Fréttablaðið - 10.12.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 10.12.2008, Síða 2
MARKAÐURINN 10. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca 2,6% -43,7% Atorka 75,0% -92,9% Bakkavör 26,4% -93,9% Eimskipafélagið 0,8% -96,2% Exista -97,0% -99,3% Icelandair 1,1% -52,3% Kaupþing 0,0% -100,0% Marel 5,7% -20,5% SPRON 0,0% -79,2% Straumur 58,9% -80,7% Össur 8,2% 0,0% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 403. G E N G I S Þ R Ó U N Árni Mathiesen fjármálaráð- herra vermir toppsætið á lista bandaríska net- miðilsins Huff- ington Post yfir versta banka- mann í heimi. Af athuga- semdum við könnunina að dæma virðast les- endur, jafnt innlendir sem er- lendir, þó almennt sammála um að Árni verðskuldi ekki veru á listanum. Nær hefði verið að Davíð Oddsson seðlabankastjóri keppti þar við kollega sinn fyrr- verandi, Alan Greenspan, sem situr í öðru sæti listans með rúm- lega helmingi færri atkvæði en Árni. Nú eða Björgvin G. Sig- urðsson, viðskiptaráðherra, sem hefur bankamálin á sinni könnu. Reyndar var starfsfélagi Árna vestanhafs, Hank Paulson, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, í fjórða sæti listans í gær. Hvorki náðist í Árna vegna málsins í gær né í fyrradag. - jab ÁRNI MATHIESEN Árni verstur í bankaheimi? Nafn Atkvæðahlutfalll Árni Mathiesen (fjárm.ráðherra ÍSL) 41,3% Alan Greenspan (bandaríski seðl.) 16,95% Richard Fuld (forst. Lehman) 10,52% Hank Paulson (fjárm.ráðherra BNA) 9,33% Vikram Pandit (forst. Citigroup) 4,73% Fred Goodwin (forst. RBS) 4,54% James Cayne (forst. Bear Stearns) 3,96% Alan Fishman (forst. WaMu) 3,19% Chris Cox (forst. bandaríska fjármálaeftirlitsins) 2,24% * Staðan fyrir hádegi í gær K Ö N N U N I N * Evrópureglur hafa á stundum hamlað samkeppni hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppn- iseftirlitsins. Eitt dæmi er tilraun Iceland Express til að hefja samkeppni við Icelandair í áætlunarflugi til Ameríku og reglur um af- greiðslutíma á flugvöllum, en þær gilda á Evrópska efnahags- svæðinu. „Samkeppniseftirlitið telur að beiting þessara reglna hér á landi feli í sér talsverð- ar aðgangshindranir fyrir nýja keppinauta,“ segir í kafla skýrsl- unnar um flugmarkað. Að auki fjallar Samkeppniseft- irlitið í skýrslunni um uppbygg- ingu markaða í kjölfar banka- hrunsins. Margar tillögur eru lagðar fram og óskað eftir fleir- um. Eftirlitið bendir á að úrlausn- arefni séu víða. Sveitarfélög hafi til að mynda sjaldnast mótað skýra stefnu um áhrif skipu- lags á samkeppni, eins og fjall- að hefur verið um í Markaðnum. Þá er nefnt að stjórnvöld setji oft lög eða reglur sem gangi gegn markmiðum samkeppnislaga og skaði samkeppni. Samkeppniseftirlitið bendir einnig á að nýjum keppinautum á viðskiptabankamarkaði hafi reynst erfitt að fá aðild að reikni- stofu bankanna. Enn fremur nefnir eftirlit- ið verðstefnu Bónuss, sem geti dregið úr samkeppni, búvöru- lög sem ekki geri ráð fyrir að mjólkurvinnsla geti verið ann- ars staðar en innan hins ríkis- styrkta kerfis, mögulega sam- eiginlega markaðsráðandi stöðu tryggingafélaga og sameiginlega ráðandi markaðsstöðu Lyfju og Lyfja og heilsu. Í henni felist meðal annars hætta á því að fyr- irtæki utan keðjanna geti búist við grimmri samkeppni, sem þó ríki ekki keðjanna á milli. - ikh Reglurnar hömluðu samkeppni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafa- fund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Ex- istu í lok október, þar sem stjórn félagsins fékk víð- tækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir millj- arða króna af inneignum og afleiðusamningum fast- ar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Ex- istu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Ex- ista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Mark- aðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 pró- sent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hlut- hafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafé- lagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Spari- sjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Spari- sjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Sam- vinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjár- aukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum um- fram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðv- uð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bank- inn unnið að því að taka Existu yfir og verja hags- muni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðl- um heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðila tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu saman- borið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrun- ið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármála- fyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skipt- um, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýs- ing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrir- tækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþrótta- vöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið eftir hremmingar síðustu vikna, enda róinn lífróður. Lík- legra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana. Bakkabræður forð- uðu þroti Existu Viðskipti hófust með bréf Existu í gær. Félaginu var forðað frá þroti í síðustu viku þegar stórt lán var á gjalddaga. BAKKABRÆÐUR RÝNA Í TÖLURNAR Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu, ætla ekki að sitja einir að félaginu þegar birtir til á fjármagns- mörkuðum. MARKAÐURINN/GVA ELSKA AÐ GERA SAMA HLUTINN AFTUR OG AFTUR, ALLAN DAGINN Ljósritunarvélarnar frá Konica Minolta eru einfaldar, hagkvæmar í notkun og krefj ast lítils viðhalds. Þær prenta fyrir þig með miklum hraða og í fyrirtaksgæðum – og ólíkt öðrum á skrifstofunni eru þær alsælar með endurtaka sig allan daginn. BIZHUB C10 Litur: Já Afköst: 20 bls./mín. í svarthvítu, 5 bls./mín. í lit Pappírsstærðir: A5–A4 Tengi: USB, Ethernet Aðgerðir: Ljósritun, prentun, skönnun, fax og e-mail BIZHUB 131F Litur: Nei Afköst: 13 bls./mín. Pappírsstærðir: A6–A4 Tengi: USB, Ethernet Aðgerðir: Ljósritun, prentun, skönnun, fax og e-mail BIZHUB 163 Litur: Nei Afköst: 16 bls./mín. Pappírsstærðir: A6–A3 Tengi: USB, Ethernet Aðgerðir: Ljósritun, prentun, skönnun, fax og e-mail Konica Minolta REKSTRARVÖRUR Alltaf til á lager KJARAN EHF. · SÍÐUMÚLA 12-14 · 108 REYKJAVÍK · S: 510-5520 · WWW.KJARAN.IS · KJARAN@KJARAN.IS VIÐ INNRITUN Í LEIFSSTÖÐ Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins er fjallað um sam- keppni hér á landi á víðum grundvelli. Meðal annars um samkeppni á flugmarkaði. MARKAÐURINN/PJETUR Nítján svonefndar stórar áhættu- skuldbindingar voru hjá stóru bönkunum þremur, um síðustu áramót. Heildarfjárhæð þess- ara skuldbindinga var ríflega 930 milljarðar króna og um 95 prósent af eiginfjárgrunni bankanna. Þetta kemur fram í fjármála- stöðugleikaskýrslu Seðlabankans sem gefin var út í vor. Þar segir enn fremur að stórum áhættu- skuldbindingum hafi fjölgað um fjórar frá árinu áður, en fjárhæð- in yfir 380 milljarða króna. Aukningin skýrðist „að nokkru leyti af hækkun á fyrirgreiðslu við einstaka viðskiptamenn“ og tengda aðila sem myndi stórar áhættuskuldbindingar í fleiri en einum banka. Dæmi væru um að hinir sömu væru jafnframt meðal stærstu hluthafa bankanna, sem var áhyggjuefni að mati Seðla- bankans. Stór áhættuskuldbinding er, samkvæmt skilgreiningu, skuld- binding fyrirtækis vegna við- skiptamanns eða fjárhagslega tengds aðila sem nemur tíu pró- sentum eða meira af eiginfjár- grunni fyrirtækis. Seðlabankinn benti líka á að ríflega þrettán prósent heildar- útlána samstæðna viðskiptabank- anna væru með veði í hlutabréf- um. Þá nam lánsfjárhæðin tæp- lega 970 milljörðum króna. Tæp 40 prósent bréfa til tryggingar útlánum voru skráð í Kauphöll ís- lands og námu hátt í fimmtungi af markaðsverði allra skráðra bréfa um síðustu áramót. - ikh Lánuðu sjálfum sér

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.