóðstreymi félaganna er sterkt og eiginfjár- hlutföll á bilinu 35 til 55 prósent. Í janúar á þessu ári luku Eyrir, Landsbankinn og breska fjárfest- ingafélagið Candover yfirtöku á hollensku iðnsamsteypunni Stork í gegnum sameiginlegt eignar- haldsfélag, London Acquisition. Samhliða kaupunum var gert samkomulag um að Marel Food Systems tæki yfir matvæla- vinnsluvélahluta Stork. Eftir standa tvær stoðir, Stork Technical Services og Stork Aerospace. Mikil uppstokkun hefur verið í rekstri félaganna og afkoma þeirra batnað verulega. Heimildir herma að stefnt sé að skráningu fyrrnefnda hlutans eftir um þrjú til fjögur ár. Eyrir hefur nú gert samkomu- lag um að kaupa hlut Landsbank- ans í London Acquisition. Kaupin eru fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafjár í Eyri. Hlutur bankans mun við það verða 27,5 prósent. Bankinn stefnir að því að selja hluta hans í fyllingu tímans og mun þegar upp er staðið eiga í kringum fimmtung í Eyri. Árni Oddur segir gengi bréfa í kjölfestueignunum Marel Food Systems og Össuri undirverð- lagða. „Við höfum stutt félögin til vaxtar síðastliðin fjögur ár og ætlum að fylgja þeim eftir,“ segir hann og bætir við að beðið sé þess að óveðri sloti á mörkuðum. Þess megi vænta á næstu mánuð- um. jonab@markadurinn.is Eyrir Invest óskaddað eftir hrun bankanna Nýja Kaupþing stofnar fjárfest- ingar- og fasteignafélag til að halda utan um eignir sem bætast kunna í safn bankans á næstu mánuðum vegna erfiðleika í rekstri stærri fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann. „Stofnun félaganna er í sam- ræmi við tilmæli ríkisstjórnarinn- ar til bankanna um stofnun sér- stakra eignarumsýslufélaga,“ segir í tilkynningu bankans. Í gær ákvað Kaupþing jafnframt að auglýsa eftir umboðsmanni við- skiptavina, sem skuli vera óháður og starfa í umboði bankans. Staðan er í samræmi við tillögur vinnu- hóps á vegum ríkisstjórnarinnar. Umboðsmaðurinn á meðal annars að gæta þess að bankinn mismuni ekki viðskiptavinum með óeðlileg- um hætti. - óká Stofna eignarhaldsfélag Útboð verður haldið á nýjum flokki ríkisbréfa klukkan tvö á morgun, miðvikudag. Um er að ræða óverð- tryggð ríkisbréf sem bera 13,75 prósenta vexti sem greiddir eru árlega. Lokagjalddagi bréfsins er 10. desember 2010. Í umfjöllun Greiningar Glitnis kemur fram að viðhaft verður svo- kallað „hollenskt fyrirkomulag“. Í því mun felast að lægsta sam- þykkta verð (þar með hæsta ávöxt- unarkrafa) í útboðinu gildir fyrir alla kaupendur. Greining Glitnis bendir á að þótt takmarkaður áhugi hafi verið fyrir sambærilegu útboði í síðustu viku, þar sem bréf seldust fyrir 15 milljarða króna, verði áhuginn að líkindum meiri núna. Flest bendi samt til að ríkissjóður þurfi eftir sem áður að greiða út töluverða fjárhæð á gjalddaga innlausnar annarra flokka bréfa 12. desem- ber næstkomandi. „Ríkissjóður hefur raunar safnað verulegum sjóðum á viðskiptareikning sinn í Seðlabanka undanfarið, og hefur því borð fyrir báru þótt greiða þurfi út talsverða fjárhæð á föstu- dag. Hins vegar hefur fjármögn- unarþörf ríkisins vaxið hröðum skrefum undanfarna mánuði og er líklegt að talsverða skuldabréfa- útgáfu þurfi til að mæta henni á næstu misserum.“ - óká VIÐ MIÐLARABORÐ Frá fyrsta desem- ber 2008 hafa fimm fjármálastofnanir heimild til að kalla sig „aðalmiðlara með ríkisverðbréf”, MP Banki, Nýi Glitnir, Nýja Kaupþing, Nýi Landsbanki og Straumur- Burðarás. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Búist við betri þátttöku núna Fjármálaeftirlitið (FME) telur ekki tilefni til aðgerða af hálfu eftirlitsins gagn- vart Birnu Einarsdóttur, forstjóra Nýja Glitnis, eða Melkorku ehf., fjárestingar- félagi hennar. FME hefur haft til skoðunar kaup Birnu á hlutabréfum gamla Glitnis sem ekki gengu í gegn. „Þar sem málið hefur fengið talsverða opinbera umfjöllun vill Fjármálaeft- irlitið taka eftirfarandi fram. Gögn málsins, m.a. tölvupóstur og viðskiptayf- irlit, sýna að umrædd hluta- bréfaviðskipti náðu í raun ekki fram að ganga vegna vanrækslu af hálfu „gamla“ bankans. Ekkert í gögnum málsins bendir til annars en að Birna Einarsdóttir hafi verið í góðri trú og að vanefnd stafi af ástæðum sem eru óviðkomandi henni,“ segir í tilkynningu FME, síðdegis í gær. Þar kemur jafnframt fram að athugun á tilkynningar- og birtingarskyldu „gamla“ Glitnis standi enn yfir. - óká Ekki aðhafst vegna kaupa Birnu í Glitni BIRNA EINARSDÓTTIR Sportlínan frá Miele Svartnætti við völd Á sjötta tímanum í gær höfðu nærri 190 manns lagt orð í belg við færslu fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar á vefritinu Eyjunni þar sem hann sagðist nú í fyrsta sinn frá hruni farinn að fyllast vonleysi og veltir fyrir sér flutningi af landi brott. Fjölmargir biðja hann lengstra orða að vera og jafnvel taka að sér forystu á væng stjórnmálanna. Kannski ekki nema von því hann segir: „Það er eins og stjórn- völd, embættismannakerfið og stjórn- endur bankanna ætli að sjá til þess að ekkert breytist. Og að öllu verði komið í hendurnar á sömu peninga- mönnunum aftur. Og að tök þeirra á samfélaginu verði jafnvel enn sterkari en áður.“ Það er af sem áður var Sumum ítökum peningamanna hefur þó áður verið fagnað á vettvangi Egils á Eyjunni, svo sem fyrir rétt rúmu ári í skrifum um auðmenn og borgarskipulag. „Peningar og þeir sem eiga þá hafa alltaf ráðið því hvernig borgir byggj- ast,“ benti hann á og kvað Reykjavík sömuleiðis bera þess merki. „Það er í raun eðlilegt að þegar landið eignast alvöru auðjöfra að þeir skuli setja mark sitt á miðbæinn. Maður verður bara að vona að þeir geri það af alvöru mynd- arskap og hafi vit á að kalla til góða ráðgjafa. Sumir hinna nýríku hafa leitað í Borgartúnið – eða jafnvel Smárann. Björg-ólfur sýnir miðborg- inni ræktarsemi,“ skrifaði Egill. Peningaskápurinn ... ÁRNI ODDUR ÞÓRÐARSON Eyrir Invest taldi líkur á erfiðleikum á fjármálamörk- uðum í hittiðfyrra og fór í aðgerðir sem hafa skilað sér nú. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nokkrir af lánatryggjendum birgja Bakkavarar í Bretlandi eru hættir að veita þeim tryggingar fyrir vörukaupum, að sögn helgarútgáfu breska dagblaðsins Telegraph. Bakkavör er stærsti söluaðili á ferskum matvælum til veitinga- staða og stórmarkaða í Bretlandi og með hlutabréf sín skráð í Kauphöllina. Samkvæmt Telegraph eru engin merki um að Bakkavör eigi í vandræðum þrátt fyrir skulda- byrði. Neitun á lánatryggingum til birgja endurspegli litla trú á heildsölumarkaðinum í heild fremur en einstökum fyrirtækj- um. - jab Ekki vantrú á Bakkavör

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.