Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.05.1982, Blaðsíða 1
;iif$^^ Helgarpakki dagskrá ríkisf jölmiðlanna 8/5 '82 til 14/5 '82 ¦ ÚrJóa eftir Kjartan Ragnarsson: Elfa Gisladóttir (Maggi), Jóhann Sigurftarson (Jói), Hanna Maria Karlsdóttir (Lóa), Sigurður Karlsson (Dóri) og Guomundur Pálsson (pabbinn). Leikhúsin um helgina Þjóðleikhúsið ¦ Meyjaskemman veröur sýnd i Þjóoleikhúsinu i kvöld og á sunnudagskvöld. Hún hefur þegar hlotið mjög góða aðsókn enda fengið lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Amadeus verður svo sýndur á laugardagskvöld og verður það 25. sýning á þessu fræga leikriti sem nú er verið að sýna i flestum Evrópulöndum, iBandarikjunum og Astraliu við metaðstíkn. A sunnudag verður svo siðasta sýning á barnaleikritinu um Gosa sem sýnt hefur verið um 50 sinn- um siðan um áramót. Loks er svo aukasýning á Kisu- leik á sunnudag klukkan 16 vegna þess hve margir þurftu frá að hverfa á siðustu sýningum. Sýn- ingar á Kisuleik eru orðnar 32. Mjög góð aðsökn hefur verið að Þjóðleikhúsinu nu i vetur og tala áhorfenda um siðustu mánaða- mót var hærri en allt leikárið i fyrra. Leikfélag Reykjavikur Annað kvöld (laugardags- kvöld) verður leikrit Kjartans Ragnarssonar Jólá fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavikur en það hef ur nú veriö sýnt yfir 60 sinnum og ávallt fyrir fullu húsi. Sýningin hefur hlotið einstaklega góðar viötökur leikhúsgesta en verkið fjallar sem kunnugt er um ung hjón, sem standa frammi fyrir þeim vanda að taka að sér and- lega vanheilan brdður konunnar einmitt þegar þau eru i þann veg- inn að fara utan til langdvalar i framhaldsnám. Höfundur, leik- stjóri og leikendur hafa fengið einróma lof fyrir verk sitt. Með stærstu hlutverkin fara Hanna Maria Karlsddttir, Sigurður Karlsson og Jóhann Sigurðarson en aðrir leikendur eru Guðmund- ur Pálsson, Þorsteinn Gunnars- son, Elfa Gisladóttir og Jón Hjartarson. Kjartan leikstýrir sjálfur. I kvöld (föstudagskvöld) er sýning á HASSINU HENNAR MöMMU eftir Dario Fo sem ný- lega var frumsýnt. 1 helstu hlut- verkum þar eru Margrét ólafs- dóttir, Gfsli Halldórsson, Kjartan Ragnarsson, Emil G. Guðmunds- son og Aðalsteinn Bergdal Hafa þau vakið mikla kátinu með leik sinum en i verkinu er fjallað um fikniefnamál bæði i gamni og al- vöru. Leikstjóri er Jón Sigur- björnsson. A sunnudagskvöldið er svo Salka Valka eftir HaUdór Lax- nessá fjölunum en uppselt hefur verið á allar sýningar tii þessa. Leikfélaginu barst nýlega boð um aö sýna Sölku á alþjóðlegri leik- listarhátið „Leikhiisi þjóðanna", sem i ár er haldin i Sofia i Bulg- ariu. Með hlutverk mæðgnanna Sölku og Sigurlfnu fara þær Guð- rún, Gisladóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Fáar sýningar eftir af Siga unabar ón inum Sigaunabaróninn hefur nú gengið fyrir fullu hvisi siðan i byrjun janilarmánaðar, og virðist ekkert lát á aðsókn, en þar sem hljóðfæraleikarar i Sinfóniu- hljtímsveit Islands hafa i mörg horn að lita, fer sýningum á Sig- aunabaröninum að fækka. 44. og 45. sýning verða laugar- dagskvöldið 8. mai kl. 8.00 og sunnudaginn 9. mai er eftirmið- dagssýning kl. 4.00. Alþýðuleikhúsið Vegna góðrar aðsdknar að leik- ritinu „Don Kikóti" hefur Al- þýöuleikhusið ákveðið að halda sýningum áfram enn um sinn. Næsta sýning verður á laugardag kl. 20.30. Leikstjdri er Þórhildur Þorleifsdóttir. BUningar og leik- mynd: Messlana Tómasdóttir. Tónlist: Eggert Þorleifsson. Þýö- ing Karl Guðmundsson. Leikarar eru Arnar Jónsson, Bjarni Ingv- arsson, Borgar Garðarsson, Guð- mundur ólafsson, Eggert Þor- leifsson, Helga Jdnsdóttir og Sif Ragnhildardóttir. -Sjó. Herr Backes og Herr Heilmann frá Hotel Frankfnrter Hof og Bay ernhlj óms veitin sjá um framúrskarandi þýskan mat og tónlist Þýsk vika í Víkingasal og Blómasal: Þýska ferðamálasambandið, stjómarformaður þess G. Spazier, Flugleiðir og Hótel Loftleiðir standa að sérstakri þýskri viku dagana 6.-9. maí í Víkingasal og 10.-12. maí í Blómasal. Verndari vikunnar er þingmaðurinn Thorsten Wolfgramm, stórriddari hinnar íslensku fálkaorðu. Matseðill í umsjá þýsku matreiðslusnillinganna Hænsnakjötsúpa von Frau Rat Schlosser Kúmenkrydduð svínasteik með svartaskógarsalati og pönnusteiktum kartöflum Eplaterta Dregið verður um ferðavinninga til Þýskalands á hverju kvöldi, auk þess sem þýskir ferðamálafulltrúar kynna sumarleyfisferðir til Þýskalands. Stuðlatríóið leikur fyrir dansi Þýsk hljómsveit leikur tónlist frá Bayern Ferðakynning í Auditorium laugardaginn 8. maí kl. 13-18 HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi dztW DEUTSCHE ZENTRALE FURTOURISMUSE.V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.