Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. mal 1982 3 Gerast íslendingar eignaraðilar að álverinu? „ítrekað óskað eftir þvf við Alusuisse” — segir Hjörleifur Guttormsson, ■ „Rlkisstjórnin hefur itrekað óskað eftir þvi við Alusuisse, að viö tslendingar gerumst eignar- aðiiar að álverinu, og þetta tilboð er framiagt vegna þess”, sagöi Iljörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra I gær, þegar blaðamað- ur Timans spurði hann út i samn- ingstilboð um kaup tslendinga á álverinu. „1 sambandi við það, höfum við að sjálfsögðu verið að lita i kring- um okkur, til þess að slikt væri fært. Það hafa farið fram á und- anförnum mánuðum itarlegar viðræður við ýmsa aðila, jap- anska og fleiri, um það hvernig tryggja megi að Islendingar geti i reynd ráðið við það að gerast virkir aðilar i áliðju og draga úr, eftir þvi sem slikt er hægt, þeirri áhættu sem sliku fylgir”, sagði iðnaðarráðherra. Aðspurður sagöi Hjörleifur: „Ég tel að það séu góðir mögu- leikar á þvi að við getum náð langtima samningum við aðila um aðföng, kaup á hrááli útúr verksmiðjunni og byggja inn i slikan samning orkuverð sem svari til framleiðslukostnaðar- verðs frá nýjum virkjunum hér- „Eignaradild fylgir mikil áhætta” — segir Steingrímur Hermannsson ■ „Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra, fer með algjört forræði I þessu máli”, sagði Steingrimur Hermannsson, sam- gönguráðherra, I gær þegar blaðamaður Timans spuröi hann hvort hann og forsætisráðherra, en þeir ásamt Hjörleifi eru I ráð- herranefndinni sem fjallar um ál- málin svokölluðu, hefðu verið með i ráðum varöandi samnings- tilboðsem iðnaðarráðherra hcfur lagt fram við Alusuisse um kaup á a'lverinu I Straumsvik. „Min persónulega skoðun er sú”, sagði Steingrimur, „að það sé hægt að koma mjög stórum hlutum til leiöar i þessu máli, ef skynsamlega er á málum haldið”. Aðspurður sagðist Steingrimur ekki hafa séð nein gögn eða skjöl sem Hjörleifur hygðist leggja fram i viðræðum þeim sem hófust i gærkveldi á milli iðnaðarráð- herra og ráðgjafa hans annars vegar og dr. Paul Mtiller, for- manns framkvæmdastjórnar Alusuisse hins vegar. Stein- grimur sagði jafnframt: „Það er ekkert leyndarmál, og hefur ekki verið um nokkurn tima, að fyrir- tæki, þar á meðal japönsk, hafa sýnt áhuga á að tryggja sér ál frá lslandi og i þvi skyni hafa þeir lagt fram ýmsar hugmyndir. Meðal annars þá hugmynd um að aðstoða okkur viö að eignast verulegan hluta i álverinu. Þess- ar hugmyndir tel ég vera mjög athyglisverðar. Hins vegar verða menn einnig að gera sér grein fyrir þvi að eins og markaðs- málum áls er háttað i heiminum i dag, þá fylgir slikri eignaraöild mikil áhætla. Þaö þarf þvi að hugleiða á hvaða hátt er hægt að draga sem allra mest úr þessari áhættu. En hvað þessar álviðræður snertir nú, þá vil ég að það komi skýrt fram, að mér finnst að leggja beri megináherslu á að fá fram hækkun á raforkuverðinu, og þaö verulega, og leggja gamlan ágreining i gerð”. — AB iðnaðarrádherra lendis.” Hjörleifur sagði varðandi við- ræðurnar sem hófust i gærkveldi: „Af minni hálfu verður fyrst og fremst látið reyna á raforkuverð- ið og breytingu á samningnum hvað það snertir, þvi það er meg- inatriði fyrir okkur að ná fram hækkun á þvi, og það verulegri.” Aðspurður um það hvort ekki mætti lita á þetta kauptilboð á ál- verinu sem þrýstiaðgerð til þess að ná fram hærra raforkuverði sagði Hjörleifur: „Það er auðvit- að nauðsynlegt að menn átti sig á þviað við höfum slika möguleika, og að það eru aðrir sem vilja skipta viðokkurá þessum grunni, þannig aðhægt sé að tryggja okk- ur viðunandi raforkuverö. Slikt sýnir það að samningsstaða okk- ar er sterk og sanngirniskrafa okkar er byggð á sterkum rök- um.” Iðnaðarráðherra var að þvi spurður hver hans viðbrögð yrðu ef engin niðurstaða fengist út úr viðræðunum i gær og i dag, og Alusuisse neitaði að hugleiða meirihlutaeignaraðild islendinga og að hækka greiðslur sinar fyrir raforkuna: „Þá tel ég að við þurf- um að skoða stöðuna frá grunni. Það verður ekki látið viðgangast áfram að þeir þumbist við. Það verður að reyna á þá samstöðu i landinu sem telja verður fyrir hendi , að gera þessum aðilum ljóst, að þolinmæði okkar er að bresta i þessumáli, — viö verðum hér að fá sýnilegan árangur, já- kvæð viðbrögð, sem gætu leitt til eðlilegra samskipta við Alusu- isse.” Þegar Hjörleifur var að þvi spurður hvort samstaða væri fyr- ir þvi i ráðherranefndinni að leggja svona kauptilboð fyrir Alu- suissesagði hann: „Rikisstjórnin hefur fylgst náið með þessum málum, og átt hlutdeild að þvi að athuga þennan möguleika.' —AB ■ Aðalfundur Félags sambands fiskframleiðenda, SAFF, var haldinn á Hótel Sögu I gær. Meðfy lgjandi mynd var tekin á fundinum, þegar Sigurður Markússon framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SIS var I ræðustól. Honum til hægri handar situr Arni Benediktsson, framkvæmdastjóri Framleiðni sf. Timamynd GE HÍK mótmælir kjaradómi: „Fer blint eftir kröf- um vinnuveitanda” ■ „Hiö fslenska kennarafélag mótmælir harðlega kjaradómi sem gekk 1. april s.l. um sér- kjarasamning HÍK,” segir i frétt frá félaginu. Ennfremur segir i fréttinni: „Kjör kennara hafa bersýnilega rýrnað verulega á undanförnum árum miðað viö kjör stétta með sambærilega menntun og ábyrgð. Ennfremur hefur vinna kennara verið tak- mörkuð og tekjumöguleikar þar með skertir miðað við aðra opin- bera starfsmenn, svo ekki sé minnst á hinn almenna vinnu- markað. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hundsar kjaradómur gjörsam- lega allar kröfur félagsins. Þess i stað dæmir kjaradómur félaginu nýjan kjarasamning til tveggja ára, þar sem eingöngu er tekið tillit til krafna vinnuveit- anda, sem miðast við samning hans til nokkurra mánaða við annað félag. Dómurinn gengur svo langt að fara blint eítir kröfum vinnuveit- anda, i viðkvæmu deilumáli, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, kjör öldungadeildar- kennara, dæmir hann félögum HIK milli 20 og 30% kjararýrnun frá þeim samningi sem i gildi er,” segir i fréttatilkynningunni. — Sjó. Kaupmenn- Innkaupa- stjórar Erum að taka upp mikið úrval af skart- gripum fyrir sumarið Silfur og gull: Hringa-festar- hálsmen-nælur o.fl. Tískuskartgripir af öllum gerðum Ennisbönd-eyrnalokkar- armbönd-festar o.fl. Heildsölubirgðir H. Gunnarsson Hverfisgötu 78. — Simi 91-14733.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.