Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 4
4 Heybindivél til sölu New Holland 274 árg. 1975. Upplýsingar i sima 93-3881. Framkvæmda- stofnun ríkisins óskar að ráða vélritara vanan almennum skrifstofustörfum nú þegar. Skriflegar umsóknir sendist Fram- kvæmdastofnun — Rauðarárstig 25. 1 Frá Grunnskólum ssss Haf narfjarðar Innritun forskólabarna fædd 1976 og annarra nýrra nemenda fer fram i grunn- skólum Hafnarfjarðar mánudaginn 10. maí n.k. kl. 11.00. Lokaskráning á flutningi grunnskóla nema milli skólahverfa fer fram sama dag i sima 53444. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. LOFTPRESSUR D y ÁRMÚLA11 Allar stærðir Rafmagnslyftari Eigum til afgreiðslu strax nýjan rafmagnslyftara. Lyftigeta 1250 kg. Lyftihæð 3,40 m. Innbyggt hleðslutæki. Verð með öryggisgrind, rafgeymum o.fI. kr. 105.000.- Góð greiðslukjör: 25.000.- útborgun, eftirstöðvar lánaðar í 8 mánuði Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 £ 8-66-80 Sambandsstjórn Verkamannasam bandsins kemur saman á morgun: „Ekki samið nema um veru legar taxta- tilfærslur” — segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSl' ■ ,,Það er sambandsstjórnar- fundurinn á föstudag sem tekur endanlega ákvörðun um það hvernig kröfugerð Verkamanna- sambands tslands verður hátt- að,” sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambandsins i viðtali við Timann f gær. Aöspurður um það á hvaö leggja bæri megináherslu i kröfu- gerðinni sagði Guðmundur: „bað verður ekki samið nema um verulegartaxtatilfærslur verði að ræða innan Verkamannasam- bandsins. Það þarf að gera mikið átak til þess að hækka það fólk i launum sem á lægstu töxtunum er. Ég vil ná fram samræmingu og leiðréttingu þannig að þeir sem lægst eru launaðir fái veru- lega úrbóL” Guðmundur var að þvi spurður hvort eitthvað væri hæft i þvi að hann vildi leggja það til að Verka- mannasambandið færi fram á minni kauphækkanir en kveðiö er á um i kröfugerð ASl.: „Nei, siður en svo. Ég vil bara tryggja það að einkaréttur þeirra sem eru á hæstu launatöxtunum, til stöðugra hækkana veröi afnum- inn, þ.e. að það sé ekki lengur látið viðgangastaðþeirsemeru á hæstu töxtunum, fái túlkun sér i vil á launatöxtunum.” —AB „Guðmundur hefur ekkert umboð til að segja þetta” — segir Sigfinnur Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga ■ „Verkamannasambandið hef- ur ekki ákveðið að draga sig lit úr kröfugerð A.S.t. Það er fundur i stjórn sambandsins 7. maí næst- komandi og þar verða lagðar fram þær kröfur sem hafa verið mótaðar af nefnd sem kosin var af Verkamannasambandinu,” sagði Sigfinnur Karlsson for- maður Verkalýðsfélags Norð- firðinga i viðtali við Timann. „Mér er sagt að Guðmundur J. hafi sagt i samninganefnd að ekki yröi samið nema um stórkostleg- ar taxtatilfærslur yrði að ræöa,” sagöi Sigfinnur aöspurður og bætti við: „Þetta er bara skoðun Guðmundar, og hann hefur ekk- ert umboð Verkamannasam- bandsins til að segja þetta.” Sigfinnur var að þvi spurður hvort hann væri þeirrar skoðunar að semja bæri um litlar kaup- hækkanir til skamms tima i stað þess að fara út i aðgeröir: „Ég hef ekki látið neitt frá mér fara i því efni. Ég hef þó frekar verið á móti þvi að farið væri Ut i harðar aðgeröir, en það má vel vera að ég skipti alveg yfir i annan tón, eftir þessa yfirlýsingu frá vinnu- veitendum, um aö þeir vilji draga samninga fram yfir kosningar, þvi þegar við sömdum um 3.25% i haust, þá var þaö meö þvi loforði að frá 15. mars til 15. mai skyldi gera alltsem hægt væri til þess að semja og vera búið að semja 15. mai. Vinnuveitendasambandiö er þvi að minu mati að brjóta það sem það hafði lofaö en það má segja að þetta loforö hafi verið forsenda þess aö gengið var að þessum samningi sl. haust. Ég fæ ekki annað séð en viö verðum að breyta afstöðu okkar eftir þessa yfirlýsingu V.S.I. og láta hart mæta hörðu, þvi það virðist vera það sem þeir vilja.” TTVid höfum ákveðið að endur skoða okkar kröfugerð” — segir Karl Steinar Guðnason, varaformaður VMSÍ ■ „Við höfum taiið að þessi rannsókn kjaranefndar sýni það, að launamismunur hefur aukist hrikalega og taxtar verkafólks á nöktum hungurtöxtum eru ger- samlega óþolandi fyrir verka- lýðshreyfinguna,” sagði Karl Steinar Guðnason varaformaður Verkamannasambandsins, þegar Timinn spurði hann hvort Verka- mannasambandið heföi ekki i hyggju að standa með A.S.l. að krö fugerðinni. „Við höfum i ljósi þessa ákveöiö að endurskoða okkar kröfugerð, með það fyrir augum að framkallameiri launajöfnuö,” sagði Karl Steinar og bætti þvi við að það væri einungis „til skoðun- ar” hjá sambandinu hvort það yrði ekki með í kröfugerð A.S.Í. Sagði hann að á sambands- stjórnarfundi á morgun, myndi verða fjallað um þessi mál og ákvörðun yrði tekin iim áfram- haldið. „Þaðeralveg ljóst”, sagði Karl Steinar, „að við getum ekki unaö þvi misrétti sem nú viðgengst — þeirrfku hafa orðið riTíari og þeir fátæku fátækari. Þessi kjarakönnun sem ég K já ■ 11 minntist á áðan er frá i april I fyrra, og viðerum sannfærðir um að mismunurinn hefur vaxið siðan. Það er alveg ljóst að við mun- um ekki draga Ur kröfunum, heldur leggja aukna áherslu á að ná fram leiðréttingu á launum þeirra innan Verkamannasam- bandsins sem eru lægst launaðir þ.e.a.s. þeirra sem eru á nöktum töxtum.” —AB „Mér finnst ekki hægt að taka upp kröfur ASÍ” — segir Jón Helgason, formaður Einingar ■ ,,Ég vil nú helst ekki blanda mér inn i það sem hefur aö und- anförnu farið fram i fram- kvæmdastjdrn Verkamannasam- bandsins," sagði Jón Helgason formaður Einingar á Akureyri i viðtali viö Timann, þegar hann var að þvi spurður hvað hæft væri i þvi að Verkamannasambandiö hefði i hyggju að vera ekki með I kröfugerð A.S.t. heldur hygðist það gera mun minni kröfur en A.S.Í. og semja til skamms tlma. „Þaðernú kannski fullsterkt til oröa tekiö,” sagði Jón, „að Verkamannasambandið ætli að ganga útúr kröfugerð A.S.l. Það sem hinsvegar hefur komið fram er að formaður sambandsins, Guðmundur J. Guðmundsson, mun hafa útlistað að endurskoða yrði kröfur Verkamannasam- bandsins, með hliðsjón af þvi sem hefði upplýstst af kjararann- sóknanefnd og það tel ég auövitað vera rökrétt. Það er vegna þessa sem nú stendur til að halda stjórnarfund sambandsins nú 7. mai.” Jón var að þvi spuröur hvað honum, sem formanni Einingar fyndist um þetta mál: „Mér finnst að staða mála i þjóöfélag- inu nii sé þannig að ekki sé hægt að taka upp kröfur A.S.l. á þessu stigi málsins og hef reyndar lýst þvi yfir. Annars vil ég sem minnst segja um þetta á þessustigi. Mér finnst að tilefni gefist til þess i sjálfum samningaviðræöunum, að „nótice” sé tekið af þvi sem vinnuveitendur hafa sjálfir gert, með yfirborgunum, þannig að launaskriðið hefur náttúrlega mótast út frá þeirra eigin gjörðum. Þá standa vinnuveit- endur náttúrlega frammi fyrir þvi að þurfa að mæta viðsemj- endum sfnum.i þá átt að leiðrétta launaskriðið hjá okkur, þannig að við sitjum ekki eftir. Ég taldi ekki að taka þyrfti þetta sérstaklega upp, þvi það var búið að upplýsa málið og ég tel þvi að hægt sé að taka það beint upp við samninga- boröið.” —AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.