Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Vilma Bacianskaite er fædd og uppalin í Litháen, en settist að hér á landi ásamt fjölskyldu sinni árið 2000. Margt kom henni undarlega fyrir sjónir eftir komuna til lands- ins, þar á meðal jólaundirbúning- urinn og jólin sem eru að ýmsu leyti frábrugðin því sem hún var vön. „Ég gleymi aldrei fyrstu jólun- um á Íslandi. Ég bjó þá hjá góðri, íslenskri fjölskyldu og vissi ekki við hverju átti að búast en hlakk- aði mikið til,“ segir Vilma og rifj- ar upp fyrstu kynni sín af íslensk- um jólasiðum. „Ég hafði aldrei heyrt að jólasveinninn setti gjafir í skóinn. Þegar ég sá svo skó í glugganum í fyrsta sinn skilaði ég honum á sinn stað í forstofuna. Jólasveinninn varð ekki par ánægður og daginn eftir var þetta útskýrt fyrir mér,“ segir hún og hlær. Vilma segir fleira ólíkt með jólahaldi þjóðanna. „Áður en jólin renna upp er til dæmis hefð fyrir því að fólk reyni að gera upp skuldir sínar og fyrirgefi svo þeim sem hafa gert á þeirra hlut. Meirihluti þjóðarinnar eða í kringum 80 prósent er kaþólskur og sækir messu á aðfanga- og jóladag. Að messu lokinni hefst veisluhald þar sem fjölskyldan sest að snæðingi. Yfirleitt eru ekki bornir fram færri en tólf réttir sem tákna mánuði ársins; þeirra á meðal eru síld og alls kyns fiskréttir, trönuberjasafi og kuciukai, sem eru brauðbollur, og svo guðsbrauð, eða kalédaites eða plotkelé,“ segir hún. „Fólk verður að fá nóg að borða þar sem talið er að það færi þeim aukið fé árið eftir,“ útskýrir Vilma og bætir við að skömmu eftir að börnin hafi opnað gjafir fari fólk í leiki. „Menn taka svo á sig náðir seinna um kvöldið án þess að ganga frá, svo sálir lát- inna ættingja geti gætt sér á veislukrásunum. Við gefum dýr- unum svo afgangana næsta dag til að þau verði sterkari á árinu sem fer í hönd,“ útskýrir hún. Vilma heldur í hluta þessara hefða og hefur svo tileinkað sér nokkra íslenska. „Ég bakaði til dæmis piparkökur með stráknum mínum í fyrra og honum fannst það rosalega gaman. Svo förum við fjölskyldan yfirleitt í messu í Hallgrímskirkju, þar sem fallegt er og róandi andrúmsloft.“ roald@frettabladid.is Jólasveinninn ekki sáttur Vilma Bacianskaite flutti frá Litháen til Íslands árið 2000 og gleymir seint fyrstu jólunum hérlendis. Vilma ætlar að verja jólunum í Litháen í ár og hlakkar til að hitta alla fjölskylduna á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GERVIJÓLATRÉ geta verið til alveg jafn mik- illar prýði og lifandi tré ef þau eru falleg og kost- ur að geta notað sama tréð ár eftir ár. Þeir sem eru sæmilega handlagnir geta jafnvel smíðað sitt eigið jólatré. Minnum á vefverslunina kristy.is Kristy sf | Skúlagötu 13 | 310 Borgarnesi | tel/fax. 437 1234 t í ö Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 50% AFSLÁTTUR 90 x 200 cm 120 x 200 cm 150 x 200 cm 180 x 200 cm Verð frá kr. 44.450,- Verð frá Kr. 55.950,- Verð frá Kr. 67.450,- Verð frá Kr. 80.950,- Verðdæmi með afslætti: af öllum rúmum út nóvember VERÐHRUNPatti lagersala

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.