Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 18
18 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Kr ón ur 2. 43 2 2005 2008 2. 93 7 Lengi hefur kæst skata verið órjúfan- legur hluti af jóla- haldi. Hin síðari ár hefur hún þó fengið meiri virðingarsess þar sem veitinga- hús keppast við að bjóða upp á skötu á Þorláksmessu og skötuilminn eða skötufnykinn leggur um alla höfuð- borgina. Áður fyrr þurfti ekki Þorláksmessu til að bjóða upp á skötu, því skata var næstum jafn sjálfsagður hluti af hversdagslegum kosti og saltfisk- ur eða siginn fiskur. En hefðir eru skemmtilegar og tilhlökkunin nú á tímum eftir skötuveislunni á „Þorlák“ er ekki minni en eftir rjúpnaveislunni á aðfangadag. Ekki eru þó allir sam- mála þessu og skilja ekki hvers vegna í ósköpunum er verið að bjóða upp á þennan „skemmda“ mat og lykt sem aldrei ætlar að fara úr húsinu. Vissulega má með sanni segja að kæst skata sé ekki ferskur matur. Brjóskfiskar, eins og skata og hákarl innihalda mikið af þvagefni í holdi þar sem útskilnaður á úrgangsefnum er með öðrum hætti en í beinfiskum. Við dauða og niðurbrot skapast því allt aðrar aðstæður fyrir örverur en í beinfiskum. Hefðbundar skemmdar örverur ná sér ekki á strik, heldur ná örverur sem geta brotið niður þvagefnin yfirhöndinni. Við það myndast ammóníak, sem ásamt öðrum niður- brotsefnum gefur þennan yndislega fnyk og bragð, sem fólk kann svona misjafnlega að meta. Hefð fyrir kæstri skötu er ættuð frá Vestfjörðum. Þar hefur skata verið verkuð á þennan hátt um aldir en hefðin er einnig rík um allt Vesturland og á höfuðborgarsvæðinu. Kæsing á skötu tekur a.m.k. fjórar vikur, en það fer þó svolítið eftir hitastigi og eins hversu kæst eða bragðsterk hún á að vera. Í kæsingunni er hún eins og nafnið bendir til látin liggja í kös í körum og er vökva hleypt af kösinni af og til þannig að hún liggi ekki í vökvanum sem kemur frá henni. Þegar skatan þykir orðin hæfilega kæst er hún tilbúin til neyslu, en einnig er þá hægt að setja hana í frost þannig að hún kæsist ekki frekar. Algengt var á Vestfjörðum að þurrka skötuna eftir kæsingu. Þá veiddist þar einnig meira af „stóru skötu“ og voru skötubörðin hengd upp til þurrkunar. Í dag veiðist hins vegar mest af annarri skötutegund, tindabikkju sem er mun minni. Á Suður- og Vesturlandi er skatan yfirleitt ekki látin kæsast eins lengi, en eftir kæsinguna er hún sett í saltpækil. Þannig er á boðstólum í fiskbúðum skata sem ýmist er bæði söltuð og kæst eða bara kæst. Þykir Vestfirðingum jafnan mest varið í skötuna ef hún er vel kæst og helst þannig að þefinn leggi fram úr nefinu, en skötuað- dáendur ættu þó allir að fá eitthvað við sitt hæfi. mni.is MATUR & NÆRING GUÐRÚN E. GUNNARSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR Kæst skata – óæti eða hnossgæti w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 monaco glæsilegar veggsamstæður Upplestur úr jólabókum á Háskólatorgi í dag 11. des. kl. 16 Bjartur Algleymi Hermann Stefánsson Karlar sem hata konur Halla Kjartansdóttir Vargurinn Jón Hallur Stefánsson Glíman við Guð Árni Bergmann Skuggamyndir úr ferðalagi Óskar Árni Óskarsson Hallgrímur Úlfar Þormóðsson Rökkurbýsnir Sjón Háskólatorgi Sími 570 0777 boksala@boksala.is www.boksala.is - Tilboð á jólabókum - Háma með kaffi og meðlæti - Vefverslun opin allan sólarhringinn www.boksala.is Nokkrir birgjar matvöru- verslana hafa tilkynnt um vöruverðslækkanir í kjölfar styrkingar krónunnar. Í einhverj- um tilfellum hefur það þegar skilað sér í lægra vöruverði. Lægra verðs er tekið að gæta í matvöruverslunum eftir mikla styrkingu krónunnar að undan- förnu. Verðbreytinga verður fyrst vart í ferskvörum á borð við græn- meti, sem koma í hús á hverjum degi. Breytingar á verði sérvara taka lengri tíma. Vökulir neytend- ur ættu þó strax að verða vöru- lækkana varir í stórinnkaupum helgarinnar. Nokkrir af stærstu birgjum matvöruverslana hafa tilkynnt um verðlækkun á vörum sínum í kjölfar styrkingar krónunnar. Meðal annars Kornax sem fram- leiðir hveiti og fleira, Ísam, sem meðal annars er með kex frá Kex- smiðjunni og Gerber-barnamat, og Nathan og Olsen sem hefur lækkað verð á hátt í hundrað vöru- tegundum. Krónan styrktist um tuttugu prósent frá því hún var sett á flot á miðvikudag í síðustu viku fram á mánudag. Frá þriðjudegi hefur hún hins vegar veikst aftur um nokkur prósent. „Flestir birgjanna eru bein- tengdir við vöruhúsin. Við hand- færum svo hverja einustu breyt- ingu og förum strax í að lækka það sem kemur inn,“ segir Sveinn Sig- urbergsson, verslunarstjóri Fjarð- arkaupa. „Við vorum reyndar ekki hálfnaðir með að hækka verð, enda með tuttugu þúsund vöru- númer. Viðskiptavinir okkar hafa notið góðs af því.“ Kristinn Skúlason, rekstrar- stjóri Krónunnar, segir að það geti tekið allt frá einum degi upp í viku að breyta verði eftir vörulækkun birgja. „Sumt erum við með í dag- legum pöntunum. Það skilar sér strax. Það sem við eigum nóg til af tekur lengri tíma.“ „Við erum ekki byrjaðir að kaupa inn á þessu nýja lækkaða verði, þar sem við eigum enn þá birgðir á eldra gengi,“ segir Guð- mundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. Hann segir þær verðhækkanir sem hafa dunið á versluninni ekki hafa komið út í verðlagið að fullu. „En um leið og vörur fara að berast okkur á lægra verði munum við skila því út í verðlagið.“ Þá segist hann eiga von á betra verði á grænmeti og ávöxtum í þessari viku. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna, www.ns.is, má sjá lista yfir þá birgja sem tilkynna um lækkun verðs. holmfridur@frettabladid.is Ferskvörur ættu að hafa lækkað í verði AÐEINS ÓDÝRARI Birgjar eru teknir að lækka verð í kjölfar styrkingar krónunnar. Í einhverj- um tilfellum hefur það þegar skilað sér í lægra vöruverði. Vara Lækkun Kex frá Frón 3,3% Cheerios 13,0% Cocoa Puffs 13,0% Ariel-þvottaefni 11,0% Lenor-mýkingarefni 11,0% Nesquik-kakóduft 11,1% Always-dömubindi 11,0% Gerber-barnamatur 10,5% Merrild-kaffi 10,5% L‘Óreal-sjampó 10,5% Gatorade-drykkir 10,5% Kornax-hveiti 11,7% Royal Canin-dýrafóður 30,0% LÆKKANIR Á VÖRUVERÐI Í KJÖLFAR STYRKINGAR KRÓNUNNAR Útgjöldin > Verð á hvítum plötulopa, 1 kílói, í nóvembermánuði hvers árs. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Bestu kaupin mín eru notaður barnavagn sem ég keypti nýlega en er eins og nýr,“ segir Magnús F. Ólafsson sálfræðingur. „Vagninn er af gerðinni Emmaljunga, sænskur og agalega fínn og vel með farinn. Ég sparaði mér eflaust 100 þúsund kall á þessum kaupum og er afskaplega ánægður með það. Þetta er fimm ára gamall vagn sem aðeins eitt barn hefur sofið í áður. Það var góð kona sem auglýsti þennan vagn á netinu og bauð til kaups á kostakjörum og við kunn- um henni góðar þakkir fyrir,“ segir Magnús og bætir við að barnið, sem vagninn sé keyptur fyrir, sé ekki enn komið í heiminn en muni eflaust sofa vel í vagninum þegar þar að kemur. „Verstu kaupin mín eru þegar ég keypti fjölda varahluta í bifreið á partasölu. Ekki vildi betur til en svo að viku seinna dó bíllinn og partasalan keypti bílinn á minni pening en varahlutirnir höfðu kostað. Þetta var fyrir um ári síðan og voru mín lélegustu kaup. Ég veit ekki hvort ég hef lært neitt á þessum viðskiptum en svona getur þetta snúist í höndunum á manni þegar maður ætlar að vera hagsýnn. Stundum getur verið betra að reikna allt dæmið til enda,“ segir hann og bætir við að fyrri vagninn sé til ómældrar gleði en ekki fólks-vagninn. NEYTANDINN: MAGNÚS F. ÓLAFSSON SÁLFRÆÐINGUR Sparaði 100 þúsund kall í kaupunum KEYPTI Á MINNI PENING „Ekki vildi betur til en svo að viku seinna dó bíllinn og partasalann keypti bílinn á minni pening en varahlutirnir höfðu kostað,“ segir Magnús F. Ólafs- son sálfræðingur um sín verstu kaup í lífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.