Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 6
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2008 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrir- fór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menning- ar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heit- ir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðu- maður greiningardeildar Kaup- þings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast end- urútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schrad ers þýddi Steingrímur Matthí- asson læknir, sonur Matthíasar Jochums- sonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkileg- ur vitnisburður um þankagang í versl- un og viðskiptum á þessum tíma. „Einn- ig má líta á heilræði Schraders sem sönn- un fyrir því að árang- ur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frum- skógarlögmálum held- ur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ás- geir í inngangi bókar- innar. Þar gerir hann til- raun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknar- vinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ás- geir, sem einnig fann upplýsing- ar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabók- mennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðin- um á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið hald- inn einhverjum hrörnunar- sjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuld- ir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei pen- ingum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skil- vís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tor- trygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heil- ræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslu- bók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónar- miði, mæt honum síðan miðja vegu.“ - óká ÁSGEIR JÓNSSON Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú RITIÐ MERKA Í nýjum inngangi kemur fram að margt er líkt með viðskiptaum- hverfinu fyrir fyrsta stríð og því sem heim- urinn hefur búið við síðustu ár. Fram kom á dögunum í við- tali við Tryggva Þór Herberts- son, fyrrverandi efnahagsráð- gjafa forsætisráðherra, að eign- ir Landsbankans verði tæplega seldar fyrr en eftir þrjú til fjög- ur ár. Menn segja enda hættu á að mun minna fengist fyrir þær en ella, yrðu þær seldar nú, á brunaútsölu. Skilanefnd Landsbankans upplýsti fyrir utanríkismála- nefnd Alþingis, fyrir helgina, að eignir Landsbankans ytra væru metnar á um 1.000 milljarða króna, að því er fram kemur í áliti fyrsta minnihluta nefndar- innar. Þar segir einnig að ríkið þurfi að ábyrgjast 628 milljarða króna, eða sem nemur um hálfri landsframleiðslu. „Annað sem getur haft áhrif til íþyngingar ábyrgða ríkis- sjóðs er ef röð forgangskröfu- hafa í eigur Landsbankans verð- ur breytt, t.d. með dómi,“ segir í áliti minnihlutans. Þar er vakin athygli á þeirri staðreynd að fleiri kunni að eiga kröfur í eignir Landsbankans ytra, en innstæðueigendur. Óvíst sé að innstæðueigendur njóti þar for- gangs. NETTÓ Að minnsta kosti þrenns konar mat á endanlegri ábyrgð Íslend- inga vegna reikninganna ligg- ur nú fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur rætt um að brúttófjárþörf íslenska ríkisins vegna reikn- inganna nemi tæplega hálfri landsframleiðslu. Nettóútgjöld, samkvæmt mati sjóðsins, nemi hins vegar um fimmtungi lands- framleiðslu. Það myndi gera um 250 milljarða króna. Það er sú upphæð höfuðstóls sem greiða þyrfti, ef eignir Landsbankans úti duga fyrir öðru. Tryggvi Þór Herbertsson gerir ráð fyrir að 423 milljarð- ar gætu fengist fyrir eignirn- ar, eða um 60 prósent af virði þeirra. Eftir standa þá um 200 milljarðar sem íslensk þjóð þyrfti að greiða úr eigin vasa. Meirihluti utanríkismála- nefndar Alþingis gerir ráð fyrir því, á grundvelli upplýsinga frá skilanefnd, að nettókostn- aðurinn verði um 150 milljarð- ar króna. Enn fremur sé gert ráð fyrir að eignir verði ekki seldar að svo stöddu heldur er „gert ráð fyrir að eignirnar verði varð- veittar í gamla Landsbankanum í u.þ.b. þrjú ár“. HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA FYRIR MIG? Hugsanlegt er að aukinn kostn- aður vegna aukinna skuldbind- inga verði greiddur með skött- um og skertri opinberri þjón- ustu. Þegar heyrast fregnir af uppsögnum grunnskólakenn- ara. Hins vegar er endurskoð- að fjárlagafrumvarp næsta árs ekki komið fram. Ætla má að þar sé að finna vísbending- ar um hvernig Icesave-reikn- ingurinn hittir hvern og einn fyrir. Endurskoðað frumvarp er nú hjá ríkisstjórninni og hefur fjárlaganefnd þingsins ekki fengið það í hendur þegar þetta er skrifað. Þar verða væntanlega upp- lýsingar um upphæð erlendra lána og áætlun um hvernig og hvenær þeim kostnaði verður mætt. ÚT Á NÚLLI EÐA TUGUM MILLJARÐA? Í meirihlutaáliti utanríkismála- nefndar segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að „eignir Lands- bankans dugi fyrir forgangs- kröfum þannig að ekkert falli á ríkissjóð“. En enda þótt eignir Lands- bankans dugi, þegar upp er staðið, þarf samt að taka lán fyrir líklega um 600 milljörðum króna, 623 heldur fyrsti minni- hluti utanríkismálanefndar. Lán eru ekki gefins. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins verða vextir af lánum Hollendinga og Breta til að borga fyrir Icesave á bilinu fjögur til fimm prósent. Rétt er að halda því til haga að útreikningurinn er grófur, en sé gert ráð fyrir að upphæð á borð við 600 milljarða beri þessa vexti í þrjú ár, áður en eignirnar koma fyrir, má ætla að vaxtakostnaður vegna þessa nemi hátt í hundrað milljörð- um króna. Kostnaður íslensks almenn- ings og fyrirtækja vegna Ice- save-reikninganna getur því numið um 350 milljörðum, miðað við mat Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, og fjármagnskostn- aðurinn um 300 milljörðum króna, miðað við mat Tryggva Þórs, eða 250 milljörðum króna, miðað við mat meiri hluta utan- ríkismálanefndar. DRÁPSKLYFJAR Annar minnihluti utanríkis- málanefndar ræddi um að ábyrgðir vegna innistæðna í er- lendum útibúum myndu valda „þjóðarbúinu og skattgreiðend- um komandi ára og jafnvel ára- tuga ómældum skaða“. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formað- ur efnahags- og skattanefnd- ar Alþingis, hafði áður sagt í samtali við Markaðinn, að hann myndi ekki greiða því atkvæði að leggja drápsklyfjar á ís- lenska þjóð. Hann stóð við það. „Lærdómur Svía af fjármála- kreppu tíunda áratugarins – byrðunum dreift og nýjar vonir vaktar,“ nefnist fyrirlestur sem Göran Persson fyrrverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, held- ur í hátíðasal Háskóla Íslands klukkan 12 í dag. Fundurinn er í boði Samtaka fjárfesta og Við- skiptafræðideildar Háskólans. Svíar gengu í gegnum mikl- ar efnahagsþrengingar á tíunda áratug síðustu aldar. Þær sneru meðal annars að bönkunum og sænsku fjármálakerfi, sem gekk í gegnum verulega uppstokkun í kjölfar erfiðleikanna. Á þess- um tíma gegndi Göran Persson starfi fjármálaráðherra Svía og ætlar nú að miðla hér af reynslu sinni og Svía í þessum efnum. Aðgangur að fyrirlestrinum er heimill meðan húsrúm leyfir. - óká GÖRAN PERSSON Göran var forsætisráð- herra Svía frá 1996 til 2006 og var forseti Evrópuráðsins árið 2001. Á tíunda áratugn- um var gegndi hann embættum fjármála- og skólaráðherra. NORDICPHOTOS/AFP Miðlað af reynslu Svía Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal er merkisberi al- þýðunnar á listasviðinu. Hann fékk tónlistargáfu og listhneigð í vöggugjöf. Þessar gáfur hefur hann varðveitt og þroskað af stakri trúmennsku. Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur samfélaginu til góða. Söngurinn hefur ætíð átt hug hans og verið í senn dægrastytting og hrein ástríða. Mér segir svo hugur að þegar nafn Bíldudals ber á góma í framtíðinni eigi margir eftir að tengja staðinn við nafn Jóns Kr. Ólafssonar og félaga hans í hljómsveitinni Facon, sem stimpluðu nafn Bíldu- dals rækilega inn á tónlistarkortið á síðari hluta 20. aldar. Jónatan Garðarsson Melódíur minninganna Hafl iði Magnússon alþýðulistamaður við ritvélina heima á Bíldudal á árum áður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.