Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 10.12.2008, Blaðsíða 7
MARKAÐURINN 10. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... Slökkviliðsstarfi á vegum ríkisins er lokið að mestu og brunavaktin tekin við. Bankarnir hafa verið teknir yfir og búið að koma á gjaldeyr- ishöftum sem verja krónuna frekara falli í bili. Við tekur einkennilegt tómarúm þar sem algjör óvissa virðist ríkja um hvaða stefnu skuli taka til framtíðar hjá þjóðinni. Ljóst er að ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki á einu máli í þeim efnum. Þá hafa vaknað spurningar um pólit- íska framtíðarsýn bankastjórnar Seðlabankans, hversu einkennilega sem það kann að hljóma. Eins og málum er komið þá hefur þjóðin ekki nema takmarkaðan umþóttunartíma. Þótt haftakrónan dafni þá skaða viðvarandi gjald- eyrishöft viðskiptalíf þjóðarinnar. Þá er ljóst að ekki verður áfram búið við þá togstreitu sem fyrir hendi er í samskiptum ríkisstjórnar við Seðlabanka Íslands. Umræðan um hvaða framtíð þjóðarbúinu er búin kristallast í um- ræðum um framtíðarskipan gjaldeyrismála hér. Öllum má ljóst vera að krónan er og hefur verið baggi á þjóðinni. Tal um að hún hafi verið nauðsynleg til að auka sveigjanleika í hagkerf- inu virðist annað hvort ranghugmyndir eða skrök. Gjaldmiðillinn hefur sjálfur verið upp- spretta óstöðugleika. Þá liggur fyrir að skort- ur á baklandi og getuleysi ríkisins, með þennan gjaldmiðil, til að standa að baki fjármálakerfi landsins er ástæða hruns þess. Árum saman hefur verið bent á að krónan og andvaraleysi í að byggja hér upp gjaldeyrisvaraforða væri fjármálastöðugleika hér hættulegur. Stjórn- málamenn létu hjá líða að bregðast við og þeir sem stýrðu bönkunum höfðu ekki vit á að tempra vöxt þeirra í takt við skort á baklandi, eða flytja starfsemi þeirra til annarra landa. Æ fleiri virðast gera sér grein fyrir að dagar krónunnar séu taldir. Spurningin er bara hvað við tekur. Vera má að einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé valkostur og andlát krónunnar beri þá brátt að. Í þeirri leið felst þó algjör upp- gjöf og ósigur þeirra sem hér hafa stýrt pen- ingamálum. Einhliða upptaka er tæplega til þess fallin að auka traust á stjórnvöldum enda ekki leystur nema hluti þess vanda sem falist hefur í notkun krónunnar. Baklandið heima fyrir er eftir sem áður veikt og hér yrði að byggja upp gífurlegan gjaldeyrisforða. Þá þyrfti að velja rétta gjaldmiðilinn. Ljóst er að mikil áhætta fylgir Banda- ríkjadal, hvers framtíð er óljós, og með einhliða evruupptöku kann að vera stefnt í voða samstarfi við okkar helstu markaðslönd. Þá væri dýr snúningur að þurfa að taka aftur upp krónu til þess eins að geta hafið viðræður um Evrópusambandsaðild. Hin leiðin er að lýsa þegar yfir að stefnt sé á aðild að Evrópusam- bandinu og upptöku evru í framhaldinu. Landið fengi þá stuðning í mótuðu regluverki sambandsins og bakland hjá Seðlabanka Evrópu sem efla myndi traust á hagstjórn hér og á krónuna þar til henni yrði skipt út fyrir evru. Vilji stjórnmálaflokka landsins er hins vegar í sumum tilvikum á reiki í þessum efnum og tæpast tími til að bíða á meðan þeir flokkar sem í vandræðum eru með þessi mál vinna úr sínum innanmeinum. Ef hins vegar þjóðinni er gert að bíða á meðan flokkar gera upp hug sinn varðandi Evrópumál þá er allt eins ráð að nota þennan tíma til gagns og undirbúa kosningar um leið. Eðlilegast og lýðræðislegast væri þá að stefna að kosningum strax í febrúar eða mars og knýja fram skýrar línur og valkosti. Um leið gæti átt sér stað ákveðin hreinsun þar sem ráðamenn svara fyrir gjörðir sínar á kjörstað. Hugað er að valkostum til framtíðar. Flokkar móta stefnu sína í Evrópumálum. Á meðan er beðið. Tíminn nýtist til að undirbúa kosningar Óli Kristján Ármannsson Einhliða upp- taka er tæp- lega til þess fallin að auka traust á stjórn- völdum enda ekki leystur nema hluti þess vanda sem falist hefur í notkun krónunnar. Kauphegðun hefur breyst, fjár- magn til markaðsmála hefur verið skert og hræðslukast stjórnenda skapar hættu á slæmum ákvörð- unum. Þetta er sú staða sem allir markaðsstjórar eru í, en fram undan er erfiðasta ár sem þeir hafa þurft að takast á við. Þetta verður barátta fyrirtækja upp á líf og dauða. Sagan er búin að margsanna að það eru mikil tækifæri í niðursveiflum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þau vörumerki sem draga ekki úr fjármagni til markaðsmála í nið- ursveiflu koma mun sterkari út úr þeim. Raunveruleikinn er hins vegar sá að sennilega ekkert íslenskt fyrirtæki býr við þann munað að geta haldið sínu striki hvað varð- ar fjárfestingu til markaðsmála. Sala á eftir að dragast mikið saman svo hugsa þarf markaðs- starfið upp á nýtt. BREYTTAR ÁHERSLUR Um leið og Glitnir féll breytt- ist kauphegðun nær allra Íslend- inga. Vörur, sem voru sjálfsagðar daginn fyrir fall, urðu munaðar- vörur eftir fall. Þegar umhverf- ið breytist í þessa átt sýna rann- sóknir að fólk leitar inn á heimil- in og kýs að eyða mun meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Traust og öryggi fara að skipta fólk mun meira máli og hafa djúp áhrif á kaupákvarðanir. Algjört lykilatriði eftir þessa kúvendingu er að fyrirtæki þekki viðskiptavini sína og breytta kauphegðun þeirra vel. Allt markaðsstarf verður að taka mið af þessum breytingum, þar með talin sagan sem er sögð til að fá fólk í viðskipti. Stöð 2 hefur gert það mjög vel með herferð- inni „það er ódýrara að skemmta sér heima“. Sjónvarpsstöðin hitti þar á skilaboð sem smellpössuðu við breytta hegðun fjölskyldna og áskriftarsala hefur gengið vonum framar. Í síðustu kreppu hætti BMW að leggja sérstaka áherslu á „glam- úrinn“ í auglýsingum. Með því að brydda upp á nýjungum í þjón- ustu (til dæmis fastan viðhalds- kostnað) fékk fyrirtækið við- skiptavini til að hætta að fóku- sera á verðmiðann og sjá í staðinn heildarmyndina við að eiga bíl. Herferðin hitti í mark og sölutöl- ur blómstruðu. Stöð 2 og BMW hefðu bæði leik- andi geta fallið í afsláttargryfj- una. Ef fyrirtæki fara stanslaust að keyra á afsláttum og gefa frá sér þau einu skilaboð að þau séu ódýr getur það laskað vörumerki mikið. Þegar gripið er til slíkra ráða getur það hjálpað fyrirtæki eitthvað til skamms tíma en hefur varanleg áhrif á ímynd vörumerk- is til langs tíma. Með því er átt við að það festist í að vera „ódýrt“ í hugum fólks. Þegar vöxtur hefst að nýju er ekki svo auðvelt að hörfa frá því að vera ódýrasti díll- inn í bænum með litla álagningu í að standa fyrir gæði og vera með viðunandi álagningu. NAUÐSYN FORGANGSRÖÐUNAR Nú reynir á fyrirtæki að vera skapandi, fókusera á gæði og vernda ímynd vörumerkja. Verð skiptir að sjálfsögðu máli í ár- ferði eins og nú en það gerir virði ekki síður. Það er alveg hægt að auka virði án þess að lækka verð á vörunni sjálfri líkt og BMW gerði. Fram- leiðendur Poland Spring-drykkj- arvatnsins sáu fram á að þurfa að skera mikið niður í einni kreppunni. Þeir gripu þá til þess ráðs að skipta um umbúðir. Þeir fóru yfir í mun ódýrari og minni umbúðir sem voru jafnframt um- hverfisvænar. Með því að gera út á umhverfisþáttinn í þessum breytingum tókst fyrirtækinu að styrkja ímyndina, lækka kostnað og ýta undir sölu. Minna fjármagn til markaðs- mála þarf ekki að þýða minna áreiti í niðursveiflu. Auglýsinga- plássin eru nú ódýrari því eft- irspurn eftir plássunum hefur dregist mikið saman. Færri aug- lýsingar þýða enn fremur minni samkeppni um athygli og miðlar eru opnari fyrir frumlegri notk- un á auglýsingaplássum. Nú þarf að forgangsraða, vera með mark- hópinn sinn á kristaltæru og velja þá miðla sem reynast árangurs- ríkastir. Kostanir hjá íslenskum fyrir- tækjum er sá málaflokkur sem sennilega mest er hægt að taka til í. Markaðsleg sjónarmið ráða þar sjaldan ferðinni og mæling- ar eru sjaldgæfar. Flest fyrirtæki hafa því ekki hugmynd um hver raunábati kostananna er. Leyndur kostnaður við þær er líka mikill. Þegar kostunin sjálf er frágeng- in er ótalinn sá kostnaður sem fer í hönnun á markaðsefni og fram- leiðslu ásamt tíma frá markaðs- deild. Í ofanálag þurfa fyrirtæki svo oft að auglýsa það sjálf að þau séu að kosta verkefni ef almenn- ingur á að vita af því. Fyrirtæki þurfa nú að setja skýra kost- unarstefnu, velja færri verkefni og styðja þau myndalega í stað- inn fyrir að dreifa sér út um allt. Með þessu losnar um fjármagn og tíma til að sinna þeim góðu kostunum sem skila virkilegum ábata. TILFINNINGAR VÍKI FYRIR MÆLINGUM Til þess að komast í gegnum nið- ursveifluna þurfa flest fyrir- tæki að vera mjög söludrifin og markaðsherferðir að vera með skammtímasölumarkið að leiðar- ljósi. Á sama tíma er mikilvægt að öll markaðssamskipti endur- spegli ímynd og þjónustuloforð svo vörumerkið styrkist til lengri tíma. Fyrirtæki mega ekki panika og beygja af leið, það getur verið þeim dauðadómur. Nú leita neyt- endur sem aldrei fyrr í traust og öryggi þannig að nú reynir á að fyrirtæki uppfylli það sem þau standa fyrir. Neytendur eru mun sneggri að skipta um vörumerki í kreppu svo það skiptir sköpum að raunveru- leikinn sé í takt við þær vænting- ar sem viðskiptavinir gera til fyr- irtækja. Tilfinningar þurfa nú að víkja fyrir mælingum og mæling- ar að verða grunnur ákvarðana- töku (tilfinningar mega koma til þegar gögnin liggja fyrir). Með því að vera stöðugt að endurmeta val á miðlum og skilaboðum er svo hægt að bregðast skjótt við ef árangur næst ekki. Staðreynd- in er sú að minna fjármagn krefst mun meiri aga og viðbragðsflýt- is. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum byrjar uppbyggingin aftur árið 2010. Ef við gefum okkur að eftir 12 til 18 mánuði verði einkaneysla farin að vaxa aftur verður þessi kreppa stutt samanborin við margra ára góð- æri. Ef fyrirtæki passa ekki að forgangsraða rétt næstu mán- uði, viðhalda vörumerkjavitund og nálgast verkefni með mikilli hugmyndaauðgi gæti engu skipt hvort þau lifi næstu mánuði eða ekki. Ástæðan er sú að keppi- nautar þeirra verða þá búnir að éta upp alla markaðshlutdeild og vinna hjörtu viðskiptavina þess þegar betur fer að ára. Þá eru góð ráð dýr. Þá er ekki bara margfalt erfiðara að vinna markaðshlut- deild aftur, heldur mun dýrara og með öllu óvíst hvort það myndi yfirhöfuð takast. Markaðsstjórar athugið! Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri O R Ð Í B E L G ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Trúnaðarupplýsingar fara stundum víðar en upphaflega var ætlað og rata stundum á síður dagblaða og í aðra fjölmiðla. Trúnaðarupplýsingar hafa hins vegar skil- greinda merkingu þegar kemur að viðskiptum í kauphöll. Þá teljast til slíkra upplýsinga hverj- ar þær upplýsingar um útgefanda verðbréfa, verðbréfin sjálf eða önnur atriði sem ekki hafa verið gerð opinber en eru um leið líkleg til að hafa áhrif á markaðsverð verðbréfanna ef opinber væru. „Upplýsingar teljast opinberar þegar þeim hefur verið miðlað á verðbréfamarkaðin- um með opinberum og viðurkenndum hætti. Tilkynningar til kauphalla og skipulegra til- boðsmarkaða teljast opinberar þegar þeim hefur verið miðlað þaðan, sbr. lög um starf- semi kauphalla og skipulegra tilboðsmark- aða,“ segir í orðskýringum á vef greiningar- deildar Kaupþings. O R Ð S K Ý R I N G I N Trúnaðarupplýsingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.