Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 5. mai 1982 heimilistímirm umsjón: B.St. og K.L. Fargjöld SVR hækka Fréttatilkynning frá Strætisvögnum Reykjavikur | Frá og með 1. mai 1982 verða fargjöld SVR sem hér segir: Fargjöid fullorðinna: Einstök fargjöld Stór farmiðaspjöld litil farmiðaspjöld Farmiðar aldraðra og ö.ryrkja kr. 5.50 ’’ 100.-/23 miðar ” 50.-/11 miðar ” 50.-/23 miðar. Fargjöid barna: Öbreytt. (Einstök fargjöld kr. 1.50 Farmiðaspjöld kr. 20.-/32 miðar). Þannig losnum við við reykjar- stybb- una fljótt ■ Þcgar margir eru saman komnir og mikið reykt er rcykjarlyktin oft lengi að hvcrfa úr stofunni. Gott ráð er að helia cdiki á undirskál og leggja nokkrar þunnar sneiðar af gúrku út i. Stillið siðan skálinni upp i stofunni og þá má gcra ráð fyrir þvi, að reykjarlyktin vcrði horfin innan skamms. ■ Iteykjancsfólkvangur — Sog. (Ljósm. Eyj. Halldórss.) ■ A göngu undir Hornbjargi Útivistardagar f jölskyldunnar: Gönguferðir — leikir — pylsuveislur ■ 1 ferðaáætlun „Útivistar” árið 1982 er boðið upp á 100 stuttar ferðir sem eru einsdagsferðir og kvöldferðir. Flestar þessar ferðir eru um nágrenni höfuðborgarinn- ar. Sérstök áhersla er nú lögð á að kynna Reykjanesfólkvang með styttri og lengri ferðum en um fólkvanginn eru farnar 24 eins- dags- eða hálfsdagsferðir. 1 þessum einsdags-ferðum eru þrjár ferðir sem Heimilistiminn vill sérstaklega vekja athygli á. Það eru ferðir sem farnar eru á hinum svokölluðu „Útivistardög- um fjölskyldunnar”. í þær ferðir er farið kl.10.30 að morgni sunnu- daganna 9. mai, 13. júni og 25. ágúst, — en fyrir þá sem vilja ekki fara fyrr en eftir hádegi er önnur ferð þessa sömu daga kl.13.00. Siðan hittast allir þátt- takendur og farið er þá i sameig- inlega gönguferð og fleira skemmt sér og siðan er haldin pylsuveisla. Þetta ættu að geta verið skemmtilegir dagar ef veð- ur verður skaplegt, en auðvitað hefur veðrið mikið að segja og að allir séu búnir eftir þvi sem við á. Fyrsti Útivistardagur fjöl- skyldunnar er sunnud. 9. mai. Þá er áætlaðað leggja af stað kl.10.30 frá Umferðarmiðstöðinni og er á dagskrá að ganga um Undirhliðar og Gjáarétt siðan er pylsuveislan. Þeir sem fara kl.13.00 hitta fyrri hópinn i Gjáarétt og taka svo þátt i pylsuveislunni. Sunnud. 13. júni er áætlun Úti- vistardags fjölskyldunnar þann- ig: kl.10.30 Gamla þjóðleiðin um Hellisheiði — Skálafell — Hellu- kofinn — Draugatjörn — pylsu- veisla. Kl. 13.00 gengið með vörðum — Hellukofinn — Draugatjörn — pylsuveisla. Sunnud. 15. ágúst kl. 10.30 Ketil- stigur — Krisuvik — pylsuveisla en seinni hópurinn kl.13.00: Sel- tún — Krisuvik — pylsuveisla. Þessir Útivistardagar fjöl- skyldunnar eru þannig að farið er i léttar göngur á fögrum og sögu- legum stöðum og allar enda þær á pylsuveislum með söng og hljóð- færaslætti. ■ Hér sjáið þið hvernig sauma skal andlitið og hárið ■ Eftir þessari mynd getið þið teiknað sniðið, þegar búið er að stækka munstrið. ■ Mjúk dúkka og fallegur smekkur, eru gjafir sem koma sér vel fyrir litla barnið. Gjafir til nýfædda barnsins ■ Skemmtilegar gjafir þurfa ekki alltaf að kosta mikla pen- inga. Hér sjáum viö uppástungu að ágætum gjöfum handa ný- fæddu barni. Smekkurinn kemur sér vel, þegar farið er að gefa barnamatinn, og mjúka „gælu- dúkkan” fer vel til fóta i vögg- unni, þangað til að barnið fer að hafa gaman af að handfjatla hana. Dúkkan 1 dúkkuna þarf: 25 sm af bóm- ullarefni, bómullargarn i fléttur og litið, kringlótt stykki i andlit, og auðvitað baðmull til að troða dúkkuna upp. Teiknið dúkkuna eftir sniöinu og klippið tvö stykki, fram- og afturstykki. Klippið út andlitið og saumið augu og munn með þétt- um zig-zag-saumi (eða kontór- sting). Saumið þvinæst 45 stk. af bómullargarni i 45 sm lengjur. Miðjan á garninu er svo fest á miðjan koll dúkkunnar og er garniö saumað fast á. Stykkin tvö sem dúkkan er búin til úr, eru svo lögð saman (með rétthverfuna saman) og saumuð saman nema að neðan, en þar þarf að vera gat, svo hægt sé að stoppa hana upp. Smekkurinn: Bómullarefni er best i smekk- inn, svo þarf lika 125 sm af ská- böndum og 20-25 sm af blúndu. Sniðið smekkinn eftir sniðinu. Gott er að hafa hann tvöfaldan eða þá að bómullarefnið er saum- að á frotté-efni. Saumið skábönd- in á, eins og sést á myndinni, og að framan i hálsmálinu á að setja blúnduna. Gætið þess að hafa böndin það löng að hæfilegt sé til að hnýta smekkinn á barnið. Helgarferðir og sumar- leyfisferðir Á áætlun eru 72 helgarferðir þar af eru 8 „bakpokaferðir” en i þeim er allur ferðabúnaðurinn borinn á bakinu. Af sumarleyfisferðunum má nefna þrjár Hornstrandaferðir sem farnar verða i júli. Ferðir eru einnig á marga fagra staði á landinu, svo sem i Hvanngil, Gljúfurleit, Þjórsárver, Laka- giga, Eldgjá og á fleiri sérkenni- lega og fagra staði. Hringferð um hálendi Islands verður farin 5.-15. ágúst. Hægt er aö fá áætlun yfir ferðir Útivistar á skrifstofunni i Lækjargötu 6A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.