Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 4. mai 1982 3 fréttir M EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995 RAF HF. Glcrárgötu 26 Akuroyri. Sími25951. Sérfræðingur okkar í örbylgjuofnum Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennari, lœrð hjá tilraunaeldhúsi TOSHIBA í Englandi, er yður til reiðu varðandi hverskonar, fyrir- spurnir um matreiðslu í ofnunum eða val á hinum fjölbreyttu áhöldum sem fást hjá okkur. Mynd úr tímarítinu Gestgjafinn 1. tbl. 1982. Dröfn matreidir fylkar svínakóteiettur Og svo þú fáir fullkomin not af TOSHIBA ofninum þínum býður Dröj'n þér á matreiðslunámskeið án endurgjalds. Vertu velkominn til okkar, hjá okkur fœrðu réttar uppjýsingar um örbylgjuofna. TOSHIBA ofnarnir kosta frá kr. 4.510.- Creiðsluskilmálar. ■ Skipaskagi AK-102 bættist i l'iskveiöiflota islendinga laugardag- inn I. mai. Skipaskagi er 301 brl. að stærð, 35,87 metra langur og er systurskip Kaldurs á Ilalvik. Vélin er 1200 liö og skipið er smiöaö i Knglandi áriö 1974. Eigandi er Hcimaskagi b.f. á Akranesi. Skipaskagi er aiinaö skipiö af þrem, sem flutt eru inn samkvæmt sérstöknm mcömælum Sjávarútvegsráöuneytisins og all mikið voru umrædd i fyrra. Þá var reyndar gertráö l'yrir að þau yrðu fjögur, en einn kanpandinn liætti viö og notaði kaupbeimildina til að kaupa annaöskip. Þriöja skipiö er væntanlegt i Garðinn innan tiðar. Knda þött Baldurog Skipaskagi séu systurskip er það fyrra flokk- aö sem bátur en þaö siðara sem skultogari. Misniunurinn er aö for- þjappan á vél Baldurs var tckin úr sainbandi og viö það ntinnkaði orka vélarinnar nægilega mikiö lil aö skipiö þarl' ckki að taka út skrapdaga. Gert er ráð fyrir aö Skipaskagi komisl á veiðar i þessari viku. Timainynd: Kóberl Auknar nidur- greidslur lækka verð á búvör- um ■ 1 gær lækkaði verð á búvörum, vegna aukinnar niðurgreiðslu á þeim úr rikissjóði. Fréttin af þessari lækkun kemur litið á óvart.þarsem gert er ráð fyrir á fjárlögum sérstökum útgjaldalið til að hafa hemil á verðbólgunni og eru þessar ráðstafanir liður i þeim leik. Þessar auknu niður- greiðslur eiga að hafa í för meö sérað visitöluhækkunin um næstu mánaðamót veröur um 2% minni en hún hefði ella orðið. BUvöru- verðiðhækkarsvoafturum næstu mánaðamðt þegar sexmanna- nefndin tekur það til meðferöar. Sú hækkun er ekki i neinu sam- bandi við lækkunina sem nú er gerð. „Það má búast viö að viö þessar aðgeröir aukist búvöru- sala, a.m.k. i bili en hvernig framhaldið verður veit enginn, né hvort þetta eykur heildarsöluna yfir árið,” sagði Hákon Sigur- grimsson framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, þegar Timinn spuröi hann hvaö þessi verðbreyting hefði i för með sér. Hversu mikla aukningu á rikis- útgjöldunum þessar auknu niður- greiðslur hafa I för með sér tdkst Timanum ekki að fá staðfest, en eftir heimildum blaðsins mun vera um verulega hærri upphæð að ræða en ráð hafði veriö fyrir gert I upphafi leiksins og er talað um upphæð allt að eitt hundraö milljónum til næstu áramóta. Lækkunin er misjafnlega mikil á búvörunum, mest á kartöflum, næstum 30%. Þannig lækkar 5 kg. kartöflupoki úr kr. 21,55 i kr. 15,55. Kjötlæri lækkar úr kr. 57,30 hvert kg. i 47,70 og smjörið Ur kr. 64,90 i 57,30 svo dæmi séu nefnd. SV örbylgjuofnarnir bjóða þcr upp á hina ótrúlegustu möguleika í matseld. Komdu og spjallaðu við okkur og við skulum sýna þér möguleika Toshiba ofnanna, hvers vegna svo gott erað baka í þeim og hvers vegna maturinn verðursvo góður. Heimilisörbylgjuofninn ER 649 er búinn örbylgju- snúningsspegli að ojan og stórum snúningsdisk að neðan — þetta býður miklu betri ogjafnari dreifingu á ör- bylgjunum. Þessi ofn er skör framar íjöfnum bakstri og góðri steikingu. Stjórnar- frumvarpi vísað f rá Óveður víða um land: „Færð sjaldan jafn slæm” — segir Arnkell Einarsson, vegaeftirlitsmaður ■ ,,Ég man sjaldan til þess að færð hafi verið jafn slæm þegar komið hefur verið fram i mai mánuð. Veðrið viða um land hefur verið mjög slæmt, skaf- renningur mikill og þá sérstak- lega á fjallvegum norðanlands, „sagði Arnkeli Einarsson vega- eftirlitsmaöur i samtali við Tim- ann i gær. „1 ráði var að opna Holtavörðu- heiðina i dag en það gekk afar seint i gær. Eftir u.þ.b. sjö tima ferð voru tækin komin yfir heiðina en hún varð fljótlega ófær að baki þeim”, sagði Amkell. Margt bila beið I HrUtafirði siðdegis I gær eftir þvi að komast suður og voru menn jafnvel að hugsaum aðfara Laxárdalsheiði, sem var sæmilega fær. Ófært var til Hólmavikur, i' HUnavatns- sýslum var skafrenningur mikill og Vatnsskarð var ófært,ef veður leyfir ætlar vegagerðin að opna það i dag. Mikill snjór var i Skagafirði og voru starfsmenn vegagerðarinnar þar mest allan daginn að opna veginn milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Ófærtvartil Siglufjarðar, aftur á móti var öxnadalsheiði fær og öxnadalur. Ófært var til Ólafs- fjarðar. I gær var verið að moka veginn milli Akureyrar og HUsa- vikur en þar var versta veður. Hætt var við snjómokstur austan Húsavikur á leiðinni til Þórshafn- ar á miðjum degi i gær vegna veðurs. Möðrudalsöræfi voru ófær af snjóum i gær. Fjallvegir á Austurlandi voru ófærir, Vatn- skarð, Fjarðarheiði og Odds- skarð. Mikill skafrenningur var á Fagradalog tókst aðeins að halda þeirri leið opinni stórum bilum. Mokað var suður með fjörðum frá Reyðarfirði og þegar kom suður að Hornafirði var greið leið alla leið til Reykjavikur. Fært var um Snæfellsnes og vestur i Reykhólasveit. Frá Pat- reksfirði var fært i Bfldudal og stórum bilum suður á Barða- strönd. Botnsheiði og Breiðdals- heiði voru ófærar. —Sjó ■ Stjórnarfrumvarpi um dýra- lækna var visað frá i efri deild eftir að neðri deild hafði fjallað um það og samþykkt. Nokkrar breytingar voru gerðar á frum- varpinu i neðri deild en þegar kom til kasta efri deildar þótti þeim er þar sitja frumvarpið ekki vera nógu vel unnið og eftir aðra umræðu var þvi visað til rikis- stjórnarinnar. Landbúnaðardeild neðri deild- ar hafði snör handtök og lagði fram frumvarp um breytingu á lögum um dýralækna og er þar tekinn upp úr frumvarpinu sem visað var frá, kaflinn um dýra- læknisumdæmi. SU breyting er mjög brýn og taldi nefndin óhjá- kvæmilegt að flytja um það sér- stakt frumvarp. Þetta nýja frumvarp þarf nU að fara i gegnum báðar deildir þingsins ef það á að verða að lög- um i vor, en það hefur ekki enn verið tekið til umræðu, en stefnt er að þinglausnum á miðvikudag. Oó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.