Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91) 7 HEDD HF. 75-51, (91 ) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi Mikiö úrvai Opið virka duga 9 19 • Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armtila 24 Sfmi 36510 ■ óli Barftdal stcndur hcr við likan af kútter, sem smíðað er i Færeyjum enda voru kútterarnir þarog hér með liku sniði og þó lengur notaðir hjá frændum okkar Færeyingum. Tvö fremstu scglin cru klýfir og lokka, þau i íniðið stórsegl og „Simon kjaftur” Uoppseglið) ogaftast skipinu cr svo minna seglið ■ „Seglagerðin Ægir er stofnuð árið 1913 og þeir sem stofnuðu hana voru þeir Sigurður Gunn- laugsson og Guðmundur Kinarsson. Þá var þetta full atvinna og þrjú eða fjögur seglaverkstæði hér i Reykjavik”, sagði Óli Barödal, forstjóri og eigandi Seglagerðarinn- ar Ægis sem er við Eyjargötu úti í Örfiris- ey, þegar við litum við hjá honum. „Ég tók við fyrirtækinu árið 1951 og þá var öld seglskipanna að mestuliðin einsog nærri má geta, en þó voru menn i minni ætt sem kunnu til seglageröar svo sem afi minn, Jón Haíliðason skipstjóri á Patreksfirði. Þá var þaö alsiöa að skipstjórar ynnu við seglasaum frá þvi á haustin og fram á út- mánuði, þegar aftur var hægt að setja skip á flot. Nú fer þeim fækkandi sem kunna á þennan gamla seglbúnað og þau áhöld sem sjómenn og seglsaumarar fyrrum notuðu. Áhöldin við saumana voru samt ekki svo á (Timamynd Róbert.) TOPPSEGUÐ K0LLUMI ÞÐR 4M0N KJAFT’ Litið við hjá Óla Barðdal f Seglagerðinni Ægi margbrotin. Menn notuðu hanska og nál viö sauminn og hér er áhald sem þú sérö hér, til þess að herða þræði. Viö þaö voru lika notaðar tengur. Þá voru ýmsar gerðir al' kjulum til þess aö klæða með vir og íella i kósa. Nú eru það aðeins minni bátar sem hafa seglbúnað, þ.e. þeir bát- ar sem ekki geta haft þá varahluti innanborðs sem Siglingamála- stofnun krefst. Þessi segl saum- um við hér i Seglageröinni Ægi, og það eru oftast þessi vanalegu segl, fokka, stórsegl og messinn. Nú eru seglin öll oröin úr gervi- efnum, einkum nýloni en áður voru þau úr hör og bómull. Nú færast sportbátasiglingar i vöxt og þar er notað nylon og terry- lene. Rásegl eins og menn notuðu á Breiðafirði og á Vestfjörðum eru alveg horfin og sjaldgæft að sjá toppsegliö sem þeir gömlu á kútterunum kölluöu „Simon kjaft”. Já, það er orðið litið að gera i þessari gömlu seglagerö,v>egar ég byrjaði 1951 voru þeir þo enn að sauma Jón Magnússon, sem var i bragga íyrir neöan verslun Geirs Zoega og Óskar Olafsson sem var við Mýrargötuna. Þeir eru dánir núna og Ársæll Jónasson kafari, sem rak segla og reiöaverkstæði er lika hættur. Við saumum nú yfirbreiðslur og segl til ýmissa annarra nota og talsvert af tjöldum og sportvör- um. Þannig breytast timarnir. Við erum lika með sólstóla sól- borð og þvi um likt, meira að segja sundlaugar. Nú eru sumar- annirnar að byrja og við erum að fá hingað inn mikiö af efnum alls staðar að úr heiminum, svo sem frá Noregi og Japan, já, alls staðar að, iiggur mér við að segja. Þannig fleygir tækninni fram á nýjum sviðum um leið og gamla verklagið byrjar að íalla i gleymsku. —AM Miðvikudagur 5. maí 1982 síðustu fréttir Fundur hjá sáttasemjara: //Viðviljumekki blekkja þjóðina" segir Þorsteinn Pálsson BI,,Það er ákvörðun sáttasemjara að boða til annars fundar eftir viku, og honum er það skylt ef annar aðilinn óskar eftir þvi,” sagði Þorsteinn Páls- son framkvæmda- stjóri Vinnuveitenda- sambandsins, þegar Timinn spurði hann frétta af fundi hjá sáttasemjara i gær. „Við tókum fram strax i upphafi að við mundum að sjálfsögðu verða við öllum til- mælum þar að lútandi, ef þau kæmu fram, þó að ósk okkar um að fresta viðræðum fram yfir kosningar standi. Við viljum ekki vera að láta þjóðina standa i einhverri trú um að málið standi öðruvisi en það stendur” sagði Þorsteinn. Það kom fram i við- talinu við Þorstein að hanntelurenntillitils að vera að halda fundi núna, málið sé i hnút. Hann sagði aö hann vonaðist til að einhver breyting yrði á afstöðu ASÍ fyrir næsta fund, en ekki var aö heyra á honum að hann væri trúaður á slika breyt- ingu. Hann var þá spurður hvers konar breyting þyrfti að verða. Hann svaraði þvi að ASl verði að vera samningafúsara til þess að hægt væri að vonast eftir einhverj- um árangri. „Við höf- um sett fram okkar umræðugrundvöll og þeir hafa sett fram sínar kröfur. En við getum ekki viðurkennt þær sem raunhæfan umræðugrundvöll,” sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að lokum að i raun hefði ekkert gerst á fund- inum annað en að ákveðið var að tala iman aftur eftir viku. dropar Aumingja Vimmi ■ Vilmundur Gylfason lýsir þvi yfir fullur sjálfs- vorkunnar i blaöaviðtali i gær, að liann hafi „ekki farið til útlanda lengi og er orðinn aðframkominn að yfirgefa skcrið um stund”. Viðmunum nú ekki bet- ur en Vimmi hafi farið i merka þingmannaferð til Hollands fyrir svo sem 3-4 mánuðum, i þvi skyni að tefla skák. Oss segir svo hugur um, aö ýmsir verði að láta sig hafa það að lengri timi liði milli utan- landsferða en hjá Vil- m undi. Reiknings- kúnstir ■ Þeir á Mogganum brugðu fyrir sig betri fætinum i stærðfræðinni I frétt igær.var fædd 23. april 1928 og hefði þvi orðið 90 ára á þessu ári”. Þetta hlýtur að vera skrifaö af sama mannin- um og scr um verðbólgu- spárnar fyrir Vinnuvcit- endasambandið... Hugsað í hring eda TTmjúka leiðin” ■ Undir fyrirsögninni: ,,Ný leið reynd í flokks- starfi” segir Þjóðviljinn frá fundisem haldinn var hjá „Félagsmálahópi Al- þýðubandalagsins”. Fram kom að félags- málahópsfólkið hefur vcrið aö þjálfa sig i radd- beitingu, slökun og tján- ingu en i viötali við Þjóð- viljann sagði Steinunn Jó- ha nnesdóttir , sem leiðbeindi við þjálfunina: „Það þarf að finna mýkri leiö til þess að komast inn i llokksstarfið...” og Pétur Reimarsson vitn- ar: „Já, þetta er eitthvað það alskemm tilegasta sem ég hef lent I innan Al- þýðubandalagsins”. Við óskum svo Alþýðu- bandalaginu alls hins besta i þvi að virkja fólk i flokksstarfinu með „mjúku leiðinni”, eins og hún birtist á myndinni sem fylgdi fréttinni. Krummi ... hcyrir að kosningastjórar ihaldsins i Reykjavik ætli að klekkja á kommunum með umfangsm iklum hringingum til borgarbúa meðan beina útsendingin frá Wembley stendur sem liæst, og ávarpa þá með þessum orðum: „Góðan daginn kjósandi góður. Þetta er Sigurjón Péturs- son, — mig langar tii að rabba ögn við þig um skipulagsmálin...”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.