Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 16
16 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er svona helst að frétta að lagið okkar, Sé þig seinna, er eitt vinsælasta lag landsins,“ segir Magni Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól. „Svo erum við að fara að spila á balli í Hvíta húsinu á Selfossi á laugardaginn en það er svona einn af heimavöllum hljómsveitarinnar. Á annan í jólum erum við svo að spila á Egilsstöðum en það finnst mér eiginlega skemmtilegasta ball ársins. Þá hittir maður alla þá sem koma heim um jólin og ég má í raun ekkert vera að því að syngja. Núna er ég í prófum því ég fékk þá frábæru hugmynd í haust að skrá mig aftur í nám við Menntaskólann á Egilsstöðum. Ég er í fjarnámi og er einmitt að læra undir þýskupróf en þýska er eiginlega það eina sem ég á eftir til að verða stúdent. Þar sem konan mín er framhaldsskólakennari fæ ég smá aðhald heima við. Hún kemur stundum fram við mig eins og ég sé einn af krökkunum og skammar mig fyrir að læra ekki nógu mikið heima. Ég viðurkenni að ég var ekkert rosalega duglegur að læra á menntaskólaárunum. Var svolítið meira að hugsa um að vera í hljómsveit og skemmta mér, eins og maður á að gera þegar maður er í menntaskóla. Ég vissi að þetta væru skemmtilegustu árin en gleymdi bara að maður ætti líka að vera í skólanum. Ég kláraði ekki námið heldur ákvað að elta drauminn, fara til Reykjavíkur og ganga í hljómsveit en hef nú snúið aftur í skólann til að klára þetta.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MAGNI ÁSGEIRSSON TÓNLISTARMAÐUR Fær skammir fyrir að læra ekki heima En stofna hljómsveit? „Nei, við erum ekki að mynda ríkisstjórn við Össur Skarphéðinsson.“ ÖGMUNDUR JÓNASSON Í VG UM FUND SINN MEÐ IÐNAÐARRÁÐ- HERRA UM HELGINA. Fréttablaðið, 9. desember Margt er líkt... „Aldrei áður hefur það gerst að slík ólæti og mótmæli eigi sér stað þrjá daga í röð.“ KOSTAS KYRIAKOPOLOS BLAÐA- MAÐUR UM ÓEIRÐIRNAR Í AÞENU. Fréttablaðið, 9. desember „Mér finnst mótmælin á Austurvelli eiga fyllilega rétt á sér og vona að þau hafi tilætluð áhrif,“ segir Baldvin Esra Einarsson útgefandi. Hann átti erindi til Reykjavíkur um þarsíðustu helgi og skundaði á Austurvöll. „Ástandið og stemningin er tvíþætt. Annars vegar finn ég fyrir því að fólk er kvíðið og mikil óvissa í gangi. Einnig er ákveðinn nýr hugsunarháttur að spretta upp. Í mínum hópi er fólk farið að hugsa hlutina frá öðru sjónar- horni, sjá aðra möguleika,“ segir Baldvin. Hann segir þó fara í taugarnar á sér að áherslan í mót- mælunum og fréttaflutningi af þeim, sé ítrekað á það hversu reitt fólk sé. Tilfinningin reiði sé ekki réttu rökin fyrir því að stjórnvöld eigi að fara frá. „Þeir eiga að fara frá af því að þeir brutu af sér og stóðu sig ekki í sínu starfi.“ Baldvin segist hafa á tilfinningunni að heldur fari að draga úr mót- mælum, og ekki síður áhuga fjölmiðla á þeim. „Ég vona auðvitað að svo verði ekki og fólk haldi áfram að láta í sér heyra.“ SJÓNARHÓLL MÓTMÆLI Örlar á nýjum hugsunarhætti BALDVIN ESRA EINARSSON Eiríkur Erlingsson, nemandi í 9. bekk í Tjarnarskóla, bar sigur úr býtum í fréttagetraun Stoðkennarans og Fréttablaðsins. Getraunin fór fram í sex lotum á jafn mörgum vikum. Í hverri lotu þurftu þátttakendur að svara tíu spurningum úr fréttum liðinnar viku og tengdust spurningarnar fréttum af fyrstu sex síðum hvers blaðs. Hugmyndin að baki keppninni var að hvetja nemendur til að fylgjast með fréttum líðandi stundar og mynda sér sjálfstæðar skoðanir á ýmsu því sem hæst ber hverju sinni. Eiríkur, sem sigraði í keppninni, er greinilega með gott fréttanef því hann skoraði fullt hús stiga, eða 60 stig alls. Hann segist ávallt lesa blöðin eftir skóla og reynir að fylgjast vel með fréttum. Starkaður Barkarson, afhenti Eiríki sigurlaunin fyrir hönd Stoðkennarans, bókina Maðurinn – Leiðsögn í máli og myndum. Fast á hæla Eiríki fylgdu tvær stúlkur, Unnur Karen Guðbjörnsdóttir úr Breiðholtsskóla og Halldóra Þóra Birgisdóttir úr Varmárskóla, sem báðar skoruðu 59 stig af 60. Stoðkennarinn er námsvefur sem býður skólum og einstaklingum upp á gagnvirk námskeið í íslensku, ensku, dönsku, stærðfræði og tölvunámi. Námsefnið er einkum sniðið að þörfum elstu grunnskólanna og fyrsta árs nema framhaldsskólanna. Getraunakeppni Stoðkennarans og Fréttablaðsins: Sigurvegarinn úr Tjarnarskóla SIGURLAUNIN AFHENT Starkaður Barkarson afhendir Eiríki Erlingssyni bókaverðlaun, en Eiríkur skoraði fullt hús stiga í fréttagetrauninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Alfræðisafnið Wikipedia hefur verið á Netinu síðan 2001 og vex jafnt og þétt. Í ensku útgáf- unni, sem er stærst, eru nú 2,6 milljónir flettiorða, en alls eru til 240 útgáfur á jafnmörgum tungumálum. Íslensk útgáfa af Wikipediu hefur verið á Netinu í fimm ár og nú eru þar rúmlega 23 þúsund greinar, en margar þeirra eru reyndar ekki annað en stubbar. Orðið „Wiki“ er fengið frá Havaí og þýðir „hratt“. Forveri Wikipediu, WikiWikiWeb, var reyndar orðinn að veruleika strax árið 1995. FRÓÐLEIKUR WIKIPEDIA Svokölluð Þjóðarskúta hefur verið smíðuð fyrir Mæðrastyrksnefnd en nú vantar aðeins skipstjóra sem mun róa til fjár en ekki fiskjar. Starfsmenn Víkurvagna hafa und- anfarið bjástrað við smíðar á nýrri þjóðarskútu og fengu þeir sér til aðstoðar gesti sem komu við og völdu sinn bút til að þekja kjölinn. „Nú er skútan tilbúin en það vant- ar bara skipstjórann,“ segir Jóhannes V. Reynisson frá Víkur- vögnum. Þessi þjóðarskúta mun gera út fyrir Mæðrastyrksnefnd sem fær hana afhenta í Smáralind á föstudag en skipstjórans bíður það verkefni að róa til fjár fyrir útgerðina. „Skútan er þannig hönnuð að hún verður lokuð að ofanverðu með tvöföldu gleri,“ útskýrir Jóhannes. „Hins vegar verður rauf á glerinu þar sem fólk getur sett pening inn. Það kemur svo í hlut skipstjórans að róa á góð mið þannig að hann komi helst með fullfermi fjár til Mæðrastyrks- nefndar þegar hann kemur að landi,“ segir hann og brosir við. Ekki er ólíklegt að bátasmiðurinn atarna verði á höttunum eftir skip- stjóra í Smáralindinni á föstudag. „Ég varð alveg orðlaus þegar þeir hringdu og sögðu mér frá þessu,“ segir Ragnhildur G. Guð- mundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar. „Okkur hér finnst þetta alveg frábært ekki síst fyrir þær sakir að það er svo mikil hug- sjón á bakvið þetta. Þannig að þetta er okkur mikil hvatning.“ Hún segist ekki í nokkrum vafa um að góður skipstjóri finnist. jse@frettabladid.is Skipstjóra vantar á skútu SKÚTAN Í SMÍÐUM Starfsmenn Víkurvagna setja þjóðarskútuna saman. Það er eins gott að hún haldi í veðrum og vindum í títtnefndum ólgusjó. JÓHANNES V. REYNISSON OG SVEINN RÚNAR ÞÓRARINSSON FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Smiðjuvegi 5 + Höfðabakka 3 Borgartúni 29 + Glerárgötu 34 sala@a4.is + www.a4.is Sími: 515 5100 Leggðu spilin á borðið um þessi jól! Mikið úrval af vönduðum spilum frá Learning Resources, Monopoly, Trivial Disney o.fl. 20% AFSLÁT TUR af öllum ferðatös kum og snyrtitös kum í de sember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.