Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. mal 1982 7 erlent yfirlit \ 11 ■ W • ’ÉÍ má ■ Tveir af áhrifamestu fulltrúunum á hafréttarráðstefnunni, Jens Evensen og Hans G. Andersen. Mikil samstaða um hafréttarlög Óverulegur ágreiningur um nýtingu úthafsbotnsins ■ MIKILL fógnuður setti svip á lokafund hafréttarráðstefn- unnar eftir að nýr hafréttarsátt- máli haföi verið samþykktur með 130 atkvæöum gegn 4, en fulltrúar 17 rikja höfðu setið hjá. Menn klöppuðu lengi og risu Ur sætum sinum til enn frekari á- herzlu. öllum var ljóst, að náð hafði verið mikilvægum áfanga i alþjóðlegri lagasetningu og alþjóðlegu samstarfi. Dómur margra var sá, að þetta væri merkasti atburður i alþjóðlegu samstarfi siðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 1945. Það dró ekki neitt að ráði Ur fögnuðinum, þótt fjögur riki hefðu greitt atkvæöi gegn sátt- málanum. Sérástæöur réðu af- stöðu þessara rikja. Bandarikin voru ósátt við viss ákvæði varðandi vinnslu á auðæfum alþjóðlega Uthafsbotnsins, en samþykk öðrum ákvæðum sátt- málans. tsrael greiddi atkvæði gegn sáttmálanum vegna þess að i honum felst viss viðurkenn- ing á frelsissamtökum Pale- stinumanna. Aö öðru leyti var Israel fylgjandi sáttmálanum. Tyrkland og Venezúela greiddu atkvæði gegn honum vegna þess að bannað er aö gera fyrirvara um einstök atriöi viö undirritun hans. Hjáseta 17 rikja olli nokkrum vonbrigðum, en þó ekki veru- legum. Niu kommUnistariki (Sovét- ríkin, Búlgana, Tékkóslóvakia, Pólland, Mongólia, Ungverja- land, Austur-Þýzkaland, Úkra- ina, Hvita-RUssland) sátu hjá og réði þar mestu ágreiningur, sem reis á siöustu stundu, um lögfræöilega skýringu á vissu á- kvæði varöandi nýtingu úthafs- botnsins. Eftir atkvæða- greiðsluna gerðu flest þessi riki grein fyrir hjásetunni á þá leið, að reikna má meö að þau undir- riti sáttmálann. Sex riki Efnahagsbanda- lagsins (Bretland, Italia, Belgia, Holland, Vestur-Þýzka- landog Luxemborg) sátu hjá til að þóknast Bandarikjunum, en munu sennilega flest eða öll undirrita sáttmálann. Auk framangreindra rikja sátu Thailand ogSpánn hjá við atkvæðagreiösluna. Þar réðu sérástæður. Reikna má með þvi, eins og áður segir, aöflest þau riki, sem sátu hjá, undirriti sáttmálann, og vafalaust eiga Bandarikin eftir að gera þaö innan skammst tima. Óhyggileg þrá- kelkni réði afstöðu þeirra að sinni. Stjórn Carters var búin að fallast á sáttmálann, en stjórn Reagans breytti afstöðunni. Talsvert var gengið til móts við hana á fundinum nú og gerðu menn sér þvf von um að Banda- rikin létu sérnægja að sitja hjá. EINS OG þegar hefur veriö rakið, var sá ágreiningur, sem kom fram á lokafundinum, ein- göngu varðandi viss ákvæði um nýtingu á auöæfum alþjóðlega úthafsbotnsins. Segja má, að fullt samkomulag hafi náðst um öll atriði önnur, eða þaö, sem hingað til hefur talizt til haf- réttarlaga. Hér er um að ræða lögsögu, efnahagslögsögu, landgrunnslögsögu og siglingar. Þannig var fullt samkomulag um öll þau atriði, sem Island varðar sérstaklega. Til viðbótar náöist svo sam- komulag um mikilvægar meng- unarvarnir, en engar viður- kenndar reglur hafa veriö um þetta mál. Merkilegust nýmæli i' þess- um efnum eru án efa stækkun landhelginnar I 12 milur og viðurkenning á 200 milna efna- hagslögsögustrandrikja. Þá eru landgrunnsréttindi strandrikja utan 200 milna efnahagslögsög- unnar einnig mikilvæg. Akvæð- in um mengunarvarnir eru lika stórkostleg nýmæli. Að dómi margra mun þó það þykja einna sögulegast, að náðst hefur samkomulag um að telja auðæfi alþjóðlega úthafs- botnsins sameign mannkynsins og að nýta ben bau i þágu fá- tækra þjóða. Til þess að tryggja þetta, verður komió á fót sér- stakri stofnun, sem hefur yfir- umsjón með þessari vinnslu og verður sjálf aðili að henni að vissu marki. Óhætt er að segja, að þetta sé nýr þáttur i alþjóðlegu sam- starfi og veltur á miklu, aö það takist vel. Það mun taka veru- legan tima, að koma þessari stofnun á laggirnar, en hún mun taka til starfa, þegar 60 riki hafa staðfest sáttmálann. Sérstök undirbúningsnefnd verðursettálaggirnar.þegar 50 riki hafa staðfest samninginn. AKVEÐIÐ hefur verið að undirritun hins nýja hafréttar- samnings fari fram i Caracas i Venezúela I desembermánuði og lýkur ráöstefnunni þá form- lega, þótt starfi hennar sé raun- veriáega lokið. Þá verður hald- inn tveggja daga fundur i sept- ember til aö ganga frá tillögum nefndar, sem hefurunnið að þvi að lagfæra og samræma orðalag textans, án efnisbreytinga. Þegar undirritun hafréttar- sáttmálans fer fram i Caracas, verða rúmlega 15 ár liðin siðan Arvid Pardo, fulltrúi Möltu, reifaði þá hugmynd á alls- herjaringi S.Þ. að auðæfi út- hafsins ættu að teljast sam- eiginleg arfleifð mannkynsins og nýtast i samræmi við það. Kosin var sérstök nefnd til að vinna að þessari hugmynd, en siöar var starf hennar aukið og henni falið að fjalla um haf- réttarmálin almennt. Nefndin héltallmarga fundi, en 1973 var störfum hennar komiö þaö vel á veg, að ákveðið var að kalla saman sérstaka hafréttarráð- stefnu, sem hóf störf sin i New York i desember 1973. Fyrsta meiri háttar fund sinn hélt hún svo iCaracas sumariö 1974. Alls hefur ráðstefnan haldið ellefu fundi á þessum tima, sem hafa staðið samanlagt i 93 vikur. Island hefur tekiö þátt bæði i störfum undirbúningsnefndar- innar og ráðstefnunnar. A öll- um þessum fundum hefur Hans G. Andersen verið aðalfulltrúi tslands. óhætt er að segja, að hann hafi veriö i röð þeirra fulltrúa, sem notiö hafa mests álits og áhrifa. Island hefur not- ið góðs af þvi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar yi bridge Vetrar- starfinu ad Ijúka ■ Félög bridgemanna eru nú óðum að auglýsa síðustu spilakvöld og keppnir vetrarins. Svo virðist sem flest félög Ijúki vetrarstarfseminni fyrir eða um miðjan mánuðinn. Þessum fréttardálkum Tímans fer því einnig fækkandi, þótt ekki sé enn Ijóst hvort þeir verði einn eða tveirtil viðbótar Eins og fyrri sumur, gefst spilurum á höfuð- borgarsvæðinu tækifæri til að spila bridge á fimmtudagskvöldum i sumar. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvar né heldur hvenær spila- mennskan hefst, en ekki er óliklegt að 27. maí verði fyrir valinu. Þvi miður munu vera ein- hverjir erfiðleikar á því að fá Domus Medica fyrír þessa spila- mennsku, þótt ekki hafi það verið reynt til þraut- ar. Bregðist Domus, þá munu Hótel Hekla með sína slæmu lýsingu og loftræstingu en góðu staðsetningu, eða þá Hreyf ilshúsið koma einna helst til greina — nema betri uppástunga komi fram. Víkingur Starfsemi bridgedeildar fé- lagsins i vetur lauk með aðal- sveitakeppni og sigraði sveit Sigfúsar Sigurhjartarsonar með 110 stig. 1 sveitinni eru auk hans þeir Geiraröur Geir- arðsson, Guðgeir Leifsson og Sigfús örn Arnarson. I ööru sæti varð sveit Björns Frið- þjófssonar með 103 stig. Bridgedeildin þakkar spilurum fyrir samstarfið og skemmtunina i vetur og von- ast til að sjá sem flesta aftur næsta vetur. Breiðhoit S.l. þriöjudag var spiluð hin árlega firmakeppni félagsins og var spilað um veglegan farandbikar. Úrslit uröu þannig, að Borgarprent Vatnsstíg 3 (spilari Hreiðar Hansson) sigraði með 130 stig, Röð næstu fyrirtæki voru 2. Toyota umboðiö, spilari Óskar Þráinsson, fékk 121 stig. 3. Bólstrun Sigurðar Hermannssonar, spilari Guð- jón Jónsson, fékk 113 stig. 4. Litaver Grensásvegi spil- ari Bergur Ingimundarson, fékk 103 stig. 1 kvöld verður svo seinasta spilakvöld vetrarins. Er þá spiluð létt rúbertukeppni, en jafnframt veitt verðlaun fyrir aðalkeppni vetrarins. Spilað er i húsi Kjöts og fisks. BR Siðastliðinn miðvikudag var fyrirhugað aö halda áfram einmenningskeppni félagsins, en þar sem ekki mættu nógu margir til leiks i tvo riöla, var brugðið á þaö ráð að spila tólf para tvimenning. Úrslit uröu þessi. Gylfi Baldursson — Sigurður B; Þorsteinss. 193 Aðalsteinn Jörgensen — Þorlákur Jónsson 192 Böðvar Magnússon — Rúnar Magnússon 181 Guðm. Hermannsson — Þorgeir Eyjólfsson 181 Siðustu spilakvöld hjá félag- inu á þessu starfsári verður á morgun miðvikudag. Þá er fyrirhugað að 16 efstu menn úr fyrsta kvöldi einmennings- keppninnar spili um titilinn einmenningsmeistari BR 1982. Aðrir spilarar, sem mæta spila eins kvölds tvimenning. Spilamennskan hefst i Domus Medica kl. 19.30. Hafnarf jörður Nú fyrir skömmu lauk Baro- meter-tvimenningskeppni BH. Úrsliturðu: 1. Stefán Pálsson — Ægir Magnússon 218 2. Dröfn Guðmundsd. — Einar Sigurösson 182 3. Ragnar Magnússon — Svavar Björnsson 159 4. Arni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 137 5. Aðalst. Jörgensen — Asgeir P. Asbjörnss. 117 6. Georg Sverrisson — Rúnar Magnússon 113 7. Ragnar Halldórsson — Þorsteinn. Þorsteinss. 53 8. óskar Karlsson — Kjartan Markússon 52 Siðastliðinn mánudag hófst svo tveggja kvölda hrað- sveitakeppni með þátttöku niu sveita. 1. Aðalsl. Jörgens 248 stig 2. Sæv'ar Magnússon 238 stig 3. Stefán Pálsson 225 stig 4. Ólafur Torfason 218 stig Meðalskor 216 Bridgedeild Skagfirðinga Eftir fyrsta kvöldiö i þriggja kvölda tvimenning eru þessi pör efst: A-riðill (10 pör) 1. Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 135 2. Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hansson 132 3. Anton Sigurðsson — Björn Árnason 130 B-riðill 1. Haukur Harðarson — Sigrún Steind. 100 2-3. Jón Hermannss. — Ragnar Hansen 92 2.-3. Sveinn Sveinsson — Valdimar Jóhannss. 92 önnur umferð, veröur spiluð i dag þriðjudaginn 4. mai I Drangey, Siðumúla 35. Hægt er að bæta við 4 pörum I annarri umferð upp á miðlung. Spilamennska hefst klukkan 19.30 stundvislega Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.