Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 7
nýlendu- styrjöld B Ekki nóg að vinna fyrstu lotuna Spennum beltin ||UI^FERÐAR ALLTAF Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Miði er möéuleiki maG Miðvikudagur 5. mai 1982 erlent yfirlit ■ STYRJÖLDIN um Falklands- eyjar er hafin. Sú von manna, að hún leystist án blóðugra átaka, er runnin út i sandinn. Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta taldi sig ekki geta beðið eftir frekari friðarumleitunum, þótt Perústjórn hefði hafið athyglis- verða sáttatilraun. Siðastliðinn laugardag hófu brezkar flugvélar loftárásir á flugvöllinn i Port Stanley, sem er eini meiri háttar flugvöllurinn á Falklandseyjum. Bretar telja að skemmdir hafi orðið miklar. Siðar um daginn hófu herskip svo skothrið á stöðvar Argentínu- manna. Argentinumenn sendu þá flugvélar til árása á brezku her- skipin og voru tvær þeirra skotnar niður. Brezku herskipin virðast ekki hafa orðið fyrir skemmdum. Argentinumenn segja að visu aðra sögu og telja sig hafa skotið niður tvær flugvélar Breta og tvær aðrar hafi steypzt i sjóinn. Bretar mótmæla þessu.. Bretar létu hér ekki staðar numið. A mánudagsmorgun gerði brezkur kafbátur tundurskeyta- árás á argentinska beitiskipið Belgrano hershöföingja, sem var annað stærsta herskip Argentinu (rúmar 13 þús. smálestir), með þeim afleiðingum, að það fórst skömmu siðar. Ahöfnin var talin um 1000 manns og munu ekki nema 100-200 hafa bjargazt. Annars eru tölur um þetta ekki ljósar, þegar þetta er ritað. Argentinska herskipið var statt utan 200 milna hafnbannssvæðis Breta, að sögn Argentinumanna. Bretar halda þvi fram, að það hafi, áður en árásin var gerð á það, beint skotum að brezkum þyrlum og þvi hafi verið ráðizt á það i hefndarskyni. Samkvæmt siðustu fréttum, fórust um 10 Falklandseyjabúar, þegar loftárásin var gerð á Port Stanley-flugvöllinn, en margir særðust. ÞAÐ ER þannig ljóst, að blóðug styrjöld er hafin um Falk- landseyjar og manntjón skiptir orðið hundruðum. Flestbendir til, að mannfallið geti orðið miklu meira, einkum þó, ef Bretar reyna að ganga á land á Falk- landseyjum, eins og búizt er við þá og þegar,þegar þetta er ritað. Augljóst er af framansögðu, að Bretar hafa unnið fyrstu lotu Falklandsstyrjaldarinnar, og sennilega hafa þeir hemaðar- styrk til að vinna næstu lotu einnig. Flest bendir þó til, aö sjálfri lokaorrustunni muni þeir þó tapa, það er brezkum yfirráð- um yfir Falklandseyjum. Þróun alþjóðamála stefnir öll i þá átt, að Bretar tapi þessari ný- lendu sinni, eins og hinum fyrri. Þeirhafa engan siðferðilegan rétt til aðhalda Falklandseyjum, þótt þeir legðu þær undir sig með her- valdi á sfnum tima og leyfðu ein- göngu Bretum að taka sér ból- festu þar. Hver, sem endalok Falklands- striðsins verða, má það teljast vist, að Falklandseyjar verða ekki brezk nýlenda til frambúðar. önnur skipan mun leysa brezku nýlendustjórnina af hólmi. Hver hún verður skal ósagt látið að sinni. Það fer mikið eftir þvi, hvernig friðaröflum þeim, sem reyna aö stöðva Falklandsstyrj- öldina, tekst að halda málum. Þótt Argentinumenn tapi fyrstu lotum i Falklandsstyrjöldinni, geta þeir átt eftir að rétta hlut sinn og valda Bretum miklu tjóni. Takist Bretum ekki að knýja fram úrslit fljótt, mun veturinn á suðurhöfum reynast þeim erf- iður. Argenti'numenn munu reiðu- Þórarinn Þórarinssors, ritstjóri, skrifar Umboðsmenn DAS i Reykjavík og nágrenni. Aöalumboð, Vesturveri, Símar 17757 og 24530 Verzlunin Neskjör, Nesvegi 33, Símar 19832 og 19292 Sjóbúðin við Granda, Sími 16814 Þórunn Andrésdóttir, Dunhaga 17, Sími 10662 Verzlunin Roði, Hverfisgötu 98, Sími 20960 Passamyndir hf., Hlemmtorgi, Sími 11315 Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58-60, Sími 35230 Hreyfill, Fellsmúla 24, Sími 85521 Paul Heide Glæsibæ, Sími 83665 ■ Thatcherhjónin fyrir utan Downing Street 10 ■ Pym utanrikisráðherra. búnir til að halda áfram styrjöld árum saman og valda Bretum stöðugum og vaxandi skrá- veifum, ef þeir ætla að halda Falklandseyjum áfram. Að lok- um munu þeir verða að gefast upp, eins og I öðrum nýlendum sinum. Það myndi ekki bæta neitt friðarhorfurnar, þótt stjórn hers- höfðingjanna félli f Argentinu. Engin ný stjórn myndi falla frá tilkallinu til Falklandseyja. Það yrði henni banabiti i upphafi. ÞEGAR þetta er athugað, er sorglegttil þess að vita, að brezka stjórnin skuli hafa hafið blóðuga og grimmdarlega styrjöld um Falklandseyjar án þess að friðar- umleitanir væru fullreyndar, t.d. á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta strið, sem verður vonandi siðasta nýlendustrið Breta, mun verða óskemmtilegur endaþáttur nýlendusögu þeirra. Þó er lfklegt að Thatcher haldi styrjöldinni áfram. Skoðana- kannanir sýna, að henni hefur aukizt fylgi siðan hún hóf undir- búning Falklandsstyrjaldar- innar. Þessar vinsældir hennar geta aukizt eitthvað enn, ef Bretum tekst aö vinna næstu lotur. En þegar liður að lokum, getur þetta breyzt. Það, sem stjórnar aðgerðum Breta i Falklandsmálinu, er fyrst og fremst metnaður. óvinsæl brezk stjórn reynir að nota sér það til framdráttar. A sama hátt reynir argentinska hershöfð- ingjastjómin að styrkja sig með þvi að vera ósveigjanleg i Falk- landsdeilunni. Utan Bretlands og Argenti'nu mun hins vegar vaxa andúð á þessari tilgangslausu styrjöld, sem mun ekki hafa annað en vax- andi manntjón og hörmungar i för með sér. Alveg sérstaklega er ástæða til að óttast um lif Falklandseyja- búa, þvi að hvorugur striðsaðilinn mun taka tillit til þeirra. Það sýndu Bretar með loftárásinni á flugvöllinn i Port Stanley. Bretar eru ekki að bjarga Falklands- eyjabúum, heldur að fullnægja brezkum metnaði. Hrafnista, skrifstofan, Símar 38440 og 32066 Verzlunin Réttarholt, Réttarholtsvegi 1, Sími 32818 Bókaverzlun Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, Sími 83355 Arnarval, Arnarbakka 2, Sími 71360 Straumnes, Vesturberg 76, Símar 72800 og 72813 Blómaskálinn, Kópavogi, Sími 40980 Bóka- og ritfangaverzl. Veda, Hamraborg 5, Kópavogi, Sími 40877 Borgarbúðin, Hófgerði, 30, Kópavogi, Sími 40180 Bókaverzl. Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, Simi 42720 Hrafnista, Hafnarfirði, Sími 53811 Kári og Sjómannafélag, Strandgötu 11-13, Hafnarfirði, Sími 50248 Verzlunin Rafvörur, Laugarnesveg 52, Símar 86411 og 37015 Atvinna Staða bókara hjá Dalvikurbæ er laus til umsóknar. Áskilin er menntun i bókhaldi eða reynsla á þvi sviði. Umsækjandi þarf helst að geta hafið störf i byrjun júni. Umsóknarfrestur er til 15. mai n.k. Umsóknum skal skilað til undirritaðs sem veitir allar nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn Dalvík Laus staða Staða skrifstofumanns á Skattstofu Suður- landsumdæmis, Hellu, er laus til umsókn- ar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist skattstjóra Suðurlandsumdæmis fyrir 1. júni n.k. Fjármálaráðuneytið, 28. april 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.