Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.12.2008, Blaðsíða 40
24 9. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Aron Pálmarsson er orðinn stórstjarna í handboltanum þótt hann sé ekki nema 18 ára. Hann á velgengni sína ekki síst að þakka einka- þjálfaranum Störe. „Nei, jahhh, ég meina, ég á hann kannski ekki alveg skuldlausan,“ segir Egill Einarsson einkaþjálf- ari – sem nú gengur undir nafninu Störe – óvenju hógvær. Hann er að tala um Aron Pálmarsson, hand- boltamann úr FH, eitthvert mesta efni sem hefur komið fram á sjón- arsviðið í íþróttinni. Störe þakkar sér það að nokkru og hefur merki- lega sögu að segja af samskiptum þeirra tveggja. „Já, fyrir um ári fékk ég tölvu- póst frá þessum strák. Ég meina, hann er fæddur 1990, þannig að þetta er tæknilega smákrakki. Og hann segir mér að hann ætli að hætta í skólanum og einbeita sér að handboltanum. Og svona undan og ofan af fyrirætlunum sínum: Að verða atvinnu- og landsliðs- maður. Og ári síðar er hann bara á leiðinni til Kiel!“ Og þar er ekki orði ofaukið. Í bréfi Arons segir að hann ætli að hafa handbolta að atvinnu í fram- tíðinni. „Það sem ég er að tala um er að ég þarf að massa mig vel upp fyrir næsta „season“. Ég vil verða 90+ en vera líka fljótur á löppun- um og vel stæltur að ofan. Það sem ég er að fara fram á er einfaldlega að þú gerir mig hroðalegan, ef þú veist hvað ég á við. Ég er 190 cm og 86 kg,“ segir í bréfi Arons. Markmiðið sé að fara alla leið og hinn sautján ára Aron spyr Egil einfaldlega, fullur sjálfstrausts, hvort hann sé maðurinn fyrir sig? „Mér líkaði vel við hann frá byrjun. Aron ætlaði að verða best- ur og ég kann vel að meta menn með þykkan pung. Við létum hann lyfta hressilega. Bættum þyngd- ina í hverri viku og pökkuðum á hann kjötinu. Svo er hann sláandi líkur mér í þokkabót,“ segir Störe ánægður með sinn mann. Það er gagnkvæmt. Aron var hjá Agli í um hálft ár. „Það var eitthvað við hann. Hvernig hann var í viðtölum: töffari og fyndinn karakter. Ég var að fara að fá mér einkaþjálfara, hafði heyrt vel af honum látið og ákvað að láta slag standa,“ segir Aron og tók sér frí frá skólanum: „Hann var þvílíkt öskrandi á mann. Prófessional, skráði allt niður og bætti alltaf á lóðin,“ segir Aron og lagði grunn- inn að tíu kílóum sem hann taldi sig þurfa til að vera klár í úrvals- deildina. Nú er Aron með fjögurra ára samning á borðinu, hefur boð frá Kiel í Þýskalandi, sem er eitt sterkasta handboltalið í heimi, og fer út 19. desember til að kíkja á þá. „Í kjölfarið er meiningin að ég skrifi undir. Það eru meiri líkur en minni. Þarf eitthvað mikið að ger- ast ef ég ætla að fara að neita Kiel.“ jakob@frettabladid.is Aron Pálmars ætlaði alla leið STÖRE OG ARON Í bréfi til Egils spyr Aron einfaldlega hvort hann sé maðurinn fyrir sig - því það þurfi að gera sig hroðalegan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bandaríski kvikmyndagagnrýn- andinn Roger Ebert hefur á heima- síðu sinni birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins. Myndirnar eru hafðar í stafrófsröð enda telur hann ekki lengur við hæfi að númera myndir frá einum upp í tíu. „Ég er að brjóta hina aldargömlu hefð að birta lista yfir tíu bestu myndir árs- ins. Eftir að hafa gert fjölda slíkra lista í gegnum árin hef ég fengið nóg. Listi yfir bestu myndirnar á að fagna góðum mynd- um og á ekki að vera afdráttarlaus í afstöðu sinni,“ sagði hann. Á meðal mynda á listanum eru The Dark Night, Frost/Nixon, Iron Man, Milk, W. og Wall-E. Ebert telur að hinn látni Heath Ledger eigi sigurinn vísan á næstu Óskarshátíð fyrir hlutverk Jókersins í The Dark Night auk þess sem Sean Penn fái örugga tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Milk. Jafnframt segir hann teikni- myndina Wall-E vera bestu vísinda- skáldsögumyndina í mörg ár. Á meðal fleiri mynda á listanum eru hin 257 mínútna Che í leikstjórn Steven Sodebergh, Slumdog Milli- onaire frá Bretanum Danny Boyle og Happy- Go-Lucky sem Mike Leigh leik- stýrir. Fékk nóg af topp tíu listum ROGER EBERT Hinn virti bandaríski gagn- rýnandi hefur birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins. JÓKERINN Ebert spáir hinum látna Heath Ledger Óskarnum á næsta ári. S N Y R T I S T O F A N L a u g a v e g u r 6 6 , 2 . h . S í m i 5 5 2 2 4 6 0 Pantaðu jólatímann í tíma• Gjafabréf í dekur er frábær gjöf handa elskunni þinni• Brazilískt vax á tilboði í des 3900.-• Þú átt möguleika á að vinna 20.000 kr dekur hjá okkur• myndin sem gerði allt BRJÁLAÐ í USA KOMIN Í B ÍÓ ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI TWILIGHT kl. 8 12 MADAGASKAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASKAR 2 m/Ensku tali kl. 6 L PASSENGERS kl. 8 12 TWILIGHT kl. 8 - 10:20 12 RESCUE DAWN kl. 8 16 QUARANTINE kl. 10:20 16 TWILIGHT kl. 8 - 10:30 12 NICK AND NORAH´S kl. 8 L BODY OF LIES kl. 10:10 16 TWILIGHT kl. 5:30D - 8D - 10:30D 12 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 L BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 16 BODY OF LIES kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP PASSENGERS kl. 8 - 10:30 12 HOW TO LOSE FRIENDS.. kl. 5:50 - 8:10 12 RESCUE DAWN kl. 10:30 16 HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:50 L TWILIGHT kl. 6D - 8D - 10:30D 12 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6D L MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 8:30D L BODY OF LIES kl. 10:30 16 W kl. 8 - 10:30 12 SEX DRIVE kl. 6 Síð sýn 12 FERÐIN TIL TUNGLSINS 3D SÝND LAU. OG SUN. L ★★★★ EMPIRE FRÁBÆR MYND! HIKLAUST FYNDNASTA MYND ÁRSINS! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 7 16 L L 12 12 14 FOUR CHRISTMASES kl. 6 - 8 - 10 PRIDE & GLORY kl. 10 QUANTUM OF SOLACE kl. 6 TRAITOR kl. 8 7 16 12 12 FOUR CHRISTMASES kl. 4 - 6 - 8 - 10 FOUR CHRISTMASES LÚXUS kl. 4 - 6 - 8 ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.45 - 8 - 10.15 NICK AND NORAH´S ... kl. 8 - 10.10 IGOR kl.3.45 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.30 QUANTUM OF SOLACE LÚXUS kl. 10 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 5.40 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 7 16 12 12 14 FOUR CHRISTMASES kl. 6 - 8 - 10 APPALOOSA kl. 8 - 10.30 RELIGULOUS kl. 5.50 - 8 -10.10 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 -10.30 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 L L 12 14 ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.50 - 8 - 10.10 NICK AND NORAH´S ... kl. 6 - 8 - 10 IGOR kl. 6 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.20 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 8 - 10.15 500kr. 500kr. 500 kr. AÐEINS EMPIRE -S.M.E., MANNLÍF -IcelandReview 59.000 MANNS NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus Sími: 553 2075 FOUR CHRISTMASES kl. 6, 8 og 10 7 MADAGASCAR 2 kl. 6 L ZACH AND MIRI MAKE A PORNO kl. 5.45, 8 og 10 16 PRIDE AND GLORY kl. 7.45 og 10.15 16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.