Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 4. maí 1982 17 íþróttir ■ Kristján Agústsson hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu i körfuknattleik i Evrópukeppniuni i Skotlandi ,, Þetta var góður endir” — sagði Einar Bollason, eftir að ísland hafði sigrað Egypta 73-72 í Evrópukeppninni í körfuknattleik „Það leit ekki allt of vel út” — sagði Ásgeir Sigurvinsson ■ „Þetta var góður endir, það var frábært hjá strák- unum að þeir skyldu ná sér upp úr þessu. Þetta var alveg geðveikislegur leikur. Og það skemmti- legasta við þetta var að það var ekki til þreyta hjá strákunum", sagði Einar Bollason þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknatt- leik eftir að Island hafði sigrað Egyptaland 73—72 i siðasta leiknum í Evrópu- keppninni í körfuknattleik á sunnudaginn. „Egyptarnir eru virkilega sterkir, þeir unnu Austurrikis- menn og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með þessi úr- slit. Leikurinn gegn Egyptum var allan timann i járnum. Við vorum þó alltaf yfir og hálfleik var staðan 39—32 fyrir okkur. Strák- arnir stóðu sig m jög vel og þá sér- staklega þeir Valur, Rikharður, Axel og Kristján. Valur var stiga- hæstur i þessum leik skoraði 20 stig. Ungu strákarnir i liðinu hafa komið mjög vel út úr þessari keppni. Það verður að hafa það i huga að viðhöfum leikið senterslausir i þessari keppni, eftir að Jónas meiddist. Þetta er eins og að handknattleikslið myndi leika markmannslaust. Það er ekkert vafamál að ef við hefðum getað teflt fram fullu liði þá hefðum við unnið bæði Austurrikismenn og Skota og lent i ööru sæti i keppn- inni. En eftir þessar hrakfarir þá tel ég það mjög gott að ná 3^-4sætinu i keppninni”. tsland lék gegn trum á laugar- daginn og sigraði tsland i þeim leik 74—68. röp-. ■ „Það leit ekki allt of vel út fyrir okkur i byrjun. Nurnberg komst f 2-0 og þannig var staðan I hálfleik. Rumenigge skoraði siðan fyrst fyrir okkur I seinni hálfleik og þá fór þetta að fara i gang. Okkur tókst síðan að bæta við þremur mörkum og sigra”, sagði Asgeir Sigurvinsson knatt- spyrnumaður hjá Bayern Mun- chen sem á laugardaginn tryggði sér titilinn bikarmeistari V- Þýskalands er þeir sigruðu Nurn- berg 4-2 i úrslitaleik sem fram fór i Frankfurt. Asgeir ldr ekki meö liði Bayern i þessum leik frekar en öðrum Frægur júdó- þjálfari ■ Júdósambandið ræðst ekki á garðinn þarsem hann er lægstur. Þeir hafa fengið Wolfgang Hoff- mann einn eftirsóttasta júdó- þjálfara heimsins til að koma hingað i sumar og halda hér þjálfaranámskeið. Aður en Hoffmann geröist þjálfari var hann einn besti júdó- maður heimsins og m.a. verð- launahafi frá Ólympiuleikunum 1964. 1 tengslum við komu Hoff- manns mun Júdósambandið vera með æfingamiðstöð i iþróttahúsi Kennaraskólans. Evrópuþing Borðtennis- sambanda: Gunnar í unglinga- nefndina ■ Þing Borötennissambands Evrópu (Ettu) var nýlega haldið i Búdapest i Ungverjalandi. Gunn- ar Jóhannsson formaður Borð- tennissambands íslands sótti þetta þing. Gunnar var kosinn i unglinganefnd Evrópusambands- ins og er hann fyrsti fulltrúi Is- lands sem gegnir trúnaðarstöðu hjá Evrópusambandinu. röp-. leikjum liðsins undanfarið. As- geir sagði að Iiðið ættí eftir að leika fimm leiki i Bundesligunni og möguleikar þeirra á sigri væru frekar litlir. Bayern væri fjórum stigum á eftir Hamburg, sem um helgina sigraði Kaiserslautem 4-0 en Bayern hefur leikiö einum leik minna. Hamburg ætti eftir mun léttari leiki i Bundesligunni. Þá er Bayern i úrslitum i Evrópukeppni meistaraliða og leikur Bayem til úrslita við Aston Villa og verður leikurinn á leik- velli Feyenoord i Rotterdam 26. mai. Asgeir sagði að einhverjar viðræður heföu áttsér staðá milli Stuttgarts, félagsins sem hefur áhuga á að fá Asgeir I sfnar raðir og Bayern Munchen en þær við- ræður væru á byrjunarstigi. Asgeir sagði að ef landsliðs- nefndin færi þess á leit við hann að hann léki meö íslandi gegn Englandi á Laugardalsvelli 2. júni og gegn Möltu á Sikiley nokkrum dögum siðar gæti hann ekki séð að nokkuð ætti að koma i veg fyrir það. „Bundesligunni lýkur hérna 29. mai og þó að formlegt sumarfri hefjist ekki fyrr en 6. júní þá hef ég ekki trú á öðru en að ég fái mig lausan”, sagði Asgeir. röp-. Þrfr fengu styrki ■ Unglinganetnd 1S1 auglýsti nýlega eftir umsóknum um styrki handa unglingaþjálfurum sem hyggjast sækja þjálfaranámskeiö erlendis á þessu ári. Til úthlutun- ar vom þrir styrkir að upphæð fimm þúsund krónur hver. Alls bárust 13 umsóknir og ákvað Unglinganefnd ÍSÍ að veita eftir- töldum aðilum styrki. Guðna Sigfússyni til að sækja fimleikanámskeiö i Sviþjóð, Ingvari S. Jónssyni til aö sækja körfuknattleiksnámskeið á ftaliu og Þórði Lámssyni til að sækja knattspyrnunámskeið á Eng- landi. VEIAStNING akurevri Kynnum traktora, heyvinnuvélar, vörubíla og þungavinnuvélar í nýjum og glæsilegum húsakynnum Véladeildar KEA vid Óseyri2 Laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 10-17 ♦ VÉIADEIID KEA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.