Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 4
Sitei '■> r.rlU'jiibnKi/ð: W Miövikudagur 5. mai 1982 a 4 fréttir Sérkjara- sarrmirigur milli SFR og Reykja- víkurborgar: AUMB LAUNASKRK) í NEBSTil FLOKKUNUM ■ Aö morgni laugardagsins 1. mai sl. náðist samkomulag milli Starfsmannafélags Reykjavikur- borgar og Reykjavikurborgar, eftir næturlangan fund, um nýjan sérkjarasamning þessara aöila. Er þetta talsveröur áfangi fyrir borgina aö ná samkomulagi viö stærsta verkalýösfélag landsins, sem saman er sett ilr ólikum starfshópum, á sama tima og flestir sérkjarasamningar við rikið fara til kjaradóms en i SFR eru hátt i þrjú þúsund manns. Aö sögn Magnúsar óskarsson- ar, vinnumálastjóra borgarinnar, fól niðurstaða samningsins f sér aukiö launaskriö i 5-6 neöstu launaflokkunum. Til aö mynda fá slökkviliösmenn, strætisvagna- bifreiöastjórar, bókaverðir og rafmagnseftirlitsm enn um tveggja launaflokka hækkun, samkvæmt samningnum. Einnig eru mjög margar hreyfingar á launum minni hópa t.d. tækni- manna. „Hjúkrunarfræðingar eru þeir einu sem ekki hafa samiö viö okk- ur”, sagði Magnús Óskarsson, „enda hafa þeir sagt upp störfum sinum frá og með 1. júni nk. Samningurinn nær hins vegar til sjúkraliða. bað er hins vegar allt annaö mál hvort þeir virða samningana. Þeir fengu sömu lagfæringar og sjúkraliöar hjá rikinu samkvæmt niðurstöðu kjaradóms.” —Kás ■ X vskipaftur sondi- Ikmtr Póllands lir. Karol Nowakowski oií nvskipaóur sendi- herra Tekkóslóvakiu her. Josef Pribvl af- hentu forseta islands trúnaóarbréf sin aft liessastöóum 15. april aó \ ióstöddum Ólafi .lóhannessvni utanrikisráöh erra. Sendiherra Póllands o «4 s (' n d i h e r r a Tékkós lóva kí u ha fa aósetur i Osló. Nýtt félag listmálara stofnáð ■ Nýlega var haldinn stofnfundur nýrra samtaka listmálara. Stofn- endur voru 20 talsins. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna málara og vinna að vexti og við- gangi málaralistar. Samtökin, sem nefnast „Málarafélagiö” hyggjast efna til sýningar á verkum félagsmanna innanlands og utan. Stjórn skipa þeir Einar Þorláksson, formaður, Hafsteinn Austmann, ritari og Sigurður örlygsson, gjaldkeri, en vara- menn eru Kjartan Guöjónsson og Sigurður Sigurðsson. Stofnfélagar eru: Einar Hákonarson, Svavar Guðnason, Sigurður örlygsson, Agúst Petersen, Einar G. Baldvinsson, Sigurður Sigurðsson, Hafsteinn Austmann, Einar Þorláksson, Þorvaldur Skúlason, Guðmunda Andrésdóttir, Kjartan Guöjónsson, Jóhannes Jóhannes- son, Gunnar Orn Gunnarsson, Elias B. Halldórsson, Kristján Daviðsson, Hrólfur Sigurösson, Bragi Ásgeirsson, Valtýr Péturs- son, Steinþór Sigurðsson, og Karl Kvaran. AM Miðstjórn ASÍ: „Mótmælir fáheyrðri ósvífni Björgunarsveit Ingólfs í Reykjavík: Fjörtíu og REYKJAVÍK: B jörgunarsveit Ingólfs i Reykjavik var alls köliuö út 43 sinnum á nýliðnu starfsári. Margar leitir sem hún tók þátt i voru mjög umfangsmiklar, eins og t.d. leitin að flugvélinni TF Rom sem fórst á Holtavörðuheiði. Meðan á þeirri leit stóð voru björgunarsveitarmenn þrivegis kallaðir til annarra verkefna sem einnig var hægt að sinna. Langflestum útköllum var sinnt af sjóflokki sveitarinnar við að aðstoða báta i nágrenni Reykja- vikur og við leitir i höfnum og við land. Alls voru útköll sjóflokks 26, þrjú útköll en innan hans eru starfandi 14 froskkafarar. Allt starl' i Ingólfi er sjálfboða- liðsstarf, og hefur deildin fjár- magnað starf sitt, rekstur og við- hald björgunartækja með sölu happdrættismiða, merkjasölu og sölu jólatrjáa, og hafa borgar- búar jafnan sýnt starfinu mikinn skilning og styrkt þaö. Þá hafa borist góðar gjafir og kom fram á aðalfundi sem haldinn var nýlega að borist hefðu 40.000 kr. að gjöf frá Sparisjóði Reykjavikur og ná- grennis. -Sjó Gott ár hjá Alþýðubankanum í fyrra: Heildarinnlán jukust um 105% Ji „Vöxtur Alþýðubankans var góður á árinu. Samt er verulega langt i land og sollinn sæ að róa, uns þvi marki er náð að Alþýðu- bankinn sé búinn aö ná viðun- andi hlutfalli á fjármagnsvelli þjóðfélagsins”, segir i inngangs- orðum að ársskýrslu bankastjór- ans, Stefáns M. Gunnarssonar á aðalfundi bankans. Heildarinnlán i Alþýöubankan- um námu alls 146 millj. kr. um siðustu áramót og var þaö 105% aukning frá árinu áður. Spariinnlán námu röskum 130 millj. kr„ þar af voru almenn inn- lán röskar 91 millj., eða tæp 70%, verðtryggð inn/án rúmlega 23 milljónir og afgangurinn á vaxta- aukareikningum. Útlánin jukust einnig mjög mikið eða um 111% á árinu og námu 89millj. kr. i árslok 1981. Af útlánunum voru rösk 56% lán til einstaklinga, 36% til ýmissa at- vinnuvega og það sem á vantar til opinberra aðila. Þá átti Alþýðu- bankinn um 42 millj. kr. inneign hjá Seðlabankanum um áramót, þaraf voru 39 millj. bundnar inni- stæður. Rekstrarhagnaður eftir af- skriftir var 1.340.000 krónur. Samþykkt var að borga 5% arð á innborgað hlutafé hluthafa, að veita ASl 50.000 kr. vegna „vinnu- verndarárs, aðrar 50.000 kr. til Fulltrúaráðs sjómannadagsins i Reykjavik og Hafnarfirði vegna árs aldraðra og leggja 1.065.000 i varasjóð. Þá samþykkti aðal- fundurinn að auka hlutafé um 70% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Bankaráðsmenn voru allir endurkjörnir. —HEI Vinnuveit- endasam- bandsins” ■ „Miðstjórn Alþýöusambands- ins lýsir i'urðu sinni á og mót- mælir harðlega þeirri fáheyrðu ósvifni sem fram kemur i krölu Vinnuveitendasambandsins um frestun samningaviðræöna fram yfir sveitarstjórnarkosningar”, segir i ályktun miðstjórnar ASt. Krefst miðstjórnin þess að VI haldi deilumálum sinum viö ein staka stjórnmálaflokka á öðrum vettvangi þannig að ekki trufli gang samningaviðræðna. Með samþykkt sinni telur mið- stjórnin VI ganga þvert á ákvæði bráðabirgðasamkomulagsins frá i nóvember s.1., sem kveði á um aö viðræðum skuli fram haldið eigi siðar en 15. mars, með það fyrir augum að samningar náist fyrir 15. mai. En áður hafi V1 þrá- sinnis aftrað eiginlegum við- ræðum og tekið sér frest á frest ofan. Eftir þetta sé þaö enn brýnna en áður að félögin svari kalli 72ja manna samninganefndar og afli sér nú þegar verkfallsheimildar. Beiðni Vinnuveitendasam- bandsins var rædd á fundi sátta- nefndar i fyrradag. En ákveðið var að næsti samningafundur deiluaðila sem áður hal'öi verið boðaður n.k. þriöjudag verði haldinn eins og ákveðið var og framhaldiö ráðist þá á þeim lundi. —HEI Mörg innbrot um helgina ■ Mörg innbrot voru framin í Reykjavikog nágrenni um helg- ina. Ekki var miklu stolið en aftur á móti voru viða unnin skemmdarverk. Tveir unglingspiltar náðust eftir aö þeir höfðu brotist inn i hús við Þinghólsbraut I Kópa- vogi stolið þar talsverðu af áfengi og siðan bil með H- númeri sem stdð fyrir utan húsið. Þjófar voru á ferö i sölutumi viö Hellisgötu i Hafaarfiröi. Þeir höfðu á brott meö sér tals- verð verðmæti en lögreglan i Hafnarfirði haföi fljótlega upp á þjófunum og skiluðu þeir þýf- inu. Reynt var að opna peninga- skáp á Smiöastofu Eyjólfs við Sólvallagötu i Reykjavik. Eitt- hvaðurðu þjófarnir gramir þeg- ar það gekk ekki og létu þeir það bitna á innanstokksmunum sem þeir brutu og eyðilögöu. Lög- reglan i Reykjavik handsamaði mann eftir aö hann reyndi að brjótast á Skólavörðustig 5. Brotist var inn i BSÍ, Réttar- holtsskóla Félagsheimili 1K I Kópavogi Bústaðaskóla, og i Borgarbókasafniö við Grundar- stig. —Sjó Harður árekstur ■ Mjög haröur árekstur varð á gatnamótum Laufásvegar og Hringbrautar á sautjanda tim- anum á mánudag. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavik var bill aö koma inná Hringbrautina af Laufásveginum. Okumaðurinn virti ekki biðskyldu með þeim afleiðingum að billinn lenti i hlið annars bfls sem ók eftir Hring- brautinni. Bilarnir skemmdust báðir talsvert en meiðsii á fóiki urðu ekki teljandi. -Sjó Smygl í Laxfossi ■ Tollgæslan i Reykjavik fann fimm hundruð flöskur af áfengi, nokkra kassa af bjór og talsvert af vindlingum við leit sem gerð var um borð i m/s Laxfossi um helgina. Nokkrir skipverjar á Laxfossi hafa þegar viöurkennt eign sina á varningnum. Laxfoss var nýlega kominn frá Murmansk i Sovétrikjunum. Tollgæslan komst á snoðir um smyglið við leit i skipinu á föstu- dag. Leit var haldiö áfram meö fyrrgreindum árangri. — Sjó Nýí formaður hjá Fram- sókn Ragna Bergmann var kjörin formaöur Verkakvenna- félagsins Framsdknar á aðal- fundi sem haldinn var fyrir skömmu. Þórunn Valdimars- dóttir lét af formennsku, en hún hefur veriö formaður undanfarin 8 ár, en þar á und- an var hún varaformaður i 12 ár. Ragna Bergmann hefur veriö varaformaður s.l. sex ár. A aöalfundinum var stjórn og trúnaðarmannaráði veitt heimild til að boða til vinnu- stöðvunar, ef þurfa þykir. —Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.