Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 5. mai 1982 stuttar fréttir ■ Ami Guðjónsson við eina af myndum sfnum. Allar myndir Árna seldust á sýningunni SELFOSS: Nýlega fréttum við austan af Selfossi að um tveir þriðju af myndunum er Arni Guðjónsson á Selfossi opnaði sýningu á að kvöldi siðasta vetrardags hafi selst á fyrsta klukkuti'manum sem sýningin var opin, og nær allar mynd- irnar þetta fyrsta kvöld nema nokkrar sem voru i einkaeign. Fjölmenni var við opnun sýn- ingarinnar og bárust Arna 14 blómvendir. Þær 7 myndir sem voru i einkaeign málaði Arni fyrir áratugum,sú elsta var frá ár- inu 1944. Það var svo á siðasta ári að Arni aflaði sér vatnslita á ný og byrjaði aftur að mála af fullum krafti, án þess að hafa nokkra sýningu i huga. Myndefniö var að töluverðum hluta gömul þekkt hús á Sel- fossi sem standa þar enn fyrir sinu og eru fólki kær,en einnig málaði hann myndir frá nokkrum öðrum stöðum i Ár- nes- og Rangárvallasýslum. Það var svo ein ágæt kona á Selfossi sem hafði séð mynd- irnar sem hvatti Arna til að efna til þessarar fyrstu einka- sýningarhans, sem stóð þó að- eins i 5 daga en með þeim ár- angri að allar myndirnar seld- ust og fengu færri en vildu. Höfum við fy rirsatt að margir Sunnlendingar vonist til að ekki veröi of langt að biða næstu sýningar Arna. —Hei Hagnadur hjá Kaupfélagi Héraðsbúa AUSTURLAND: Heildarvelta Kaupfélags Héraðsbúa á síð- asta ári varð um 229 milljónir króna. Starfsemin i heild skil- aðihagnaði á árinu er afskrif- að hafði verið á venjulegan hátt og skuldir færðar upp samkvæmt uppgjörsseðlum að þvi er fram kemur i frétt frá aöalfundi K.H.B. er hald- inn var i Valaskjálf 24. april s.l. Fundinn sátu fulltrúar úr öllum deildum félagsins en einn fulltrúi situr aðalfund fyrir hverja 20 félagsmenn. Af eigin fé félagsins var 250.000 úthlutað i stofnsjóð fé- lagsmanna og 50.000 kr. i Menningarsjóð. A fundardag- inn kom út ársrit félagsins Samherji, þarsem skýrter frá starfsemi þess, auk þess sem annaö efni er í ritinu. Fundurinn samþykkti tillög- ur varðandi margskonar mál- efni: M.a. skoraði fundurinn á stjórnvöld og Flugmálastjóm að vinda bráðan bug að upp- byggingu Egilsstaðaflugvall- ar þvi núverandi ástand vall- arins sé algerlega óviðunandi og stefni flugsamgöngum Austurlands f algert óefni verði ekki bætt úr hið fyrsta. Benti fundurinn á að aur- bleyta og ófullnægjandi blind- flugsaðstaða hindri oft á tiðum eðlilegar flugsamgöngur til Austurlands. Þá lýsti aðalfundurinn stuðningi við nýframlagt frumvarp á Alþingi um kisil- málmverksmiðju á Reyðar- firði. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Sveinn Guðmundsson Sellandi og Bragi Hallgrims- son Holti en báðir voru endur- kjörnir. Páll Sigþórsson baðst undan endurkjöri sem endur- skoðandi og var Karólina Ingvarsdóttir kjörin i hans stað. Fulltrúar á aðalfund Sambandsins voru kjörnir: Þorsteinn Sveinsson, Steinþór Magnússon og Halldór Sig- urðsson. Skólaslit og vortón- leikar KEFLAVIK: Aðsókn að Tón- listarskólanum i Keflavik hef- uraukistárfrá ári.Nemendur skólans i vetur voru allt i allt um 220, að þvi fram kemur i frétt frá skólanum. Alls störf- uðu 14 kennarar við skólann i vetur og kennt var á öll al- gengustu hljóðfæri. Tónlistarskólinn lýkur 24. starfsári sinu með skólaslitum sem verða hinn 14. mai n.k. Jafnframt verður þá efnt til annarra nemendatónleika á þessu vori. Fyrri vortónleik- arnir voru háldnir i Keflavik- urkirkju miðvikud.28. april s.l. Voru það Tónlistarfélagið og Tónlistarskólinn sem gengust fyrir þeim tónleikum sameig- inlega. Flytjendur voru um 30 nemendur sem einleikarar, einsöngvarar, i samspili og kórsöng og var efnisskráin mjög fjölbreytt. — HEI Héraðsbúar þakka Vegagerðinni EGILSSTAÐIR: A aðalfundi Kaupfélags Héraösbúa sem haldinn var nýlega var gerö sérstök samþykkt þess efnis að senda umdæmisstjóra, verkstjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar sérstakar þakkir fyrir ómetanlega að- stoð við flutninga á sláturfé á siðasta hausti. Segi menn svo að ályktanir þurfi alltaf að vera i formi aöfinnslna eða áskorana. Einnig beindi aðalfundurinn þvi til stjórnar Kaupfélagsins hvort ekki sé timabært að opna sláturhús viku fyrir jól og aftur viku fyrir páska og bjóða viðskiptavinum sauð- fjárkjöt af nýslátruðu um þessar hátfðir. Wimtm Island sækir um aðild að Alþjóða- orkustofnuninni ■ Viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp um neyðarbirgðir oliu o.fl. I stuttu máli sagt er þar lagt til að tsland gerist aðili að Al- þjóðaorkustof nuninni. Sjálft frumvarpið er stutt og laggott en þvi fylgir 100 siðna greinargerð. í 2. og 3. grein frum- varpsins er að finna aðalatriði þess, en i hinni 1. er eðlilegalagt til að Island gerist aðili að sam- tökunum. 2. gr. „Til að uppfylla skuldbindingar Islands samkvæmt samningnum um alþjóðaorkuáætlun getur rikisstjórnin tekið ákvarðanir eða sett reglur um eftirfarandi: a) skyldu aðila sem flytja inn eöa framleiða oliuvörur eða jarð- oliu til að halda svo miklar birgðir að tsland eigi nægar neyðarbirgðir oliu, samanber m.a. I. kafla samningsins: b) ráðstafanir sem þörf telst á til takmörkunar á eftirspurn eftir oliu þegar skortur er fyrirsjáan- legur eða hefur gert vart við sig, þ.á.m. fyrirmæli um sölu oliu, samanber m.a. II. og IV. kafla samningsins, c) skyldu aðila sem flytja inn , eða framleiða olíu til að selja 1 hana og flutningsskyldu svo að ts- land geti ef þörf krefur úthlutað henni á neyðartimum, samanber m.a. III.-IV. kafla samningsins, d) skyldu aðila sem versla með oliu til að gefa m.a. upplýsingar um birgðamál, ráðstafanir til takmörkunar á eftirspurn, viðskipti framleiðslu og flutninga svo og upplýsingaskyldu flutningsaðila, samanber m.a. V. kafla samningsins. 3. Ef almannaþörf krefur getur rikisstjórnin framkvæmt eignar- nám til að tryggja takmörkun á eftirspurn eftir oliu og hugsan- lega úthlutun hennar á neyðar- timum. Um framkvæmd eignarnáms- ins skal fara samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms, nr. 11 6. april 1973. Mörkuð verður formlega sér- staða íslands og þegar sótt verður um aðild að stofnuninni verður framkvæmdastjóra hennar send nokkur atriði þar að lútandi. En þau eru: 1. tsland fer fram á fimm ára að- lögunartima til að auka oliu- birgðahald i áföngum við hag- kvæmar aðstæður og jafnframt oliugeymarými ef nauðsynlegt reynist. 2. Island telur að V. kafli i ákvörðun stjórnarnefndarinnar um áætlun um langtímasam- starf hafi að geyma almennar meginreglur sem séu ekki lagalega bindandi. Vill ísland i þessu sambandi undirstrika að það hefur rétt til að eiga og ráða yfir náttúruauðlindum sinum og efnahag, svo og vemda umhverfi sitt og öryggi þegna sinna, og mun fram- kvæma V. kaflann á þann hátt sem samræmist islenskri orku- stefnu, m.a. i fjárfestingarmál- um. 3. Varðandi 8. meginreglu i á kvörðun stj órnarnef ndarinnar um hópmarkmið og megin- reglur orkustefnu skal tekið fram að ísland á mikla ónýtta vatnsorku og jarðhitaorku og mun þvi ekki stefna að hagnýt- ingu kjarnorku né taka virkan þátt i þeim málum sem snerta kjarnorku á vettvangi stofnunarinnar. 4. Varðandi 10. meginreglu i ákvörðun stjórnarnefndarinnar um hópmarkmið og megin- reglur orkustefnu skal tekið fram aö Island hyggst halda áfram rannsóknum vegna hugsanlegra oliulinda á is- lenska landgrunninu undir for- ystu islenskra stofnana og stjórnvalda. Við rannsóknir og hugsanlega nýtingu auðlinda verður gætt fyllstu varúðar með tilliti til umhverfissjónar- miða, fyrst og fremst til að tryggja að hinar lifandi auð- lindir hafsins verði ekki fyrir skaða. Askilja islensk stjórn- völd sér rétt til að mæla fyrir um hraða rannsókna og hugsanlegrar nýtingar m.a. með þau sjónarmið i huga. 5. Aratugum saman hefur Island fluttmegnið af sinni oliu inn frá einum aðila, 60-70% af heildar- innflutningi oliunnar á siðustu árum. Island getur ekki út- hlutað þessari oliu á oliu- neyðarti'mum andstætt hefð- bundnum ákvæðum gildandi oliukaupasamninga. Hugsan- leg úthlutun af íslands hálfu yrði af þeirri ollu sem flutt væri inn frá öðrum aðilum.” OÓ Flugstödvar- málid í hönd- um ríkis- stjórnar- innar ■ Neðri deild Alþingis telur nauðsynlegt aðný flugstöð verði byggð á Keflavlkurflugvelli og að rikisstjórnin taki ákvörðun um það hið fyrsta eftir að vænt- anlegt nefndarálit liggur fyrir. Þar sem Alþingi hefur veitt nauðsynlega heimild tö láns- fjáröflunar vegna framkvæmda geta þær hafist þótt frumvarp á þingskjali 83 nái ekki af- greiðslu.” Þetta er tillaga fjárhags- og viðskiptanefndar neöri deildar um rökstudda dagskrá. Alþingihefur veitt heimild til 10 millj. kr. lántöku vegna byggingar flugstöðvarinnar og rikisstjórnin skipaði þriggja manna nefnd allra stjórnaraðila til að athuga flugstöðvarbygg- ingu, svo sem hönnun og hugs- anlega áfangaskiptingu og falið að gera tillögurtil rfkisstjórnar- innar um hvernig lántakan verði nýtt. Nefndin mun brátt skila þeim tillögum. Fjárhags- og viðskiptanefnd eru sammála um að leggja til að frumvarpið komi til 2. umræöu svo að hægt verði að ræða það fyrir þing- lausnir um rökstudda dagskrá. Þettá þýðir að frekari ákvörð- un varðandi flugstöðvarbygg- inguna verða i höndum rikis- stjórnarinnar. Viðlaga- trygging nær yffir meiriháttar mannvirki ■ Frumvarp um viðlagatrygg- ingu er orðiö að lögum. Sú breyting var gerð á lögum um Viölagatryggingu Islands að nú nær hún yfir fleiri mannvirki sem kunna að verða fyrir skemmdum I náttúruumbrotum svo sem hitaveitna» virkjana, rafmagnslina og fleira af þvi tagi. oó • Frumvarpið um námslán orðið að lögum ■ Frumvarp menntamálaráð- herra um námslán og náms- styrki hefur verið afgreitt sem lög frá Alþingi. Frumvarpið hlaut itarlega meöferð í báðum deildum þingsins og voru gerðar á þvi nokkrar breytingar en ekki stórvægilegar. Helsta* breytingin var aö endur- greiðslutimi lána var lengdur miðað við það sem gert var ráö fyrir i frumvarpinu. Námslán eru nú miðuð við 100% fjárþörf námsmanna og er miðað við að það ákvæði gangi i gildi 1. jan. 1983. Oó Eftirlit með innflutningi og notkun sólarlampa ■ Lög um öryggisráöstafanir gegn jónandi geislum hafa hlot- ið samþykkt Alþingis. Notkun geislatækja hefur aukist mjög á siöariárum og fela lögin isér að tekiö verði upp eftirlit með inn- flutningi og notkun slikra tækja er framleiða útfjólubláa geisia. Tækin sem lögin ná til eru t.d. örbylgjuofnar, sólarlampar og gigtarlampar. qó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.