Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 7. mai 1982 COATS affelgunarvélar fyrirliggjandi D ÞÓRf Armúlmh Aðalfundur hf. Skallagríms verður haldinn laugardaginn 15. mai 1982 kl. 14. að Heiðarbraut 40, Akranesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðaifundarstörf 2. Skipakaup 3. Hlutafjármál 4. Önnur mál Stjórnin. Styrkur til tónlistarnáms i Frakklandi Laus er til umsóknar einn styrkur til tónlistarnáms i Frakklandi háskólaárið 1982-83. Er styrkurinn ætlaður til framhaldsnáms. Umsóknum um styrkinn, ásamt stað- festum afritum prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vik, iyrir 14. þ.m. Menntamálaráöuneytið, 4. mai 1982. Heyhleðsluvagn Til sölu Welger EL 41 18 rúmm. árg. 1975. lMjög litið notaður. Verð kr. 31.000. Stað- greiðsluverð kr. 28.000 Upplýsingar i sima 91-43039 eftir kl. 19.00 UTBOÐ Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i gerð styrkingar og bundins slitiags i Reykjanesumdæmi. Útboðið nefnist: SLITLÖG 1982 YFIRLAGNIR í REYKJANESUMDÆMI Helstu magntölur eru eftirfarandi: Burðarlag 5.000 rúmmetrar Oliumöl 67.000 fermetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi siðar en 1. september 1982. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjald- kera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, Reykjavik, frá og með föstudeginum 7. mai n.k., gegn 1000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsing- ar og/eða breytingar skulu berast Vega- gerð rikisins skriflega eigi siðar en 14. mai. Gera skal tilboð i samræmi við útboðs- gögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafniútboðs til Vegagerðar rikisins, Borg- artúni 7, Reykjavik, fyrir kl. 14.00 hinn 19. mai 1982, og kl. 14.15 sama dag verða til- boðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóð- endum, sem þess óska. Reykjavik, i mai 1982 Vegamálastjóri ■ Hressir nemendur i Feiiaskóla voru i gær ásamt kennara slnum i óöa önn að undirbúa hátlðahöld i tilefni tlu ára afmælis skólans, sem er um þessar mundir. — Timamynd: Róbert. BLONDUVIRKJUN LOKSINS í HÖFN — Þingsályktunartillaga um virkjunarfram- kvæmdir og orkunýtingu samþykkt í gær ■ Breytingartillaga atvinnu- málanefndar við þingsályktunar- tillögu um virkjunarfram- kvæmdir og orkunýtingu var samþykkt samhljóða á Alþingi i gær. Þetta er tillagan um virkjun Blöndu o.fl. Mikill ágreiningur og átök hafa staðið um máliö á Alþingi og utan, en nú hefur náöst gott samkomulag, eins og sjá má af þvi að 58 þingmenn greiddu til- lögunni atkvæði, 1 sat hjá og 1 var fjarverandi. Nokkrir þingmanna geröu grein fyrir atkvæði sinu. Meðal þeirra var Páll Pétursson. Hann sagði: ,,Nú erum við á nokkrum vega- mótum. Afgreiðslu vandasamra átakamála er að ljúka hér á Alþingi. Við landverndarmenn komum til með að fylgjast nákvæmlega, mjög nákvæmlega með virkjun Blöndu. Ég treysti þvi aö samskipti okkar við Lands- virkjun verði góð, og okkur veröi sýnd kurteisi, lipurð og samkomulagsvilji og við hlökkum til þeirra umskipta sem i þvi felast aö Landsvirkjun tekur viö samningagerð og framkvæmdum við Blöndu sem virkjunaraðili og væntum hins besta af þeirri breytingu og siðmannlegra sam- skipta Landsvirkjunar viö Húna- þing og Húnvetninga og Skag- firðinga. Ég tel að niöurstaða atvinnu- málanefndar, að athuguðum bókunum nefndarmanna, ályktun rikisstjórnarinnar og þingflokks Framsóknarflokksins, leiöi til farsællar niðurstöðu, þeirrar, aö við Blöndu risi skynsamleg virkjun. Þvi er slegið föstu að miðlunarrými verði 220 gl. Ég kann atvinnumálanefnd þakkir fyrir viturlegt orðalag og alþm. mörgum fyrir góðvild I garð landsins og skilning á þvi að það verði að umgangast það með virðingu. Ég vona að Húnvetningar beri gæfu til þess a bregðast við, með þeim hætti að virkjunarumsvifin riði ekki öðru - atvinnulífi i héraöinu að fullu. Ég segi já viö þessari breytingartillögu. Gunnar Thoroddsen gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu og sagði: Fari svo að nokkur mis- munandi skilningur verði lagður i hvernig túlka eigi ákvæði til- lögunnar ef ágreiningur kemur upp siðar um virkjunarfram- kvæmdir, verði fyrst að lita á lögin um raforkuver frá 1981, og siðan nefndarálit atvinnumála- nefndar og bókanir. Aður en Blönduvirkjun m.am. var samþykkt voru greidd at- kvæði um þingsályktunartillögu sjálfstæðismanna um hagnýtingu orkulinda til stóriðju. Samþykkt var með 31. atkvæði gegn 29 að visa málinu til rlkisstjórnarinnar, það var sem sagt fellt. Jóhanna Egilsdóttir er látin - á 101. æviári ■ Jóhanna Egilsdóttir er látin. Hún lést að morgni 5. mai á heim- ili sinu að Lynghaga 10. Jóhanna fæddist 25. nóv. 1881 i Hörgslandskoti i Vestur-Skafta- feilssýslu, og varð þvi 100 ára 25. nóv. á sl. ári. Jóhanna Egilsdóttir hefur unniö mikiö að félagsmálum um ævina. Hún var i stjórn Verka- kvennafélagsins Framsoknar frá árinu 1923 til 1962, og þar af formaður 1934-62. Varaformaður frá árinu 1923 til 1962, og þar af formaöur 1934-62, varaformaður I Kvenréttindafél. Islands 1948-52,1 miöstjórn ASl árum saman og i miðstjórn Alþýðuflokksíns frá 1942, en Jóhanna gekk snemma i Alþýðuflokkinn og starfaöi þar af miklum ahuga alla tiö. Hún var bæjarfulltrúi i Reykjavik 1934-38 og sat á Alþingi um skeið sem varaþingmaður. Mörg fleiri trúnaðarstörf voru henni falin og var Jóhanna heiöursfélagi I fjöí- mörgum félagssamtökum. Eiginmaður Jóhönnu var Ingi- mundur Einarsson. Hann lést 1961. íshrafl fyrir norðan og vestan ■ Nú er gisinn is norður af Vest- fjörum og Húnaflóa, að þvi er hafisrannsóknadeild Veðurstof- unnar tilkynnir. Meginisinn norðvestur af landinu er i 30-40 sjómilna fjar- lægð frá Vestfjörðum, en gisni isinn er mun nær landi norður og austur af Horni. Isdreifin nær norður I meginjaðarinn, sem er 50 sjómflur norður af Horni. Frá skipum á siglingu norður af Vestfjarðakjálkanum hafa borist tilkynningar um staka jaka á víð og dreif og tilkynnt var um jaka átta milur norður af Flatey á Skjálfanda. Varúðar er þvi þörf á siglingaleiöum af þessum sökum. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.