Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.05.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt. Kaupum nýlega bíla til niðurrus Slmi (91) 7- 75-51, (91 ) 7- 80-30. Skemmuvegi 20 Kópavwgi HEDD HF. Mikið úrval Opid virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armtila 24 Sfmi 36510 „MA SEGJA AÐ ÉG SÉ FÆDDUR INN í ÞETTA Rætt vid Harald Henrysson, nýkjörinn forseta SVFÍ ■ A ársþingi SVFl nú um helgina var Ilaraldur llenrýsson kjörinn forscti félagsins og er hann sá sjötti sem þvi starfi gcgnir frá stofnun þess. Við fundum Harald aö máli á blaðamannafundi sem haldinn var i húsakynnum SVFt á Grandagarði i gær og spurðum hann l'yrst um störf hans og kynni af slysavarnastörfum. „Það má segja aö ég sé fæddur inn i þetta”, sagöi Haraldur, „þar sem faðir minn, Henry Hálf- dánarson var skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri Slysavarna- félags lslands i nær 30 ár, þ.e. frá 1943-1972. Ég byrjaði snemma að taka þátt i félagsstöríunum og það eru nú liðin 20 ár frá þvi er ég gekk i Ingólí, en þar hef ég lengi verið i stjórn og formaður um tveggjaáraskeið,árin 1978-80. Þá hef ég veriö i stjórn SVFI frá 1973 og formaður rannsóknanefndar sjóslysa frá sama tima. Nú urðu miklar breytingar á stjórn? „Já, nú gengu þrir menn úr stjórn sem höfðu starfað i 22 ár, en þeir eru Gunnar Friðriksson sem nú lét af störfum forseta, Baldur Jónsson og Egill Július- son. Þá hætti nú Ingólíur Þórðar- son sem gengt hafði gjaldkera- störfum i 16 ár og Ifulda Viktors- dóttir, en hún hafði staríað i 6ár i stjórn og er fyrrum formaöur kvennadeildarinnar i Reykjavik. Þau voru öll gerð að heiðursfélög- um. I framkvæmdastjórn sitja nú þau Ester Kláusdóttir, Guðrún S. Guðmundsdóttir, örlygur Hálfdánarson, Eggert Vigfússon, Einar Sigurjónsson og Sigurður Guðjónsson. Fulltrúar landshluta eru Jón Þórisson l'yrir Vestur- land, Halldór Magnússon fyrir Vestfirði, Sigrún Pálsdóttir fyrir Norðurland, Gunnar Hjaltason fyrir Austurland og Ólal'ur ishólm Jónsson fyrir Suðurland.” Um livað snerust þingstörfin nú? „Að vanda var fjallað um slysavarna og björgunarmál en innri störf tóku annars óvenju mikinn tima vegna mikilvægra lagabreytinga, sem einkum varða stöðu björgunarsveitanna innan félagsins ekki sist f járhags- legt sjálfstæði þeirra, þótt um leið væri tryggt að félagið hafi sjálft nóg fé handa á milli til þess að Ilaraldur Henrýsson nýkjörinn forseti SVFl, ræðir viö blaðamenn I gær. (Timamynd Róbert). geta styrkt þær deildir sem eru fámennar og hafa minna bol- magn og tekjuöflunarmöguleika. í samræmi við þá stefnu var nú ákveðið aö ráðstafa gjöf Lands- bankans frd 1980 til þess að kaupa fullkominn lalstöðvabúnað fyrir sjö sveitir d Suðurlandi. Þær eru fámennar en gegna geysi- mikilvæguhlutverki. Við leitumst við að byggja sveitirnar upp til alhliða björgunarstarfs á sjó og landi, þótt búnaður sé fyrst og fremst miðaður við strönduð skip. Sá búnaður er viðkvæmur en þvi mikilvægari enda var 37 manns bjargaðmeð þessum tækjum á sl. ári. En starfsvið sveitanna er fjöl- þætt, eins og ég sagði og á ári hverju mörkum við stefnuna og ákveðum á hvað skuli leggja mesta áherslu. I ár var ákveðið að það yrði fjarskiptabúnaðurinn. Þær umbætur eru framkvæmdar i samráði við Fjarskiptaráð sem Flugbjörgunarsveitin og Hjálpar- sveit skáta á einnig aðild að.” Hve margir eru félagar SVFI nú? „Talið hefur verið að þeir séu um 30 þúsund. Það er ekki sist úti á landsbyggðinni sem þátttakan er almenn og viða er stór hluti ibúa félagar i SVFl. Þetta er félaginu mikil stoð við að sækja að þvi tviþætta markmiði að jafnan séu tiltækar björgunarsveitir allt i kring um landið og að vinna að hinu mikil- væga fyrirbyggjandi starfi, — að koma i veg fyrir slys.” —AM Þriðjudagur 4. mai 1982 sídustu fréttir ók á mótorhjóli á Ijósastaur ■ Stórslys varð þegar nitján ára piltur ók bifhjóli sinu á staur við Friðarhöfn i Vest- mannaeyjum á átjánda timanum á laugardag. Eftir slysið var pilt- urinn fluttur meðvit- undarlaus með flugvél á slysadeild Borgar- sjúkrahússins i Reykjavik. Lögreglan i Vestmannaeyjum vissi ekki hversu al- varleg meiðsli piltsins eru. —Sjó Slys í Esjuhlíðum ■ Fullorðin kona var flutt á slysadeild Borgarsjúkrahússins eftir að hún datt i Esjuhliðum siðdegis á sunnudag. Lögreglunni i Hafn- arfirði var gert aðvart um slysið kl. 16 á sunnudag. Fór hún ásamt björgunar- sveitinni Kyndli upp að Esju og náði i kon- una. Um kl. 18 var bú- ið að koma henni á slysadeild. Ekki tókst að fá upplýsingar um hversu alvarleg meiðsli hennar eru. —Sjó. Blaðburðarbörn óskast Blaðburðarfóik óskast i cftirtalin hverfi: Hverfisgata Laugavegur — efri hluti Sími 86-300 dlropár Afveð- málum ■ A Hótel Borg starfaði eitt sinn þjónn, sem var nánast sjdklega mikið fyrir að veðja um alla skapaða hluti. Hann vildi þó alltaf hafa vaöið fyrir neöan sig, enda stóð hann venjulega uppi sem sig- urvegari að leikslokum. Einhverju sinni vatt sér sjómaður inn á barinn til hans fljótlega upp úr há- deginu. Sd var nýkominn af loðnuvertiö og hafði fullar hendur fjár. Þegar sjóarinn sem heyrt hafði af veðmálaáráttu þjons- ins, hafði fengið sinn tvö- falda viski ákvað hann að freista gæfunnar. Hann bauðst til að veðja við þjóninn um að hann gæti þeytt glasinu eftir endi- löngu barborðinu °R látið það stöðvast nákvæm- lega á borðbriíninni. Þjónninn hafði enga trd á þvi að sjóarinn hefði slika hæfileika til að bera, þannig að hann tók veðmálinu og lagði hvor um hundrað þúsund krón- ur (gamlar) undir. Er skemmst frá því að segja aö fyrir einhverja slembi- lukku tókst sjóaranum að láta glasið stöðvast nákvæmlega á boröbrUn- inni og varö þjónninr. að gjöra svo vel að reiða fram féð. Aðeins var sctið við eitt borð i salnum þegar hér var komið sögu, en þar voru saman komnir fjórir útgeröarmenn og settist nú sjóarinn að sumbli með þeim. Eftir nokkra stund kom hann aftur að barnum og sagð- ist vilja gefa þjóninum færi á því aö vinna pen- ingana sína aftur, og gott betur þvi nú skyldi hann leggja 150 þUsund undir. Fullyrti sjóarinn að hann gæti pissað þannig i örlit- iö brennivinsstaup að það yrði barmafullt, en ekki færi dropi út fyrir. Þjónn- inn tók veðmálinu glað- hlakkalegur, — ekki síst vegna þess að hann sd aö sjóarinn var nú oröinn nokkuð við skál. Nú, þannig fór að sjóarinn stillti ekki flóðgáttirnar rétt heldur sprændi vitt og breitt um barinn við mikinn fögnuð þjónsins, sem hiaði og klappaði af kæti. Sjóarinn skellti 150 þúsund krónum umyrða- laust á barborðið — gekk siðan að borði Utgerðar- mannanna og þáði 200 þúsund af hverjum þcirra fvrir sig.... Krummi ... sá grein í DV i gær um komandi borgarstjórnar- kosningar og hét hun „Fylleríinu að ljúka, nú koma timburmennirnir”. þeir siðastnefndu voru hins vegar ekki nafn- greindir...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.