Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 7. mai 1982 9biú$m Utqefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Gisii Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim- ans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 84300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð í lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Lesendabréfið f rá Albert ■ Dagblaðið & Visir skiptir aðsendu efni i tvo flokka. Þær greinar, sem blaðið telur veigameiri, birtir það yfirleitt i sömu opnu og forustugrein þess. Það aðsenda efni, sem er léttvægara og oft- ast er skrifað meira i spaugi en alvöru, birtir það á svonefndri lesendasiðu. Undantekningarlaust birtir blaðið það efni, sem þvi berst frá virðingarmönnum á áberandi stað hjá forustugrein blaðsins. Blaðið vill þannig augiýsa, að þekktir menn sækist eftir að skrifa i það. Það hlaut þvi að vekja nokkra athygli, þegar grein eftir Albert Guðmundsson, alþingismann og borgarfulltrúa, var birt á lesendasiðu blaðsins siðastliðinn miðvikudag. Vafalitið hefur þetta ekki verið ákveðið af ritstjórum blaðsins, sem ekki munu vilja setja Albert á óæðri bekk. Ástæð- an getur ekki verið önnur en sú, að þetta hafi ver- ið ósk Alberts sjálfs og hann hafi með þessu viljað árétta, að grein hans yrði ekki tekin of hátiðlega, frekar en flest önnur lesendabréf. Þetta skýrist lika til fulls, ef menn lesa grein- ina. Efni hennar er að mæla með Davið Oddssyni sem borgarstjóraefni. Enn betur skýrist þetta, þegar kemur að höfuðástæðunni, sem Albert fær- ir fyrir þvi að hann styður Davið. Hún er þessi: „Samstarf okkar Daviðs hefur ávallt verið gott. Á reynslu minni af þvi góða samstarfi byggði ég þá tillögu mina, að Davið Oddsson yrði staðfestur i það forustuhlutverk, sem hann hefur nú einróma verið valinn að gegna.” Þótt Albert sé mörgum góðum kostum búinn, hefur hann ekki verið talinn sérlega spaugsamur. Hér tekst honum þó betur en nokkurri Matthildi. Það er kunnara en rekja þurfi, að siðustu áratug- ina hefur ekki verið meiri og dýpri ágreiningur milli tveggja manna i borgarráði og borgarstjórn en þeirra Alberts og Daviðs. Engar likur eru til, að það muni breytast. Þeirri staðreynd getur Al- bert ekki leynt, þótt hann gripi til spaugsemi og öfugmæla. Sagt hefur verið, að oft felist dulinn sannleikur að baki öfugmælum. óneitanlega hlýtur það að vekja athygli, að Albert skuli sérstaklega mæla með Davið vegna góðrar samvinnu! Einu sinni var kveðið, að i sérhverri afsökun ásökun var. En vissulega var það skynsamlega ráðið af Al- bert að birta þessa grein sina á lesendasiðu. Auð- sjáanlega hefur verið hart að honum lagt að birta meðmæli með Davið. Davið þarf á öllu að halda, þvi að innan Sjálfstæðisflokksins rikir sú skoðun, að flokkurinn hafi mörgum mönnum hæfari á að skipa sem borgarstjóraefni. Albert hefur látið undan þrýstingnum, en skipar jafnframt með- mælum sinum á bekk með spaugi og slúðri á les- endasiðum Dagblaðsins & Visis. Þvi má svo bæta við, að Albert hefur oft látið falla viðurkenningarorð um Egil Skúla Ingi- bergsson sem borgarstjóra. Þau ummæli hafa verið sögð i fullri alvöru. Þ .Þ. Wímm á vettvangi dagsins: ' B Kjaramálin eru f megnustu óreidu — ræða Kristjáns Thorlacíus, formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, á útifundinum á Lækjartorgi 1. maí ■ Kjaramál launafólks i landi voru eru i megnustu óreiðu. Þró- un f þessa 4tt á sér langan aðdrag- anda. Samtök atvinnurekenda og for- svarsmenn rikisvaldsins hafa um langa hrið svo til enga aðra stefnu haft i launamálum en að halda launakjörum niðri eins og þeir hafa getað. Allt hefur verið látið reka á reiðanum i þessum þýðingar- miklu málum fyrir einstaklinga og fyrir þjóðfélagið i heild. Þetta leiðir svo til stórátaka á vinnumarkaðinum á nokkurra ára fresti, þegar allt er komið i óefni. Á siðasta ári fóru fram viðtæk- ar kjararannsóknir hér á landi. Niðurstöður þeirra rannsókna eru i stórum dráttum þessar: Atvinnurekendum hefur tekist að halda samningsbundnum launum svo lágum, að einstakir atvinnurekendur hafa orðið að greiða mun hærri laun fil þeira, sem þeir vilja halda i starfi. Skýrslur kjararannsóknar- nefndar staðfesta, að yfir 50% starfsmanna h já öðrum en riki og sveitarfélögum fá yfirborganir, en 35% eru i ákvæðis- eða bónus- vinnu. Vegna þessara yfirborgana skapast óviðunandi misræmi i launakjörum. Eftir sitja með lak- ari kjör ýmsir lægst launuðu starfshóparnir i Alþýðusamband- inu og opinberir starfsmenn. Loks verður verst setti hópur- inn i þjóðfélaginu útundan vegna þessara vinnubragða atvinnurek- enda og rikisvalds. Það er aldr- aða fólkið, sem fær ellilifeyri, en sá lifeyrir er miðaður við samn- ingsbundin laun. Afleiðingarnar af þeim starfs- aðferðum atvinnurekendasam- takanna, sem rikisvaldið hefur stutt, að neita að semja um launahækkanir, sem siðan eru mjög almennt greiddar i raun, er að stéttarfélögin hljóta að verða áhrifaminni i kjarabaráttunni með hverju árinu, sem liður. Astandið færist á þennan hátt i auknum mæli i það horf, sem var fyrir stofnun verkalýðsfélaga, að hver einstaklingur semji fyrir sig. Það kann að blekkja menn, að á meðan atvinnuástandið er gott, þá ná margir einstaklingar betri kjörum á þennan hátt, þó fjöl- mennir þjóðfélagshópar, þar á meðal þeir verst settu, liði fyrir það. Og, ef atvinna minnkar mun margur vakna upp við vondan draum, og þá munu menn þvi miður standa berskjaldaðir við þessar aðstæður. Það er staðreynd að kaupmátt- ur samningsbundins dagvinnu- kaups hefur minnkað á undan- förnum árum. Varnarbarátta samtaka launafólks hefur ekki megnað að halda kaupmættinum óskertum. Þvi valda ákvæði i lögum, sem skerða kaupgjaldsvisitöluna. Samkvæmt nýbirtum tölum þjóðhagsstofnunar hefur kaup- máttur launa opinberra starfs- manna rýrnað um 12 - 13% siðan 1979. Hvað sem öðru liður þá hefur Um samanburð á tveimur Ijódum — nokkrar athugasemdir við grein Hauks Harðarsonar íTímanum 29. apríl s.l. eftir Heimi Má ■ Það er í sjálfu sér ánægjulegt að sjá i grein aö skáldin eru sett I samband við þjóðarsálina, ég helt nefnilega að nú læsi enginn skáld- in lengur, svona önnur en þessi gömlu góðu. En það er á réttum stað sem þessi annars gamla kennd gerði vart við sig á ný. Nefnilega i málgagni bænda, sem fyrr á öldum dunduöu sér viö að yrkja sér til ánægju og sefjunar. Oft voru þetta menn sem alls kostar voru ekki ánægðir með hlutverk sitt i tilverunni og svona með mannlifiö i heild. Sum þess- ara ágætu náttskálda hafa svo verið bundin i' skinn, löngu eftir dauða sinn. í grein sinni tekur Haukur tvö ljóð til umfjöllunar. Annað tvö- hundruö ára gamalt eftir séra Björn Halldórsson i Sauðlauks- dal. Hauki Ijáðist hins vegar að geta þess eftir hvern hitt Ijóðið var, en gat þess aöeins að það væri eftir eitt af. Dkkar ungu skáld um. Það er greinilegt fyrir hvoru skáldinu hann ber meiri viröingu, og fellur þar i sömu gryfjuna og forfeður hans sem ekkert vildu með lifandi skáld hafa aðeins dauö, sem helst höföu drepist úr hungri og ekki skaðaði að þau hefðu verið beitt svolitlu harð- ræði. Hvað skáld varðar hefur mör- landinn ekkert breyst. Landið er fullt af skáldum. Arlega eru gefii- ar Ut af höfundum sjálfum tugir bóka, sem bókaútgáfurnar, skjöldur islenskra bókmennta vill ekki gefa Ut. Enginn þarf að segja mér að þar séu allt léleg skáld á ferðinni, sum þeirra jafn- vel betri en þau sem Utgáfurnar flagga. En þaö er sama sagan, þetta með lifandi skáld og dauð. Það er við hæfi að rifja upp hvernig landinn fór með nóbels- skáldiö okkar, áður en hann fékk verölaunin og draga siðan ein- hvern lærdóm af þvi, en vera ekki alla tið aö fálma i endalausu myrkri fordóma, þröngsýni og jafnvel heimsku. En það var ekki meiningin að ræða hér um bókmenntasmekk eins né annars né meðferðina á Islenskum skáldum i gegnum tið- ina. Heldur þær forsendur sem Haukur gefur sér til aö taka þessi tvö ljóö til umfjöllunar. Skáld eru ekki spámenn, og ég held að ekkert skáld setji sig I þann sess. Aftur á móti eru skáld- in spegilmynd þess samfélags sem þau lifa i. Og hverju lýsir svo ljóö unga skáldsins? Vonleysiog

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.