Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. mai 1982 5 erlent yfirlit ■ „Bátafólk” sem nóöhefur landi, en ekki fengið enn leyfi til landgöngu „Bátafólkið” fer úr ösk- unni f eldinn ■ Verulega er farið að draga úr flóttamannastraumnum frá Viet- nam yfir til suðurstrandar Thai- lands. Arin 1980 og ’81 flúðu tug- þúsundir manna á smákænum út á Síamsflóa. Hrakningar þessa fólks voru miklir. Mikill fjöldi þeirra, hve margir veit enginn, náðu aldrei landi. öðrum var bjargað i hafi og á sumum kæn- anna tókst fólki að komast til Thailands. Enn aðrir urðu skip- brotsmenn á óbyggðum eyjum og margir féllu i hendur sjóræn- ingja. Fljótlega eftir að „bátafólkið” fór að ýta úr vör i stórum stil frá sfröndum Vietnams sáu óprúttnir sjóræningjar, aðallega frá Thai- landi, sér leik á borði að gera sér hörmungar þessa fólks að féþúfu. Vietnamarnir lögðu lif sitt og eig- ur undir að losna frá þjóðfrelsis- öflunum, sem náð höfðu öllum völdum i landi þeirra. Flótta- mennirnir tóku allar sinar eigur með þegar þeir flúðu og þetta vissu sjóræningjarnir. „Útgerð- in” er aðallega stunduð frá Thai- landi og svo virðist sem yfirvöld þar hafilitiðgert til að koma i veg fyrir sjóránin. Ástæðan er sú, að Thailendingar eiga i erfiðleikum með að taka við öllum þeim f jölda flóttamanna sem þangað drifur hvaðanæva að úr þeim löndum þar sem hin framsæknu þjóð- frelsisöfl eru að framkvæma sósialiskar umbætur, en hver með sinum hætt*, i Kambódiu, Laos og Vietnam. 1 ár hefur „bátafólkinu” á Siamsflóa fækkað mjög, en samt sem áður náðu sjötiu og sex bátar landi i Thailandi á þrem fyrstu mánuðum ársins. Engin tala er til um f jölda þeirra sem lögðu upp frá Vietnam. Sjóræningjar höfðu náð til nær allra þeirra báta sem að landi komust. A suma hafði verið ráðist aftur og aftur. Þeir sem fyrstir ná tangarhaldi á báti flóttamanna frá Vietnam ræna öllu fémætu af fólkinu. Þeir sem næstir ráðast á bátana láta vonsku sina bitna á flóttafólkinu vegna þess að engu er hægt að ræna frá þvi. Sjóræningjarnir misþyrma fólkinu og nauðga, og sigla siðan sina leið. Það gefur auga leið, að um fjölda árása er enginn til frásagnar. Dæmi eru um það, að sjóræn- ingjar hafa skilið alla karlmenn eftir i bátunum eftir að hafa rænt þá, en haft konur og börn á brott meðsér. Kvenfólkiðer selt í hóru- hús, en rekstur slikra fyrirtækja er mikill atvinnuvegur i Thai- landi, eins og viðar i Suðaustur- Asiu. Börnin eru seld á annan markað. Nokkur riki hafa lagt fram f jár- magn til að kosta löggæslu á Siamsflóa. Thailendingar hafa tekiðaðsér að annast gæsluna, en það eru fyrst og fremst Bandarik- in sem kosta fyrirtækið, en önnur riki, sem lagt hafa fram fé til þessa verkefnis, eru Ástralia, Noregur, Sviss, Frakkland og Vestur-Þýskaland. Thaiiendingar eru fúsir til samstarfs, þvi að þótt búast megi við að flóttamanna- straumurinn yfir Siamsflóa auk- ist á ný, og að þeir verði að taka við fleira fólki, hefur sjóræn- ingjaútgerðin frá ströndum landsins komið sliku óorði á þjóð- ina, að ekki verður við unað að halda uppteknum hætti. Flótti á smábátum er viðar en i Suðaustur-Asiu. Key West, syðsti oddi Florida, er miöstöð flótta- manna frá Kúbu og Haiti. Þangað hefur verið látlaus straumur undanfarin ár og Bandarikjamenn eru i hreinustu vandræðum með hvernig bregð- ast skuli við. Af stórgóðu hjarta- lagi opnuðu þeir landamæri sin fyrir flóttamönnum frá Kúbu fyr- ir tveim árum. Kastró tæmdi fangelsi og geðveikrahæli og smalaði saman lausingjalýð og Oddur Ólafsson skrifar sendi til USA, en tók siðan fyrir leyfi til fólks sem flytja vildi úr landi. En Kúbumenn halda áfram að sigla á smákænum yfir til Key West. A Florida er orðin mikil ný- lenda landflótta Kúbumanna og stöðugt bætist i hópinn. A Haiti rikir harðstjórn og fá- tækt meðal landsmanna er mikil. Þaðan leggja upp flotar af smá- bátum og er hrakningsíólk tekið upp í skip sem verða á leið þess eða það kemst á aðrar eyjar i Karabiska hafinu. Leiðin til Florida er miklu lengri frá Haiti en fyrir þá sem fara frá Kúbu. En takmark Haitimannanna er hið sama, að komast til Bandarikj- anna. Ekki er vitað til að sjórán viðgangistá Karabiska hafinu nú á timum, en hins vegar tekst mönnum að hafa flóttafólk þar að féþúfu með þvi að flytja það til Bandarikjanna og koma þvi þar á land. Enginn veit hvað margir ólöglegir innflytjendur eru nú i Bandarikjunum en straumurinn þangað virðist aukast eítir þvi sem eftirlit er hert. Samkvæmt skrá Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna eru nú um 11 milljónir flóttamanna i heiminum, en margir telja að þeir séu miklu fleiri. Heil kynslóð Palestinumanna er fædd i flótta- mannabúðum. 1 Afriku skipta landlausir flóttamenn milljónum. I Pakistan bætist sifellt við hinn stóra hóp flóttamanna frá Afganistan. Tugþúsundir Pól- verja eru á hrakhólum á meðal erlendra þjóða. Svona mætti lengi telja, en fáir flóttamenn hafa þurft aö sæta jafn grimmilegum örlögum og „bátafólkið” frá Viet- nam. Til sölu 7 rúmlesta fiskibátur. Smiðaður árið 1978. Er með nýrri aðalvél. Allar nánari upplýsingar veittar á skrif- stofu Fiskveiðasjóðs íslands simi 28055 og hjá Valdimar Einarssyni i sima 33954. Til- boð óskast send Fiskveiðasjóði Islands fyrir 18. mai n.k. Fiskveiðasjóður íslands Borgarspítalinn Hjúkrunarfræðingar Staða aðstoðardeildarstjóra við slysa- og sjúkravakt spitalans er laus til umsóknar nú þegar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra simi 81200 iteykjavik, 30. april 1982 Borgarspitalinn Sveit Vantar pláss á góðu heimili i sveit i sumar fyrir 11 ára strák. Hefur verið i sveit áður. Upplýsingar i sima 77263 eftir kl. 19 á kvöldin. Gjafavörur og smáhúsgögn i úrvali. Húsgagnaviðgerðir á sama stað Verslunin Reyr Laugavegi 27 sími 19380 Frá gagnfræða- skólanum i Keflavík 2-3 kennarastöður eru lausar við gagn- fræðaskólann i Keflavik næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Stærðfræði, raungreinar, samfélagsfræði enska og hálf — til tveir þriðju staða i heimilisfræði. Skólinn er einsetinn og vinnuaðstaða er mjög góð. Upplýsingar veitir Sigurður E. Þorkelsson skólastjóri eða Gylfi Guðmundsson yfir- kennari i sima 92-1045 og 92-1135. Heimasimar 92-2597 og 92-1713 Skólanefnd Handunnið víravirki (ekki steypt) alltaf fyrirliggjandi Jóhannes Leifsson gullsmiður Laugavegi 30 sími 19209 Starfsmenn Oskum eftir að ráða starfsmenn til eftir- talinna starfa: 1. Lagermann til starfa á vörulager i Garðabæ 2. Lyftaramann með réttindi á stóran vörulyftara. Nánari upplýsingar hjá starfsmanna- stjóra. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉUGA STARFSMANNAHAU)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.