Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur S. mai 1982 3 Deilt um sölu á fyrirtækinu sem á Jötunshúsið svokallaða við Hringbraut: TVEIR AÐILAR TEUfl SIG HAFA KEYPT SAMA FYRIRTÆKH)! ■ Tveir aðilar hér i bæ telja sig nú hafa fest kaup á fyrirtækinu Hraðfrystihúsið Innri-Njarðvik, sf., sem á meðal annars húseign- ina Hringbraut 119, öðru nafni Jötunshúsiö. Þegar Timinn leitaði skýringa á þessu máli hjá seljendunum, vildu þeir sem minnst láta hafa eftir sér en Sölveig Eggertsdóttir, einn þriggja eigenda sagði þó: „Mér er óhætt að fullyrða að Byggingarfélagið ÓS og Rör- steypan eiga ekkert i Hraðfrysti- húsinu Innri-Njarövik sf. Jón Hjaltason og Bjarni I. Árnason keyptu af okkur systrunum og Jóni Jónssyni.” Annar eigandi Hraðfrystihúss- íns, Jón Jónsson sagði: „Við gengum frá samningi um sölu á fyrirtækinu til Jóns Hjaltasonar og Bjama I. Árnasonar i byrjun febrúarmánaðar. Málið er hins vegarekki komið lengra ensvo að þeir taka ekki við þvi fyrr en i ágúst.” Aðspurður um það hvaöa kröfur ÓS og Rörsteypan gætu talið sig eiga á hendur Hrað- frystihúsinu sagði Jón: „Ég veit ekkertum þaö. Ég fer a.m.k ekki að ræöa það svona — þaö er allt of flókið mál.” Timinn hafði i gær samband við ÓlafS. Bjömsson forstjóra Bygg- ingarfélagsins ÓS hf. og Rör- steypunnar hf., en samkvæmt heimildum Timans, þá munu þau fyrirtækinú undirbúa málshöfðun á hendur seljendunum vegna rift- unar á kaupsamningi. Ólafur sagðistekki vilja tjá sig um málið að sinni en sagði þó: ,,Ég er með kaupsamning i höndunum frá 27. janúar sl. þar sem staðfest er og undirritað af tveimur aðilum af þremur með munnlegu umboði þess þriðja að mér sé selt fyrir- tækið Hraðfrystihúsið Innri- Njarðvik.” Samkvæmt orðum Ólafs og Jóns Jónssonar, bendir þvi’ allt til þess að samningur sá sem Ólafur gerði við eigendurna hafi verið gerður á undan. Eigendurhins fyrirtækisins Ar- hjals, sem telur sig hafa keypt fyrirtækið eru veitingamennirnir Jón Hjaltason og Bjarni I. Arna- son. Timinn hafði i gær samband við Jón Hjaltason og spurði hann álitsá þessu máli: „Éghef ekkert um mál þetta að segja. Þó að ein- hverjir menn telji sig hafa keypt eitthvað sem ég er búinn að kaupa, þá er það aðeins þeirra mál, en ekki mitt, og alls ekki mitt að skýra það”, sagði Jón. Aðspurðurum það hvort Arhjal hefði ekki nú þegar sagt upp leigj- endum Jötunshússins sagði Jón: „Við höfum engum sagt upp. Það voru seljendurnir sem sögðu upp leigjendunum áður en þeir seldu húsið, til þess að kaupendumir hefðu frjálsar hendur. Eftir þvi sem ég best veit, þá hafa leigj- endurnir fengið frá okkur munn- leg skilaboð um það að þeir þurfi ekki að óttast uppsagnir af okkar hálfu, a.m.k. ekki i bráð. —AB Enn um Blöndu ■ Virkjunarframkvæmdir og orkunýting kom rétt einn ganginrr fyrir á Alþingi i gær og atvinnu- málanefnd skilaði áliti um virkj- anaröð. Eins og sagt var frá i Timanum fyrir helgi varð niður- staðan sú að fyrst skyldi ráðist i Blönduvirkjun. Nefndin leggur til að tillögugreinin orðist þannig: „Blönduvirkjun verði næsta meiri háttar vatnsaflsvirkjun. Miðlun umfram 220 Gl. verði ekki aukin fyrr en nauðsyn ber til vegna raforkukerfisins. Verði á- greiningur um aukna miðlun skal honum skotið til Alþingis að feng- inni tillögu rikisstjórnar.” Þá er lagt til aö Fljótsdalsvirkj- un og siðar Sultartangavirkjun veröi næstu meiriháttar vatns- aflsvirkjanir á eftir Blöndu. Enn leggur nefndin til að unnið verði að orkuöflunarframkvæmdum á Þjórsársvæöinu og Búrfells- virkjun stækkuð. Lögð var fram bókun, sem talið var að meirihluti nefndarinnar væri samþykkur. Hún er þannig: „Eins og sakir standa er nægi- legt aö vatnsmiölun Blöndu- virkjunar nemi 220 Gl. Verði þörf fyrir aukna vatnsmiðlun i 400 Gl. siðar skal Alþingi úrskurða I mál- inu ef ekki næst fullt samkomulag hagsmunaaðila. Eölilegt virðist að fela Landsvirkjun að meta þörfina fyrir hina auknu vatns- miðlun en lagt er til að samið verði við Landsvirkjun um fram- kvæmdir.” Atvinnumálanefnd leggur áherslu á að öll stlflumannvirki verði byggð með sem mestri hag- kvæmni fyrir augum þegar allra þátta virkjunarframkvæmda er gætt. Skal frá upphafi búa i hag- inn fyrir aukið miölunarrými i 400 Gl. ef nauðsyn krefur aukinnar vatnsmiðlunar að mati virkjunaraðila. Er einnig eölilegt að fela virkjunaraðila, Lands- virkjun, að ráöa mannvirkjagerð. Framsögumaöur nefndarinnar var Sverrir Hermannsson. Hann var vægast sagt harðorður i garö rikisstjórnarinnar og sérstaklega iðnaðarráðherra fyrir að hafa flækt málin og rekið i harðan hnút og tafið samninga við heimamenn um virkjunartilhögun. Framsögumaður taldi að yröi stefnu ráðherrans i orkunýtingar- málum haldið áfram þyrftu land- verndarmenn i Blöndudal ekki að óttast að stækka þyrfti uppistöðu- lónið. Búist var viö miklum um- ræðum um málið i gærkvöldi en jafnframt að það yrði til lykta leitt á Alþingi. oó ■ 1)r- Gunnar Thoroddsen ber upp tillöguna um stofnun Landsráðsins, en hann cr I heiðursráöi þess, ásamt forseta islands og hiskupi. Markmiðið með söfnuninni i haust vcrður ekki sist að styðja nýja byggingu Krabbameinsfélagsins. (Tlmamynd G.E.) Stofnað Landsráð Krabbameinsfélags fslands: Efnt verður til stórsöfn- unar á komandi hausti ■ Krabbameinsfélag Islands boðaði til sérstaks fundar i Ráð- herrabústaðnum i gærdag kl. 16, þarsem lagðar voru fram tillögur um stofnun landsráðs i baráttunni gegn krabbameini ásamt starfs- áætlun. A þessum stofnfundi ráðsins voru viðstaddir forseti Is- lands, forsætisráðherra og biskup, ásamt helktu forystu- mönnum stjórnmálaflokka og ýmissa félagasamtaka. Forseti, forsætisráöherra og biskup hafa verið skipuð i sérstakt heiöursráð sem veita mun landsráðinu sér- stakan stuöning. Ráðiö mun hafa forgöngu um stórsöfnun til styrktar húsbyggingu félagsins i haust. Forseti Islands, Vigdis Finn- bogadóttir, ávarpaði fundarmenn og kvað sér ánægju að fylgja úr hlaði nýjuátaki i baráttunni gegn krabbameini. Forsetinn sagði að starf hinna 23.krabbameinsfélaga hérlendis með Krabbameinsfélag Islands i fararbroddi hefði sýnt hvers visindin væru megnug, en þau þyrftu á að halda fólki.fé og skipulagi til þess að geta náð ár- angri. Þvi væri nú ákveðið að hefja allsherjar fjársöfnun til þess að styðja starf félagsins og er ætlunin aö hún hefjist i október nk. Lagði forseti áherslu á aö sá stuðningur mætti ekki ein- skorðast við félagasamtök ein, heldur yröi hver einstaklingur að koma til liðsinnis. Að ávarps- orðum loknum skipaði hún dr. Gunnar Thoroddsen fundar- stjóra. Dr. Gunnar Thoroddsen sagði að með þvi' átaki sem hér væri i undirbúningi væri verið að leggja grundvöll að göfugu verki og þakkaði hann öllum þeim sem að þvi hefðu unnið og ætluðu nú að skapa Krabbameinsfélaginu starfsgrundvöll m.a. með nýjum húsakynnum. Bar hann nú upp tillögu um stofnun landsráðsins og var hún einróma samþykkt. Er dr. Gunnar Thoroddsen haföi lokið máli sinu tók dr. Gunnlaugur Snædal til máls og rakti það starf sem unnið hefur veriði'þágu baráttu gegn krabba- meiniá Islandi og framtiðarverk- efni. —AM Niðurstaða borgarráds í BÚR-málinu: Víttir fyrir brot í starfi ■ Borgarráð samþykkti á fundi sinum i gær að veita þeim Einari Sveinssyni framkvæmdastjóra BÚR, og Vigfúsi Aðalsteinssyni, skrifstofustjóra BÚR, áminningu. „Fyrir brot i starfi meö þvi að hafa i september 1981 ákveðiö að greiða starfsmönnum á skrifstofu BÚR og þeim öðrum sem taka laun samkv. kjarasamningi borgarinnar og Starfsmanna- félags Reykjavikurborgar álag á laun þeirra.” Var þessi samþykkt gerö meö fjórum atkvæðum gegn einu. Þeir sem greiddu samþykktinni at- kvæði sitt voru þau: Kristján Benediktsson, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, Davið Oddsson og Markús örn Antonsson, sem sat fundinn i fjarveru Alberts Guðmundsson- ar. Sigurjón Pétursson lét gera sérbókun, þar sem kom fram að hann vildi taka haröar á brotinu. 1 samþykkt borgarráðs segir jafnlramt: „Var þetta gert i heimildarleysi og án vitneskju eða samráðs viö útgeröarráö eða þá aðila i stjórnkerfi borgarinnar sem fara meö kjarasamninga og launamál. Jafnframt samþykkir borgar- ráð að fela borgarstjórn aö láta gera sérstaka athugun á öörum þáttum launamála hjá BÚR og skipa þeim i réttan íarveg i sam- ræmi við venjur og samninga.” —AB Lögreglan á Hvolsvelli í vandræðum mec veiðiþjófa: „Niðings- verk að drepa gæsina núna’” ■ „Þaö er mikiö niöingsverk aö drepa gæsina núna meöan hún er að undirbúa varpiö. iiún er spök og þvi er auðvelt aö komast aö henni enda held ég aö þeir sem gæsaveiöar stunda á vorin séu lé- legir veiöimenn, sem ekki geta náö henni á hauslin meöan má skjóta hana", sagöi Valgeir Guö- mundsson lögregluvaröstjóri á Hvolsvelli i samlali viö Timann i gær. Um helgina tók lögreglan á Hvolsvelli þrjá gæsaveiöiþjóla sem samtals höföu sjö gæsir i fór- um sinum og auk þess frétti lög- reglan af veiöiþjófum sem særöu ljórar gæsir án þess aö ná þeim. „Þetta er árvissl vandamál hjá okkurhérna i Rangárvallasýslum og þvi erum viö vel undir það búnir aö mæta þvi. Viö ætlum aö vera vel á veröi um helgar og gera allt sem i okkar valdi stendur til aö koma i veg lyrir gæsadrápið,” sagöi Valgeir. Þá sagöi Valgeir aö svo virtist sem margir veiöimenn vissu ekki að gæsin er alfriðuö frá 15. mars til 20. ágúst ár hvert. —Sjó Slökkviliðið kvatt í fjóra sinubruna á rúmum klukkutíma ■ Slökkviliðið i Reykjavik var kvatt i fjóra sinubruna á hálfum öörum klukkutima rétt iyrir kvöldmatinn i gær. Farið var i sinu i Fossvogi, viö Tjarnargötu, við Suðurlandsbraut og viö Gróðrastöðina Alaska. Allstaðar gekk vel að slökkva i sinunni nema hvaö að við Alaska náöi eldurinn að brenna tré litillega. —Sjó Til sölu Heybindivél Claas markand 50 árgerð 1976 Upplýsingar i sima 99-5570

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.