Tíminn - 07.05.1982, Side 1

Tíminn - 07.05.1982, Side 1
— Helgarpakki og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 8/5 ’82 til 14/5 ’82 ■ úr Jóa eftir Kjartan Ragnarsson: Elfa Gisladóttir (Maggi), Jóhann Sigurðarson (Jói), Hanna Maria Karlsdóttir (Lóa), Sigurður Karisson (Dóri) og Guðmundur Páisson (pabbinn). Leikhúsin um helgina Þíóðleikhúsið ■ Meyjaskemman veröur sýnd i Þjóðleikhúsinu i kvöld og á sunnudagskvöld. HUn hefur þegar hlotið mjög góða aðsókn enda fengið lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Amadeus verður svo sýndur á laugardagskvöld og verður það 25. sýning á þessu fræga leiio-iti sem nú er verið að sýna i flestum Evrópulöndum, i Bandarikjunum og Astraliu við metaðsókn. Á sunnudag verður svo siðasta sýning á barnaleikritinu um Gosa sem sýnt hefur verið um 50 sinn- um slðan um áramót. Loks er svo aukasýning á Kisu- leik á sunnudag klukkan 16 vegna þess hve margir þurftu frá að hverfa á siöustu sýningum. Sýn- ingar á Kisuleik eru orönar 32. Mjög góð aðsökn hefur verið að Þjóðleikhúsinu nú i vetur og tala áhorfenda um siðustu mánaða- mót var hærri en allt leikárið i fyrra. Leikfélag Reykiavlkur Annað kvöld (laugardags- kvöld) verður leikrit Kjartans Ragnarssonar Jólá fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavikur en það hefur nú verið sýnt yfir 60 sinnum og ávallt fyrir fullu húsi. Sýningin hefur hlotið einstaklega góðar viðtökur leikhúsgesta en verkið fjallar sem kunnugt er um ung hjón, sem standa frammi fyrir þeim vanda að taka að sér and- lega vanheilan bröður konunnar einmitt þegar þau eru i þann veg- inn að fara utan til langdvalar i framhaldsnám. Höfundur, leik- stjóri og leikendur hafa fengið einróma lof fyrir verk sitt. Með stærstu hlutverkin fara Hanna Maria Karlsdóttir, Sigurður Karlsson og Jóhann Sigurðarson en aörir leikendur eru Guðmund- ur Pálsson, Þorsteinn Gunnars- son, Elfa Gisladóttir og Jón Hjartarson. Kjartan leikstýrir sjálfur. I kvöld (föstudagskvöld) er sýning á HASSINU HENNAR MöMMU eftir Dario Fo sem ný- lega var frumsýnt. I helstu hlut- verkum þar eru Margrét ólafs- dóttir, Gfsii Halldórsson, Kjartan Ragnarsson, Emil G. Guðmunds- son og Aöalsteinn Bergdal Hafa þau vakið mikla kátinu með leik sinum en i verkinu er fjallað um fikniefnamál bæði í gamni og al- vöru. Leiksyóri er Jón Sigur- björnsson. A sunnudagskvöldið er svo Salka Valka eftir Halldór Lax- nessá fjölunum en uppselt hefur veriö á allar sýningar til þessa. Leikfélaginu barst nýlega boð um að sýna Sölku á alþjóðlegri leik- listarhátið „Leikhúsi þjóöanna”, sem i ár er haldin i Sofia i Búlg- ariu. Með hlutverk mæðgnanna Sölku og Sigurlinu fara þær Guð- rún. Gisladóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Fáar sýningar eftir af Sigaunabaróninum Sigaunabaróninn hefur nú gengið fyrir fullu húsi síðan i byrjun janúarmánaðar, og virðist ekkert lát á aðsókn, en þar sem hljóðfæraleikarar i Sinfóniu- hljómsveit íslands hafa i mörg horn að lita, fersýningum á Sig- aunabaróninum að fækka. 44. og 45. sýning verða laugar- dagskvöldið 8. mai kl. 8.00 og sunnudaginn 9. mai er eftirmiö- dagssýning kl. 4.00. Alþýðuleikhúsið Vegna góðrar aðsóknar að leik- ritinu „Don Kikóti” hefur Al- þýöuleikhúsið ákveðið að halda sýningum áfram enn um sinn. Næsta sýning verður á laugardag kl. 20.30. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Búningar og leik- mynd: Messiana Tómasdóttir. Tónlist: Eggert Þorleifsson. Þýð- ing Karl Guðmundsson. Leikarar eru Arnar Jónsson, Bjarni Ingv- arsson, Borgar Garðarsson, Guö- mundur Ólafsson, Eggert Þor- leifsson, Helga Jónsdóttir og Sif Ragnhildardóttir. — Sjó. Herr Backes og Herr Heilmann frá Hotel Frankfurter Hof og Bay ernhlj óms veitin sjá um framúrskarandi þýskan mat og tónlist Þýsk vika í Víkingasal og Blómasal: þýska ferðamálasambandið, stjómarformaður þess G. Spazier, Flugleiðir og Hótel Loftleiðir standa að sérstakri þýskri viku dagana 6.-9. maí í Víkingasal og 10.-12. maí í Blómasal. Vemdari vikunnar er þingmaðurinn Thorsten Wolfgramm, stórriddari hinnar íslensku fálkaorðu. Matseðill í umsjá þýsku matreiðslusnillinganna Hænsnakjötsúpa von Frau Rat Schlosser Kúmenkrydduð svínasteik með svartaskógarsalati og pönnusteiktum kartöflum Eplaterta Dregið verður um ferðavinninga til Þýskalands á hverju kvöldi, auk þess sem þýskir ferðamálafulltrúar kynna sumarleyfisferðir til Þýskalands. Stuðlatríóið leikur fyrir dansi Þýsk hljómsveit leikur tónlist frá Bayern Ferðakynning í Auditorium laugardaginn 8. maí kl. 13-18 HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDIR S Gott fólk hjá traustu félagi M. H7T krv deutsche zentrale L/ZL I S Q FUR TOURISMUS E.V

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.