Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.12.2008, Blaðsíða 22
22 11. desember 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 135 389 -1,49% Velta: 187 milljónir MESTA HÆKKUN CENTURY ALU. 12,00% ATLANTIC PETR. 2,40% BAKKAVÖR 1,71% MESTA LÆKKUN EXISTA 64,29% MAREL 2,74% STRAUMUR 2,73% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Bakkavör 3,58 +1,71% ... Eimskipafélagið 1,33 +0,00% ... Exista 0,05 -64,29% ... Icelandair Group 13,20 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 78,10 -2,74% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur- Burðarás 2,85 -2,73% ... Össur 99,50 +1,02% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 198,6 +4,14% Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra kannast ekki við að hafa vitað um hlutafjáreign Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í Lands- banka Íslands. Baldur átti hlut í bankanum sem hann seldi fyrir hrunið, eftir að hafa setið fund með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í haust. Ekki hefur verið upplýst hvenær Baldur seldi né hversu mikið hann átti. Helgi Hjörvar alþingismaður spurði viðskiptaráðherrann um þetta á Alþingi í gær og ræddi þar um „umtalsverða“ og „verulega“ eignarhluti ráðuneytis- stjórans í bankanum. - ikh Vissi ekki um eign Baldurs „Stefnan var aldrei að búa til fyrirtæki úr hugmyndunum sem urðu til á Hugsprettu. Við tókum þær saman, unnum úr þeim og vonum nú að einhverjir taki bolt- ann,“ segir Svanlaug Jóhannsdótt- ir, verkefnastjóri hjá Klaki. Hún segir tilgang Hugsprettu hafa verið að sanna að unnt væri að búa til eitthvað úr engu. Klak og Innovit stóðu ásamt stúdentafélögum nokkurra háskóla að ráðstefnunni Hug- spretta – landnám nýrra hug- mynda, skömmu eftir bankahrun- ið í október. Þar héldu nokkrir frumkvöðlar erindi en síðan var þátttakendum, rúmlega 200 tals- ins, skipt upp í vinnuhópa þar sem hugmyndir að atvinnuskapandi verkefnum spruttu fram. „Ef maður hefur einhvern tíma gert eitthvað vel þá eru meiri líkur á að maður geri það aftur. Við vonum að þetta hafi skilað ein- hverju til þeirra sem tóku þátt í Hugsprettu,“ segir Svanlaug. - jab Frjóar hugmyndir sprottnar fram NOKKRAR HUGMYNDIR:* ■ Information Pilot Project - Ísland verði markaðssett sem tilraunamark- aður fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki. ■ Fjölskyldugróðurhúsið – Íslensk framleiðsla verði einstök í heiminum, þ.e. vönduð, lífrænt ræktuð fram- leiðsla og að varan verði persónugerð með því að merkja hana t.d. bóndan- um eða sveitinni. ■ Heimskautasetur – Hnattræn staða og þróað samfélag Íslands verði nýtt til þess að vera eins konar stökkpallur til norðurpólsins. ■ Adopt-a-tourist – Íslendingar bjóða útlendingum gistingu í heimahúsum. ■ Handritavinnusetur – Handrita- búðir fyrir innlenda sem erlenda rithöfunda og efla skapandi skrif ung- menna á mennta- og grunnskólastigi. * Fleiri hugmyndir og útfærslur er að finna á vef Klaks, www.klak.is Eins og í Bond-mynd Alonso Perez, sem var efnahagsráðgjafi forseta Ekvador um aldamótin, þegar landið tók ákvörð- un um einhliða upptöku dollars, sótti landið heim í byrjun vikunnar. Í Ekvador hrundi bankakerfið líkt og hér, þótt ástandið hafi kannski orðið sýnu alvarlegra. Greining Glitnis segir atburðarásina helst minna á Bond-mynd, þar sem við sögu koma öryggisvarðar leiguflugvélar og mannlaus seðlabanki. „Leiguflugvélarnar voru not- aðar til að skipta út öllum seðlum í dollara í útibúum og hraðbönkum og Seðlabankinn var mannlaus vegna þess að aðgerðin var gerð í andstöðu við starfsmenn bank- ans,“ segir í umfjöllun Glitnis. Það skyldi þó ekki vera að hér yrði að viðhafa svipuð vinnubrögð verði ofan á hugmyndir um einhliða upptöku annarrar myntar. Ósjálfrátt viðbragð Opnun vefsíðu samtaka óánægðra fjárfesta sem peninga áttu í peningamarkaðssjóðum Lands- bankans virðist hafa dugað til að hreyfa við þeim sem nú stýra bankanum. Síðan fór í loftið í gær og samdægurs voru forsvarsmenn boðaðir á fund með Elínu Sigfúsdóttur bankastjóra, Ásmundi Stefánssyni formanni bankastjórna og fleiri forkólfum bankans. Líklegt er að opnun síðunnar hafi þótt til marks um að framtakið væri að vinda upp á sig. Á vefnum, sem ber slóð- ina rettlaeti.is, kemur fram að hópurinn telji um 500 manns eins og er. For- svarsmenn hans segja hins vegar rúm til örrar fjölgunar því átta til tíu þúsun hafi tapað peningum í peningamark- aðssjóðum Landsbankans. Peningaskápurinn ... Tilboðum að upphæð 11,5 millj- örðum króna að nafnverði var tekið í útboði á nýjum flokki ríkis- bréfa sem fram fór í gærdag hjá Seðlabanka Íslands. Fyrirfram var búist við meiri þátttöku. Þátttakan nú er heldur minni en í sambærilegu útboði sem fram fór í síðustu viku þar sem seldust ríflega 15 milljarðar. Útboðunum var meðal annars ætlað að mæta innlausn á öðrum ríkisbréfa- flokknum, en greiðslu og upp- gjörsdagur þeirra er á morgun. Ríkið þarf þá að greiða út nálægt 74 milljörðum króna. „Jafndræm þátttaka hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni fyrir ríkis- stjórnina og Seðlabankann,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sér- fræðingur Greiningar Glitnis. „Einn megintilgangur þessa útboðs var að bjóða þeim sem eiga ríkis- bréf á gjalddaga á föstudaginn kost á að framlengja í þeim stöð- um.“ Hann segir jafnframt talið að meirihluti eigenda ríkisbréfa- flokksins sem þá verði gerður upp sé útlendingar. Þá bendir hann á að samanlögð kaup í nýafstöðnum ríkisbréfaútboðum ríkisins nemi aðeins 26 til 27 milljörðum króna, á móti um það bil hundrað millj- örðum á gjalddaga á morgun. „Mismuninn þarf ríkissjóður að greiða út,“ segir hann. Um leið sé ekki vitað hvað erlendir eigendur þessara peninga ætli að gera við þá, því utan vaxtagreiðslna séu þeir í raun fastir í landinu. „Þeir hljóta að fara á einhvers konar innistæður í bili og verður for- vitnilegt að sjá hvað verður í fram- haldinu.“ - óká JÓN BJARKI BENTSSON Dræm þátttaka í útboði ríkisbréfa INNOVIT-MAÐUR OG KLAK-KONA Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovits, og Svanlaug Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Klaki, sem stóðu að baki Hugsprettu í október. Eignir lífeyrissjóðanna skruppu saman um ellefu prósent í október. Þrátt fyrir þetta er staða þeirra gríðarsterk. Sjóðirnir halda að sér höndum nú um stund- ir. Við það bólgna út inni- stæður þeirra í bönkum. „Það eru fáir fjárfestingakostir í boði í dag,“ segir Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Landssam- taka lífeyrissjóða. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 1.636 milljónum króna í lok október. Þetta er rétt rúmlega 202 millljarða króna lækkun frá lokum september, samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum. Þetta eru jafnframt fyrstu tölur sem birtast um efnahag og eigna- stöðu lífeyrissjóða landsins eftir bankahrunið í október. Niðurstaðan jafngildir ellefu prósenta lækkun á milli mánaða. Þrátt fyrir þetta hafa heildareignir sjóðanna aukist um rúm 8,3 prósent frá áramótum. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í gær íslenska lífeyrissjóðakerfið eitt af þeim öfl- ugustu á byggðu bóli þrátt fyrir bankahrunið. Þó séu talsverðar líkur á frekari rýrnun eigna á næstu mánuðum. Verðmæti innlendra hlutabréfa lífeyrissjóðanna féll um 75 prósent í október. Verðmætið nam 141,2 milljörðum króna í lok september en stóð í 35,2 milljörðum mánuði síðar. Verðmæti erlendra hlutabréfa lífeyrissjóðanna lækkaði talsvert minna á sama tíma. Fór úr 87,3 milljörðum króna í 81,3 milljarða. Það jafngildir 6,9 prósenta lækkun. Á sama tíma og hlutabréfaeignin skrapp saman hafa sjóðir og banka- innistæður lífeyrissjóðanna bólgn- að út. Í lok síðasta árs lágu tæpir 45 milljarðar króna í bókum lífeyris- sjóðanna. Upphæðin stóð í 84,7 milljörðum í lok september. Kippur kom í sjóðsbækur í október þegar íslenskur bankaheimur fór á hlið- ina. Þegar mánuðurinn var á enda nam upphæðin þar rúmum 137 milljörðum króna. Hrafn vildi lítið tjá sig um málið í gær. Hann sagði þó að hvorki árferði né aðstæður bjóði upp á mikla hreyfingu. Hafi lífeyrissjóð- irnir haldið að sér höndum eftir bankahrunið í október. Í Fréttablaðinu í byrjun mánaðar kom fram að hömlur á gjaldeyris- viðskipti eigi sinn þátt í því að binda hendur sjóðanna. Von er á frumvarpi á Alþingi þar sem hreyft verður við fjárfestinga- heimildum lífeyrissjóðanna. Gangi það eftir er almennt reiknað með rýmri heimildum þeirra til fjár- festinga, svo sem í óskráðum fyrir- tækjum. Búist er við að hreyfing komist á sjóðsbækur í kjölfarið. jonab@markadurinn.is Lífeyrissjóðirnir traustir þrátt fyrir hrun banka HRAFN MAGNÚSSON Lífeyrissjóðir lands- ins sjá fáa fjárfestingakosti í augnablik- inu, segir framkvæmdastjóri Landssam- bands lífeyrissjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Gufugleypir DK450E Ryðfrítt stál. Breidd: 60 cm. Afstillingar: 3. Hljóðstig (max.): 58 dB(A). Afkastageta með kolasíu: 450 m3/klst. Þvermál loftops: 15 sm. Gorenje veggháfur Reykjavík . Borgartún 24 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 P IP A R • S ÍA • 8 23 41 Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið gefinn út: CCP hf., kt. 450697-3469, hefur birt lýsingu vegna töku víxla til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. og gert aðgengilega almenningi frá og með 11. desember 2008. Lýsingu þessa er hægt að nálgast hjá útgefanda CCP hf., Grandagarði 8, 101 Reykjavík í eitt ár frá birtingu lýsingarinnar. Lýsinguna er einnig hægt að nálgast á vefsetri útgefanda CCP, www.ccp.is. Umsjónaraðili skráningarinnar er Nýi Kaupþing banki hf. Reykjavík 11. desember 2008 Víxlaflokkur að fjárhæð kr. 1.250.000.000 var gefinn út þann 28. júlí 2008 og er auðkenni flokksins í NASDAQ OMX Iceland hf. CCP 09 0728. Víxlarnir eru vaxtalaus eingreiðslubréf, hver víxill er að fjárhæð kr. 10.000.000 og skulu víxlarnir endurgreiðast þann 28. júlí 2009. Víxlarnir verða teknir til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. þann 11. desember 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.