Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. maí 1982 11 „EIGNADIST MARGAGÓDA VINI GEGN- UMSTÖRF MfN A KLEPPS- SPfTALA” — segir Jósteinn Kristjánsson — og að þeir mundu siðan reka þetta eins sjálfstætt og hægt væri með góðum stuðningi Tóm- stundaráðs. 1 sambandi við rekst- ur svona staðar þýðir okkur ekki að loka augunum fyrir lifinu eins og það er, og verðum þvi að viðurkenna að margir unglingar eru farnir að smakka vin. Að sjálfsögðu yrði svona staður að vera undir góðu eftirliti, en við björgum engu meðþvi að loka öll- um dyrum. Við vitum að krakkar eru áhrifagjarnir, og a.m.k. vildi ég frekar vita af krökkunum min- um — þegar þeir komast á unglingsárin — á ákveðnum stað undir eftirliti heldur en himandi á einhverju Hallærisplani þar sem alls kyns óþverri þrifst afskipta- laust. Ég vil lika skjóta þvi hér að, að ég er þeirrar skoðunar að unglingar geti alveg skemmt sér með þeim sem eldri eru, en aftur á móti hafa hinir eldri sifellt verið að reyna að stia þessu i sundur. Hræðist of langa dag- vistun ungra barna Raunar óttast ég lika að við sé- um að ala upp rótlausa æsku með of langri dagvistun barna. Auð- vitað geri ég mér grein fyrir að við þurfum á dagvistarstofnunum að haida. En dagheimili og leik- skóli eru tveir óskyldir hlutir i minum huga. Að ala ung börn þannig upp, að þau séu rifin upp úr rúmunum fyrir allar aldir á morgnana til að hendast með þau idagvistun til kvölds, uns þau eru sótt af þreyttum foreldrum, sem þá eiga eftir að hlaupa með þau i troðnar verslanir i heimleiðinni og siðan i einum spretti heim til að borða og komast i rúmið, það óttast ég að sé of mikið álag á börn, i mörgum tilvikum. Vitan- lega er þetta einstaklingsbundið. Sumum foreldrum tekst sjálfsagt að gefa börnum sinum góðan tima og öryggi þó þau séu alin upp i dagvistun. En ungir foreldr- ar þurfa lika að skemmta sér, þá bætast jafnvel við hinar og þessar barnapiur um helgar lika. Slikt óttast ég að skapi sumum börnum meira rótleysi og óöryggi en þau að skaðlausu fá þolað, þótt þess verði kannski ekki vart fyrr en t.d. á unglingsárunum. Ung börn þarfnast sam- vista við aldrað fólk — Nú sé ég að „aukin tengsl æskunnar og aldraðra” er eitt af stefnumálum flokksins? — Það þarf að gefa ungum börnum verulegan tima og ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að þau þarfnist samvista við eldra fólk, sem ekki liggur alltaf eins mikið á og okkur hinum. Ég álit það þvi tilvalið verkefni fyrir aldrað fólk, sem bæði hefur gam- an að börnum og áhuga á að fá eitthvaðsmávegis aðstarfa, að fá það til að koma á dagvistar- ■ „Lyklarnir, gerðu svo vel”. Jósteinn viö afgreiðslu á Bilaleigunni Vík. ■ „Siðustu 4 ár ihaldsmeirihlutans hurfu um 1.500 manns úr borginni, m.a. vegna þess að þeir fengu ekki lóöir. Nú höfum við endurheimt um 1.200-1.300 þeirra á ný. Hvað segir það okkur”? stofnanirnar kannski 2-3 tima á dag eða nokkrum sinnum i viku. Með þessu á ég alls ekki við að fóstrur séu ekki góðar og starfi sinu vaxnar, en þær anna þessu kannski ekki eins og með þyrfti. — En hefur þú spurt gamla fólkið sjálft? — Já, ég hef rætt þetta við margt aldrað fólk og reyndar um störf almennt. Fullorðnir menn, en þó vel ernir, hafa margir sagt sem svo. „Það eina sem ég get gert er að fara að prjóna eða búa til púða. Ég hef ekkert annað‘að gera”. Eftir viðtöl min við aldrað fólk hef ég ekki trú á öðru en að margt af þvi vilji gjarnan taka þátt i þessu. Auðvitað yrði að greiða þessu fólki eitthvað fyrir, en ég tel óliklegt að það gerði ósanngjarnar kaupkröfur. Gleymist að hugsa um það sem fjölskyldur geta gert saman — Þú hefur tekið verulegan þátt i bæði handbolta og fótbolta, svo iþróttamálin eru liklega ein- hversstaðar á blaöi hjá þér? — Mér finnst það m.a. sjálf- sagður hlutur að sem fyrst verði komið upp yfirbyggðu skauta- svelli i Reykjavik. Ég tel ekki sist mikilvægt að fjölskyldur geti eytt tómstundum sinum saman, en slikt vill of mikið gleymast. Skiða og skautaiþróttir eru meðal þeirra greina sem fólk á öllum aldri getur notið saman. Hins vegar finnst mér fáránlegt ef það þarf að leggja svo mikið fé i eina skautahöll, að við ráðum aldrei við að byggja hana. Það er heldur ekki skautaáhugafólkið sem biður um slikt. Jafnframt finnst mér eiga að stefna að þvi að hvert félag eða hverfi, þar sem iþróttafélag er starfandi, hal'i sina iþrótta- skemmu til umráða, þar sem þau gætu m.a. spilað sina heimaleiki, og fleira. Ég segi þarna skemmur en ekki hallir af sömu ástæðum og með skautahöllina að framan. Varðandi fótboltann, þá er það alveg ljóst að brátt verður að íara að færa Melavöllinn. Við fram- sóknarmenn viljum beita okkur fyrir þvi, að ná samkomulagi við H.l. um Háskólavöllinn. Að þar verði sett upp búningsherbergi og snyrting og völlurinn jafnvel lagður gervigrasi þannig að hægt væri að spila fótbolta lengur en aðeins yfir hásumarið. örugglega ekki i siðasta sinn sem við förum öll saman — Mikilvægt aö fjölskyldur skemmtis^r saman sagðirþú áð- an. Fyrir nokkru heyrði ég að vakið hafi athygli hvað þú l'erðað- ist með stóra íjölskyldu? — 1 siðustu ferð okkar til út- landa fórum vð saman ég, konan min d| börnin, foreldrar minir og tengdaforeldrar, bróðir minn og tengdaforeldrar hans ásamt nokkrum vinum og kunningjum. Þetta var alveg einstaklega vel heppnuð og góð ferð i alla staði, og verður þetta örugglega ekki sú siðasta sem við förum i öll sam- an. Ekki lengur kliku- skapurinn sem öllu ræður — Hér áðan sneiddir þú litillega að vinstrimeirihlutanum. Hefur samstarfið kannski valdið þér vonbrigðum? — Það hefur reynst betra en ég átti von á i byrjun. Að sjálfsögöu hefði ég viljað að Framsóknar- flokkurinn hefði verið sterkari i borgarstjórninni og þannig getað áorkað meiru af okkar stefnu- málum. En þessi meirihluti hefur gert marga góða hluti, i stað þess sem áður var, þegar klikuskapur- inn var allsráðandi, allt valt á þvi að þekkja mann sem þekkti mann. Breytingin á lóðaúthlutun- inni er t.d. mjög jákvæð. Aður þurftu menn helst að hafa verið i Heimdalli til að eiga von um lóð, en núverandi kerfi býður upp á að allir standi jafnir. Auðvitað má finna einhverja annmarka á þessukerfi, enda mun seint verða fundið upp svo fullkomið kerfi að takast megi að fyrirbyggja svindl og brask með öllu. En það er öruggt mál, að svo framarlega sem Framsóknar- flokkurinn verður i meirihluta- samstarfi næsta kjörtimabil, mun hann beita sér fyrir þvi að allir geti fengið úthlutað lóðum, bæði fyrir sérbýli og sambýlishús. Lóðaúthlutun ætti þó raunar ekki að vera neitt kosningamál i sjálfu sér, heldur sjálísagður hlutur. 1 þessu sambandi er það lika at- hyglisvert að siðustu fjögur ár ihaldsmeirihlutans hurfu um 1.500 manns úr Reykjavik, m.a. vegna þess að fólk fékk ekki lóðir. Nú hefur sú breyting orðið á, að við höfum endurheimt 1.200-1.300 manns, sem sýnir að fólk vill orð- ið koma altur til Reykjavikur. Ekki nóg að vilja byggja meðan borgin á ekki landið — Hvað segir þú um deilurnar um Rauðavatnssvæðið? — Með það i huga að Breiðholtið er meira og míhna byggt á sprungusvæði, t.d. ein af stærstu blokkunum þar og þó nokkur ein- býlishús byggð beint olan á sprungum, er það ákaflega at- hyglisvert að sjálfstæðismenn skuli hamast við að gera sprungurnar á Rauðavatnssvæð- inu að kosningamáli. Þetta er fyrsta þessháltar könnun sem hér hefur verið gerð og þykir mér það þarft íramtak. A hinn bóginn hala framsóknarmenn ekkert bundið sig viö, að næsl verði byrjað að byggja á þessu svæði og persónu- lega þykir mér það ekki það allra snjallasta. Sjálfstæðismenn segj- ast vilja byggja á Keldnaholti. Það viljum við íramsóknarmenn margir lika. En það er bara ekki nóg að vilja byggja á landi, sem aðrir eiga, og borgin heíur engin yfirráð yfir. Trúi maður ekki á það sem maður er að gera er litið gaman að þessu — Við verðum nu aö lara að slá botninn i þetta spjall, en mig langar að spyrja þig að lokum Jó- steinn, áttirðu von á svo mörgum gestum á fjölskylduhátiðina sem flokkurinn gekkst fyrir i Broad- way fyrir skömmu? — Það kom mér ekki á óvart, þvi mér finnst Framsóknar- flokknum nú sýndur mikill áhugi og straumurinn liggja til hans. Fjölmargir hræðast að Sjálf- stæðisflokkurinn nái meirihlutan- um aftur og að allt fari i hið gamla far klikuskaparins á ný. Margir velta þvi þessvegna fyrir sér hvernig þeir geti best nýtt sitt atkvæði. Ég hel' lika orðiö var við greinilegan vilja margra til að vinna með ÍTokknum fram að kosningum án þess að vilja endi- lega binda sig i neitt flokksfélag. Ég er þvi sanníærður um að Framsóknarílokkurinn er nú i mikilli sókn hér i Reykjavik og að við höfum allt með okkur til þess að vinna íjórða sætið. Kristján hefur staðið sig mjög vel og unnið sér traust i borgarstjórn, allra flokka mönnum ber saman um að það sé gott að starfa með honum og að hann vinni fyrst og fremst fyrir borgina i stað þess að setja eigin hagsmuni eða flokksins of- ar, eins og sumum hættir til. Þetta veit fólk, enda íTestir hættir að láta blekkjast af einhverjum fagurgala. — Einhverjum kann nú að þykja þetta töluverö bjartsýni trúi ég, þótt þið bræður séuð að visu þekktir sem miklir og ákveðnir baráttumenn. — Við gefum hvorki kost á okk- ur, hvorki i pólitik né annað, nema að ætla að leggja okkur alla fram. Og hafi maður ekki trú á þvi sem maður er að gera, þá er litið gaman að þessu. — HEI ■ Að opna diskótck fyrir unglingana er eitt af þvi sem Jósteinn vill að gert verði sem fyrst. Þetta unga fólk er einmitt að ræða um málefni unglinganna iReykjavík. Frá vinstri: Una Sigurðardóttir starfsmaður Útideildar, Geröur Steinþórsdóttir, formaður Félagsmálaráðs, Bryndis Guðmundsdóttir hjá Unglingaathvarfi, Jósteinn Kristjánsson, Sveinn Grétar Jónsson og Jón Guðbergsson, félagsráðgjafi. Timamynd Ella.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.