Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 10
10 frimerkjasafnarinn 15 borgarmálj Uppboðsefni. Uppboð - afmæli ■ I fyrri þætti hefi ég aðeins minnst á endurvakningu upp- boðsfyrirtækisins Hlekkur. Nú hefir uppboðskrá þessa fyrir- tækis verið send út og er hér um fyrsta islenska stórupp- boðið á frimerkjum að ræða. Bæði er það er varðar upp- boðsstærðina i heild, 640 númer, og einnig gæði efnis á uppboðinu. Dýrasta einstaka númerið er Hópflug ttala ónotuð samstæða á kr. 7 .800,-, en 73 númer fara yfir 1.000.00 króna lágmarksboð, eða 11,4%. Þar þarf vist margur að gripa til meira en vasa- buddunnar. Mikið er af skildinga og auramerkjum á uppboðinu og það sem kannske vekur mesta athygli, en það eru margs- konar bréf og póstsögulegir hlutir, stimplar og t.d. helm- ingaða 20 aura merkið meö Kristjáni X. stimplað á Hofs- ósi, sbr. Hans Hals safnið. Þá eruflugbréfeinnigmeð þarna, eins og t.d. Light flugið og fleiri slikir góðir bitar. M.a. eru þarna upprunastimplar á kortum eins og eitt kort með: „ISAFJÖRÐUR - HRAUN- GERÐI — VÖLLUR” svo nokkuð sé nefnt. Skipsbréf, fylgibréf, Fyrstadagsbréf, póstávisun og Zeppelinbréf. Allt eru þetta hlutir, sem getur að lita i uppboðsskránni. Upp- boðið verður haldiö i ráð- stefnusal Loftleiða, sunnudag- inn 9 .mai klukkan 13.30. Efnið veröur sýnt i Frimerkjamið- stöðinni sunnudaginn 2. mai kl. 14.00 til 17.00 og svo á upp- boðsdaginn klukkan 10,00— 11,30. Þá þurfa öll skrifleg boð aðhafa borist fyrir 8. mai. Ég hefi öruggar fregnir af þvi, að þegar sé kominn fjöldi skrif- legra boða utanlands frá og auk þess einnig innlend. Þetta er eins og áður segir stærsta innlenda uppboðið hingað til og til að allt gangi nú sem best munu þeir Haraldur Sæmundsson og Hálfdán Helgason, báðir skiftast á um að bjóða upp. Þá mun fyrirtækið vera með myntuppboð svo til tilbúið og listmuna uppboð sömuleiðis. Bókauppboð og frimerkjaupp- boð blða haustsins. Næsta frimerkjauppboð verður i október, en efni er veitt mót- taka til 15. ágúst. Myntupp- boðið er hinsvegar 12. mai og efni tekið inn til 20.april. Það er mikill skaði aö upp- boðslistinn er ekki betur prentaður og á betri pappfr. Þetta er 6. uppboð Hlekks og nú virðist loks hylla undir að við hér heima eignumst upp- boðsfyrirtæki á heimsmæli- kvarða. Það eru mörg afmæli nýliðin i sögu frimerkjasöfnunar hér á landi eða framundan og vil ég minnast hér á nokkur þeirra. Verðskráin „íslensk fri- merki” kom út 25. árið i röð á siðastliðnu ári og hefir fyrir löngu haslað sér völl, sem verðlisti íslandssafnarans, ekki aðeins hér heima heldur og erlendis. Nýlega hefi ég fengið bréf frá Rússlandi, frá mönnum er safna Islandi og visa þeir til listans, einn segist meira að segja hafa notað hann i mörg ár og ætlar að nota skipulag hans til að setja upp safn sitt til sýningar á al- þjóðlegri sýningu i haust. Hvernig listinn er þangað kominn veit ég hinsvegar ekki, það skildi þó aldrei vera gegnum Bandarikin, en þar er ötull sölumaður listans og fri- merkjasöfnunin þekkir ekki landamæri. Félag frimerkjasafnara i Reykjavik heldur svo upp á 25 ára afmæli sitt í ár og heldur þá m.a. veglega frimerkja- sýningu í haust. Ættu þeir sem áhuga hafa á að sýna á henni að skrifa félaginu i Pósthólf 171, Reykjavik og biöja um eyðublað. Þá verður gefin út vegleg sýningarskrá og af- mælisrit, af þessu tilefni auk annarra hátiðarhalda, sem meðlimirnir og aörir geta tek- ið þátt I og glaðst á þessum áfanga. Landssamband islenskra frimerkjasafnara verður svo 15 ára á næsta ári og heldur fyrstu norrænu frimerkjasýn- inguna i Laugardalshöllinni árið eftir. Verður það veglegt verkefniað 15ára starl'i loknu. Þegar i haust kemur út fyrsta sýningarblokkin af tilefni þessarar sýningar, önnur svo á næsta ári og sú þriðja er sýn- ingin opnar. Eru allar þessar blokkir með yfirverði til að bera kostnaðinn viö sýning- una. Er vonandi að fri- merkjasal'narar láti sitt ekki eftir liggja um að kaupa þessar blokkir, þ.e.a.s. þeir sem á Islandi búa, þvi að i nokkrum greinum um sýning- una úr erlendum blöðum, gefur að lesa að þarna verði um blokk að ræða i litlu upp- lagi og að Islendingar séu tregir til að kaupa frimerki með yfirverði, svo eins gott sé að fara þegar að panta frá Frímerkjasölunni. Vafalaust verður margt fleira til hátiða- brigða á afmæli Landssam- bandsins, sem siöar verður sagt frá. Þá munu einhver af fri- merkjafélögunum úti á landi fara að eiga afmæli á næstunni og væri gaman að heyra frá þeim um það og hvernig þau hyggjast halda upp á þau. Ennfremur bið ég félögin að senda mér nokkur orð um félagsstarfið i vetur. Sigurður H. Þorsteinsson Sigurður H. Þorsteinsson skrifar ■ Það er sama hvert þú ferð og hvert þú kemur í þess- um heimi/ alls staðar rekstu á Isiendinga. i svörtustu Af- ríku og eyðimörkum Ástraliu áttu á hættu að hitta land- ann og ekki kæmi mér á óvart þó að eins og þrír slíkir byggjuá sjálfum Falklandseyjum. I Noregi og skyldum löndum er allt krökkt af islendingum og reyndar mesta furða að við skulum ekki vera til í f leiri en ca 230 þúsund eintökum. Það ætti því engum að bregða þó hann frétti af islending á hinum eða þessum, mögulega eða ómögu- lega staðnum, en ég verð að játa að ekki átti ég von á að finna einn slíkan í afdölum Heiðmerkurfylkis í Noregi. Jú, en mikil ósköp.Þarna var íslendingur, bóndi í ofaná- lag og til að kóróna allt — alinn upp á malbikinu í Reykjavík. íslenskur bóndi í afdölum Noregs: „NAGRANNARNI HAFA VERKI E NSTAKLEGA HJALPSAM R V Lövhaugen söndre stendur afskekkt og aldrei er einangrunin meiri en þegar mikið hefur snjóað. Snjó tekur heldur ekki upp fyrr en langt er komið fram á vor. Mynd: ESE/Noregi T ryggvi Tryggvason, Reykjavíkurpilturinn sem varð bóndi í Noregi Þeir eru liklega fáir sem hefur órað fyrir þvi að þaö ætti fyrir Tryggva Tryggvasyni, 33 ára gömlum Reykviking, að liggja að verða bóndi i Noregi. Jafnvel þegar hann var aö passa skjáturnar hans Björns á Löngumýri, ásamt norskri eiginkonu sinni var þessi hugmynd fjarlæg i flestra hugum. En þannig er það nú samt. Tryggvi hefur verið sjálfs slns herra sl. þrjú ár og er að koma sér upp hinu mesta myndarbýli á Lövhaugen söndre, eins og jörðin i Julussdalen I Heiömörk heitir. I fyrra byggðu Tryggvi og eiginkona hans, Inge- borg Freidis, nýja hlöðu og fjós og þau segjast bæði vera komin til að vera. — Okkur liður mjög vel hér I Julussdalen og við gætum ekki hugsað okkur betri nágranna, segir Tryggvi. — Þegar við byggðum hlöðuna og fjósið, dreif að fólk héðan úr sveitinni og hjálpaði okkur á alla lund. Þar var ekki verið að krefjast endurgjalds. Það verður ekki annaö sagt en aö fólkið i sveitinni hans Tryggva sé dálitið sérstakt. Einangrun dalsins er mikil enn þann dag i dag, sér- staklega á vetrum. Fyrr á timum lifði fólk þarna og dó án þess að það þyrfti nokkru sinni að fara út fyrir sveitarmörkin og kaupstaðurinn Hamar, 60 km frá hefði eins getað verið á tunglinu. Frægastir urðu Julussdölingar fyrir frægt verkfall meðal skógarhöggsmanna fyrr á öldinni, er Heiömörk stóð enn undir nafngiftinni „Rauða fylkið”. I þessu verkfalli vann verkalýðurinn frækinn sigur vegna samstöðu sinnar og að þessum arfi býr fólk enn þann dag i dag. Sem fyrr segir voru þeir fáir á mölinni i Reykjavik á uppvaxtar- árum Tryggva sem óraði fyrir að borgarpilturinn yrði bóndi og hvað þá að það yrði meðal norskra kinda. Það kom þó fljótt i ljós að Tryggvi undi sér hvergi betur en i sveit og áhugi hans á landbúnaði varð til þess að hann fór seinna i Bændaskólann á Hvanneyri. Að loknu búfræöinámi brugðu Tryggvi og kunningi hans, Hreiðar Jónsson, sér til Noregs þar sem þeir settust á skólabekk i landbúnaðarskól- anum i Vefsen, skammt frá Mos- jöen i Nordlandfylki. I Mosjöen kynntist Tryggvi, Ingeborg Freidis sem siðar varð eiginkona hans. Að náminu I landbúnaðarskól- anum loknu, fluttu Tryggvi og Ingeborg til Islands þar sem þau bjuggu i fjögur ár. — Við vorum fyrsta árið hjá Birni Pálssyni á Löngumýri, en siðan hjá hinum ágæta bónda og manni, Agli Halldórssyni i Holts- seli I Eyjafirði, segir Tryggvi. — Við ákváðum þó fljót- lega að flytja til Noregs og upphaf- lega ætluðum viö okkur aftur til Norður-Noregs, heimaslóða Inge- borg, en þar hafði ég fengið vinnu. Við ætluðum fyrst i heimsókn til systur Ingeborg sem bjó ásamt eiginmanni sinum og fjölskyldu I Elverum i Heiðmerkurfylki, en siðan ætluðum við norður. Það varð þó ekkert úr þvi, þar sem systirin og maður hennar töldu okkur á að setjast að I Elverum. Ég fékk vinnu hjá stórbóndanum Engebret Grin- dalen, en hjá honum var ég I tæp fimm ár. A meðan Tryggvi var I Elverum byrjaði hann að kaupa kindur, en draumurinn var alltaf sá að eignast eigin jörð. — Við leituðum lengi fyrir okkur að heppilegri jörð, en ekkert gekk. Við vorum eiginlega orðin úrkula vonar er hringt var I okkur frá skrifstofu Búnaðarfélagsins i Heið- mörk og við spurö hvort við hefðum áhuga á jöröinni Lövhaugen söndre i Julussdalen. Ég fór slðan sam- dægurs og ræddi við eigandann og það varð úr að við keyptum jörð-- ina, segir Tryggvi. Tryggvi og Ingeborg eru með rúmlega 100 kindur, en vegna fjós- og hlöðubyggingarinnar urðu þau að bæta við kúm til aö geta staðið i skilum og borgað vexti af lánum sem þau urðu að taka vegna jaröarkaupanna. — Viö erum núna með sjö mjólk- andi beljur, auk kindanna og svo er ég með tvo islenska hesta hérna i nágrenninu, segir Tryggvi. Að sögn Tryggva er helsti munurinn á þvi aö vera bóndi i Noregi og á Islandi sá, að i Noregi nægja u.þ.b. 100 kindur til aö fram- fleyta fjölskyldu, en hætt er viö að 200—300 ef ekki fleiri þurfi til á Is- landi. Þá er einnig nóg að vera með um 9—12 kýr, en hætt er við að fáir lifðu af slíku á Islandi. Stærsti hluti Lövhaugen söndre er vaxið skógi og verður Tryggvi þvi aö leigja jarðir viðs vegar I Julussdalen. — Þetta er ósköp þreytandi, segir Tryggvi, en lengst verður hann að fara um 30 km til að heyja. — Þetta stendur þó vonandi til bóta, þvi að við erum byrjuð að ■ Fjölskyldan Tryggvason — Anita Maria, Ingeborg með Miriam, Tryggvarnir og Valborg. rækta jörðina og hver veit nema að maður nái sér seinna meir I aðra landspildu I nágrenninu. Tryggvi og Ingeborg eiga fjögur börn og eru tvö þeirra. Valborg (12) og Anita Maria (11) fædd á ís- landi. Tryggvi Friðlaugur (7) og Miriam (2) eru hins vegar bæði fædd i Noregi. Ekkert barnanna talar Islensku svo heitið geti, en Ingeborg talar ágæta islensku. Tengslin við Island eru heldur ekki svo mikil og það eina sem Tryggvi hefur þurft að hafa af tslendingum að segja undanfarin ár, er þegar hann þurfti að fá íslensku hestana flutta til Noregs. — Ég samdi við Iscargo um flutninginn og leigði mér siðan bil og var mættur út á Fornebue-flug- völl við Osló er flugvélin kom. En einhvern veginn höfðu hestarnir gleymst. Ég varöþvi að snúa heim nokkrum hundruðum króna fátæk- ari. Sama sagan endurtók sig svo aftur nokkrum dögum seinna, þannig að ég varð að hringja til Is- lands og rifast I þeim hjá Iscargo. Þar var mér lofað öllu fögru, og I trausti þess leigði ég mér enn einn bilinn og keyrði þessa 150 kiló- metra leið til flugvallarins. I það skiptið kom engin flugvél, en mér var sagt að hún hefði lent i Bergen. Það var svo hringt i mig heim frá Bergen og mér sagt að ég yrði að sækja hestana þvi annars yrðu þeir skotnir. Ég varð þvi að keyra þessa u.þ.b. 700 km. leið til Bergen um nóttina og ná i hestana. Einhverjar smábætur fékk Tryggvi, eða afslátt á fluginu, en útgjöldin voru mörgum sinnum meiri. Tryggva hefur tekist aö laga sig vel að aðstæðum Noregi, en þrátt fyrir að hann þekki orðiö vel til norsks fjárbúskapar og norskra kinda, á hann erfitt með aö gera upp á milli þeirra norsku og islensku. — Islenska ullin er mikið fin- gerðari og betri, segir hann, en þegar talið berst að lambakjötinu er erfiðara að gera upp á milli. — Ætli kjötið sé bara ekki jafn- gott, segir Tryggvi, en bætir þvi við að hann sakni hangikjötsins, þó að hann fái af og til slikar sendingar frá gamla landinu. Nú er kominn timi til aö kveðja Tryggva og fjölskyldu hans og að hætti góðra bænda fylgir Tryggvi mér út á hlað. Um leið og hann opnar dyrnar berst sérkennileg angan inn i húsið og sjálfur gæti ég svarið að þelta var hangi- kjötslykt. Tryggvi neitar þvi þó staðfastlega að hann sé að gera til- raunir með norskt hangikjöt, en neitar þvi þó ekki að lyktin sé hangikjötsleg. En þetta á sér allt sinar skýringar. Lyktin kemur ein- faldlega úr haugi af gömlu norsku heyi sem Tryggvi er að brenna úti við túnfótinn. Kannski hefur slæðst þar kjötbiti meö, en vist er að hægt væri að reykja ýmislegt með hey- inu atarna. Svo góð var lyktin. — ESE/Noregi Myndir og texti: Eiríkur St. Eiríksson, Noregi * *«i « a ' » « 38 * * * ■ - .***'.» rr *í I KftSS - ■ nmm - ii u m n!|,J H WKr j I .. Hagsmunamál Reykvíkinga: Ríkið yfirtaki Borgarspítalann ■ Eitt aðalstefnumál Fram- sóknarflokksins i borgar- stjórnarkosningunum i Reykjavik er að þegar i stað verði hafnar viðræður við rik- isvaldið um að það yfirtaki rekstur Borgarspitalans. 1 ár má búast við að rekstur Borgarspitalans kosti hverja reykviska fjölskyldu um 140.000 gkr. eða 1.400 nýkr. i beinhörðum peningum. Er þarna um að ræða skatt sem Reykvikingar greiða til heilsugæsluþjónustunnar sem aðrir landsmenn greiða ekki. Borgarspitalinn er i reynd landsspitali. Þangað koma sjúklingar hvaðanæva af land- inu. En Reykvikingar greiða kostnaðinn af dvöl þeirra. Slikt er óréttlátt. Astæðurnar fyrir þvi aö reykvikingar þurfa að bera svo þungar fjárhagslegar byrðar af Borgarspitalanum eru aðallega tvær. 1 fyrsta lagi þarf borgin að greiða allan rekstrarkostnað Borgarspitalans svo sem laun um hver mánaðamót. Siöan á rikið að greiða samsvarandi upphæð mánuði siðar til borg- arinnar. Borgin þarf þannig aö fjár- magna eins mánaöar rekstur á Borgarspitalanum hverju sinni. Þetta fé verður ekki fengið á annan hátt en með hæstu vöxtum sem á þessu ári hafa oft verið um 4,75% á mánuði. Þetta hefur þvi þýtt mikla bindingu á fjármunum Reyk- vikinga. Megin ástæöa fyrir fjárhagsbyrðum reykvikinga vegna Borgarspitalans er sú að heilbrigðisyfirvöld hafa ætlað Borgarspitalanum of lág daggjöld. Rikisvaldið hefur þvi þannig viljandi reynt að smokra sér undan þvi að greiða kostnað- inn við rekstur Borgarspital- ans I trausti þess að reykviskir skattgreiðendur létu sér það vel lynda að borga rekstrar- hallann sem þá ætti að öllu réttlæti fullnægðu að dreifast á alla Iandsmenn. Onnur ástæða fyrir þvi að rikið á að yfirtaka Borgarspit- alann er sú að með þvi að spit- alinn sé á framfæri borgarinn- ar þarf borgin að standa i flóknum launasamningum fyrir starfslið Borgarspitalans á sama tima og rikisvaldið stendur i samskonar samn- ingum við starfslið Lands- spitalans. Leiðir þessi tvi- verknaöa samningagerð til margháttaðrar togstreitu samkeppni og misskilnings við gerö kjarasamninga heilsugæslustétta. Siöast en ekki sist má svo benda á að yfirtaka rikisins á Borgarspitalanum þýðir betri heilsugæslu. Efalaust er mönnum ekki liðið úr minni sú mikla um- ræöa sem fram fór um sneið- myndatökutæki fyrir nokkru. Talið var nauðsynlegt að slikt tæki væri til hér á landi en ekki var samkomulag um hvort þetta tæki skyldi sett á Landsspitalann eöa Borgar- spitalann. Endirinn var sá að þessi fokdýru tæki voru keypt á báöa spitalana. Fróðir menn hafa látið hafa sig fy’-ir þvi að eitt slikt tæki sé til i Kaupmannahöfn og sé það nóg fyrir þá milljónaborg. Samkeppni er ávallt góð en hún getur gengið út I öfgar. Framsóknarílokkurinn tel- ur að það sé ekki þörf á aö fram fari mikil samkeppni um sjúklinga á spitölum landsins. Miklu brýnna sé að byggð sé upp ein góð sjúkradeild hver á sinu sérsviði I stað þess að byggja upp margar lélegar sjúkradeildir sem sinna eiga sama verkefni og eru i sam- keppni um sjúklinga. Með samræmingu á rekstri sjúkrahúsanna hér i borginni okkar hlýtur þjónustan þvi að batna Reykvikingum sem öðr- um öllum landsmönnum til góðs. Sveinn G. Jónsson. Sveinn G. Jónsson skrifar Feögarnir Tryggvi Tryggvason og Tryggvi Friðlaugur Tryggvason með fyrsta lamb vorsins Mynd: ESE/Noregi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.