Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. maí 1982 5 Tæknileg mistök þegar 20 nýir Volvo- vagnar voru pantaðir fyrir SVR: SKIPT HEFIIR VERK) UM DRIF í ÖLLUM VÖGNUNUM! ■ Mál Strætisvagna Reykjavíkur hafa verið aII mikið í sviðsljósinu að undanförnu/ einkum vegna óánægju starfsmanna fyrirtækisins með Ikarus vagnana. Tíminn hafði samband við Leif Karlsson, stjórnarmann i SVR, og spurði hann um álit á þvi máli. „Rekstrarstjórinn, Haraldur Þórðarson, og verkstæðisfor- maðurinn, Jan Jansen, eru fyrir- fram mjög neikvæðir i garð þessara bila og vilja ekki að þeir séu notaðir,” sagði Leifur i upp- hafiogbættisiðanvið: „Haraldur hefur lýst þvi yfir opinberlega að hann telji þessa vagna alls óhaéfa til notkunar. Ég tel að Ungverjinn, sem er hér á landi sem fulltrúi framleið- enda til þess aö aðstoða eigendur vagnana við viöhald og viðgerðir á þeim, eigi við vanda að etja I sambúð sinni við SVR, þrátt fyrir góðan vilja forstjórans. Ég hef enda látið bóka á stjörnarfundi að ég tel rétt að láta rannsaka hvernig þeim kvillum er háttað, sem hrjá vagnana og láta gera við þá, svo allir vagnstjórar geti ekið þeim. Það má segja að Ikarus sé ekki af sama gæða- flokki og Volvo en það þýðir ekki að þeir séu ónothæfir. I þvi sambandi má benda á að Volvo BIO M, þeir 20 sem voru keyptir á sama tima og Ikarus vagnarnir voru siður en svo gallalausir. Þetta var ný framleiðsla hjá Volvo og ég hafði vakiðathygliáþviístjórnSVR að Reykjavikurborg er fyrsti aðilinn sem kaupir þessa bila til að nota þá sem strætisvagna. Það sem fljótlega kom I ljós var að þeir voru með of litla vél. Til þess að þeir gætu sinnt sinu hlut- verki var stillingu á oliugjöf breytt þannig aö meiri snúnings- hraði fékkst á vélina og þar meö meira afl. Afleiðing þess var sú að of mikið álag varð á drifið, sem var pantað I samræmi við styrkleik vélarinnar og það þoldi ekki álagið. Þess vegna hefur orðið að fá nýtt og stærra drif i þá alla. Þetta hefur að sjálfsögðu i för með sér mikinn kostnað, en mér tókst ekki að fá svör við spurn- ingum minum á slðasta stjórnar- fundi um hver borgaði þann kostnað. Samkvæmt skilningi minum á viðskiptaháttum er mér mjög til efs að framleiðandi taki á sig þennan kostnað, þar sem tækni- menn SVR höfðu valið þennan búnað af þeim kostum, sem I boði voru. Þeir lögðu að auki mikla áherslu á það við stjórn SVR að þessir vagnar, meö þennan búnað og ekkert annað yrði valið. Þessum skilningi minum til stuönings má rifja upp viðbrögð framleiðanda við vanda af svip- uðu tagi, sem upp kom fyrir nokkrum árum. Vissulega eru Volvo og Ikarus ekki i sama gæðaflokki, eins og ég sagði áðan. En yms þau atriði sem kvartað er undan nú hjá SVR, eru tækjabúnaður sem pantaður var i vagnana sam- kvæmt skilgreiningu tæknimanna SVR. Til dæmis var gefinn kostur a að velja á milli mismunandi drifa og kostaði ekkert aukalega að fá drif, sem hentaði betur hér. Enn sem komið er hafa þó engir þeir gallar komið fram i Ikarus sem eru neitt i likingu við mistök- in við drifið i Volvo vögnunum. Eins og málin standa nú, tel ég að verösamanburður milli þessara tveggja gerða, eins og hann kom fram I tilboðunum, sé enn i fullu gildi. Aö sjálfsögðu er mér annt um að starfsmenn SVR hafi góða vinnuaðstöðu. Mér ber einnig, sem stjórnarmanni i SVR, að gæta fjárhagslegra hagsmuna skattgreiðenda, sem eiga SVR og þurfa að reiða fram 30 milljónir króna i beinan styrk til fyrir- tækisins á þessu ári. Þess vegna get ég ekki fallist á að kröfur starfsmannanna um að kaupa eingöngu það dýrasta séu rétt- lætanlegar, enda tiðkast það hvergi að starfsmenn ráði einir fjárfestingu fyrirtækja,” sagði Leifur. SV Framboösfundur í sjónvarpssal Sumarid á Akureyri! ■ t>ótt við á höfuð- borgarsvæðinu höf- um ekki beinlinis getað státað af sumarbliðunni und- anfarna daga má það þó vera huggun liarmi gegn að það hafa Norðanmenn ekki getað heldur eins og þessi mynd frá Akureyri sýnir glögglega. Mynd: gk/ Akureyri ■ Fyrsti framboðsfundurinn i sjónvarpssal hefst á sunnudaginn kemur, 9. mai, klukkan 16.00. Þá fá borgarstjórnarkandidatarnir i Reykjavik að spreyta sig og fyrstir á mælendaskrá eru full- trúar byrjendanna, kvennafram- boðsins eða V-listans. Fundurinn stendur i tvo tima og er skipt i þrennt. Á fyrsta hálf- timanum verða framsöguræður eða framboðsræður, eftir þvi sem menn vilja kalla það, og fær hver listi sex mínútur til umráða. Röðin verður þessi: Kvenna- framboð, Framsókn, Kratar, Allaballar og Sjálfstæðið. Annar þáttur stendur i einn klukkutima og fer þannig fram að fundarstjórinn Helgi E. Helgason leggur spurningar fyrir fundar- menn, sem verða einn eða tveir frá hverjum lista, i þeim hluta fundarins. Þá verður röð listanna þessi: A-D-V-B-G. Siðasti hálftimi fundarins fer svo i ræðuhöld, þar sem mönnum gefst kostur á að hreinsa and- rúmsloftið og leiðrétta það sem aðrir kunna að hafa missagt fyrr á fundinum. Þessi fundur er eins og reyndar allir framboðsfundirnir i sjón- varpinu i beinni útsendingu. Næsti fundur i sjónvarpinu verður á laugardaginn 15. mai klukkan 15.00. Þá eigast Kópa- vogskandidatarnir við i tvo tima. Fyrst flytja þeir ræður hver af öðrum og fara þrjár umferðir. í fyrstu umferð fær hver listi sjö minútur til umráða en i hinum tveim eru fimm minútur. Þetta á að taka 70 minútur. Að þvi loknu setjast menn við hringborðið og rabba saman i 50 minútur. Hafnfirðingar fá sjónvarpið til umráðp á milli klukkan 14-16 dag- inn eftir, sunnudaginn 16, 5. Þeir haga sinumfundi á svipaðan hátt og Reykvikingar. Þegar þeir hætta, klukkan 16, taka Akureyr- ingar viðog halda sinn fund næstu tvo tlmana. Þeir velja sér svipað fundarform og Kópavogsbúar. Siðasti þáttur framboðsfunda i sjónvarpssal er svo á föstudags- kvöld 21. mai kvöldið fyrir kosningar. Þá kemur einn fulltrúi frá hverjum lista i Reykjavik og halda uppi hringborðsumræðum i einn og hálfan klukkutima. Sjónvarp frá talningu atkvæða verður svo með nokkuð hefð- bundnu sniði. SV Kísilmálmur kominn til efri deildar ■ F’rumvarp um kisilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði var afgreitt frá neðri deild i gær og fyrsta umræða um málið hófst i efri deild og var stefnt að þvi að afgreiða málið þar til nefndar i gærkvöldi eða nótt. Væntanlega hlýtur það lokaafgreiðslu efri deildar i dag. Talsverðar sviffingar urðu um frumvarpið I iönaðarnefnd neðri deildar i fyrrakvöld og miklar umræður voru um það á næturfundi og aftur á fundi i gær. Horfið vár frá þvi ráði að leggja fram nýtt frumvarp eins og skýrt var frá i Timanum i gær, en sú frétt var skrifuð áður en málið hlaut lokaafgreiðslu i nefndinni. Heldur voru þær miklu breytingar sem gerðar voru settar fram sem breytingartillögur við frumvarp iðnaðarráðherra og er það aö mestu samhljóða þvi frumvarpi sem iðnaðarnefnd var búin að ganga frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i nefndinni lögðu fram breyting- artillögu þar sem kveðið var á um að rikið þurfi ekki að verá meirihlutaaðili að verksmiöj- unni. Magnús H. Magnússon skilaði séráliti sem gerði ráð fyrir að kosinn yrði sérstök undirbúningsstjórn á meðan samið verði nýtt frumvarp um kisilmálm verksmiðjuna á grundvelli starfs þeirrar stjórn- ar. Báðar breytingartillögurnar voru felldar. Neðri deild samþykkti frum- varpið með 32 atkvæðum en 6 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Meðal þeirra sem sátu hjá voru tveir flokksbræður iðnaðar- ráöherra þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Garðar Sigurösson. Ekki er búist við að frum- varpið mæti neinni mótspyrnu i efri deild. Oó Sextíu milljónir í járnblendi ■ A sama fundi og neðri deild afgreiddi kisilmálmverksmiðj- una á Reyðarfirði samþykkti hún lög um viðbótarhlutafé úr rikissjóði til Járnblendiverk- smiðjunnar i Hvalfirði. Nemur framlagið um 60 millj. kr. OÓ Stríð milli stjórnar og stjórnar- andstöðu? ■ „Það stefnir i aigjört striö milli stjórnar og stjórnarand- stöðu”, sagði Karvel Pálmason á þingi i gær, „ef ekki verður gefinn eðlilegur timi til að ljúka málum á eölilegan hátt.” Hann minnti á að lög um vinnuvernd væru i landinu og krafðist hann þess að löggjafar- samkundan héldi þau lög er hún setti sjálf. Astæðan til aö vinnuverndar- laga er ekki gætt þegar þing- menn eiga i hlut er sú að kvöld- fundir hafa verið alla þessa viku og stundum þingað fram á rauða nótt. 1 gær héldu stjórnar- andstæðingar uppi málþófi vegna þessara vinnubragðá og mótmæltu kvöldfundum sem boðaðir voru i báðum deildum. Vildu þeir fresta þinglausnum eins lengi og þörf þykir, en nokkur hinna stærri mála eru enn óafgreidd. Tóku margir til máls og bentu á þeir hygðust ræða vel og lengi um hin ýmsu mál, sem eftir er að afgreiða. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.