Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 8
8 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Fjármálaeftirlitið og skilanefndir bankanna, sem starfa í umboði þess, settu tvö skilyrði fyrir því að endurskoðunarfyrir- tæki gætu rannsakað bankana og gjörðir þeirra í bankahruninu: Að þau hefðu ekki endurskoðað bank- ana á sínum tíma og að þau kæmu hlutlaus að verkinu. Skilanefnd Glitnis mælti með KPMG til að rannsaka Glitni og Fjármálaeftirlitið lagði blessun sína yfir það. Síðan varð kunnugt að forstjóri KPMG er faðir fram- kvæmdastjóra Stoða, sem var stærsti hluthafi Glitnis. Einnig að KPMG endurskoðaði og endur- skoðar enn, eftir því sem næst verður komist, fyrirtæki sem áttu alls nærri helmingshlut í Glitni. Fjármálaeftirlitið fellur undir Björgvin G. Sigurðsson banka- málaráðherra. Hann sjálfur segist hafa vitað að KPMG hafi rannsak- að Glitni en ekki að KPMG hafi hugsanlega átt hagsmuna að gæta í slíkri rannsókn. Hann svaraði ekki fyrirspurnum Fréttablaðsins í gær. Eftir mikla umræðu um KPMG og Glitni hefur það fyrrnefnda horfið frá rannsókn sinni, eftir tveggja mánaða starf. Óljóst er hvort notast verður við þau gögn sem KPMG hefur útbúið í rann- sókn sinni, þegar nýtt fyrirtæki tekur við henni. Ágúst Ólafur Ágústsson, for- maður viðskiptanefndar Alþingis og varaformaður Samfylkingar- innar, segist ekki geta séð að nokk- ur skaði hafi orðið af því að KPMG var falið verkið en málið sé þó „bagalegt“. Það gefi ekki tilefni til að neinn sæti ábyrgð og segi af sér. Samflokksmaður hans í nefndinni, Árni Páll Árnason, veit ekki hversu ríkar kröfur er hægt að gera til Fjármálaeftirlitsins um að endur- skoðendur séu rannsakaðir. Afglöp- in liggi fyrst og fremst hjá KPMG. Jón Bjarnason, fulltrúi VG í nefndinni, telur einnig að ábyrgð KPMG sé mikil og veltir fyrir sér hvort fyrirtækið styðjist ekki við siðareglur. Hins vegar telur sjálfstæðismað- urinn Jón Gunnarsson að Fjármála- eftirlitið og skilanefndin hafi gert mistök. Hann leggur til manna- skipti: „Til að endurvekja trúverð- ugleika og til að halda trausti almennings á þeirri vinnu sem eftir er ættu forystumenn ríkis- stjórnarinnar að gera þær breyt- ingar sem þarf að gera. [...] Þetta gæti átt við um Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið og skilanefndir og klárlega inn í ríkisstjórnina.“ Hann nefnir þó ekki nöfn: „Það ætti að vera auðlesið.“ Birkir J. Jónsson úr Framsókn ætlar svo að leggja til að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann hvetur einnig til mannabreytinga í ríkisstjórn. klemens@frettabladid.is FME krafðist hlutleysis og valdi KPMG Annað tveggja skilyrða FME fyrir því að fyrirtæki gætu rannsakað bankana var að þau væru hlut- laus. KPMG hefur nú hætt tveggja mánaða langri rannsókn á Glitni. Sumir í viðskiptanefnd Alþingis kenna KPMG um, aðrir stjórnvöldum. BJÖRGVIN GUÐNI SIGURÐSSON JÓNAS FRIÐRIK JÓNSSON JÓN GUNNARSSON ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Vinnumarkaðurinn og atvinnuhorfur framundan Opinn fundur á vegum BSRB í dag kl. 16:30 – 18:00 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum verður fjallað um sérkenni íslenska vinnumarkaðarins og úrræði fyrir þá sem standa frammi fyrir atvinnumissi. Framsögur hafa Gylfi Dalmann dósent við Háskóla Íslands Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar Fundarstjóri Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir fyrirspurnir úr sal Klæddu þig vel í skíðaferðina. 66°Norður auðveldar þér undirbúninginn fyrir skíðaferðina. Gildir fyrir alla sem panta skíðaferð með Úrval Útsýn. Sýnið staðfestingu á pöntun. www.uu.is www.66north.is Auglýsingasími – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Mikið magn af efnum á vinnslustigi amfetamíns var tekið í amfetamínverksmiðjunni í Hafnarfirði á dögunum. Þar var einnig sérhæfður glerbúnaður í miklu magni. Slíkur búnaður er ætlaður fyrir tilraunastofur, að sögn lögreglu. Að auki var ýmis annar búnaður tekin í húsnæðinu. Við húsleitina tók lögreglan líka um 18,2 kíló af hassi og tæplega 700 grömm af amfetamíni. Jafn- framt var lagt hald á liðlega 3.500 millilítra af BMK, sem er þekkt upphafsefni og/eða milliefni í framleiðslu amfetamíns eða met- amfetamíns. Þá voru 38 kíló af P-2- NP sem er efni sem er notað í sama tilgangi. Ekki liggja fyrir útreikn- ingar á hversu mikið magn af amfetamíni til götusölu hefði verið hægt að búa til úr ofangreindu magni. Tveir menn, þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jóns- son, voru handteknir. Þeir sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar málsins. Þeir afplána nú dóma vegna annarra mála. - jss Amfetamínverksmiðjan í Hafnarfirði: Mikið magn amfeta- míns á vinnslustigi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.