Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 13
■ Víkingur tryggöi sér Reykjavíkurmeistaratitilinn i knattspyrnu er þeir sigruðu Fylki 3:0 i gærkvöldi. A myndinni sést er Olfar Þórðarson formaður ÍBR afhendir Vikingum sigurlaunin. Timamynd Ella Víkingur Reykja- víkurmeistari ’ — er þeir sigrudu Fylki 3-0 á Melavelli í gærkvöldi ■ Vikingur tryggði sér Reykja- vikurmeistaratitilinn i knatt- spyrnu er þeir sigruöu Fylki 3-0 á Melavellinum I gærkvöldi, staðan i hálfleik var 1-0 fyrir Viking. Fyrir leikinn þurftu Vikingar aö sigra með þremur mörkum til þess að hljóta aukastig og sú varö „Ekki búinn að skrifa undir” - segir Ásgeir Sigurvinsson ■ „Það er ekki rétt aö ég sé bú- inn að skrifa undir”, sagði Ás- geir Sigurvinsson knattspyrnu- maður hjá Bayern Munchen i V-Þýskalandi i samtali við Tim- ann i gær. Greint var frá þvi i einu dagblaöanna I gær að As- geir væri búinn aö skrifa undir tveggja ára samning við þýska félagið vfb Stuttgart. „Likurnar á þvi aö ég skrifi undir samning við félagiö eru miklar og eins og málin standa i dag er ekki ósennilegt að þaö verði gert á laugardaginn. Við erum enn ekki farnir að ræöa hve samningstíminn á að vera langur, en ég hef áhuga á þvi að gera tveggja ára samning. Stuttgart er mjög gott liö, þeir eru núna I 7. sæti I Bundeslig- unni og liðinu er spáð miklum frama næsta keppnistimabil. Hjá liðinu eru 5—6 landsliðs- menn” sagöi Asgeir. — röp raunin. Vikingur hlaut einu stigi meira en Fram I mótinu. Vlkingar léku þvi undir mikilli pressu i leiknum og var spurning- in hvort þeim tækist aö ná þremur mörkum. Leikurinn fór ekki var- hluta af þessu og gætti mikillar taugaveiklunar i upphafi leiksins. Þaö var ekki fyrr en á 43. min. sem Vikingar skoruöu fyrsta markið og var Heimir Karlsson þarað verki. Heimir varð marka- hæsti maður mótsins. Fyrr höfðu Fylkismenn átt skot i slána. Vikingar komu siöan mjög sterkir til leiks I seinni hálfleik og sýndu þá mjög góða knattspyrnu. Stefán Halldórsson skoraöi fall- egt mark á 55. mín. og tlu min. siðar bætti Helgi Helgason viö þriöja markinu. Gullfallegt mark sem tryggði Vikingum aukastigið sem þeir þurftu. Eftir þetta fengu Vikingar nokkur tækifæri og þaö fengu Fylkismenn reyndar lika en hvorugum tókst að skora. röp-. Sigur hjá IFK Gautaborg ■ 1 leiðinlegum og lélegum leik á enn leiöinlegri og lélegri velli tókst frændum vorum i IFK Gautaborg aö knýja fram sigur á þýska liðinu Hamburger SV i fyrri úrslitaleik liðanna I UEFA- keppninni I gærkvöldi. Lokatölur urðu 1:0 en leikið var i Sviþjóð. Mikiö rigndi meðan á leiknum stóö og setti rigningin mark sitt á leik og völl. Staöan var 0:0 I leik- hléi en i þeim siðari tókst hinum snjalla Holmgren aö tryggja Svi- um kærkominn sigur. — röp Góður sigur United — Frank Stapelton tryggði þeim sigur gegn Nott. Forest ■ Ipswich heldur enn í vonina um enska meistaratitilinn í knatt- spyrnu eftir að liðið sigraði WBA á heimavelli síðar nefnda liðsins í gærkvöldi 1:2. Það var hinn mark- sækni Alan Brasil sem skoraði sigurmarkið fyrir Ipswich. Úrslit i öðrum leikjum i gær- kvöldi uröu sem hér segir og þá fyrst i 1. deild: Man.City- Notts.Co. 1:0 Nott. Forest-Man. Utd. 0:1 Stoke-Aston Villa 1:0 Tottenham-Swansea 2:1 WBA-Ipswich 1:2 Sigur Stoke yfir Englands- meisturunum Aston Villa kemur liklega til með að tryggja röndótta liðinu áframhaldandi veru i 1. deildinni. Gary Brook var hetja Totten- ham þegar hann tryggöi liði sinu sigur með tveimur fallegum mörkum en sigur Tottenham var sanngjarn. Manchester United stefnir hraðbyri aö þriðja sætinu i deild- inni. Liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu og i gærkvöldi var þaö Frank Stapleton sem tryggði liðinu sigur með góöu marki. Tveir leikir fóru fram i 2. deild. Newcastle steinlá á heimavelli sinum fyrir QPR 0:4 og Norwich jók möguleika sina á 1. deildar- sæti með góðum sigri gegn Grimsby 2:1. Næstu leikir á Eng- landi verða leiknir á laugardag. -röp. ÍYfir- burdir Ragn- hildar ■ Vorhlaup ÍBK var haldiö I I um siðustu helgi i Keflavik, keppt var i fjórum flokkum. Karla og kvenna, og sveina og telpnaflokki. Ragnhildur 01- afsdóttir FH hafði algjöra yf- irburði i flokki kvenna og Agúst Asgeirsson sigraði ör- ugglega i karlaflokknum. Alls kepptu 20 keppendur á þessu | móti, en úrslitin urðu þessi: Karlar: 1. Agúst Asgeirsson 1R 22,33,4. 2. Einar Sigurðsson UBK | 23,02,0 3. Sighvatur Guðmundsson | | HVI 23,07,34 Sveinar: J1. Ömar Hólm FH 13,21.0 2. Jóhann Björnsson IBK | 14,20.0 3. Einvarður Jóhannsson ÍBK | 114,27.0 Konur: J1. Ragnhildur Ölafsdóttir FH | 13.35,53 2. Þuriöur Arnadóttir IBK | 21.38.0 3. Guðrún Einarsdóttir IBK | 21,40.0 Telpur: 1. Linda B. ólafsdóttir FH | 7,42,07 12. Guðrún Eysteinsdóttir FH I 7,51.09 3. Súsanna Helgadóttir FH | I7,59,00 Eiik varði titilinn Islandsmót öldunga i blaki Ifór fram á Akureyri um helg- lina, en I þessu tslandsmóti [tóku þátt félög viðsvegar aö af j llandinu. 1 kvennaflokki, en fé- lögin i þeim flokki skipuðu konur 26 ára og eldri, tókst Eik | að verja titil sinn frá þvi i fyrra. Víkingur varð i öðru sæti og Siglfirðingar hlutu | | þriðja sætið. Keppnin i karlaflokknum [ Ivar mjög skemmtileg eins og ] keppnin i kvennaflokknum var reyndar lika. Skautafélag, Ak- ureyrar sigraöi eftir haröa keppni. Óðinn Akureyri varð i öðru sæti. tslandsmeistarar HK frá þvi I fyrra uröu aö láta [ | sér lynda þriðja sætiö. GK-AK. | Norrænt námskeið Dagana 16. — 23. júli n.k.l | verður efnt til norræns nám-l skeiös fyrir unglingaþjálfara I og leiöbeinendur að Laugar-I vatni. Það eru norrænul Iþróttasamböndin, sem standa I fyrir þessu námskeiði, en I Unglinganefnd I.S.l. sér um [ | framkvæmdina. ■ Þátttakendur veröa á aldr-j J inum 18 — 30 ára og er búist | viö þátttöku allra Noröur- landaþjóðanna. A nám- skeiðunum veröa fiutt fræöi- leg erindi, farið i kynnisferðir| og leiki, auk þess, sem kvöld-l vökur verða. Má geta þess, aðl | ein kynnisferöin verður i| Kerlingafjöll. Unglingaþjálfarar og leið- I beinendur, sem áhuga hafa á I að taka þátt i þessu nám- skeiði, þurfa að senda umsókn fyrir 25. mai n.k. á skrifstofu l.S.t., en þar munu liggja frammi umsóknareyöublöð. Ekkert þátttökugjald verður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.