Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 7
Laueardagur X. mal 1982 P Fulla atvinnu fyrir allar vinnufærar hendur segir í sameiginlegu 1. maí ávarpi Fulltrúaráds verkalýds- félaganna í Reykjavík, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands íslands ■ 1. mal ávarp FuIItrúaráðs verkalýðsfélaganna I Reykjavlk, Bandalags starfsmanna rikis og bæja og Iðnnemasambands ts- lands, árið 1982. j. mai leggur launafólk áherslu á stefnumið verkalýðs- hr'eyfingarinnar. Breyta auölegðar- og valdahlutföllum i þjóðfélaginu alþýðunni i hag og færa ákvörðunarvaldið frá hinum fáu til hinna mörgu. Að koma á jöfnuði i skiptingu eigna og tekna. Útrýma fátækt, koma á félags- legu jafnrétti, tryggja fulla at- vinnu og bæta starfsumhverfi. Vinna að betra og réttlátara þjóð- félagi, friði og öryggi. ■ „Fatlaðir ciga rétt á fjárhags- legu og félagslegu öryggi og mannsæmandi Hfskjörum. Þeir eiga rétt á, eftir þvl sem hæfi- leikar þeirra leyfa, að fá atvinnu og halda henni eða taka þátt I nyt- samlegu, frjóu og arðgefandi starfi og að ganga I verkalýðs- félag. Fatlaðir eiga kröfu á að tekið verði tillit til sérþarfa þeirra á öllum stigum fjárhags- legrar og félagslegrar skipulagn- ingar.” ÚR YFIRLVSINGU SAM- EINUÐU ÞJÓÐANNA UM RÉTTINDI FATLAÐRA. A hátiðisdegi verkalýðsins fyíkjum við liði og göngum með félögum veikalýðshreyfingarinn- ar undir kröfum um vinnuvernd, jafnrétti til náms og starfs. Við viljum benda á þau réttindamál sem viðberjumstfyrir og með þvl skýra fyrir almenningi, hvers vegna fatlaðir og samtök þeirra eiga samleið með verkalýðs- hreyfingunni. Okkar kröfur eru: Viðleggjumáhersluá að kröfur fatlaðra sem A.S.t. hefur tekið upp i yfirstandandi samningum nái fram að ganga. Og visum til áskorunar á Alþingi sem gerð var á síðasta Alþýðusambandsþingi, um lifeyrisréttindi öryrkja og annarra þjóðfélagsþegna, sem ekki starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Viö leggjum áherslu á að fatl- aðir eigi kost á vernduðum stöðu- gildum á almennum vinnumark- aði og/eða starfi á vernduðum vinnustað isinni heimabyggð. Við krefjumst þess að allt fatlað fólk, sem vinnur á vernduðum vinnu- stöðum og á almennum vinnu- Stefnumiðum verkalýðs- hreyfingarinnar hefur ekki og verður ekki hrundið í framkvæmd nema til komi samstaða verka- fólks. Samstaða og samvinna er styrkur alþýðuhreyfingar. Aðför að þeirri samvinnu verður mætt méð fullri hörku. 1. mai, á alþjóðlegum baráttu- degi verkafólks, sýnum við sam- stqðu með félögum okkar um all- an heim, með það I huga að enn být meiri hluti mannkyns við ófrjelsi, ófrið, hungur og fáfræði. Velrum þess minnug að enn hefur aukist bilið milli rikra þjóða og snáuðra. Grundvallar mannrétt- indi eru litilsvirt og heilum þjóð- markaöi njóti þess ótviræða laga- réttar að eiga i raun aðild að verkalýðsfélögum með fullum fé- lagsskyldum og réttindum. Við krefjumst þess að veitt verði lán eða styrkir til aö breyta almennum vinnustöðum og tækjabúnaði sem jafni aðstöðu fatlaðra á vinnumarkaðinum. Við leggjum áherslu á að aukin verði endurhæfing og vinnumiðl- un. Ef maður fatlast af völdum slyss eða sjúkdóms verði leitað allra leiða til að koma honum i at- vinnu á ný. Við krefjumst, að fötluöu fólki sé gert kleift að eignast og reka bifreið. Að bifreið verði metin til jafns við önnur hjálpartæki hjá þeim sem vegna fötlunar verða að fara akandi til og frá vinnu. Við krefjumst að niðurlagi 51. greinar laga um almannatrygg- ingar veröi breytt þannig að ör- yrkjar sem dveljast lengur en einn mánuð á stofnun, þar sem sjúkratryggingar greiða dvalar- kostnað þeirra, fái sjálfir greitt 50% lágmarksbóta. 1 þessu sambandi er rétt að benda á, aöfatlaður einstaklingur sem verður að dvelja á stofnun, fær nú 602 kr. á mánuði I vasapen- inga frá Tryggingastofnun ríkis- ins, en sú greiösla er felld niður, fái einstaklingur greiðslur úr lif- eyrissjóði. Við hvetjum verkalýðsfélög til að vera vakandi fyrir rétti fatl- aðra tilvinnuog fýrir áframhald- andi samstarfi við félög þeirra. Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er okkar krafa. Manngildi allra er jafnt. Fé- lagslegur jöfnuður er markmið okkar allra. um haldið i helgreipum hervalds. Vópnabúrin stækka, helsprengj- uni fjölgar, hverskonar striðs- rekstur og hernaðarbrölt er stór- aukið. jslensk alþýða er andvlg hvers- konar hernaðarbrölti og fram- leiðslu gereyðingarvopna. Við lýsum samstöðu með þeim öflum sem berjast fyrir friði og afvopn- un. Við mótmælum öllum áform- um um aukin hernaðarumsvif á landi okkar og i hafinu umhverfis það. Fyrir herstöðvarlausu landi, utan allra hernaðarbandalaga. Islenskt verkafólk styður frið- sama baráttu fyrir réttlátari skiptingu auðs milli rikra þjóða og fátækra. Við lýsum yfir stuðn- ingi okkar við þá sem neyddir eru til þess að berjast gegn kúgun og frelsisskerðingu sinni. Við minn- um á að mannréttindi eru ekki aðeins litilsvirt i Póllandi og Tyrklandi, heldur einnig viða i Asiu, Afriku og Ameríku. Hinn 1. mai 1982 stendur islensk launþegahreyfing enn frammi fyrir nýjum átökum um launa- kjör sin. Harðvitug kjarabarátta kann að vera framundan vegna óbilgirni atvinnurekenda og rikis- valds gagnvart réttlátum kröfum verkafólks. Þó þvi sé haldið fram i sibylju, að laun séu orsök verð- bólgu er flestum orðið það ljóst, aðmegin orsökin felst I óarðbærri framleiðslu og röngum fjár- festingum. Við gerum þá kröfu til rikisvaldsins að það gripi ekki inn i gerða kjarasamninga svo að tryggt verði að þeir séu haldnir. Leiðrétta þarf launataxta til jafn- réttis og réttlátara launakerfis. Islenskt verkafólk þarf að búa við lengsta vinnudag sem þekkist á norðurhveli jarðar. Hver sá sem vinnur fullan vinnudag, dvel- ur að minnsta kosti helming vökutima sins á vinnustað. Vinnustaðurinn skiptir þvi veru- legu máli fyrir andlega og likam- lega liðan verkafólks. öryggi, hollusta og aðbúnaður á islensk- um vinnustöðum er veikasti hlekkurinn I heilsugæslu lands- manna. 1 fyrirbyggjandi heilsu- gæslu er hollusta og öryggi starfsumhverfis mikilvægasti þdtturinn. Nú á Vinnuverndarári A.S.I. skammtar fjárveitinga- valdið, með stuðningi atvinnurek- erida, Vinnueftirliti rikisins svo náumt, að vinnuverndarstarfi og efitirliti verður vart við komið og þyi siður áframhaldandi upp- bygging þess. 1. mai 1982 leggur Reykvisk al- þýða áherslu á eftirfarandi kröf- ur: Fulla atvinnu fyrir allar vinnu- færar hendur Mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnudag Óskert framfærsluvísitala á öll laun Betri aðbúnað á vinnustöðum Meiri áherslu á hollustuhætti vinnustaða Að tekið verði fullt tillit til vinnuverndarsjónarmiða, þeg- ar tekin er upp ný tækni, verk- skipulag og launakerfi Fulla framkvæmd vinnu- verndarlaganna Aukið fé til vinnuverndarrann- sókna öryggi gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum Skattleysi lægstu launa Verðtryggður lifeyrissjóður allra landsmanna Launagreiðslur i veikindum barna og maka Atvinnulýðræði, meðákvörðunarréttur i nýrri tækni Stórátak i málefnum fatlaðra Óskertan samnings- og verka- fallsrétt alls launafólks. Fram til sóknar og sigurs. Verum öil virk I starfinu að: FRELSI, JAFNRÉTTI OG BRÆÐRALAGI F.h. Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna i Reykjavik Kári Kristjánsson Stella Stefánsdóttir Einar Sigurðsson Hallgrimur G. Magnússon Garðar Steingrimsson Sigurður Pálsson Sigfinnur Sigurðsson F.h. Bandalags starfsmanna rikis og bæja Sigurveig Sigurðardóttir örlygur Geirsson F.h. Iðnnemasambands tslands 1 Pálmar Halldórsson i Hvers vegna fatladir og samtök þeirra eiga samleið med verkalýds- hreyfingunni — ávarp frá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni menningarmál der serie Sálfræðingurinn Jungsafnaði lengi dæmum um röð tilvilj- ana og kallaði „lögmálið um endurtekninguna” — Gesetz der Serie. 1 fyrri viku varö ennþá eitt dæmi hér I bænum um lögmál þetta, er brezki pianóleikarinn John Lewis, sem kennt hefur við tónlistar- ákólann i Stykkishólmi i vet- ur, flutti Concord-sónötu bandariska tónskáldsins Charles Ives (1874—1954). Lewis hefur gert Ives að sér- grein sinni, og flutti mjög ef t i r m i n n il eg a ýmis smá-pianóverk eftir hann á Háskólatónleikum fyrr i vet- ur. En nú flutti hann semsagt hans mesta pianóstykki, sónötu nr. 2, sem fullu nafni heitir „Concord, Mass. 1840—1860”. En áður en frekar er sagt frá tónleikunum og skáldinu, ber að vikja að fyrr- nefndu lögmáli um endurtekn- inguna: John Lewis hélt tónleika sina að Kjarvalsstöðum kl. 5 laugardaginn 17. april, en kl. 2.30 sama dag söng bandariski ljóðasöngvarinn William Parker i Austurbæjarbiói. I lok tónleikanna var honum að sjálfsögðu ákaft fagnað, enda höfðu menn vart heyrt annan eins ljóðasöng áður, og þá söng hann aukalag, „The greatest man” eftir Charles Ives, sem hann taldi (með réttu) að væri svo til óþekktur hér á landi. En á námskeiði Parkers daginn áður hafði Kristinn Sigmundsson baritón sungið þrjú lög eftir Ives, sem svo mjög yljaði Bandarikjaj mönnunum Parker og Huck- aby, að námskeiöið snérist upp i „seminar um Ives”. Hinn „óþekkkti Ives” var semsagt fluttur þrisvar sinnur af þremur óskyldum aðilum dagana 16. og 17. april 1982 i Reykjavik. 1 .þessu viðfangi vildi ég skýra frá öðru dæmi um lögmálið: Fyrir nokkrum árum var ég i Þýzkalandi um hrlð, ætlaði upphaflega að vinna þar með Schreier I Bochum, en endaði með Huckenholz i Miinchen. Þar hafði ég Peugeotbil, og dag einn ók ég út fyrir borgina til að kaupa varahlut i umboðinu. Þegar út kom þaðan vatt sér að mér vörpulegur maður og sagði: „Ertþúáleiði bæinn?” og þegar ég játaði þvi, sagði hann ,,ég kem með” og snar- aðist inn i bilinn. Nú tókum við tal saman — hann átti Peugeot svo við ræddum um hrið um þá bilategund — unz hann segir: „Ég heyri það af s-um yðar, að þér munið vera Is- lendingur”. Siðan sagði hann mér, að hann þekkti herra Grimsson og hefði hann þekkt framburðinn af honum. Sigurður Grimsson er kvik- myndagerðarmaður, og sagðist farþegi minn vera kennari hans i kvikmynda- skólanum. Hann spurði mig nú hvort ég væri i kvikmyndum lika, en ég sagðist vera jarð- fræðingur. „Bróðir minn er jarðfræðingur”, sagði hann, „Prófessor Schreier i Bochum. Þekkið þér hann kannski?” Tónleikar John Lewis að Kjarvalsstöðum hófust að vanda á langri tölu hans um tónskáldið sem, eins og lesendur Timans vita gerla, var eins konar listræn tima- skekkja I Nýja Englandi um aldamótin — fram- úrstefnumaður án tengsla við, og á undan Evrópumönnum i ýmsu þvi sem siðar átti eftir að gerast hjá Debussy, Stravinsky, Schönberg o.fl.. Ives hafði semsagt engin áhrif á hina stærri tónlistarsögu, né sagan á hann. Hann var e.k. „mútant” i ameriskri tónlistarþróun. Þótt rætur hans séu óljósar, þáði hann mest frá föður sinum, sem var lúðrasveitarstjóri og tilrauna- maður i tónlist,fann t.d. upp hvers kyns skritin hljóðfæri — en Beethoven var hans stóra stjarna. En með þvi að enginn vildi heyra tónlist Charles Ives, hvorki i tónlistardeild Yale-háskóla, þar sem hann fékk menntun sina, þá lagði hann tónlistarstarfið á hilluna og gerðist tryggingamaður á daginn, en tónskáld á nóttunni. Þetta gekk vel, og Ives varð vellrikur, og gat nú ort eins og honum sýndist, þvi hann þurfti ekkert tillit að taka til áheyrenda. . Charles Ives samdi Concord-sónötuna á árunum 1911—15, en hún var ekki flutt opinberlega fyrr en 1939 — það gerði pianóleikarinn John Kilpatrick, heyrðist mér — og þá skrifaði Lawrence Gilman i New York Herald: „Mik- ilfenglegasta tónlist sem Bandarikjamaður hefur samið”. Concord-sónatan dregur nafn sitt af bænum Concord i Massachusetts, þar sem fjórir merkir rithöfundar og skáld bjuggu á árunum 1840—60, þeir Emerson, Hawthorne, Alcott og Thoreau. Kaflarnir fjórir heita þeim nöfnum og hafa eitthvað með hugmynd Ives um þessi skáld að gera. Tvö stef ganga gegnum alla sónötuna, hið lýriska stef og hið dramatiska stef, sem er upphafsnóturnar fjórar i 5. sinfóniu Beethovens. Stefjun- um er að sjálfsögðu snúið á ýmsa vegu, og þau falin i miklum hávaða og tónaflóði á köflum, en þetta er sérkenni- leg og áhrifamikil tónlist — engum hinna örfáu áheyrenda held ég hafi leiðst þær 45 minútur sem flutningurinn tekur. Mér virðist John Lewis vera prýðilegur pianisti, þótt að sönnu sé ekki auövelt að greina hina finu punkta i píanóleik þá Ives er fluttur. Hann hefur unnið mjög gott og þarft starf með Ives-trúboði sinu hér á landi, en eins og aðrir slikir spámenn hefur hann mátt sætta sig við fáa áheyrendur, sem i sjálfu sér er skaði. En nú sýnist mér isinn vera brotinn, og allt bendir til þess að Charles Ives muni heyrast hér oftar i fram- tiðinni. 22.4. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.