Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. maí 1982 5 fréttir Framkvæmdastjórar BÚR greiddu skrif- stofufólki í heimildarleysi 20% kaupauka: „GREINILEGA ER UIH MIS- FERU f STARFI AÐ RÆBA” — segir Páll Jónsson, útgerðarráðsmaður. ,,Gert án minnar vitundar’% segir Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri BÚR ■ „Þarna virðast skrifstofu- stjóri og framkvæmdastjóri fyr- irtækisins hafa gert hluti, sem jieir hafa leynt stjórn fyrirtækis- ins. Það er ekki hægt annað en að bregðast hart við þessu. Ég hafði t.d. ekki hugmynd um þetta fyrr en nú um helgina. Þarna er þvi greinilega um misferli i starfi að ræða. Það er sfðan allt annað mál hvort fólkið eigi skilið betri laun. Amælisverði hlutinn er hvernig að þessu er staðið”. Þetta sagði Páll Jónsson, sem er fulltrúi i útgerðarráði Bæjar- útgerðar Reykjavikur sem fer með yfirstjórn fyrirtækisins, i samtali við Timann i gær. Ummæli Páls koma i framhaldi af upplýsingum sem fram hafa komið siðustu daga um að fram- kvæmdastjórar og skrifstofu- stjóri BÚR hafi án nokkurs sam- ráðs við útgerðarráð , launa- málanefnd borgarinnar né önnur borgaryfirvöld, ákveðið að greiða um tuttugu manns á skrifstofu fyrjrtækisins sem eru i Starfs- mannafélagi Reykjavikurborgar sérstakan 20% kaupauka ofaná venjuleg laun. „Timabundinn kaup- auki” Það var 1. ágúst sl. sem þessu fyrirkomulagi var komið á. En hversvegna? „Það var mjög al- varlegt ástand hjá okkur á þess- um tima. Við vorum að missa frá okkur fólk, sem bauðst betri laun annars staðar, og fengum ekki annað i þess stað”, sagði einn af hlutaðeigandi aðilum i samtali við Timann i gær. Til að sporna við þessu var samið um 20% „timabundinn kaupauka” til þessa fólks. Akvörðunin var tekin af Vigfúsi Aðalsteinssyni, skrif- stofustjóra, og Einari Sveinssyni, framkvæmdastjóra. Ekki er taíið að Marteinn Jónasson sem þá var einnig framkvæmdastjóri við fyr- irtækið hafi átt þar hlut að máli, en samkvæmt verkaskiptingu milli hans og Einars sá hann ein- göngu um rekstur togaranna. Hins vegar mun honum hafa ver- iðkunnugt um þessa ákvörðun, en ekki talið hana koma sér við. Var þessi ákvörðun tekin, eítir þvi sem Timinn kemst næst, án minnstu vitundar útgerðarráðs, eða formanns þess, sem þá var Björgvin Guðmundsson, sem nú er annar framkvæmdastjóri BÚR, né launamálanefndar borg- arinnar, sem þó með réttu hefði átt að f jalla um málið, eða a.m.k. leggja blessun sina yfir það. Sum- ir kunnugir telja með ólikindum að formaður útgerðarráðs hafi ekki af þessu vitað. Þetta hafa framkvæmdastjórar og skrif- stofustjóri borið til baka. Einn þeirra sagði i samtali við Tim- ann: „Hann vissi ekkert um þetta. Viðvildum ekkiláta hann i þá aðstöðu að annaðhvort neita eða játa þessu, þvi hvort tveggja sem hann hefði gert hefðu verið vandræði”. Samkomulagiö sem umdeilt er orðið gekk eins og fyrr segir út á það að skrifstofufólki var greidd- ur 20% kaupauki sem kallaður var „timabundinn” samkvæmt samningnum. Átti samkomulagið að gilda frá 1. ágúst sl. þar til næstu kjarasamningar yrðu gerð- ir milli BSRB og Reykjavikur- borgar. Slikir samningar voru gerðir um sl. áramót, en greiðslur samkvæmt kaupaukasamningn- um héldu áfram. Samkomulagið var uppsegjanlegt fyrirvaralaust hvenær sem er. Þeir sem stóðu að samkomu- laginu afsaka það sem fyrr segir, með þvi að fólk hafi verið að hætta, og eins hafi vinnuálag á skrifstofufólki aukist mikið, þar sem starfsmönnum hefði ekki verið fjölgað eðlilega miðað við viðbótarverkefni sem á það hefði lagst. Þeir vildu meina að raun- verulega væru þeir að láta fólkið fá bónus á móti þvi að mannskap yrði ekki fjölgað. Enda er sá fyr- irvari tekinn fram i samningnum að ekki verði um f jölgun aö ræða á skrifstofu. Sagan kvisast út Siðan er það i marsmánuði sl. að það fer að kvisast út að starfs- fólk á skrifstofu BÚR njóti sér- stakra launakjara. Þegar það spyrst á borgarskrifstofurnar er gerð fyrirspurn vegna þessa máls, og þá kemur i ljós að hún á við rök að styðjast. i framhaldi af þvierbeitt heimildi samningnum um „tímabundinn kaupauka” og honum sagt upp íyrirvaralaust frá 1. april sl. að telja. En hvernig stendur á þvi að ekki verður vart viö þessar heim- ildarlausu launagreiöslur fyrr en átta mánuðum eftir að þeim er komið á? Aðalskýringin felst i þvi, að BÚR er eina stofnun borg- arinnar sem alfarið sér sjálf um launagreiðslur sinar. „Þetta er aleina stofnun borgarinnar sem keyrir sin laun úti i bæ, al' þeirri ástæðu að f rystihúsin hafa privat- launakerfi fyrir bónusinn. Ég hef þvi ekkert i höndunum um launa- greiðslur BÚR. Allar aðrar borg- arstofnanir eru undir járnaga hjá mér, og þar þarftu ekki að leita að neinu, sem ekki er eins og það á að vera”, sagði Magnús Óskars- son, vinnumálastjóri borgarinn- ar, isamtali viðTimann. Lokaöur fundur iborgarráði Samkvæmt heimildum Timans þá hefur þrisvar verið fjallað um þetta mál i borgarráði, og þá i öll skiptin sem trúnaðarmál, án þess að nokkuð væri um það bókað. Nú siðast á föstudaginn var haldin'n sérstakur lokaður fundur um þetta mál. Engin ákvörðun hefur verið tekin i borgarráði hvernig bregð- ast eigi viö þessu máli. Þegar Sig- urjón Pétursson, forseti borgar- stjórnar og formaður borgarráðs var inntur eftir þvi hver hans skoðun væri á þessu máli og hvernig ætti að bregðast við þvi sagði hann: „Ég get ekki gefið upp neina slika aistöðu i dag.” Benti hann á að fundur yrði hald- inn i borgarráði i dag, þar sem málið um „timabundna kaupaukann” yrði aftur tekiö á dagskrá. „Það eina sem ég vil segja er að málefni Bæjarútgerð- ar Reykjavikur voru rædd á lok- uðum fundi sl. föstudag, og ákveðið er að halda þeirri um- ræðu áfram á næsta fundi þess.” Eins og kemur fram i orðum Páls Jónssonar útgeröarmanns, hér að íraman, tala sumir aðilar sem tengjast þessu máli um að gripa verði hart á þvi. En hvaða viðbrögð koma til greina. 1 fyrsta lagi er hægt aö hugsa sér þá niðurstöðu að máliö veröi látiö niður falla án lrekari umræðna. Sú niðurstaða mun þó vera frekar ótrúleg, miðað við þær heimildir sem Timinn hefur aliað sér, sem flestar ganga i þá veru aö þeir sem tóku hina umdeildu ákvörðun verði ekki látnir sleppa með skrekkinn. Þeir sem ganga harðast lram i málinu leggja til að fram- kvæmdastjóranum þ.e. Einari Sveinssyni og skrifstofustjóran um, Vigfúsi Aðalsteinssyni verði vikið úr starli um stundarsakir, meðan máiið er skoðað ofan i kjölinn, en þeim siðan sagt upp endanlega, ef máliö er i pottinn búið eins og lýst hefur veriö hér að framan. Aðrir hallast að væg- ari leiðum t.d. að borgarstjóra verðifaliðað gefa þeim alvarlega áminningu, eða borgarráð geri sérstaka bókun að þessu tilefni, þar sem ákvörðun þeirra verði vitt. Eins og fyrr segir kemur borg- arráð til fundar i dag, þar sem málið verður tekið i fjórða sinn á dagskrá, og þá væntanlega op- inberlega i fyrsta sinn. Vel getur svo farið að endanleg ákvörðun um lyktir málsins veröi tekin á þeim íundi. Hins vegar hefur út- gerðarráð ekkerl fjallað um mál- ið. Til stendur að halda fund i ráð- inu á morgun, ef reikningar fyrir- tækisins, lrá siðasta ári liggja þá fyrir, en ellegar stendur til að fresta honum um viku. Hins vegar hafa menn litið vilj- að láta hala eftir sér um þetta mál. Borgarráösmenn telja sig bundna þagmælsku vegna þess að eingöngu hafi veriö íjallað um það á lokuöum fundum. Aðrir sem málelnið snertir hafa iitiö viljað hala sig i írammi, fyrr en ákvörðun heíur verið tekin i borg- arráði til að styggja ekki borg- arráð. —Kás Kristins Guð- mundssonar minnst á þingi ■ Jón Helgason forseti Samein- aös þings kvaddi sér hljóðs á þingi i gær og minntist Kristins Guðmundssonar sem er nýlátinn. „Kristinn Guðmundsson fyrr- verandi utanrikisráðherra and- aðist siðastliðinn föstudag, 30. april á áttugasta og fimmta aldursári. Hann tök sæti hér á Alþingi tvisvar skamma stund sem varaþingmaður, á árunum 1947— og 1949, en átti siöan setu á Alþingi sem utanþingsráðherra þrjú þing, á kjörtimabilinu 1953—1956. Kristinn Guðmundsson var fæddur 14. október 1897 að Króki á Rauðasandi. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi og hreppstjóri þar, siðar i Lögmannshli’ð i' Glæsi- bæjarhreppi, Sigfreðsson og Guð- rúnJúli'ana kona hans Einarsdótt- irThoroddsens. Kristinn las lögfræði við Háskóla tslands veturinn 1920— 1921, ennam siðan hagfræði og lögfræði við háskólann i Kiel 1921 og 1923—1926 og i Berlin 1921— 1923. Arið 1926 lauk hann doktorsprófi við háskólann i Ki'el. A árunum 1926—1929 vann hann við einkakennslu og verslun i Reykjavik og Hamborg. Fastur kennari viö Menntaskólann á Ak- ureyri og Hamborg. Fastur kenn- ari við Menntaskólann á Akureyri var hann 1929—1944 og stunda- kennari þar 1944—1953, en var á þeim árum að aðalstarfi skatt- stjóri á Akureyri. Haustiö 1953 var hann utanrikisráðherra og gegndi ráðherrastörfum fram i júU 1956. Nokkru siðar var hann skipaður sendiherra Islands i Stóra-Bretlandi og i ársbyrjun 1961 varð hann sendiherra i Sovétrikjunum. Af sendiherra- störfum léthann sjötugur i árslok 1967 og átti upp frá þvi heimili i Reykjavik. Kristinn Guömundsson var frá æskuárum mikill námsmaður, jafnt i skólum sem utan skóla. Meö aldri varð hann fjölfróður menntamaöur og miölaöi náms- mönnum af vfðtækum fróðleik sinum og þekkingu. A starfsárum sinum i Sovétrikjunum á sjötugs- aldri hóf hann af kappi nám i rússnesku. Á Akureyri voru hon- um falin ýmis störf i þágu bæjar- félagsins og þar var hann bæjar- fulltrúi 1950—1953. Hann var ágætur liðsmaður i stjórnmála- flokkiog honum voru falin vanda- söm ráðherrastörf á umbrotatim- um. Með góðvild og drengskap ávann hann sér hvarvetna vin- sældir i störfum. Gilti það um kennslustörf, skattheimtu, stjörnmálabaráttu og ráðherra- dóm. Siðasta áratug starfsævi sinnar gegndi hann með sæmd og háttprýði mikilvægum störfum fyrir þjóð sina á erlendum vett- vangi. Ég vil biðja háttvirta alþing- ismenn aö minnast Kristins Guð- mundssonar meö þvi að risa úr sætum” BIIASVNING AKUREYRI Kynnum OPELMXn - OPELASCONA - OPELREKORD ISUZU PKKUP - /SUZUTR00KR í nýjum og glæsilegum húsakynnum Véladeildar KEA viö Óseyri2 Laugardag kl.10-17 og sunnudag kl. 10-17 VÉIADEIID KEA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.