Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.05.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðumfs Slm! (91) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. UITDD tTTp Skemmuvegi 20 nOjiJD nr. K,)pavogi Mikið úrval OpiA virku duga 919 ■ Laugur- dugu 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labriel HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 ■ Allir menn dá hetjur. Höfund- ar skáldsagna og kvikmynda not- færa sér þá staðreynd og fram- leiða hetjur á færiböndum. Heimurinn stendur á öndinni af hrifningu og kaupir færibanda- hetjurnar ii massavis. En i hversdagsleikanum finn- ast lika hetjur, en venjulega fer minna fyrir þeim og þær eru sjaldnast til sölu. Einni islenskri hetju var veitt afreksmerki hins islenska lýðveldis úr silfri nýlega, fyrir frábært björgunarafrek. Afreksmerkið má sæma hvern mann sem hætt hefur lifi sinu eða heilsu við björgun islenskra manna úr lifsháska og áður hefur þaö aðeins verið veitt einum Is- lendingi. Sá sem var sæmdur merkinu nú var Steingrimur Sigurðsson skip- stjóri i Vestmannaeyjum. Hann bjargaði 17 ára gömlum háseta sinum, sem féll útbyrðis af Bjarnarey 8. janúar i fyrra. Steinateinn flæktist um úlnlið há- setans, Guðmundar Gislasonar og dró hann i sjóinn i strekkings vindi og talsverðum sjó. Guð- mundur losnaði og skaut upp. Steingrimur sneri bátnum og stoppaði hann áveðurs við Guð- mund og stökk svo i sjóinn meö bjarghring og björgunin tókst. — Hvaö varstu að hugsa, Stein- grimur meðan á þessu stóð? spuröum við hann, þegar við náðum i hann af þessu tilefni. ,,Ég var á timabili búinn að bóka að við næðum honum ekki. En hann losnaði úr netunum og það er nú það sem bjargaði hon- um raunverulega. Hann losnaði úr netunum á einhvern undarleg- an hátt og ég vil bara þakka guði fyrir það”. — Af hverju fóst þú að stökkva i sjóinn? ,,Ég sá að hann var þrotinn að kröftum og ég reiknaði með manninum jafnvel slösuðum og ég gat ekki tekið þá áhættu að reyna að koma bátnum nær hon- um heldur en ég gerði þarna og ég hugsaði svo bara um að reyna að ná honum.” — Hugsaðir þú ekkert um eigið öryggi? ,,Ég taldi þvi enga hættu búna. Það var ekkert i raun og veru, sem átti aö koma fyrir mig, ef ég hagaði mér skynsamlega. Ég tel mig sæmilega syndan og treysti mér til að gera þetta, án þess þó að hugsa nokkuö út i það.” Aður hafði Steingrimur bjargað syni sinum á svipaðan hátt. Við báðum hann um að segja frá þvi. Fimmtudagur 6. mai 1982 Steingrimur ásamt eiginkonu og tveimur dætrum á heimiii sinu I Eyjum. MyndiGS Hefur tvisvar bjargad mannslíf- um með því að hætta eigin Iffi: ff rn r|/i/| EK EKKI FREKJA VIÐ ALMÆTTIÐ AÐ FARA FRAM Á MEIRA?” spyr Steingrímur Sigurðsson, sjómaður f Vestmannaeyjum „Það var 18. nóvember 1978. Viö vorum á Bjarnareynni að kasta sildarnót 4 miiur vestan við Ingólfshöfða og þá flæktist hana- fótur utan um fót Sigurðar Ólafs og hann fór út með nótinni. Hann var J)á 16 ára. Þá var NA snjó- koma og myrkur en sjólaust. Til- viljunin réði þvi að þegar honum skaut upp kom hann akkiirat i ljósgeislann. Ég sneri skipinu eins og ég gat og lét hifa i snurpu- virinn til að snúa skipinu skarp- ara til hans og keyrði svo eins og ég þorði án þess að fá nótina i skrúfuna. Þegar ég gat ekki hreyft skrúfu meira var ekkert annað að gera en að sækja hann. Það má koma fram að i bæði þessi skipti var áhöfnin eins og einn maður og það átti ekki minnsta þáttinn i hversu vel tókst.” — Varð drengjunum meint af? „Sigurði Ólafi varð ekkert meintaf þessu hann var kaldur en náði sér á klukkutima. Það var sama með Guðmund, hann var mikið þrekaður og kaldur og hann brákaðist á hendi. Báðir strákarnir héldu áfram á sjó, en Guðmundur er i landi i vetur.” Steingrimur slapp ekki eins vel. Hann veiktist af volkinu i seinna sinnið og að ráði lækna var hann ekki á sjó i vetur. Hann segist vera orðinn fullfær núna og endanlega laus við sjúkdóminn. — Allt er þegar þrennt er, segir máltækið. Þorir þú að hætta á sjó, heldurðu ekki að þú eigir eftir að bjarga einum enn? ,,Ég er þakklátur forsjóninni fyrir aðhún hefur hjálpað mér viö þetta. Er það ekki frekja við al- mættið að fara fram á meira?” sv n Týnt eða tröllum gefið? ■ Fyrir skömmu sögðum viö frá stymping- um nokkrum sem urðu þegar borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna laust saman við Alþýðu- bandalagsfólk f Borgar- nesi, sem var að halda árshátið sina á hóteli plássins þegar sjálf- stæðismenn ruddust þar inn. Það rifjaðist svo upp fyrirokkur i gær að sjálf- stæöismennirnir voru I Borgarnesi I þvl skyni að koma saman stefnuskrá fyrir borgarstjórnar- kosningarnar en af henni hefur svo ekki sést tangur né tetur. Aðeins virðist koma tvennt til greina: annaðhvort hefur stefnu- skráin týnst f stymping- unum eða allaballarnir hreinlega stolið hcnni! Skörungs- skapurog gedvonska ■ Eins og menn vita hef- ur verið mikið aö gera hjá blessuðum þingmönnun- um að undanförnu og margir þeirra þurft aö leggja nótt við dag i nefndastörfum. Ef marka má tóninn f eftirfarandi kafla úr ræðu Sverris Hermannssonar, þegar hann mælti fyrir breytingartillögum iðnaðarnefndar I virkjunarmálum, getur svona vinnuálag hæglega haft áhrif á skapsmuni þingmanna: „Háttvirtir alþingis- menn geta séö f sjónhend- ingu hversu átaksillt þetta mál var í atvinnu- málanefnd, þegar ég nú upplýsi að ekki náðist samkomuiag um að nema á brott „skörunina”, þetta ómál iðnaðarráðu- neytisins. Skildir skarast, borð skarast i skarsúð og i súðbyrðingi. Menn skara framúr, þótt það eigi ekki við iönaðarráöu- neytið sérstaklega. En það er ekki taiaö um skörun á fram úr skar- andi manni og þeim sem minna má sin. Meira að segja athöfnin að skara i eldinn meö skörung var aldrei nefnd skörun, það fréttir Hafskip opnar skrifstofu í Eng- landi ■ Hafskip h f. opnaöi fyrstu svæðisskrif- stofu sina erlendis 1. maí s.l. i Ipswich, Englandi. Kannanir hafa bent til möguleika á veru- legu aðhaldi i kostnaði með þvi að hafa eigin skrifstofur erlendis og til viðbótar eykst þjónusta við viöskiptavini. Að- stæður hafa verið kannaðar i Banda- rikjunum, Sviþjóð og Vestur-Þýskalandi auk Englands. Starfsfólk hinnar nýju skrifstofu eru GIsli Theódórsson framkvæmdastjóri, Reynir Guðmundsson og frk. Deirdre Aldis. sv Númer klippt af 30 bilum í Kópa- vogi. ■ Lögreglan i Kópa- vogi er nú með mikla herferð gegn óskoöuðum bilum i gangi. í gær klippti hún númerin af tæp- lega þrjátiu bilum sem ekki var búið að færa til aðalskoðunar. Lögreglan beinir þeim tilmælum til þeirra sem ekki hafa látið skoða bila sina að gera það hið fyrsta þvi ella geti þeir átt von á þvi að missa númerin. -Sjó ÖKUMENN! BLÁSUM El SUMRINU BURT yUJJFEWW, hefði þó legið beint við ef þetta orð hefði á annað borð verið tii i málinu, sem ekki var, enda nauðaljótt.” Svona lét Sverrir móða n < mása og tuldraði siðan i barm sér aö þrátt fyrir orðnotkunina væri ekki hægt að kalla iðnaðar- ráðherra skörung. Krummi ... sá merka frétt í Þjóðvilj- anum í gær undir fyrir- sögninni: „Ráðstefna um bætta sambúðNorðurs og Suðurs — Flutnings- maður hennar var ólafur Ragnar Grimsson.” Það er sem viö segjum, Ólafi er ekki fisjaö saman! bhí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.