Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 11
gerðist bóndi á Gljúfurá i Borgar- hreppi árið 1938. Þar bjó hann næstu 6 árin, og siðan 4 ár á Beigalda i sömu sveit. Þá fluttist hann að Hreðavatni og átti þar heima siðan. A Hreðavatni rak Daniel all- stórt fjárbii og hefur eflaust alla tið haft mesta hneigð til búskapar og þá einkum sauðfjárræktar, enda náöi hann ágætum árangri á þvi sviði. En örlögin höguðu þvi þannig, að hann varð alltaf að stunda búskapinn i' hjáverkum. Það sem gerði slikt mögulegt var, að Daniel var óvenjulega þrek- mikill og lagði hiklaust nótt við dag, þegar með þurf ti. 1942 var hann skipaður skógar- vörður á Vesturlandi og gegndi þvi starfi til ársins 1978, er hann létaf þvi fyrir aldurs sakir. Ahugamál Daniels voru mörg, og hann var fljótlega kallaður til forystu í margvislegum félags- og framfaramálum. Hann var vel til foringja fallinn, góður ræðumað- ur og ómyrkur i máli, úrræðagóð- urogafarósérhlífinn og vinnufús. Hann beitti sér af lifi og sál í þvi, sem honum var falið, með þeim einlæga ásetningi að láta gott af sér leiða. A æskuárum Daniels var ung- mennafélagshreyfingin úpp á sitt bezta. Ungur gekk hann hugsjón- unum um „ræktun lands og lýðs” og „ísland allt” á hönd, og starf- aði siðan i þeim anda meðan kraftar entust. Hér skulu ekki upptalin hans fjölmörgu trúnaðarstörf fyrir sveit si'na og hérað og einnig á viðari grundvelli, aðeins fluttar fátæklegar þakkir frá félagsskap sem á honum meira upp að unna en nokkrum öðrum, Skógræktar- félagi Borgarf jarðar. Daniel átti sæti i undirbúnings- nefnd um stofnun þess félags, en skógræktarfáagið var stofnað ár- ið 1938. Hann var kosinn i fyrstu stjórn þess og sat samfleytt i stjórn þar til á aðalfundi 1977, að hann gaf ekkilengur kostá sér. Hann gegndi framkvæmdar- stjórastörfum fyrir skógræktar- félagið alla tið meðan hann var skógarvörður, og rækti það starf af afburða dugnaði og Utsjónar- semi. Hann var alltaf driffjöðrin i félaginu og sá árangur, sem náðst hefur,er mest honum að þakka. Auk þeirra sköga, sem Daniel stjörnaði gróðursetningu I fyrir Skógrækt rikisins, eru i héraðinu allmörg afgirt svæði með vöxtu- legum trjágróðri, í eigu og umsjá Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Þessir reitir eru fyrst og fremst verk Daniels og er ekki hægt ann- að en harma, að þetta fátæka áhugamannafáag gat ekki lagt honum til meira rekstrarfé. Ef slikt hefði verið unnt, væru borg- firzkir skógar miklu stærri, já, Daniel hefði líklega verið kom- inn vel á veg með að klæða héraðiðskógi, hefði fjármuni ekki skort. Viðfráfall Daníels rifjaðist upp minningar um margar ánægju- legar samverustundir með hon- um I hópi skógræktarfólks. Hon- um fylgdi hressilegur blær hvar sem hann fór. Lifsfjör hans og áhugi hvatti aðra til dáða. NU er hann horfinn yfir móðuna miklu en þau spor, sem hann markaði, munu verða minnis- varði hans um ókomin ár. Skógræktarfélag Borgarfjarðar ’þakkar Daniel Kristjánssyni öll hans störf i þess þágu, og sendir aðstandendum hans hugheilar samúðarkveðjur. Þ.E. + Að morgni laugardagsins 24. april 1982 lést á Borgarspftalan- um i Reykjavik Daniel Kristjáns- son frá Hreðavatni. Daniel var fæddur að Tungu i Hörðudal i' Dalasýslu hinn 25. ágúst árið 1908, en ólst upp á Hreðavatni i Norðurárdal frá fimm ára aldri. Foreldrar hans voru Kristján Gestsson, ættaður Ur Dölum, og Sigurlaug Danielsdóttir frá Stóru Gröf iBorgarfirði. Þau Kristján og Sigurlaug voru dugandi fólk og komu upp góðu búi að Hreðavatni, þar sem þau ólu upp sex syni og einn fósturson. Daniel var i Hvitárbakkaskóla veturna 1929—1931. Næstu árin stundaði hann ýms störf, en átti heimili á Hreðavatni. Hann hóf búskap á Gljúfurá i'Borgarhreppi árið 1938 og bjó þar til ársins 1944, en þá fluttist hann að Beigalda i sama hreppi. Þá jörð keypti Daniel og bjó þar til ársins 1948. Siðan hefur hann búið á Hreða- vatni, lengst af ásamt Þórði bróð- ur sinum og fjölskyldu hans. Arið 1932 kvæntist Daniel, AmaliuFanneyju Tryggvadóttur. Þau eignuöust einn son, Ragnar Gisla, vélvirkja. Þau skildu eftir stutta sambúð. Sambúðarkona Daniels siðar varð Asta Sigriður Guðbjarna- dóttir frá Jafnaskarði i Stafholts- tungumÞau eignuöust þrjú börn, Guðmund, loftskeytamann og flugmann i Reykjavik, Hrefnu, sem er sjúklingur á Kópavogs- hæli, og Kristján bryta i Reykja- vik. Það, að þau Daniel og Asta hættu búskap á Beigalda árið 1948, mun að miklu leyti hafa stafað af veikindum Astu þá. En siðan hefur hUn að mestu verið búsett i Reykjavik. Strax á unga aldri hóf Daniel afskipti af félagsmálum. Hann hreifst ungur af hugsjónum ung- mennafélaganna og starfaði mik- iði ungmennafélagi sveitar sinn- ar. Hann endurreisti þar Ung- mennafélagið Baulu og var for- maður þess i mörg ár. Hið mikla og þjóðholla starf ungmennafélaganna hafði sterk á- hrif á hinn unga mann og mótaði lifsviðhorf hans á margan hátt. Var hann alla tið, allt til æviloka, sami ungmennafélaginn i anda og hann hafði verið sem ungur mað- uriNorðurárdal. Daniel átti lengi sæti i sveitar- stjórn Norðurárdalshrepps, en gaf ekki kost á sér til endurkjörs vorið 1978, enda þá kominn fast að sjötugu. Hann átti lengi og allt til dauða- dags sæti i stjörn Sparisjóðs Mýrasýslu. í stjórn sparisjóðsins þótti Daniel góður fulltrúi alþýðu manna, enda gott til hans að leitaog hann vel kunnugur mönn- um ogmálefnumhéraðsins. Eitt af áhugamálum Daniels varBarnaskólinn að Varmalandi. Allt frá stofnun þess skóla og fram á árið 1978 sat hann i skóla- nefnd hans lengst af sem formað- ur.Þegarkjósa skyldi nýja skóla- nefnd árið 1978, gaf Daníel ekki kostá sér lengur til þeirra starfa, taldi rétt aðyngri maður tæki við, sem og varö. FyrirVarmalandsskólann vann Daniel mikið og óeigingjarnt starf. Eyddi frá sjálfum sér ómældum tima og fjármunum I þágu skólans .fyrr og siðar og taldi ekki eftir. Daniel var alla tið mikill áhugamaður um skógrækt. Hann réðist sem skógarvörður fyrir Vesturland upp Ur 1940, eftir að hafa áður lært til skógræktar, m.a. með námi um tfma I Noregi.Hann lét af skógarvarð- arstarfinu vorið 1978 sakir heilsu- brests. Daniel var kosinn i stjóm Kaupfélags Borgfirðinga árið 1956 og formaður þess áriö 1966. Varhann formaður K.B. frá þeim tima og allt til dauðadags. Ég, sem þessar linur skrifa, man sem unglingur eftir Daniel frá hans yngri árum og hef þekkt hann alla tíð siðan. Siðustu fjórtán árin hef ég haft náið sam- starf við hann um málefni Kaup- félagsBorgfirðinga. Ég fagna þvi aöhafaisvolangantima áttsam- leið með Daniel. A okkar sam- starfhefur aldrei boriðskugga. Ég veit, að ekki er alltaf vinsælt að vera formaður i stóru kaupfé- lagi. En slika smámuni lét Danlel ekki á sig fá. Hann var einlægur samvinnumaður og taldi ekki eft- irsporin fyrir samvinnuhreyfing- una. Margan fundinn sat hann og marga ferðina fór hann i þágu kaupfélagsins og þáði næsta litil laun fyrir. Enþannig var Daniel. Hann skeytti litt um eigin hag, fé- lagsmálin, mál fjöldans, voru honum miklu ofar i huga. Inni- lega glaður var hann, þegar vel gekk hjá K.B., en áhyggjufullur, þegar honum fannst eitthvað fara úrskeiðis. Hann þoldi illa órök- studda gagnrýni á kaupfélagið eða samvinnuhreyfinguna, en var fús að ræða um úrbætur, þar sem honum fannstúrbóta þörf. Við samvinnumenn i Borgar- firði munum sakna góðs vinar og samherja úr röðum okkar, þegar Daniel á Hreðavatni er ekki leng- ur með okkur, ekki sist nú, þegar árlegir deildafundir standa yfir og aðalfundur er framundan. Við minnumst skörulegrar fram- göngu hans og drengilegs mál- flutnings á fundum. Maður kemur i manns stað og lögmál lifs og dauða gildir nú sem ávallt. En við, sem höfðum mikið saman við Daniel að sælda, finnum til tóm- leika, og i hugskoti okkar verður eyða fyrst i stað, eyða, sem hann fylltiáður. Daniel á Hreðavatni var hár maður vexti og glæsilegur á velli, léttur á fæti og kvikur i hreyfng- um fram á efri ár. Hann hafði bjarta og hvella rödd og lá hátt rómur, sérstaklega þegar hið mikla skap hans sagði til sin. En skapheitur var hann, oft fljótur að reiðast, en fljótur til sátta og hafði aldrei nein eftirmál, þó eitt- hvað slettist upp á vinskapinn. Hann var vinfastur, hreinn og beinn í öllum samskiptum og fór ekki dult með skoðanir sinar. Fundum i stjórn K.B. stjómaði hann með festu og reisn. Þar sem annars staðar fylgdi honum birta og hlýja. Það var alltaf bjart i kringum Dani'el, og maður hlakk- aði ósjálfrátt til að hitta hann. Hann var stundvis og reglusamur i hvivetna, og honum fylgdi jafn- an hressandi blær. Daniel á Hreðavatni var alla tið mikill náttúruunnandi, og nátt- úrufegurð og fagurt landslag kunni hann vel að meta. Hin dásamlega og margbreytilega náttúrufegurð heimahaga hans hefur vafalaust nokkuð mótað hug hansoglifsviðhorf. Daniel var skógræktarmaður. En hann lagði rækt við margt annað. Fegrun og uppgræðsla landsins var i hans huga nátengd fegrun mannlifsins og viðleitni mannsins til betra íifs, — lifs sem ekki er streita um fjárhags- og viðskiptamál, heldur bjartara og betra lifs i faðmi fagurrar is- lenskrarnáttúru. Hið jákvæða viðhorf Daniels til manna og málefna hafði áhrif á umhverfi hans. Það var, sem fyrr segir,bjarti kringum hann. Nokkuð er siðan heilsu Dani'els fór að hraka. Atti hann við veik- indi að striða seinni árin, sem ágerðust eftir þvi sem á leið uns yfir lauk, laugardaginn 24. april s.l. Framundir það siðsta fylgdist hann með málum. Hann tók þátt i hátlðahöldum i Borgarnesi 20. febrúar s.l. i tilefni af 100 ára af- mæli samvinnuhreyfingarinnar og hann mætti sem formaður K.B. á ársfundi Búvörudeildar Sambandsins i Reykjavik hinn 5. mars s.l. Þrátt fyrir sjiíkleika sinn sat hann fundóaglangt. Slik- ur var áhugi hans fyrir málefnum bænda og samvinnuhreyfingar- innar. Undir fundarlok kvaddi hannmig meðhlýju handtaki sem jafnan áður. Nú að leiöarlokum leyfi ég mér fyrir hönd féiagsmanna, starfs- manna og stjómar Kaupfélags Borgfirðinga að þakka Daniel fyrir mikið og gott starf i þágu kaupfélagsins og héraðsins alls um leið og við vottum börnum hans og fjölskyldu dýpstu samúð. Persónulega þökkum við Anna honum margar ánægjustundir á heimiii okkar aö Skúlagötu 21 i Borgamesi, og fyrir hönd fjöl- skyldu minnar allrar þakka ég honum góð kynni og vináttu fyrr ogsfðar. 11 eftir helgina , 7 Siglt á sykurlögum ■ Við fengum hrafnagusuna um þessa helgi en svo nefndu menn þau kuldaköst hér áður, er komu um sumarmálin. Að visu voru sumarmál I landinu um miðjan siðasta mánuð, en skáldið i Sundhöllinni skil- greindi þetta hret samt á þá leið, að þetta væri hrafnagusa. Það má auðvitað segja sem svo, að nafnið skipti ekki máli. Þaö sem er auðvitað aðalat- riðið er það að þetta kuldakast kemur vorinu og öllum gróöri i opna skjöldu og svartbakurinn á Tjörninni lenti eins og skiða- flugvél á glærum isnum og hann blimskakkaði og horfði undrandi á isinn, og hóf sig siðan hneykslaður til flugs á ný. Endurnar syntu hinsvegar i krapinu við vélindað, þar sem átti að heita að væri opin vök fyrir brauðgjafir. En þær héldust ekki við lengi, fremur en fólkið i kröfu- göngunni, en aðeins hraust- ustu menn gátu nú gengið fyr- ir réttlætið á Islandi 1. mai og svo konur er óku barnavögn- um og kerrum til að sjá roð- ann i austri. Einverntimann hefði það nú þótt saga til næsta bæjar, ef 1. mai þyldi ekki nema 3stiga frostá Celsius. Annars virtist veðrið vera litlu skárra i Mosvku og aum- ingja Brésnjef varð að hima á múrnum, eða grafhúsinu, þvi nú verður hann alltaf að vera að sanna að hann sé ekki dauður. Og það er sko ekki neinn barnaleikur i svona tið- arfari að sanna að maður sé ekki dauður. Og hefur eigin- lega enginn lent i svoleiðis vandræðum, siðan fasteigna- salanum var stungið inn i einu kuldakastinu hér um árið. Það kom i útvarpinu, að fasteigna- sala, ónefndum hefði verið stungið inn og þá þurftu allir fasteignasalar að þramma aftur og fram um Austurstræti i Slippkulda, frosti og roki, til að sýna að þaö voru ekki þeir, sem sátu inni. Já , svona mikið geta fjöl- miðlar lagt á fólk með glæfra- legum talsmáta. Mörg mál voru á dagskrá önnur en veöráttan, og meðal annars nýja Akraborgin, sem koma á i staðinn fyrir gömlu Akraborgina. En þetta er ein merkilegasta útgerð i landinu, eða á höfuðborgarsvæðinu, eins og þessi landshluti er stundum nefndur. Akraborg- inni er nefnilega haldið úti með eins konar sykurlögum, þannig að það eru raunveru- lega Reykjvikingar, sem látnir eru bera meginþungann af útgerðarkostnaði skipsins, þótt leynifélagið Skallagrimur sé nú yfirleitt talið gera skipið út.. Én hvernig getur staðið á þessu, kunna menn að spyrja. Já hvernig stendur á þvi að Strætisvagnar Reykjavikur eru látnir greiða 200 milljónir gamlar á ári i þungaskatt, þótt þeir komi aldrei á þjóðvegi landsins og hvernig er farið að þvi að láta Reykvikinga gera út Akraborgina? Það er gjört þannig: Akra- borgin notar tvær bryggjur. önnur er uppi á Akranesi og hún er smiðuð fyrir fé úr rikis- sjóði, sem lagði til 75% af kostnaðarverði bryggjunnar þar. Siðan koma 15% úr sjálf- virku sjóðakerfi er lánar i bryggjur utan Reykjavikur þannig að 90% af kostnaðin- um er lagður fram af rikinu. 1 Reykjavik er þessu öðru visi varið Reykvikingar verða sjálfir að greiða allar sinar bryggjur, og bryggjan, sem Akraborgin notar i Reykjavik kostar á núverandi verðlagi um eina milljón dollara, eða liðlega einn milljarð gamalla króna. Til að greiða upp þessi mannvirki, eru greidd vöru- gjöld, og hafnargjöld, sem eru tekjustofnar Beykjavikurhafn- ar. Vörugjöldin vega þar þyngst. Akraborgin flytur mikið af vörum og tugþúsund- ir bila og skipinu er séð fyrir bryggju sem kostar milljón dollara og auk þess fyrir ókeypis bilastæðum I landi. En þá er komið að kjarna máls- ins. Akraborgin greiðir ekki vörugjöld. Sykurbréf frá stjórnarráðinu undanþiggur þetta skip frá þessum gjöld- um, og við það situr. Greiðir skipið aðeins óveruleg hafnar- gjöld, eða 8—10 þúsund krónur á mánuði, fyrir afnot af þessum mannvirkjum Reyk- vikinga. Sagt er að Skallagrimur sé búinn aö gjöra arðsemisreikn- inga íyrir nýju Akraborgina. Væri nú ekki rétt að Reykvik- ingar gerðu nú sina arðsemis- reikninga um rekstur þessa skips? Hvar sem ég þekki til, greiða bilferjur vörugjöld. Þau greiða að visu lág vöru- gjöld, en vörugjöld samt, þvi ekki er ætlast til að útsvör séu notuð til aö borga útgerð fyrir Skallagrima i öðrum sveitum, nema hérOg þessu tii viðbótar má geta þess, aö þótt Reykja- vikurhöfn sé eina höfn lands- ins, sem ekki nýtur rikisfram- laga, þá er henni að auki gert það að skyldu að sjá varðskip- um og hafrannsóknaskipum þjóöarinnar fyrir ókeypis bryggjuplássi, en þau skip greiða engin gjöld. Þessu veröur að brey ta. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar ólafur Sverrisson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.