Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 2
2 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Íslendingar sem vinna í Noregi koma með launin sín í norskum krónum til Íslands og greiða með þeim hér í verslun- um í stað þess að skipta þeim í íslenskar krónur og senda heim í gegnum banka. Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, þekkir dæmi um þetta en segir þetta ekki áberandi. Jón Þórðarson pípulagninga- maður tekur að sér verkefni í Nor- egi og er nýkominn þaðan ásamt öðrum manni en þar unnu þeir í tæpar tvær vikur við að leggja gólfhitalagnir skammt frá Garde- moen-flugvelli. „Það var verið að ganga frá litlu hverfi og við tókum þetta að okkur því að þeir höfðu ekki komist yfir það. Svo fórum við heim og bíðum nú eftir fleiri verkefnum,“ segir hann. Jón segir að mikill fjöldi Íslend- inga hafi verið við störf í Noregi og margir komið í gegnum fær- eysk fyrirtæki. Hann hafi heyrt hjá þeim að best sé að taka norsku krónurnar með sér til Íslands og nota hér. Einn félagi hans, sem verði í Noregi fram yfir áramót, hafi sent norskar krónur í ábyrgð- arpósti til eiginkonunnar á Íslandi. Enn sé of áhættusamt og óhag- stætt að senda peninga milli landa því að peningasendingar festist í Seðlabankanum. Sjálfur segist Jón hafa tekið norsku krónurnar með sér til Íslands og keypt fyrir þær í mat- inn í Fjarðarkaupum og jólagjafir í Smáralind. „Við getum tvöfaldað launin okkar á gjaldeyrismismun,“ segir hann og telur fínt að fá mán- aðarlaun upp á 850 þúsund kall. Sveinn Sigurbergsson, einn framkvæmdastjóra Fjarðar- kaupa, segir að Fjarðarkaup hafi alltaf tekið við erlendum gjald- eyri og taki við norskum krónum eins og öðrum gjaldmiðli. Enginn sé spurður um vegabréf. Starfs- menn fletti genginu upp á netinu. Henning Freyr kannast við þá þróun að Íslendingar greiði með erlendum gjaldeyri í Smáralind en ekki sé mikið um það. „Það verður kannski meira rétt fyrir jólin þegar Íslendingarnir sem vinna erlendis koma heim,“ segir hann. Jón tekur að sér ákveðin verkefni. Greitt er miðað við átta tíma á dag og verð ákveðið fyrir- fram. „Svo hespum við þessu af og vinnum í tólf tíma á dag. Strák- unum finnst vonlaust að mæta átta á morgnana og vera hættir fjögur á daginn og vera komnir heim klukkan tvö á föstudögum.“ ghs@frettabladid.is Sendir eiginkonunni pening með póstinum Íslendingar sem vinna í Noregi kaupa jólagjafirnar og jólamatinn fyrir norskar krónur. Íslenskar verslanir taka við gjaldeyri og spyrja ekki um vegabréf. Fram- kvæmdastjóri Smáralindar kannast við þetta en segir þróunina ekki áberandi. JÓN ÞÓRÐARSON SVEINN SIGURBERGSSON GREIÐA Í ERLENDRI MYNT Íslendingar sem hafa farið til Noregs upp á síðkastið að vinna hafa farið í Fjarðarkaup og verslanir í Smáralind og greitt með norskum krón- um. Íslenskir iðnaðarmenn, sem vinna í Noregi, hafa keypt í matinn í Fjarðarkaupum fyrir norskar krónur. „Það verður kannski meira rétt fyrir jólin þegar Íslendingarnir sem vinna erlendis koma heim,“ segir Henning Freyr Henningsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Góður gangur var í viðræðum skilanefndar Kaupþings með fulltrúum erlendra lána- drottna í gær, að sögn Steinars Þórs Guðgeirssonar lögmanns og formanns skilanefndar. Fulltrúar nokkurra kröfuhafa eru nú staddir hér á landi til viðræðna við skilanefndir og stjórnvöld, eftir að ríkisstjórnin kynnti hugmyndir sínar um að greiða fyrir uppgjöri við þá og breyta kröfum í hlutafé í nýju bönkunum. Kemur til álita að útlendingar eignist nýja Kaupþing að fullu og Glitni að hluta, en óvíst er með Landsbankann. Steinar Þór segist bjartsýnn á ásættanlega niðurstöðu, en fundað verður áfram á morgun. Stjórnvöld vonast til að þessi mál skýrist sem fyrst, jafnvel fyrir áramót. - bih Erlendir kröfuhafar bankanna: Góður gangur hjá Kaupþingi ALÞINGI Frumvarp dómsmálaráðherra um stofnun embættis sérstaks saksóknara til að rannsaka aðdraganda bankahrunsins varð að lögum í gær. Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) og Viðskiptaráð gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. Svokallað uppljóstraraákvæði var gagnrýnt í umsögnum LMFÍ og Viðskiptaráðs til allsherjar- nefndar Alþingis. Það felur í sér meiri háttar frávik frá íslenskum lögum, og á sér ekki fordæmi á Norðurlöndunum. „Ekki þarf að hafa mörg orð um að matskenndar reglur um svo mikilsverð atriði eru óæskilegar,“ segir í umsögn LMFÍ. Athugasemd Viðskiptaráðs er svipuð. Þá veki ákvæðið upp fjölmargar spurningar um túlkun, framkvæmd og eftirlit með framkvæmd- inni. LMFÍ telur að auki að verkefni sérstaks saksókn- ara sé óljóst, og að töluverð skörun sé á hlutverki hans og hlutverki rannsóknarnefndar sem fjalla á um aðdraganda bankahrunsins. Viðskiptaráð telur frumvarpið fela í sér frávik frá grundvallarreglum réttarríkisins, meðal annars því að maður teljist saklaus uns sekt sé sönnuð. Tals- verðar líkur séu á að frumvarpið muni draga úr trausti umheimsins í garð íslensks fjármálakerfis, þvert gegn tilgangi þess. Frumvarpið sé af mörgum ástæðum óæskilegt. - bj Frumvarp um sérstakan saksóknara samþykkt þrátt fyrir andmæli lögmanna: Uppljóstraraákvæði gagnrýnt SAKSÓKNARI Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um sérstakan saksóknara 21. nóvember, og varð frumvarpið að lögum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gylfi, er verið að endurvekja Rokklingana? „Nei, Rokklingarnir eru orðnir stórir og sterkir og vilja fá að spila með fullorðna fólkinu.“ Gylfi Gröndal er í forsvari hóps ungra tónlistarmanna sem íhuga stofnun sam- taka um hagsmuni ungra tónlistarmanna sem yrðu óháð öðrum samtökum þeirrar stéttar. Rokklingarnir voru hópur krakka sem söng inn á hljómplötur, ógleyman- legur öllum sem heyrðu. EFNAHAGSMÁL Tillögur ríkisstjórn- arinnar um samdrátt í ríkisút- gjöldum verða kynntar fjárlaga- nefnd Alþingis í dag. Formaður nefndarinnar segir að búist sé við því að tekjusamdráttur ríkis- ins á næsta ári verði á bilinu 50 til 80 milljarðar króna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt í byrjun október voru tekj- ur áætlaðar um 450 milljarðar króna. Gunnar Svavarsson, for- maður fjárlaganefndar, segir lík- legt að tekjurnar verði á bilinu 370 til 400 milljarðar, og hafi því ekki verið lægri að raunvirði frá árinu 2001. Gunnar segir að halli á ríkis- sjóði stefni líklega í 150 til 160 milljarða króna á næsta ári. Spurður um mögulegan niður- skurð sagði hann nákvæma útlist- un bíða forystu stjórnarflokk- anna. Þó sé rætt um að standa verði vörð um félagslega kerfið, heilbrigðismál, menntamál og löggæslu. Gunnar segir stjórnvöld ekki stefna að uppsögnum, frekar verði dregin saman seglin, yfir- vinna skorin niður og hægt á nýjum verkefnum. Ráðgert er að önnur umræða um fjárlögin fari fram á Alþingi á mánudag. Í dag var samþykkt að leyfa þriðju umræðu eftir 15. desember, sem venjulega er óheimilt, segir Gunnar. - bj Halli á ríkissjóði stefnir í 150 til 160 milljarða og tekjur ekki minni frá 2001: Tekjusamdráttur allt að 80 milljarðar FJÁRLAGANEFND Forsvarsmenn ríkis- stjórnarinnar munu kynna fjárlaganefnd tillögur að breytingum á fjárlögum á fundi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR BANKAR Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill að stjórn- völd í Lúxemborg veiti öllum íslenskum aðilum sem fara með opinbera rannsókn á falli íslensku bankanna og aðdraganda þess nauðsynlegan aðgang að gögnum sem því tengjast og getur verið að finna í dótturfélögum íslensku bankanna í Lúxemborg. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þetta eigi líka við um íslensk skattayfirvöld. Greiður aðgangur að gögnum sé mikil- vægur þegar komi að sölu eigna úr dótturfélögum bankanna. Í kvöldfréttum Rúv í gær kom fram að fjármálaeftirlitið í Lúx- emborg muni aðstoða, samræm- ist það lögum og reglum. - gar, kóp Björgvin G. Sigurðsson: Vill bankagögn frá Lúxemborg VIÐSKIPTARÁÐHERRA Björgvin vill að bankagögn í Lúxemborg séu gerð aðgengileg vegna sérstakra aðstæðna á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Maðurinn sem lést í bílslysi í Berufirði aðfaranótt mánudags hét Þór Rúnar Baker. Hann var fæddur 11. mars 1945, var ókvæntur en lét eftir sig einn uppkominn son. Rúnar var til heimilis að Hafnarbraut 21 á Höfn í Hornafirði. Lést í bílslysi VIÐSKIPTI Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur látið af stjórnarformennsku í fyrirtækjunum N1 og BNT. Hann segist ætla að nýta alla sína krafta í stjórnmálunum, en segist ekki hafa hugleitt að bjóða sig fram til varafor- mennsku eða formennsku í Sjálfstæðisflokkinum. Bjarni segir tvær ástæður fyrir því að hann ákvað að hætta í stjórnunum. Hann hafi fundið fyrir því undanfarið að hann hafi takmarkaðri tíma til að sinna þeim störfum. Þá geti verið óheppilegt að sitja í stjórnunum eftir að viðskiptabanki fyrirtækjanna komst í eigu ríkisins. - bj Hættur í stjórnum N1 og BNT: Einbeitir sér að stjórnmálunum BJARNI BENEDIKTSSON FÓLK Jóhanna Kristjónsdóttir var í gær valin kona ársins af forsvars- konum tímaritsins Nýju lífi. Jóhanna stóð meðal annars fyrir góðgerðauppboði þar sem safnað var fyrir nýju skólahúsi í Sanaa í Jemen fyrr á árinu. Þar söfnuðust átján milljónir króna. Fyrir hennar tilverknað hafa 132 börn í Jemen verið styrkt til náms. Jóhanna er átjánda konan sem hefur hlotið þennan heiður frá árinu 1991. Meðal þeirra sem hafa hlotið þessa útnefningu eru Vigdís Finnbogadóttir, Thelma Ásdísar- dóttir og Dorrit Moussaieff. - kh Árlegt val hjá Nýju lífi: Jóhanna valin kona ársins SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.