Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 4. mal 1982 15 fþróttir Enska knattspyrnan: Ekkert lát á vel- gengni Uverpool — 11. sigurleikur þeirra í röð er þeir sigruðu Forrest 2:0 — Luton og Watford örugg með sæti í 1. deild ■ Bru7.il innsiglaöi sigur Ipswich... ■ Ekkert lát er á vel- gengni Liverpool í ensku knattspyrnunni/ á laugar- daginn sigruöu þeir Nott- ingham Forest 2-0 með mörkum David Johnson og liðiö hefur nú leikið 11 sigurleiki í röð. Fátt ætti að koma í veg fyrir að Liverpooi hljóti sinn 13 meistaratitla. Að vísu á Liverpool eftir að leika fimm leiki og af þeim að- eins einn á heimavelli sinum Anfield Road. En það er annað sem ef til vill ætti að vega upp á móti þessu hjá Liverpool er að Ipswich sem nánast er eina félagið sem gæti að einhverju leyti ógnað Liver- pool hefur ekki átt sannfærandi leiki undanfarið. A laugardag- inn lék Ipswich við Middlesboro neðsta liðið i deildinni og sigraði Ipswich i þeim leik 3-1. En þrátt fyrir þennan sigur var leikur liðsins alls ekki sannfærandi. Oft á tiðum lentu þeir i basli með „Boro” og það var ekki fyrr en Alan Brazil hafði skorað þriðja mark Ipswich stuttu fyrir leikslok sem þeir gátu andað léttar. Jafntefli hefði ekki verið ósanngjarnt i þessari viðureign. Liverpool hefur nú hlotið 78 jÚrslit 1. deild: Arsenal-West Ham ..2:0 Aston Villa-Man. City , .0:0 Coventry-Tottenham ..0:0 Ipswich-Middlesb ..3:1 Leeds-Stoke ..0:0 Liverpool-Nottm. For ..2:0 Man. Utd.-Southampton... ..1:0 Notts Co.-Birmingham.... ..1:4 Sunderland-Brighton ..3:0 Swansea-Everton ..1:3 Wolves-W.B.A ..1:2 2. deild: Blackburn-Newcastle . .4:1 Charlton-Watford . .1:1 Cr. Palace-Barnsley ..1:2 Derby-Cardiff . .0:0 Grimsby-Oldham . .2:1 Leicester-Norwich ..1:4 Luton-Shrewsbury . .4:1 Orient-Rotherham ..1:2 Q.P.R.-Bolton . .7:1 Sheff. Wed.-Chelsea . .0:0 Wrexham-Cambridge ..0:0 j 1. deild Liverpool.. .37 24 6 7 73-28 78 Ipswich ... .38 23 5 10 69-48 7 4 Man.Utd. . .38 19 11 8 52-28 68 Swansea .. .38 20 6 12 54-44 66 Tottenham .35 18 9 8 57-35 63 Southampt. .39 18 8 13 65-58 62 Arsenal ... .38 17 10 11 39-34 61 Everton ... .39 15 12 12 52-48 57 West Ham . .38 14 13 11 61-51 55 Man.City . .39 14 13 12 47-46 55 A. Villa ... .38 13 12 13 50-50 51 Nott.For. . .38 13 12 13 37-44 51 Brighton .. .39 12 13 14 40-49 49 Notts Co. .. .38 13 7 18 58-63 46 Coventry .. .39 12 10 17 48-55 46 Birmingh. . .38 9 13 16 49-56 40 Sunderl.... .39 10 10 19 36-56 40 W.Brom... .36 9 11 16 41-47 38 Leeds .37 9 11 17 33-52 38 Stoke .38 10 7 21 38-59 37 Wolves .... .39 9 9 21 29;59 36 Middlesb. . .38 6 14 18 30-48 32 stig og á eins og áður sagði fimm leiki eftir. Ipswich er i öðru sæti i deildinni með 74 stig en hefur leikið einum leik meira en Liverpool. United skaust upp i þriðja sætið eftir 1-0 sigur á Southampton á Old Trafford i frekar viðburðarsnauðum leik. Einhver ládeyða hvilir nú yfir „dýrlingunum” eftir að mögu- leikar þeirra á titlinum runnu út i sandinn. United ekki með sitt besta lið á laugardaginn en virt- ust samt ekki vera i vand- ræðum. Það er af sem áður var hjá Southampton og nokkuð langtsíðan liðinu hefur ékki tek- ist að komast á blað hvað mörk- um við kemur. Clemence bjargaði Tottenham Það er óhætt að segja að Ray Clemence hafi bjargað meiðsla liði Tottenham er þeir sóttu Coventry heim. Tottenham sem á við mikil meiðsli leikmanna að striða, sex af fastamönnum liðsins léku ekki með á laugar- daginn. geta þakkað Clemence að þeir skyldu ná öðru stiginu i þessari viðureign. Clemence bjargaði tvivegis glæsilega frá Gary Thompson og Steve Whitton i fyrri hálfleik og leikurinn rann út án þess að mark væri skorað. Eftir þetta jafntefli má segja að möguleik- ar Tottenham séu úr sögunni. Ættu þó að eiga möguleika á UEFA sæti. John Wark skoraði sitt 23. mark er hann kom Ipswich á blað i leiknum gegn Middles- boro. Arnold Mhuren skoraði með snúningsbolta beint úr aukaspyrnu. Dave Thomas minnkaði muninn fyrir Middles- boro er hann skoraði með þrumuskoti af 25 metra færi. Paul Cooper markvöröur Ips- wich var siðan maður leiksins en i seinni hálfleik kom hann margsinnis með góðri mark- vörslu i veg fyrir að Middles- boro skoraði. Middlesboro átti snilldarleik i seinni hálfleik en Cooper var þeim erfiður. En fjórum minútum fyrir leikslok læddi Alan Braxil inn marki fyrir Ipswich. ósanngjarn sigur. Vonir Swansea að engu orðnar Ósigurinnhjá Swansea á Vetch Field á laugardaginn er þeir fengu Everton i heimsókn gerir það að verkum að möguleikar þeirra á titlinum eru nú fyrir bi. Everton sigraði i leiknum 1-3 og er þetta stærsti ósigur Swansea á heimavelli þetta keppnistima- bil. Við þetta tap er Swansea nú komið i fjórða sæti i deildinni. Adrian Heath skoraði fyrir Everton á 26. min og Graham Sharp bætti öðru marki við úr vitaspyrnu á 5(k min. eftir að brotið hafði verið á Rimmer. Aðeins tiu min. siðar bætti Sharp öðru marki við. Robbie James lagaði siðan aðeins stöðuna á 76. min. fyrir Swan- sea. Læti á Highbury Mikil læti brutust út á High- bury heimavelli Arsenal er þeir fengu West Ham i heimsókn rétt er leikurinn var nýbyrjaður. Nokkurn tima tók að stilla til ■ Regis skoraöi mark... friðar og mestu óeirðarseggirn- ir pikkaðir út og þá gat leikurinn hafist á nýjan leik. Graham Rix skoraði á 16. min. fyrir Arsenal og rétt fyrir hálfleik bætti Alan Sunderland öðru marki við og öruggur sigur Arsenal i höfn. Leikmenn Man. City fóru illa með upplögð tækifæri i leiknum gegn Aston Villa á Villa Park. Boyer, Power og Reeves áttu gull af færum en misnotuðu þau herfilega. Villa heppið þar. Monaghan skoraði sigur- markið fyrir West Bromwich aðeins fimm minútum fyrir leikslok i leiknum gegn Wolves, en stuttu áður hafði honum verið skipt inn á sem vara- manni. Mark Monaghan getur orðið gull af eir þvi miklar likur eru á þvi að það tryggi Albion áframhaldandi setu i 1. deild. En fyrir mótherjana Wolves gæti þetta tap orðið til þess að liðið félli niður. Annars voru Olfarnir helberir klaufar að sigra ekki eða að minnsta kosti að ná ööru stiginu i þessum leik. Wayne Clarke misnotaði vita- spyrnu snemma i fyrri hálfleik fyrir Wolves. lét verja frá sér. Úlfarnir voru sterkir i fyrri hálfleik og átti Albion i vök að verjast. Cyrille Regis tókst þó að skora á 30-min. fyrir Albion en Andy Gray jafnaði metin fyrir Úlfana i upphafi seinni hálfleiks siðan kom markið þýðingarmikla eins og áður sagði. Sunderland fikrar sig nú heldur betur upp töfluna. A laugardaginn fengu þeir Brighton i heimsókn og það var léttur leikur. Gary Rowell gerði tvö mörk fyrir Sunderland annað úr viti og Colin West inn- siglaði sigur Sunderland. Liðið er þó enn i fallhættu. Saunders fyrrum stjóra hjá Aston Villa virðist ætla að tak- ast að bjarga Birmingham frá falli. Það virtist vera minnsta mál fyrir þá að sækja Notts County heim. Stórsigur hjá Birmingham 1-4. Lesley Phillips skoraöi fyrir Birmingham en MacCulloch jafnaöi metin fyrir hálfleik. Tvö mörk frá Tony Evans og Harlford gerðu út- slagið. Mikil pressa var á leikmönn- um Stoke er þeir sóttu Leeds heim. Sóknarloturnar buldu hver af annarri á vörn Stoke en i markið vildi boltinn ekki. Frank Worthington átti skot i stöng og fór siðan illa að ráði sinu með upplagt tækifæri. Bæði félögin enn i fallhættu þó er staða Leeds ögn skárri. Nokkuð ljóst þykir að Luton og Watford komist upp i 1. deild en aftur á móti er baráttan um þriðja sætið hörö og jöfn og þar eru nokkur félög með i barátt- unni þótt staða Sheff. Wed, og Norwich sé ögn skárri. röp-. 2. deild Luton .... .38 22 12 4 77-40 78 Watford .. .39 21 11 7 69-38 74 S. Wed.... .39 19 9 11 50-45 66 Norwich.. .39 20 5 14 59-47 65 QPR .38 19 6 13 57-36 63 Barnsley . .39 18 9 12 55-38 63 'Kothcrham. :so 19 6 14 58-48 63 Leicester. .37 17 11 9 52-40 62 Blackburn .39 16 10 13 45-37 58 Newcastle .39 16 8 15 46-43 56 Cheisea .. 39 15 10 14 56-55 55 Oldham .. .39 13 13 13 45-50 52 Charlton . .40 13 12 15 50-60 51 Derby .... .39 11 11 17 47-62 44 Grimsby . .38 10 13 15 50-59 43 Camhridge. 39 11 9 19 42-51 42 C.Palaee . .38 11 9 18 30-41 42 Wrexham 38 10 11 17 34-46 41 Cardiff ... 39 11 8 20 42-57 41 Bolton 40 11 7 22 33-58 40 Shrewsb. . 39 9 12 18 34-57 39 Orient 9 8 21 31-54 35

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.